Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 17
DV. MIÐVIKUDAGUR2. MARS1983. 17 Lesendur Lesendur Lesendur „Eg var einn þeirra sem fóru á gamla Brúarfossinum á árunum eftir stnð með frystan fisk til Bandaríkjanna. Þá fórum við tvær til þrjár ferðir á ári. Nú er það orðið ansi miklu meira,” segir 0523—04554 meðal annars. Afturköllun Long John Silver: ÍSLENSKIMARKAÐUR- INN HRUNIÐ EF VIÐ HEFÐUM MÓTMÆLT HVALVEIÐIBANNINU BREIÐHOLTI SÍMI 76225 miklatorgi SÍMI 22822 Fersk blóm daglega. Vorum að fé 212 cm hefilbekki. Laugarnes voffi 59 Rvík. Sfmi37189. Laus staða við Heyrnar- og tal- meinastöð íslands Staða við Heyrnar- og talmeinastöð Islands er laus til um- sóknar: Staða hjúkrunarfræöings sem, auk hjúkrunarstarfa, á að ann- ast heyrnarmælingar. Til greina kæmi að ráða heyrnartækni meö fóstru- eða þroska- þjálfamenntun. Staðan veitist frá 15. apríl 1983. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og störf sendist stjórn Heyrnar- og talmeinastöðvar Islands, pósthólf 5265, fyrir 1. apríl 1983. Hjúkrunarfræðingar Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð miöbæjar, Reykjavík, er laus til umsóknar. Staö- an verður veitt frá og með 1. maí 1983. Þá er staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina í Þorlákshöfn laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá og meö 1. maí 1983. Umsóknir um þessar stöður, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf við hjúkrun, skulu sendar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 1. apríl 1983. Heiibrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 1. mars 1983. 0523—04554 hringdi föstudaginn 25. febrúar. Eg var að hlusta á hádegis- fréttir Rikisútvai'psins. Þar var sagt frá að bandaríska stórfyrirtækið Long John Silver hefði afturkallaö samning við Freonord, fisksölufyrirtækið norska. Samningurinn hljóðaði upp á fimm milljónir Bandaríkjadala og frammámenn í sjávarútveginum norska höfðu vonast til að salan færi upp í hundraö milljónir dollara nú í ár. Þetta er bara byrjunin á viðbrögðum Bandaríkjamanna viö því að Norð- menn mótmæltu banni Alþjóðahval- veiðiráðsins. Það er ómögulegt að segja hver afleiðingin gæti orðið. Eg dvaldist í Los Angeles í Kalifomíu um sex vikna skeið sumarið 1981. Þar kynnti ég mér svolítið, sem gamall sjómaður á fiskveiðiflotanum íslenska, hvernig þessi sölumál stæðu. I Los Angeles eru 300—400 Islendingar búsettir. Einn hafði búið þarna í 30 ár og hann sagðist vera hættur að kaupa íslenskan fisk vegna verðmismunar. Kanadafiskurinn var 15% ódýrari þá, sumarið 1981. Meö tilliti til alls þessa held ég að markaðurinn hefði hrunið niður ef Alþingi Islendinga hefði ekki valið þá leið sem það gerði. Annars hefðum við glutrað niður þeim 60% af afla sem við selj um þangaö. Eg var einn þeirra sem fór á gamla Brúarfossinum á árunum eftir stríð með frystan fisk til Bandaríkjanna. Þá fórum við tvær til þrjá ferðir á ári. Nú er það orðið ansi miklu meira. Það hefði orðið rothögg fyrir þjóðina ef við hefðum fengið Bandaríkjamenn á móti okkur. Þetta var gæfuspor að mótmæla ekki banninu því það er hægara að komast í en úr. Eg þakka þeim sem völdu réttu leið- ina á Alþingilslendinga. Fóstureyðingarnar líka mál karlmannanna Sigfús Aðalsteinsson skrifar: Kæra Jórunn Lísa Kjartansdóttir. Grein þín í DV þann 24. febrúar er aldeilis gott framlag til jafriréttismála eða hitt þó heldur. Þú heimtar það að karlmaöurinn haldi áfram(?) að hafa gaman af „þessu” og snúa sér á hina hliðina og þegja. Kæra kona. Eg tel ólíklegt að þú hafir fætt barn í þennan heim því mér sýnist við lestur greinar þinnar að þú teljir engan stuðning að hafa frá karlmanninum á þeim erfiða tíma sem fæðingin er. Það er mitt álit og örugglega margra annarra að okk- ur komi þessi mál við, það er að segja fóstureyðingarnar. Eg bið þig að hugsa þig tvisvar um áður en þú lætur í þér heyra næst um þessi mál. GÓÐIR NOTAÐIR BÍLAR: Mercedes Benz 230 '80, sjálfsk., einkabíll, ek. 45.000 krn. Peugeot 505 '82 með öllu, ekinn 12.000 km. BMW 320 '82, sjálfsk., ek. 8.000 km. Toyota Liftback '79, ek. 27.000 km. Galant 2000 XL '81, fallegur bill, ek. 21.000 km. Toyota Cressida station '81, ek. 10.000 km. Mercedes Benz 230 '78 ek. 32.000 km. Datsun Cherry GL '82, ek. 5.000 km. Mazda 323 Saloon '82, ek. 22.000 km. Honda Civic '80, fallegur bill, ek. 30.000 km. Honda Prelude '81, sjálfsk. Mitsubischi pick-up 4 x 4 '81. Ford station LDT '76, ek. 46.000 km., sem nýr. bilasala Bergþórugötu 3 — Reykjavík Símar 19032 — 20070 Síaukin sala sannar öryggi þjónustunnar. STORUTSALA í LEIFTURSÓKNARSALNUM SKULAGOTU 26 Á HOfíNI SKÚLAGÖTU OG VITASTÍGS Nýjar vörur daglega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.