Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 30
30 DV. MIÐVIKUDAGUR2. MARS1983. 90áraafmæli námsmanna- félagsins íHöfn: „Eldgamli Carls- berg, ágæti bjór...” Þaö var mikiö sungið þegar náms- mannafélagiö í Kaupmannahöfn hélt upp á 90 ára afmæli sitt þann 26. febrúar síöastliöinn í matsal háskól- ans á Amager. Var þaö f jölmennasta veisla, sem félagið hefur haldiö hingaö til, á fjóröa hundraö gesta. Samkoman hófst meö ræðuhöldum í hátalarakerfi, meðan gestir dreyptu á hanastéli fyrir matinn. Ýmsum þótti glymjandinn fullmikill og Jón Helgason prófessor lýsti því yfir í örstuttu ávarpi aö í slík apparöt heföi hann aldrei talaö f yrr og mundi aldrei gera aftur. Aðrir fulltrúar aldamótakynslóöarinnar á staðnum voru meðal annars þau Brynjólfur Bjamason fv. ráöherra og Guörún Eiríksdóttir, um áratugi hjálpar- hella í Jónshúsi. Bæöi voru gerö að heiðursfélögum í veislunni. Sverrir Sverrisson, núverandi for- maöur félagsins, rakti sögu þess frá því þaö var stofnað áriö 1893, aö frumkvæði þeirra Bjama frá Vogi og Guðmundar Björnssonar síðar land- læknis. Af öörum sem ávörp fluttu má nefna Einar Ágústsson sendiherra, Brynjólf Bjamason og Stefán Karls- son. Svo var sest aö boröum. Danskur sellóleikari lék og Sverrir Hólmars- son flutti gamanmál viö mikla kátínu, sem náöi hámarki, þegar hann fræddi gesti um þaö aö Krafla þýddi timburmenn á finnsku. Brennivínskútur félagsins var nú tekinn í brúk, nýkominn úr viögerö, sem greidd var af dóttur-dóttursyni og alnafna eins af stofnendum, Stein- grími Jónssyni. Kútnum fylgir þaö ákvæöi aö úr honum megi íslenskir og færeyskir Sigþór Sigurjónsson veislustjóri tappar af sögufrægum brennivínskút handa, nyuinernaum heiðursfóiögum, Brynjóifi Bjarnasyni og Guðrúnu Eiriksdóttur. ingibjörg Rán Guðmundsdóttir og Koibrún Þóra Oddsdóttir höfðu skreytt matsalinn með myndum af samkvæmisljónum og plast- pium. Stjáni stjarna, Lisa, Stjáni Pótur og Böggi voru meðal þeirra sem hituðu upp. . . . . . . pangao til tgo tok voldm a sviðinu. Skvisurnar rokkuðu dreymandi meðan Bubbi öskraði: Sætir strákar. ..." Texti: Inga Huld Hákonardóttir Myndir: Nanna Biichert stúdentar einir drekka en konur engar nema giftar séu eöa sannan- lega bamshafandi. En þessu mun hafa verið slælega fylgt. Lófaklappiö glumdi, þegar þau Brynjólfur Bjamason og Guðrún Eiríksdóttir voru útne&id heiðurs- félagar og boöin skál af kútnum. „Ef til er baráttufólk, þá er þaö þau, og við getum mikiö af þeim lært,” sagöi Sverrir formaöur. Aö loknum snæöingi var boröum ýtt til hliðar og dansinn hófst. Fyrst spiluðu heimamenn, þeir Stjáni Pétur, Stjáni stjarna, Böggi, Lísa, Móði og Oli trommari og kölluöu sig Scratch. Meirihluti þeirra var áöur í Kamarorghestunum sálugu. Síðan spilaöi hljómsveitin Ego, sem var komin beint frá Reykjavík til veislunnar. Þaö var rokkaö eins og menn ættu lifiö að leysa fram yfir klukkan þrjú. Þá hættu hljómsveit- irnar en hraustustu gestimir hófu fjöldasöng sem linnti ekki fyrr en um fimmleytiö. Veislan fór í alla staöi friösamlega fram og var til sóma þótt einhverjir hafi kannski legið í „Kröflu” daginn eftir. -ihh. Agnete Loth og Jón Helgason prófessor. Námsmönnum hafði heldur betur fjölgað, þótti Jóni: „ígamla daga voruþetta fáeinar hræður."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.