Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR2. MARS1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd honum vikið af skýrslugerðarmönn- um. Togaraútgerðin liggur undir ámæii fyrir slælegan rekstur, ofstækkun flotans og litla eöa enga samhæfni. Eigendur botnvörpunga hafa mjög aö undanfömu leitað liðsinnis ríkissjóðs til þess að bjarga þessari útgerð út úr vandanum. Eftir að Kanada færði út fiskveiði- lögsögu sína 1977, var rokið upp til handa og fóta og togurum f jölgaö til þess aö sækja á djúpmiðin og nýta hina miklu fiskistofna Kanada- manna, sem þeir sátu orðið einir að. Rönkuðu menn ekki við sér fyrr en f jórum eða fimm árum síðar að ljóst þótti að fiskiskipastóllinn væri óþarf- lega stór. En þá voru útgerðarfélögin á hraðri leið inn í kröggurnar vegna vaxtabyrða og mikillar f járfestingar, sem ekki skilaði nægum afla. Starfa 1/2árið Margar fiskvinnslur í landi eru ekki starfræktar helming ársins vegna hráefnisskorts, en þrátt fyrir þá augljósu óhagkvæmni hrýs mönn- um hugur viö að leggja þær niður vegna skorts á öðrum atvinnumögu- leikum í þessum litlu s jávarplássum. — Annars gildir það almennt um Nýfundnaland að það þykir lakast statt efnahagslega af öllum fylkjum Kanada. I umræðunni um vanda sjávarút- vegs Nýfundnalands hafa auðvitað komið fram hugmyndir um rikis- styrki, og Bill Wells, sem hér í upp- hafi var vitnað til, er meðal tals- manna aukinnar aðstoöar ríkissjóðs, svo að nálgist jafinvel þá aðstoð sem veitt er landbúnaðinum. Þar tekur hann hinsvegar til fyrirmyndar Noreg, „þar sem menn horfðust í augu viö vandann og ákváðu aö þeir vildu halda fiskiðnaðinum í dreif- býlinugangandi.” „Arið 1981 veitti ríkissjóður 14 þúsund fiskimönnum 140 milljón dollara verðbætur á aflann, en ef Kandastjóm ætiar að halda þessum iðnaði gangandi verður hún að veita 500 milljónir dollara árlega þar til viðbótar til þess að efla hann,” segir Wells. Meira magn en gæði Eins og kunnugt er, þá voru Kanada- menn mestu fiskútflytjendur í heimi. Síöustu ársskýrslur sýna að útflutningsverðmæti fiskafurða þeirra nam 1,27 milljörðum Banda- rikjadala, á meðan Bandaríkjamenn fluttu út fisk fyrir 1,15 milljaröa, Norðmenn fyrir 980 milljónir og Danir fyrir 960 milljónir. I skýrslu Kirbys kemur f ram gagn- rýni á markaðsumsetningu Kanada- manna. Þykir honum iönaðurínn ekki nógu haröur i sölumennskunni og eins í sölutækninni hvað viðvíkur því að bjóða vöruna í freistandi um- búðum. — Jim Morgan, sjávarút- vegsráðherra Nýfundalands, nefnir í viðtali við fréttamann Reuters að Islendingar hafi verið harðir í söl- unni á Bandaríkjamarkaöi ,,og eru álitnir bjóða upp á gæðabetri fisk en viö”. Bandaríkja- markaður Kanadamenn eins og við horfa mjög til Bandaríkjamarkaðar, sem bseði er mjög stór og hefur oftast skilaö betra verði en víða annars staðar. I skýrslu Kirbys kemur fram að ekki séu nema 20% af afla Atlants- hafsfiskiskipa Kanadamanna sölu- hæf á Bandaríkjamarkaði. Þar af er sprottin upp krafan um bætta með- ferð fisks. Hún reis upp fyrir sex árum og jafnvel fyrr og leituðu þá Kanadamenn til Færeyinga, Norð- manna og Islendinga eftir reyndum mönnum úr fiskiðnaöi til þess að aðstoöa þá við að færa þau mál til betra horfs. Svo er af þessum umræðum aö heyra aö lítiö hafi miðað enn í þá veru. Einnig kemur fram í skýrslu Kirbys að Kanadamenn eru ekki miklar fiskætur. Þeir borða hlutfalls- lega sex sinnum minni fisk á árí en Japanar. Bendir Kirby á að þarna megi með auglýsingaherferðum bæta úr. Sjávarútvegur Kanada, stærsta fiskútflytjanda heims, glímir nú viö ýmsa erfiðleika, sem láta kunnug- lega í eyrum tslendinga að fornu og ný ju. Aðalumræðan þessa dagana á Nýfundnalandi snýst um að £á betri meðferð á fiskinum, betri vinnslu og árangursríkari markaðsumsetn- ingu. Og inn í þetta blandast síðan sjónarmið byggðastefnu, þar sem afskekktari sveitaþorp eiga afkomu sína undir fyrstihúsunum, sem skortir hráefni til vinnslu, og erfið- leikar togaraútgerðarinnar vegna of stórsflota og dýrrarfjárfestingar. — Skyldu menn ekki kannast við þaö? Þaö eina nýja við þessa upptalningu er, að hún skuli eignuð Nýfundna- landi en ekki Islandi að þessu sinni. Teija ísiand til fyrirmyndar Bill Wells, einn aðaltalsmaður samtaka vinnslustöðva á Nýfundna- landi, virðist sér lítið meðvitandi um ástand sjávarútvegs Islendinga, því að í viötali á dögunum við fréttamann Reuters, þar sem hann var að útmála vandræði sjávarútvegs Kanada og Nýfundnalands, tók hann Island til fyrirmyndar og viðmið- unar: „Á árinu 1981 bar fiskiskipa- floti Islands, sem var þá um 1800 skip, á land 1,4 milljónir smálesta afla. Það ár öfluöu Atlantshafsfiski-1 skip Kanada, 33 þúsund talsins, alls 1,2 milljónir smálesta. Þetta sýnir skýrt, hversu hrikalegur vandinn er.” Þetta er auövitað sláandí munur og mundi okkur Islendingum þykja þetta rýr aflahlutur og naumast út á slíkt fiskerí gerandi. Úttektá á sjávar- útvegi Kanada Umræöan þessa dagana kemur í kjölfar skýrslu, sem háttsettur embættismaöur í sjávarútvegsráðu- neyti Kanada lagöi fram eftir tíu mánaöa athuganir á stöðu sjávar- útvegs og fiskiðnaðar á Atlantshafs- strönd Kanada og á Nýfundnalandi. Michael Kirby heitir hann. Segir Kirby í ályktunarorðum skýrslu sinnar, að róttækar breytingar verði að koma til í fiskmeðferðinni og vinnslunni, ef þessi þáttur atvinnu- lifsins eigi að risa upp úr öskustónni. Þaö eru annarsvegar hagkvæmni- sjónarmiðin, sem menn eru að velta fyrir sér, og hins vegar byggða- stefnan. Á að þróa þennan iðnað upp í það aö verða samkeppnisfær á alþjóöamörkuöum, sem krefst meiri hagræðingar og hagkvæmni eða skipta meira máii örlög hundraöa sjávarþorpa Nýfundnalands? Kirby sýnist í skýrslu sinni það ekki alltaf geta fariö saman að gæta hag- kvæmni í rekstri fiskiðjunnar og halda við byggð í einhverju af- skekktu sjávarplássi. Gagnrýnir hann fiskiönaöinn mjög fyrir slælega stjómun, hreppapólitík og vanhæfni til framtíðaráætlana. Segir hann einstaklingshyggjuna, eins og hún birtist i sinni verstu mynd, tröllríöa sjávarútveginum. Þar séu menn yfirleitt ekki sammála um neitt, nema þá veðrið. Engin patentlausn Kirby leggur til að teknir verði upp aflakvótar og opinbert fiskmat til eftirlits meö meðferð aflans, áður en komiö er meö hann að bryggju og eins samræmingar í ákvörðun fisk- verðs. — Hafa þessar tillögur hlotiö góöan hljómgrunn hjá stjórninni í Ottawa og verða líkast til hafðar til grundvallar við f ramtíðaráætlanir. „Það er engin kraftaverkalækning til, engin patentlausn,” sagði Kirby í viðtali við fréttamann Reuters, þegar 380 síðna skýrsla hans var birt í síöustu viku. Segir hann lausnar aö leita í langtímaþróun. Togaraútgerð íkröggum Mörgum þótti sem sneitt hefði veriö í skýrslunni fram hjá mesta vandamálinu, sem er vandi togara- útgerðarinnar, því að hvergi var að Dæmigert sjávarpláss á Nýfundnalandl, þar sem rekast ó hagkvæmnissjónarmlð í rekstri fisklðju og byggðastefnan. Fiskiðja „National Sea Pruducts” (hér á miðri mynd) í St. Johns á Nýfundnalandi. — Kanadamenn og Ný- fundnaiandsmenn voru stórhuga i sjávarútvegsmálum eftir útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur en útvegur- inn á í efiðleikum. íslenskvanda útvegi Kanada

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.