Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR 2. MARS1983. Spurningin Hvernig iíst þér á úrslitin í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi? Grímur Oddmimdsson lögreglumaður: Ég vil ekkert tjá mig um það, læt það liggja milli hluta. Andrés Magnússon kennari: Mér líst ágætlega á þau, sérstaklega frammi-, stöðu Gunnars G. Schram. Ólafur Guðlaugsson tæknifræðingur: Mér finnst þau benda til ákveðinnar óánægju með formann þingflokksins. Mér líst vel á nýja fólkið. Kolbeinn Ágústsson iagerstjóri: Eg' hef nú bara ekkert fylgst með þessu máli og ekki kynnt mér úrslitin. Sverrir Þorsteinsson, veitingamaður og heildsali: Eg er mjög ánægður með þau. Guðmundur Sigurðsson bóndi, Reyk- hóli Skeiðum: Þetta er mikið' vantraust á forystu Sjálfstæöisflo ins, þaö hlaut aö koma aö þessu. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Vegagjaldið: Stórálögur á bílaeigendur — nógkomiðfyrir Einar Jónsson skrifar: Enn á aö ráðast ábílaeigendur,nú j meö nýjum skatti sem heitir ,,vega- gjald”. Þessi siðlausa ríkisstjórn ætlar að ljúka svo hinum auma ferli sínum að læða í gegnum þingið stór- álögum á bílaeigendur og er þó nóg komið fyrir. I Með blekkingum á að koma því inn hjá fólki að nú eigi aö lækka verð nýrra bíla, en hver nýtur þess? Aðeins þeir betur stæðu í þjóðfélag- inu, þeir sem hvort sem er skipta um bíla á eins — tveggja ára fresti. Hinn almenni launþegi hefur ekki mögu- leika á að kaupa nýjan bil á ca 150 þús. kr. en það er um það bil meðal- verð í dag. Nú, kaup hins almenna launamanns hrekkur ekki til aö eignast nýjan bíl, hann kaupir gamlan, og hann lækkar varla því sem munar frá því sem er í dag. Ég er ekki að tala um þingmenn sem dylgja um 40 þús. kr. ráðstöfunar- tekjur á mánuöi eða ráðherra, sem hafa verulega meira, nei, ég er aö tala um menn eins og mig og fleiri, sem hafa um 10—14 þús. kr. á mánuöi, og reyndar sumir minna og þurfa aö vinna langan vinnudag fyrir þessu kaupi. Það er einmitt þessi hópur fólks sem finnur fyrir hinum nýja skatti. Álögur á bíla og allt sem til þeirra þarf er þegar komið langt fram úr því sem eðlilegt getur talist. Hér á landi er til félagsskapur sem heitir Félag islenskra bifreiðaeigenda. Frá þessum félagsskap heyrist ekkert orð, nema krafa um árgjald aðupphæð550kr. ogerþaðvísttilað ala einhverja framagosa sem eru í einni sæng með því auma liði sem stjórnar þessu landi í dag. Frá F J.B. heyrist ekkert frá því flautukonsert- inn mikli var um áriö og hafa þeir sennilega verið aö flauta sig undir sængina hjá fjármáiaráðherra. I dag er F.I.B. varla nema ferðaskrifstofa fyrir þá sem hafa góðar tekjur og geta nýtt sér þá þjónustu. En upphaf- legur tilgangur félagsins er gleymdur þ.e. að gæta hagsmuna félaganna gegn gráöugu ríkisvaldi og því getum við hinir tekjulágu strikað þetta félag út. Ekki þurfa ráöherrar að óttast f jöl- miðla, þeir hafa ekki hátt um gjaldið, aðeins smáletur ef þess er að nokkru getið í dagblööunum og ríkisfjöl- miðlar rétt skjóta inn einni smáfrétt. Þó hefði mátt geta þess hve oft væri hægt að fara í strætó fyrir þaö gjald, sem greiða þarf af bíl sem vigtar 1 tonn. Svo reikningsglögga menn hafa þessir fjölmiölar aö minnsta kosti þegar hentar núverandi stjóm- völdum. Bifreiðaeigendur góðir, gerið ykkur grein fyrir að þessi eina króna á kg í dag er grunngjald og hækkar með byggingarvísitölu. Hugleiðið hvað svona gjald verður orðið hátt eftir 4—5 ár í 60—80% verðbólgu. Þá getur enginn venjulegur launamaður átt bíl, þá hafa þeir sem mestu ráða í núverandi ríkisstjóm náð takmarki sinu, aðeins hálaunamenn geta ekið í bílum eins og í draumalandinu Rúss- landi og öðrum austantjaldslöndum. Finnst ykkur, bíleigendur góðir, ekki nóg komið? Bensínhækkun á 3— 4 mánaöa fresti. öll bifreiðagjöld á uppleið, á síðastliðnu sumri vom gjöld á smábílum lækkuð til að örva innkaup á þeim en eftir fáa mánuöi var þetta afnumiö. Hver getur treyst þessum sömu mönnum í dag? Það á að kjósa innan fárra vikna. Fylgist með hverjir styðja þetta makalausa fmmvarp ríkisstjórnar- innar og strikið þá út í næstu kosningum, jafnvel þótt þið kjósið listann. Þetta er okkar eina vopn til að ver jast ásælni gráðugra manna. „Bifreiðaeigendur góðir, gerið ykkur grein fyrir að þessi eina króna á kg í dag er grunngjald og hækkar með bygg- ingarvísitölu. Hugleiðið hvað svona gjald verður orðiö hátt eftir 4—5 ár í 60—80% verðbólgu. Þá getur enginn venju- legur launamaður átt bíl,” segir Einar Jónsson meðal annars í bréfi sínu. íslenska sjónvarpið bara hæfilega gott 9130-5089 hringdi: Mig langar til aöhrósa íslenska sjón- varpinu. Það er held ég bara alveg hæfilega gott. I hverri viku em nokkrir þættir sem vert er að horfa á en svo er líka hægt að hafa slökkt heilu kvöldin án þess að taka það nærri sér og er þaö veL Ef eitthvað má segja sjónvarpinu til lasts er það helst að dagskráin á föstudags- og laugardagskvöldum er stundum bæði stutt og slöpp. Við sem sitjum heima flestar helgar og horfum meö tilhlökkun til gotterís og góðrar myndar í vikulok verðum stundum fyrir vonbrigðum. Væri ekki hægt að endursýna meira af gömlu úrvalsefni, sakamálaþáttum, leikritum og kvik-' myndum, j afnvel þótt svarthvítt sé? Hærra kaup en umbjóöendumir? 0067—8058 hringdi: Mér og fleirum finnst það kyndugt aö sjá Kristján Thorlacius deildar- stjóra í stjórnarráöinu túlka skoðan- ir sínar í f jölmiölum og heimta meira kaup. Á sama tima og kaupið hækkar í krónutölu eykst dýrtíöin og þá vita flestir að deildarstjórinn fær miklu hærra kaup en þeir sem hann er að gerakröfurfyrir. Lesendur Sigurður Valgeirsson Kristján Thorlacius. ' „Væri ekki hægt að endursýna meira af gömlum úrvaisefni?” spyr 9130—5089. Myndin er úr þættinum Læknir á lausum kili.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.