Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 40
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SA/IÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 Framleiðslueftiriitíð brugðist skyidum sfnum —segir í skýrslu sem unnin var á vegum Fiskmatsráðs „Augljóst er að Framleiðslueftirlit sjávarafurða hefur hreinlega brugð- ist skyldum sínum í nokkrum tilvikum.... Vissulega ber að viður- kenna að erfitt er að samræma fersk- fiskmat svo vel sé en Framleiðslu- eftirlitið hefur líka vanrækt meira eða minna alla þætti þess, allt frá undirstöðuþjálfun matsmanna til lokastigsins, sem er útfyQing mats- eyðublaða með endanlegum niður- stöðum.” Svo segir í skýrslu sem unnin var á vegum Fiskmatsráös og lögð var til grundvaUar við stofnun Rikismats sjávarafurða. Við stofnun þess verð- ur Framleiðslueftirlitið lagt niður samkvæmt frumvarpi sem sjávarút- vegsráðherra mun leggja fram á næsta þingi. I skýrslunni segir að gerð hafi veriö sérstök úttekt á framkvæmd ferskfiskmats og hafi verið lagðar spumingar fyrir ferskfiskmatsmenn víða um land. Niðurstöður þeirrar úttektar eru að flokkun fisks í lifandi og dauðblóðgaðan sé aðeins í lagi á 25 stööum á landinu að dómi mats- manna. Þá eru aöeins tvær mats- stöðvar af níu taldar þrifalega umgengnar og snyrtilegar og tvær taldar óhæfar. „Það verður að teljast lágmarkskrafa að Framleiðslueftirlitið sjái til þess að matsstöðvamar uppfyUi almennar kröfur um hoUustuhætti og hreinlæti. Um það bU þriðjungur matsmanna virðist vinna við viðun- andi skUyrði. Hinir, þ.e. tveir þriðju þeirra, eru á hrakhólum,” segir í skýrslunni. Þá segir ennfremur að á minnsta kosti 23 stöðum sé fiskur aldrei gæða- feUdur vegna orms og ekki eftir því leitað. Ormaprufur virðast að mestu sniðgengnar eða vanræktar þrátt fyrir að ormur sé víða alvarlegt vandamál, ekki síst í línu- og færa- fiski. Þessi atriði era meðal margra sem talin eru í ólagi við ferskfisk- mat, en þó er tekið fram að af ásettu ráði sé ekki farið út í upptalningu atriða sem kaUast mættu „van- rækslusyndir”, en sá listi yrði ærið langur. I lok skýrslunnar segjast höfundar hafa rætt við Jóhann Guðmundsson, forstjóra FramleiðslueftirUtsins, og hafi hann talið að starfsemi fersk- fiskeftirUtsins væri að minnsta kosti í eins góðu lagi og fjárveitingar leyfðu en þó væri nauðsynlegt að hans mati að tölvuvinnsla gagna kæmist i gang hið bráðasta. Höf- undar skýrslunnar khkkja þó út með þvi að tUgangsUtið sé að fara af stað með tölvuúrvinnslu upplýsinga sem ekki eru haldbetri en raun ber vitni. ÓEF Sighvatur fluttur á Herinn Sighvatur Björgvinsson, þing- maður Alþýðuflokksins á Vest- fjörðum, hefur nú flutt IögheímiU sitt frá Reykjavík og vestur á ísafjörð. Þar er hann nú skráður með lög- heimiU að Mánagötu 4, sem er hús Hjálpræðishersins á Isafirði. Þar hefur hann til umráöa tveggja herbergja íbúð en skráður leigutaki íbúðarinnar er Björgvin Sighvatsson faðir hans, sem býr í Reyk ja vík. Aösetursskiptin áttu sér stað 1. nóvember síðastliðinn samkvæmt upplýsingum bæjarskrifstofunnar á Isafirði. Nýtt lögheimQi hefur þó ekki verið skráð á manntalsskrif- stofunni en samkvæmt reglum hefði svo átt að vera ef aðsetursskiptin hefðu átt sér stað f yrir 18. nóvember. -ÓEF. Sagðisigúr þingnefndum Vilmundur Gylfason sagði sig í gær úr þeim þingnefndum sem hann hefur setið í sem fulltrúi Alþýðu- flokksins. Vilmundur sagði að gefnu tilefni að enginn úr Alþýöuflokknum hefði gert athugasemd við þessa nefndasetu. Þegar Eiður Guðnason lýsti því yfir skömmu síðar að sér fyndist þessi seta Vilmundar óeðlUeg sagði Vilmundur sig þegar úrnefndunum. -JBH. LOKI Sighvatur þarf greinilega á allrihjálp að halda. Maður var skotinn í öxlina í Háskóiabíói í gærkvöldi. Tildrög málsins voru þau að hann var að biðja sér stúiku. Annar maður taldi sig eiga rétt á stúikunni og skaut hinn fyrrnefnda. Á þetta horfðu um þúsund manns. Þetta var hluti af brögðum dávaldsins Frisinette. Hann skemmti mönnum með ýmsum kúnstum og fákk þá til að trúa ótrúlegustu hlutum, eins og því að þeir væru skotnir. Skemmtun hans igærkvöldi varhin fyrsta iröð skemmtana sem verða íþessari viku. DS/DV-mynd S. Framvarp til stjórnskipunarlaga: Margir þingmenn á móti frumvarpinu Mikil andstaða er nú komin upp á Alþingi við frumvarpið til stjórnskip- unarlaga. Deilt hefur verið um þetta mál innan þingflokkanna en ágrein- ingurinn ekki komið fulikomlega upp á yfirborðið fyrr en í fyrrakvöld og gær í sölum Alþingis. Þá stóð upp hver þingmaðurinn á fætur öðram og lýsti andstöðu sinni við frumvarpið eða kvaðst setja fyrirvara á sam- þykkt. Ekki er ljóst hversu margir þingmenn era hér á ferð. Alþýðu- blaðiö hefur það eftir Karvel Pálma- syni í dag að þeir geti verið 15—18. Þingmennimir nefna margar ástæður fyrir andstöðu sinni og endurspeglast þar að nokkra sjónar- miö dreifbýUs og þéttbýUs: I frum- varpinu felst ekkert annað en fjölgun þingmanna um 3 og lækkun kosn- ingaaldurs í 18 ár. Verið er að sUta kjördæmamálið úr samhengi við stjómarskrármálið. Ekki er gengið nægjanlega langt tU jöfnunar atkvæðavægis. Frumvarpið hefur ekki verið kynnt þjóðinni. — Þessir þingmenn hafa látið mest til sin taka í þessu máli: Árni Gunnarsson, Karvel Pálmason, Ingólfur Guðna- son, Stefán Valgeirsson, Vilmundur Gylfason, Olafur Þ. Þórðarson, Ragnar Amalds og EgQl Jónsson. Kjördæmamálinu var í gær á fundi neðri deUdar vísað tU nefndar 7 þingmanna. -JBH. ,Líst illa á þessa keppni’ — segirFriðjón Þórdarson dómsmálaráöherra „Þetta kom Ul umræðu á ríkis- stjómarfundi í gær og er einnig tU skoðunar í ráðuneytinu,” sagði Friöjón Þórðarson dómsmálaráð- herra í viðtaU við DV i morgun. TUefnið var, aö fy rir dómsmálaráðu- neytinu Uggur nú beiðni franskra aðila um að fá að halda mikla rall- keppni á hálendi Islands í sumar. „Eg er ekki hrifinn af þessu en máUö verður tekið fyrir eins og hvert annað mál, frá öUum hliðum, bæði í dómsmáJaráðuneytinu og í sam- vinnu mUU þeirra ráöuneyta sem fjalla umþetta. Þér líst ekki meira en svo á raUið persónulega? „Það er annað mál, ég mun láta skoða þáð jafnt fyrir því,” sagði Friðjón. Eins og kunnugt er hafa margir orðið tU að mótmæla hinu fyrir- hugaða raUi Frakkanna og má þar telja Landvemd og Félag landvarða og leiðsögumanna. Hjörleifur Guttormsson iönaðarráðherra hefur einnig lýst andstöðu sinni við raUið. -PÁ. Gengissig heldur áfram „Gengið hefur sigið mikið upp á síðkastið og breyting hefur orðið á doUara, svo sem betur fer verður engin gengisfelUng, heldur eitthvert áframhaldandi sig eins og veriö hefur undanfarna mánuði,” sagði Steingrímur Hermannsson sjávarút- vegsráðherra er DV innti hann eftir hvort hækkun á fiskveröi myndi leiða til gengisf elUngar. „Það hefur verið búið í haginn fyrir hækkunina með gengissigi upp á síðkastið. Eg á ekki von á að þaö hætti meðan viö höfum verð- bólguna,” sagðiSteingrimur. -PÁ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.