Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 32
32' DV. MIÐVIKUDAGUR2. MARS1983. Ólöf Magnúsdóttir lést 20. febrúar. Hún fæddist þann 9. júlí 1927 á Barón- stíg 11 hér í borg. Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson og Elísabet Þórdís Guömundsdóttir. Olöf starfaöi um tíma á teiknistofu Jörundar Páis- sonar. Eftirlifandi eiginmaöur hennar er Hörður Sigurjónsson. Þeim hjónum varö fimm barna auöiö. Utför Olafar verður gerö frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Dagmar Þorkelsdóttir, sem andaðist á Sólvangi 22. febrúar, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnar-' firöifimmtudaginn3. mars kl. 13.30. María Guömundsdóttir, Asvallagötu 49, andaöist á Elliheimilinu Grund 28. febrúar. Elvar Gísli, Engihjalla 5 Kópavogi, lést 26. febrúar á gjörgæsludeild Landspítalans. Björn Sveinsson frá Langholti í Meðal- landi lést 1. mars i Landkotsspítala. Vilborg Jónsdóttir, Grænumörk 1 Selfossi, lést í Landspítalanum mánudaginn 28. febrúar. Sigurður Hannesson viöskipta- fræöingur, Auöbrekku 33, lést 20. febrúar. Bálförhefurfariöfram. Sigríður Guðmundsdóttir andaöist í Landspítalanum 21. febrúar. Jarðar- förin hefur farið fram. Jón Pálsson sundkennari, veröur jarðsunginn frá Laugameskirkju fimmtudaginn 3. mars kl. 15. Elín Sigríður Lárusdóttir frá Hellu, Steingrímsfiröi, er lést í Borgar- spítalanum 26. febrúar sl. veröur jarösungin laugardaginn 5. mars nk. kl. 15 frá Drangsneskapellu, Stranda- sýslu. Húskveöja verður frá Hellu sama dag kl. 13. Kveðjuathöfn veröurí Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. mars kl. 10.30. Guðný Halldórsdóttir frá Homi, Ásgaröi 73 Reykjavík, veröur jarösungin fimmtudaginn 3. mars kl. 13.30 frá Bústaðakirkju. Leiklist Oresteia í Þjóðleikhúsinu: Eitt stórbrotnasta leikverk allra tíma á ís- lensku leiksviði. Miövikudaginn 2. mars nk. frumsýnir Þjóð- leikhúsiö eitt mesta stórvirki heimsbók- menntanna, fom-gríska þrileikinn Oresteiu,* eftir Æskýlos. Oresteian er eini heili þríleik- urinn sem varðveist hefur frá blómaskeiði fom-grísku menningarinnar, en verkiö er jafnframt stærra í sniðum og glæsilegra en flest önnur leikverk sem viö þekkjum. Leik- ritin þrjú sem mynda þríleikinn heita Agamemnon, Sáttafóra og Hollvættir, en verkið er í meðförum Þjóðleikhússins nokkuð stytt svo sýningin er af eðlilegri leikritslengd, en ekki 6—8 tímar eins og hún yrði ef verkið væri sýnt óstytt. Oresteian er i raun sakamálaleikrit er f jallar öðrum þræði um eðli réttlætisins og hvernig beri að hegna fyrir brot, en það er jafnframt vígasaga, þenking um samband guða og manna og lýsir að nokkru valdabaráttu gam- alla guða og nýrra. 1 verkinu greinir frá heim- komu Agamemnons konungs úr frægri og langri herför til Trójuborgar. Tólf ár eru liðin frá því hann lagði upp með flota sinn og hafði hann þá fórnað Ifígeníu dóttur sinni gyðjunni Artemis svo flotanum gæfi byr. Drottning Agamemnons, Klitemnestra, fagnar bónda sínum við heimkomuna af tilhlýðilegri kurt- eisi svo ekki veki grun þaö sem henni býr í hug, en um leið og inn fyrir dyr er komið hefn- ir hún dótturinnar og drepur Agamemnon, með dyggilegri aðstoð friðils sins, Ægistosar. Hún lýsir víginu síðan á hendur sér án iðrunar því hún framdi verknaðinn í þjónustu réttvis- innar. önnur böm þeirra Agamemnons og KUtemnestru koma nú til sögunnar og til að hefna föður síns drepur Orestes Klítemn- estru. En þá taka rafsinornirnar að ofsækja Orestes sem fær engan frið fyrr en han leitar á náðir ApoUons og mál hans er borið undir dóm sem gyðjan PaUas Aþena er í forsæti fyr- ir. TU að flytja jafnstórbrotið leikverk þarf mikið tU og fara 32 leikarar með stór hlutverk í sýningu Þjóðleikhússins, en aUs koma yfir 40 manns fram i verkinu. Hjalti Rögnvaldsson leikur Orestes, Amar Jónsson leikur ApoUon, Sigrún Bjömsdóttir leikur PaUas Aþenu, Helga Bachmann leikur Klítemnestru, Róbert Amfinnsson leikur Agamemnon, Anna Kristín Amgrímsdóttir leikur Kass- öndru, Hákon Waage leikur Ægistos, Helga E. Jónsdóttir leikur Elektru, Rúrik Haraldsson er leiðtogi öldunganna, Kristbjörg Kjeld er leiðtogi refsinomanna og Herdís Þorvalds- dóttir er leiðtogi ambáttanna, svo eitthvað sé nefnt. Helgi Hálfdanarson hefur snúið Oresteiunni á islensku, Sveinn Einarsson er leikstjóri, Sigurjón Jóhannsson gerir leikmynd, Helga Bjömsson gerir búningana, ÞorkeU Sigur- bjömsson semur tónUst, Marjo Kuusela sem- ur dansana og Ami Baldvinsson sér um lýsinguna. Frumsýningin er sem fyrr segir miðvikudag- inn 2. mars, en önnur sýning veröur laugar- daginn 5. mars. Fundir Málfreyjudeildin Björkin heldur fund miðvikudaginn 2. mars kl. 20.30 aö Hótel Heklu. Gestir velkomnir. Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Reykjavík heldur fund á HaUveigarstöðum fimmtudag- inn 3. mars kl. 20.30, gestur fundarins verður prestursafnaðarins, Gunnar Bjömsson. Samhygð Kynningarfundur veröur hjá Samhygö alla fimmtudaga kl. 20.00 aö Ármúla 36, 3. hæð (gengiðinnfráSelmúla). 1. Ráð Málfreyja á íslandi heldur fund laugardaginn 5. mars nk. að Síðu- múla 11 í Reykjavík. Á dagskrá fundarins verður meðal annars kosning í embætti æöstu stjórnar Málfreyja á Islandi. Eitt stórt verkefni fundarins er ensk ræöukeppni, en hún fer fram árlega og taka nú 7 konur þátt í þessari keppni. AUar ræður eru teknar upp á snældur og verðlaunaræðan siðan send áfram í alþjóðlega ræðukeppni sem haldin verður í Boston í júlí í sumar. Málfreyjur á Isiandi hafa oftar en einu sinni orðið sigursælar í þeirri keppni. Kvenfélag Hallgrímskirkju Fundur verður haldinn í félagsheimUi kirkj- unnar fimmtudaginn 3. mars kl. 20.30. Dag- skrá fundarins verður f jölbreytt, kaffiveiting- ar verða og að lokum verður hugvekja sem séra Ragnar Fjalar Lárusson flytur. Félags- konur, f jölmennið og takið með ykkur gesti. MS félag íslands heldur fund fimmtudaginn 3. mars kl. 20.00 í Sjálfsbjargarhúsinu. Fundarefni: félagsráð- gjafamir Áslaug Olafsdóttir og Gunnar Sand- holt munu fræða okkur um félagsráögjöf og svara spumingum. Tilkynningar Sóknarfélagar Munið spilakvöldið að Freyjugötu 27, miðvikudaginn 2. mars kl. 20.30. í gærkvöldi í gærkvöldi Símareið hin síðari fengiö efni i vídeókerfum og greiða þaö sem greiða ber til rétthafa. Þaö hefur enda verið gert í stærsta vídeó- kerfinu, en því eina sem hefur veriö kært. Svo aftur sé vikið að dagskrá hinna leyfðu miðla, þá var Þingsjá sjón- varpsins það eina sem minnisstætt er. Menn litu yfir það þing sem nú stendur og sáu sem er, að lítið hefur verið afrekað. Jónas Haraldsson. Dagskrá ríkisfjölmiðlanna freist- aði ekki beint í gærkvöldi. Það varð því minna um hlustun og gláp en ella og tíminn notaður til annarra hluta. Þetta er eins og gengur, það eru ekki alltaf jólin. Ekki er lengur hægt aö skipta á hina rásina í sjónvarpinu,, vídeóið lagst í dvala um sinn. Þessar síðustu vídeósviptingar eru! nokkuð sérkennilegar og minna á fræga bændaför í upphafi aldar er símann skyldi kveða í kútinn. Sú för varð ekki til fjár og væntanlega, verður útkoman svipuð í vídeó- málinu nú. Einhverjir finna fram- sóknarbragð að málinu, en um það skal ekkert fullyrt. Menn upplifa nú mikla tækniöld, tölvur taka við æ fleiri störfum á vinnustöðum og heimilum manna. Fjarskiptatæknin veröur aðgengilegri hverjum manni. Myndböndin eru einn hluti þessa og veröa ekki stöðvuð með úreltum ' lögum. Það vita allir og líka þeir sem nú reyna að spyma við fótum. Að sjálfsögðu á aö nota löglega Breiðfirðingafélagið heldur sina árlegu árshátíð í félagsheimili Seltjamamess laugardaginn 12. mars kl. 19. Veislustjóri er Ámi Bjömsson þjóðháttafræð- ingur. Heiðursgestir verða hjónin Sigurður Markússon framkvæmdastjóri og Inga Ama- dóttir. Dagskrá hátíðarinnar: Ávarp for- manns, Eggerts Kristmundssonar, ræöa, Sig- uröur Markússon. Söngur Karlakórs Reykja- víkur. Gamanmál, Dóra Valdimarsdóttir. Lúdó og Stefán leika fyrir dansi. Breiðfirðing- ar f jölmennið. Ath. miðasala fer fram í Breið- firðingabúð sunnudaginn 6. mars kl. 14—17. Kvennadeild Skaftfellinga í Reykjavík er með góukaffi í Drangey Síðu- múla 35, fimmtudagskvöldið 3. mars kl. 20.00. Góð skemmtiatriði. Skrifstofa FR deildar 4 er opin að Síöumúla 2, simi 34200, pósthólf 4344. Þriðjudaga kl. 17—19, miðvikudaga kl. 18—19. Formaður til viðtals fimmtudaga kl. 20—22, föstudaga kl. 17—19, og laugardaga kl. 14-16. ' Árdagar Ármúlaskóla standa fyrir útvarpssendingum alla daga fram á fimmtudag. Landsmenn geta hlustaö á útsendingar þeirra félaga á FM bylgju 91,5 frá kl. 8—12, eftir hádegi frá kl. 14—19 og á næturútvarp frá kl. 22—03. 14. Háskólatónleikar vetrarins verða í Norræna húsinu i hádeginu miðviku- daginn 2. mars kl. 12.20—13.00. Einar Jó- hannesson og Anna Máifríður Sigurðardóttir leika saman á klarinett og píanó: sónötu í Es- dúr eftir Brahms og Four short peaces eftir írska tónskáldið Howard Ferguson. Árnesingamót Árnesingamótið 1983 verður haldið í Fóstbræðraheimiiinu laugardaginn 5. mars nk. Heiðursgestir mótsins verða hjónin Vilhelmína Valdimarsdóttir og Gunnar Sigurðsson, bóndi í Seljatungu í Gaulverja- bæjarhreppi. Mótið hefst með borðhaldi, síðan verða skemmtiatriði þar sem Omar Ragnarsson og fleiri munu skemmta gestum. Að lokum verður stiginn dans. Það er Ámesingafélagið í Reykjavík sem stendur fyrir mótinu eins og venjulega, en Árnesingamót hafa verið fastur liður í starf- semi þess frá upphafi, en félagið var stofnað árið 1934 og veröur því 50 ára á næsta ári. Núverandi formaður félagsins er Arinbjöm Kolbeinsson læknir. Árnesingakórinn hefur æft af krafti í vetur undir stjórn Guðmundar Omars Oskarssonar. Söng hann m.a. á vistheimilum aldraðra fyrir jólin og á aðventusamkomu Árnesinga- félagsins. Formaður kórsins er Þorgerður Guðfinnsdóttir. Kjarvalsstaðir Góð aðsókn hefur verið að skúlptúrsýningu Helga Gíslasonar sem opnuð vár að Kjarvals- stöðum síðastliðbin laugardag. Sala verkanna hefur gengið ágætlega. Sýningin, sem er í vesturgangi og hluta kaffi- stofu, stendur fram til 8. mars og er opin ki. 14 til 22 daglega. Samtök um kvennaathvarf Skrifstofa okkar að Gnoðarvogi 44, 2 hæð, er opin alla virka daga frá kl. 14—16, sími 31575. Póstgírónúmer samtakanna er 4442—1. Hallgrimskirkja Föstumessa veröur í Hallgrímskirkju í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30. Manuela Wiesler leikur einleiksverk eftir Magnús Blöndal Jóhanns- son. Alþjóðlegur bænadagur kvenna veröur föstudaginn 4. mars hér á landi. Verður hann haldinn í Dómkirkjunni ki. 20.30 og þar að auki víðs vegar um landið. Bæna- efni: Ný sköpun í kristi og nýtt líf í þjónustu. Allir velkomnir. Pennavinir 17 ára gömul stúlka vili eignast pennavin á Is- landi. Skrifar ensku, frönsku og spænsku, hefur áhuga á lestri og íþróttum, einnig safn- ar hún frímerkjum. öllum bréfum svarað. Linget Ve’ronique 29 Bd Jean Jaurés 28200 Chateaudun France 24 ára stúlka frá Bandarikjunum vill eignast íslenskan pennavin. Hún hefur ferðast víða um heim og hefur áhuga á að fræðast meira um Island. Áhugamálin eru mörg en verða ekki talin upp hér. Nafn og heimilisfang stúlk- unnarer: Helen Henning RR2 Fairfield, Illions 62837 U.S.A. Minningarspjöld Minningarspjöld Mígrensamtakanna fást á eftirtöldum stööum: Blómabúðinni Grímsbæ, Fossvogi, Bókabúðinni Kleppsvegi 150, hjá Félagi einstæðra foreldra og hjá Björgu í síma 36871, Erlu í síma 52683, Regínu í síma 32576. Askorendaeinvfgið íMoskvu: Kasparov vann önnur skákin í áskorendaeinvígi Garry Kasparovs og Alexanders Beljavskís var tefld í Moskvu í gær. Haföi Kasparov hvítt og fóru leikar þannig að Beljavskí féll á tíma í 38. leik, en ekki hafa borist nánari fregnir af viöureigninni. Hefur þá Kasparov hlotiö 1,5 vgegn 0,5. BH. íþróttir Golfklúbbahátíð Sameiginleg árshátíð þriggja golfklúbba, Nesklúbbsins, Golfklúbbsins Keilis og Golf- klúbbs Suðumesja verður haldin í Stapa laugardaginn 5. mars nk. kl. 19.00. Forsala aðgöngumiða er í versluninni Berg- þóru Nýborg, Strandgötu 5 Hafnarfirði, og Georg V. Hannah, Hafnargötu 49, Keflavík. Langferðabílar munu fara frá sparisjóðnum við Strandgötu í Hafnarfirði kl. 18.00 á laugar- dagínn. Nefndin. Meistaramót Reykjavíkur í badminton 1983 Meistaramót Reykjavikur í badminton 1983 verður haldið i húsi TBR dagana 12,—13. mars nk. Keppt verður í einliðaleik, tvíliöa- leik og tvenndarleik í eftirtöldum flokkum, ef nægþátttakafæst: Meistaraflokki A-flokki Öölingaflokki (40—50 ára) Æðsta flokki (50 ára og eldri) Verð er kr. 140 í einliðaleik og kr. 100 á mann í tvíliðaleik eða tvenndarleik. Þátttökutilkynningar skulu berast til TBR í siðasta lagi miðvikudaginn 9. mars nk. Meistaramót Reykjavíkur er nú í fyrsta sinn opið ölium, óháð hvort þeir keppa fyrir félag innan Reykjavíkur eða utan. Þeir sem eru í félögum utan Reykjavíkur keppa sem gestir í mótinu skv. reglum, sem IBR hefur sett. BELLA Það bætti mikiö úr afstöðu minni til yfirmannsins, aö ég fór aö vinna bara hálfan daginn. Nú hata ég hann bara að hluta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.