Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 12
12
DV. MIÐVIKUDAGUR 2. MARS1983.
DAGBLAÐIÐ-VÍSIR
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN hR
Sfiómarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjáriogútgáfustjdri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON^og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Stmi ritstjómar: 86611.
Setning,umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF.,SÍÐUMÚLA 12. Prentun:
ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19.
Áskriftarverð á mánuði 180 kr. Verð í lausasölu 15 kr. Helgarblað 18 kr.
Hnútinn má leysa
Túlka má f jarskiptalögin frá 1941 svo, aö ólöglegt sé að
hafa dyrasíma í fjölbýlishúsi og stefnuljós á bifreiðum. A
svipaðan hátt má túlka útvarpslögin frá 1971 svo, aö ólög-
legt sé að reka eða nota kapalsjónvarp.
Ríkissaksóknari hefur ekki kært almenning fyrir notk-
un dyrasíma og stefnuljósa, enda eru fjarskiptalögin eitt
af ótal dæmum um, að gömul lög eru í rauninni ólög, af
því aö þau gera ekki ráð fyrir nýjum aðstæðum.
Sagt er, að með lögum skuli land byggja, en meö ólög-
um eyða. Venjulega er málið leyst með þegjandi sam-
komulagi um að beita ekki úreltum lagaákvæðum, meðan
verið er að undirbúa ný lög og ná samkomulagi um
orðalag þeirra.
Sérstök nefnd á vegum menntamálaráðherra hefur
samið frumvarp að nýjum útvarpslögum, sem gera ráð
fyrir auknu frelsi til útvarps og sjónvarps, þar á meðal
frelsi til kapalsjónvarps á borð viö það, sem rekiö er víða
um land.
Stjórnmálaflokkarnir eru í stórum dráttum sammála
um, að þetta frumvarp sé nothæft, þótt þeir hafi á því
misjafnan áhuga. Sjálfstæðisflokkurinn getur fallizt á
það, þótt hans frumvarp gangi lengra í frelsisátt..
Menntamálaráðherra hefur gleymt að leggja fram
frumvarp sitt, eins og hann gleymir svo mörgu öðru. Ef
til vill er það þess vegna, að ríkissaksóknari hefur nú eftir
dúk og disk ákveöið að kæra eina af kapalstöðvum lands-
ins.
I þrjú ár hafa ótal kapalstöðvar veriö reknar hér á
landi í trausti þess, að í þjóðfélaginu ríkti þegjandi sam-
komulag um að láta þær afskiptalausar, meðan beðið
væri eftir nýjum útvarpslögum, sem næöu einnig yfir
þær.
Kæran sýnir, að þegjandi samkomulagið hefur rofnað.
Sennilega er þaö að undirlagi áhrifamanna í Fram-
sóknarflokknum, því að þangað liggja þeir þræðir máls-
ins, sem unnt er aö rekja. Af atlögu einokunarsinna er
framsóknarlykt.
Ákaflega er einkennilegt að veitast sérstaklega að því
kapalsjónvarpi, sem virðir höfundarétt og birtir löglega
fengið efni, meðan látnar eru í friði þær stöðvar, sem
meira eða minna stela öllu sýningarefninu.
Árangurinn er sá, að stöðvarnar, sem hafa notað lög-
lega fengið efni, hafa hætt rekstri, meðan sjórán hinna
heldur áfram. Kæra ríkissaksóknara hefur þannig orðið
til að styöja lögleysu á sviði kapalsjónvarps.
IJr því að ríkissaksóknari hefur sýnt meira framtak í
kapalsjónvarpi en í dyrasímum og stefnuljósum, ætti
næsti leikur að vera hjá alþingi. Þingmenn þurfa að
draga útvarpslagafrumvarpið upp úr skúffu mennta-
málaráðherra.
Lítill tími er til stefnu, þar sem kosningar eru á næsta
leiti. Ef alþingi vill ekki telja sig hafa tíma til að afgreiöa
ný útvarpslög, gæti það, ef það vildi, leikið millileik, er
leiði til þess, að kæran verði dregin til baka.
Einföld þingsályktunartillaga eða einnar málsgreinar
lagabreyting um viðurkenningu ástandsins og veitingu
tveggja ára bráðabirgðaleyfis handa hefðbundnum
kapalstöðvum, meðan gengið er frá nýjum útvarpslög-
um, gæti leyst hnútinn, sem skyndilega hefur verið
reyrður.
Jónas Kristjánsson
Húsnæðismálin
að verða
sjálfstæðismál
Húsnæöismál eru meðal þeirra
mála sem mestu skipta í hverju
samfélagi. Húsnæði er ein af grund-
vallarþörfum manna. Það skiptir því
mjög miklu hvernig þeim málum er
skipað og af fáu ráðast kjör manna
meira en því. Þeim sem um
húsnæðismál hafa f jallað undanfarið
ber flestum saman um að hér á landi
séu þessi mikilvægu mál komin í
stóran vanda. Sú stefna að hver leysi
sín mál sjálfur eftir einkaleiöum er
komin í strand og valda þar mestu
þær breytingar sem orðið hafa á
efnahagsmálunum með verðtrygg-
ingu lána. Fleira kemur þó til. I
reynd hefur þetta kerfi ekki reynst
fært um að leysa húsnæöismál al-
mennings með viðunandi hætti. Allir
sem vilja vita það gera sér grein
fyrir því að þetta kerfi hefur skapað
hér hrikalegt félagslegt misrétti og
afleiðingar þess blasa víða við.
Sparifé, sem ekki síst er fjármagn
þeirra sjóða sem almenningur er
skyldur að borga til, hefur brunnið
upp í verðbólgunni eins og það hefur
verið kallaö. Það gerðist í reyndinni
svo að féð var fært frá eigendum og
til lántakenda, án þess þeir greiddu
lánin til baka nema að hluta. Þannig
hefur fjármagn sjóðanna safnast
upp hjá þeim einstaklingum sem
náðu að nýta sér fyrirgreiðsluna.
Hinir fengu bara að borga, auk þess
sem þeir hafa þurft að sætta sig við
mun lægri laun vegna þessa. Það er
ljóst að húsnæðiskerfið á stærstan
þáttinn í því að hér eru laun mun
lægri en í okkar nálægu löndum.
Fjárfestingarsjónarmið í íbúða-
málum, séu þau ráöandi, þýða
siæma nýtingu fjármagnsins, dýrt
sölukerfi og festir í sessi þá hugsun
að manngildi fari eftir eignum og
öðrum efnahag. Verkamanna-
bústaðirnir gömlu höfðu á sínum
tíma mikla þýðingu fyrir fólk. Sama
má segja um byggingar Fram-
kvæmdanefndar og síðan Verka-
mannabústaði, en þarna er séreigna-
kerfið ráöandi og má þar um segja
sumt af því sem hér hefur verið sagt
umþaökerfi.
Vissulega eru þessar staðreyndir
nú viðurkenndar af flestum, þótt svo
væri ekki um þaö bil sem Leigjenda-
samtökin voru stofnuð. Þá fyrst var
farið að ræða afleiðingar séreigna-
stefnunnar á húsnæðismálin. Vita-
skuld var ríkjandi stefna nauðvörn
fólks sem vildi reyna að tryggja sig
gegn verðbólgutapi um leið og þaö
leysti húsnæöismál sín. Stefnuleysi
stjómvalda, sem í reynd var gert að
stefnu, neyddi fólk út í þetta erfiða
verkefni að koma sér upp íbúö á
sama tíma og börnin voru aö komast
á legg. Það hefur ekki verið boðið
upp á aðra lausn.
ión frá Pálmholti
Skynsamfegri
lausnir
Fólk sem búið hefur erlendis hefur
þó margt kynnst þar öðmm og
skynsamlegri lausnum húsnæðis-
mála. Stjórnmálamenn sem fóm á
fund Islendinga búsettra erlendis
fyrir síðustu kosningar, vom sam-
mála um að meðal þessa fólks hefði
ríkt mikill áhugi á leiguhúsnæði hér
heima og mikið um það spurt. Þeir
sem bjuggu hérlendis spurðu hins-
vegar um lánsmöguleika. Þeir
þekktu varla annað. Þetta sýnir að
þeir sem þekkja leiguhúsnæði sem
tryggan valkost kjósa gjarnan að
búa við þann kost. Finna aö hann er
viðráðanlegri og skynsamlegri,
einnig frá samfélagslegu sjónarmiði.
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp
til laga um breytingar á lögum um
Húsnæðisstofnun ríkisins. Þar er í
fyrsta sinn opnaður sá möguleiki að
Húsnæðisstofnun fái aö lána til bygg-
inga leiguíbúða. Brýna nauðsyn ber
til að þaö framvarp veröi samþykkt.
Því miður sést þó ekki sérlegur
áhugi á því meðal þingmanna eða
annarra ráöamanna. Er það í
samræmi viö fyrri reynslu að
íslenskir ráðamenn viröast margir
hverjir ekki hafa mikinn áhuga á
hagsmunamálum alþýðu og vera
kjörum hennar jafnvel lítt kunnir.
Sem dæmi má nefna úthlutun lág-
launabótanna svokölluðu í vetur eða
lækkun fasteignagjalda, t.d. í
Reykjavík. Ráðamenn hafa flestir
komið sér vel fyrir sjálfir og sýnast
leggja mesta áhersiu á aö gæta hags-
muna þeirra sem eiga húsnæði og
búa margir svo gott sem frítt, en
ekki hinna sem vantar það.
Fyrir nokkru var hér á landi Bjöm
Eklund, ritari Alþjóðasambands
leigjenda, en hann er jafnframt
starfsmaður upplýsingadeildar
sænsku leigjendasamtakanna. Flutti
hann fróölegt erindi í Norræna hús-
inu um húsaleigumál og svaraði
fyrirspurnum. Honum þótti fróölegt
að kynnast húsnæðismálum hér og
lét þess m.a. getið í viötali að húsa-
leigumál væru hvergi í Evrópu jafn-
slæm og hér, nema ef vera skyldi í
Grikklandi.
Stjórn Leigjendasamtakanna
hefur nú hafið viöræður við forystu-
menn launþegasamtaka um þessi
mál. Eru þeim þar kynntar tillögur
Eklunds og hugmyndir okkar um úr-
bætur. Það má öllum vera ljóst að
verði ekki um aö ræöa breytta stefnu
og stórt átak í framhaldi af því mun
hér víða þröngt fyrir dyrum alþýðu
og ungt menntafólk í stórum stíl fara
úr landi eða ekki koma að námi
loknu. Má segja með sanni aö
húsnæðismálin séu að verða
sjálfstæðismál.
Jón frá Páhnholti.
HVERT
STEFNIR VIL-
MUNDUR?
Urslit í skoðanakönnunum að und- kosningum. Vilja kjósendurnir með mundur Gylfason, eitthvert mál á
anfömu virðast sýna, að Bandalag því að styðja Bandalagið lýsa andúð takteinum, sem vekur sérstaka
jafnaðarmanna hafi vonir um tals- sinni á gömlu stjómmálaflokkunum athygli? Til þess að fá svar við þessu
vert kjörfylgi í næstu alþingis- eða hefur foringi Bandalagsins, Vil- er rétt að athuga ræðu þá, sem hann