Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 31
DV. MIÐVIKUDAGUR 2. MARS1983. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Bubble Oli J6 átti afmæli í gær. DV færði honum blómvönd en framsóknarmenn höfðu annað i huga. Sagan segir nefnilega að háttsettur emb- ættismaður hafi fyrir nokkru verið kvaddur að höfuöstöðv- um Framsóknarflokksins við Rauðarárstig. Maðurinn er með framsóknargen. Þegar á Stiginn kom var honum tjáð að hann skyldi nú snara út þúsundkalli i gjöf til Öla Jó. Það var auðvitaö auðsótt mál en að gjöf skyldi kaupa bubble bað einhvers konar með nuddgræjum handa ut- anrikisráðherranum. Ekki skal fullyrt aö sinni að úr hafðiorðið. Tvisvar á bak við eyrað Á aukafundi í neðri deild Aiþingis á föstudaginn tók Garðar Sigurðsson smáskeið- sprett í ræðustóli. Lánsfjár- lagafrumvarp, sem er ókom- ið enn, var til umræðu í fram- hjáhlaupi, eins og oftar. Ein- hvern pata hafði Garðar samt af væntanlegu innihaldi þess og notaði tækifærið tii þess að berja ögn á flokks- bróður sínum í iðnaðarráðu- neytlnu. Til þess notaði hann þó Albaniukerfið og skamm- aði annan flokksbróður sinn sem situr í fjármálaráðu- neytinu. Sagði Garðar að í lánsfjár- áætlun væru áform um lán- tökur í stórum stíl til fjögurra glataðra verksmiðjuhug- mynda iðnaðarráðherra en ekki hefði verið sinnt beiðni um stuðning við byggingu skipalyftu í þeirri miklu ver- stöð, Vestmannaeyjum. Þingmaður Eyrbekkinga og Stokkseyringa sagði Ragn- ari fjármála að klóra sér tvisvar á bak við eyrað áður en hann tæki endanlega af- stöðu til þessara mála. Banana lýðveldið Sandkorni hefur borist eftir- farandi visa vegna leiðara í blaðinu um daginn um bananalýðveldið ísland’. Til- efni leiðarans var annars fá- heyrð skipan í embætti flug- málastjóra. Vísan er svona: Upplaginu ekki hrósum ekki bætti uppeldið. Það byrjaði á baunadósum bananalýðveldið. Hríslan og Karvel Jóhannes Krístjánsson, eftirherma og Vestfirðingur, leit inn á ritstjórn DV á dögunum. Hann hefur eins og aðrir fylgst náið með sjón- varpsútsendingum frá Alþingi undanfarna daga. Kom hann með fagra (trjá-) grein sem hann flutti langt að. Vili Jóhannes færa Karvel Pálmasyni gripinn að gjöf svo þingmanninum geti í framtiðinni gengið betur að gera GREIN fyrir atkvæði sínu og þannig hraðað störf- um alls hæstvirts Alþingis. Greinin er varðveitt hjá höfundi Sandkorns og getur þingmaðurinn vitjað hennar þar. Svo frú ei viti Gífurieg hækkun hefur orð- ið á laxveiðileyfum frá síð- asta ári og víða langt um- fram verðbólgu. Laxveiðí- menn hafa orðið að grípa til þess ráðs að láta senda sér þrjú til fjögur veiðileyfi á skrifstofuna og aðeins eltt heim. Menn verða svo sjálfir að átta sig á hvers vegna... Umsjón: Öskar Magnússon Kvikmyndir Kvikmyndir ■ Kvikmyndir Austurbæjarbíó—Auga fyrir auga Heiti: Auga ffyrir auga (An Eye For An Eye) Leikstjóri: Steve Carver. Handrit: William Gray og James Bruner. Kvikmyndun: Roger Shearman. Tónlist: William Goldstein. Aðalleikendur: Chuck Norris, Christopher Lee, Richard Roundtree og Maggio Cooper. Það hafa margir leikarar reynt aö feta í fótspor Bruce Lee en hann lést á hátindi frægðar sinnar, sem hinn ókrýndi konungur karate-mynda. Kvikmyndagerðarmenn í Hong Kong hafa reynt að setja á markaðinn myndir þar sem líkt var í öllu því sem Bruce Lee gerði og aðalleikar- inn yfirleitt nauöalíkur honum en þær myndir hafa verið misheppnað- ar upp til hópa svo vægt sé til orða tekið. Bandarikjamenn hafa að þeirra áliti fundið verðugan arftaka Bruce Lee, nefnist sá Chuck Norris, fyrr- verandi heimsmeistari i karate. Hafa myndir með honum streymt á markaðinn eins og um færibanda- vinnu sé að ræða. Höfum við hér á klakanum ekki farið á mis viö þær. Liggur við að ein taki við þegar sýn- ingu á annarri lýkur. Austurbæjarbíó sýnir þessa dagana eina mynd með kappanum, nefnist hún Auga fyrir auga. I þetta skipti leikur Chuck Norris fyrr- verandi lögregluþjón sem eltist við eiturlyfjasmyglara sem í byrjun myndarinnar drápu vin hans og unn- ustu. Að sjálfsögðu eru eiturlyfja- smyglaramir flestir kvínverskrar ættar og er myndin látin gerast í San Francisco en þar er eins og allir vita mikiö um fólk af kínverskum upp- runa. Nú, söguþráðinn þekkja allir sem á annaö borð sjá spennumyndir. Uppgjör milli góðu mannanna og þeirra slæmu. Þaö er að sjálfsögðu mikið um slagsmál í myndinni og skiptir ekki máli hvað marga hetjan okkar slæst við, hún kemur alltaf ósködduð úr byltunum og hefur ekki mikiö fyrir þessu aö því er virðist. Chuck Norris er ekki mikill leikari að því er virðist. Einu tilfinningarnar sem hann lætur i ljósi eru smábros- viprur af og til en hann kemst upp með þetta enda er ekki ætlast til að hann sýni tilþrif í leik, hæfileikar hans era á öðru sviöi. Auga fyrir auga er ekki mikil spennumynd og stendur ekki undir því sem í auglýsingu stendur. En fyrir hörðustu aðdáendur slagsmála- íþrótta er kannski hægt að mæla meö myndinni, en þeir sem hafa gaman að kvikmyndum eru betur settir með að láta hana fram hjá sér fara. Hilmar Karlsson. Jean-Lous Trintignant. Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise: MORÐ- INGI FERLI Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise sýnir í kvöld og annaö kvöld sakamálamyndina Morðingi á ferli (Un Assassin qui Passe) sem gerð var 1981 og leikstýrt af Michel Vianney. Mcð aðalhlutverkin fara Jean-Lous Trintignant, Carole Laure og Richard Berry. Myndin er með enskum texta. Morðingi á ferli er sýnd í E-sal Regnbogans og hefjast sýningar kl. 20.30 bæði kvöldin. HK. REDDAÐ MEÐ SLAGSMÁLUM Menning Menning AÐ NORÐAN OG SUNNAN Samsöngvar karlakóranna Fóstbrœöra og Geysis I Háskólabíói 25. febrúar. Stjórnandi: Ragnar Björnsson. Á efnisskrá: íslensk og norræn sönglög ásamt kórum úr óperum Lortzings og Wagners. Þegar tveir kórar eiga sér sameigin- legan söngstjóra og langa sögu góöra samskipta er allra hluta eölilegast að þeir haldi sameiginlegar söngskemmt- anir. Skipta þá landshlutamörk litlu máli, allra síst þegar flugferð á milli fjórðunga tekur styttri tíma en strætis- vagnaferð á milli hverfa á öðrum staðnum. Byrjunin var í ekta kórheimsókna- stíl — sungið til. Fóstbræður ljóðuöu á kumpána sína að noröan og síðan tóku norðanmenn við. Geysir býr að langri heimaræktaðri sönghefð. Söng- mótunarpostular þeir sem hálfhnoöað hafa margan kórinn hér á suðvestur- hominu virðasta hafa látið Geysi mest- an part í friði. Þeir syngja því, eins og á söngmáli er sagt, flatt, eða rétt eins og náttúran býður þeim. Ef Geysis- menn syngju svolítið hreinna mætti flokka þá undir vandaða alþýðu- söngvara. Ég ætla að vona að Ragnari takist að meitla fram hjá þeim hreinan tón án þess að skemma þá barnslegu einlægni sem kórinn — hópurinn — varðveitir í söng sínum. Fátt nýtt Það var fátt nýtt af Fóstbræðrum að frétta. Söngskráin í sama dúr og að undanfömu og var þar gætt samræmis og jafnaðar við gestina. Fóstbræður eiga afar vel samsyngjandi hóp með gott innbyrðis jafnvægi í röddum. En þeir gætu að skaðlausu bætt við nokkr- um björtum og léttsyngjandi tenórum til að gefa svolítinn glans. Kerlingarhnútur Samsöngur kóranna kom allþokka- lega út fyrir hlé þegar þeir sungu Sé ég eftir sauðunum, Á Sprengisandi, í Ralf útsetningunni, og Særingu eftir Tömudd. Maður hafði að vísu reiknað meö þykkari hljóm úr þessum stóra kór, sem taldi orðið á áttunda tug manna, en söngstíll þeirra held ég að sé of ólíkur til að úr verði góð blanda við fyrsta samhristing. — Opem- Tónlist Eyjólfur Melsted Ragnar Björnsson stjórnaði samsöng karlakóranna Fóstbræðra og Geysis í Háskólabíói 25. febrúar. — „Byrjunin var í ekta kórheimsóknastíl — sungið tU. Fóstbræður ljóðuðu á kumpána sina að norðan og síðan tóku norðan- menn við,” segir Eyjólfur Melsted. kórana í lokin hefði aö ósekju mátt strika út af söngskránni. Á meðferð þeirra var hvorki haus né sporður. Kórfélagar hafa eflaust haft gaman, og vonandi gagn, af að kljást við þá en algjör óþarfi var að draga úr ánægju yfir bærilegum samsöng meö þessum kerlingarhnút á endann. -EM. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.