Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 7
DV. MIÐVHÍUDAGUR 2. MARS1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur . Neytendur Eftir því sem fjarsýnisglerið er stærra um sig, því þykkari eru brúnir þess. Ástæðan sést hér á myndinni, innra strikið er lítið gler, það ytra stórt. Orkueyðsla á Kópaskeri skemmast. I tísku undanfarin ár hafa verið stór og fyrirferðarmikil gler- augu. Það er eitthvað aö byrja að breytast en vilji barnið endilega fá stór gleraugu kemur upp vandamál. Stór gler eru þung og því þurfa um- gerðirnar aö sitja enn betur á nefi og eyrum. Plast eða gler Velja þarf einnig hvort nota á plast„gler” eða venjulegt gler. Plast rispast meira en er léttara og gleraug- un renna því síður fram á nefið. Plastið getur brotnað, rétt eins og glerið, en þaö hrekkur yfirleitt ekki alveg í sund- ur. Þegarumeraðræðagleraugufyrir mjög fjarsýna eru kostir glers og plasts nokkum veginn þeb- sömu. En í flestum tilfellum öðrum er plastið betra og þegar um þykk gleraugu f yrir nærsýna er að ræöa eru kostir plasts- ins umfram gleriö ótvíræðir. Rétt lag á spöngum er mjög mikil- vægt. Gleraugun hvíla aö stórum hluta á eyrum bamanna. Spöngin þarf því að vera hæfilega löng (mikilvægt er aö fylgjast með því þegar barnið stækkar að skipt sé nógu oft um spangir þannig að þær meiði barnið ekki) . Best er ef spöngin fylgir lagi eyrans í hálfhring. Þá tolla gleraugun vel í leik, jafnvel þótt barnið standi á höfði. Spangir sem aðeins liggja ofan á eyr- unum henta þó betur ef bamið notar gleraugun ekki öllum stundiun. Þá er þægilegra aö taka þau af sér og setja á sig.Ef mikil ferð er á bömum sem nota slík gleraugu getur þó verið nauðsyn- legt að setja teygju í spangarenda og aftur fyrir hnakkann. Hreinsun gleraugna Foreldrarnir virðast taka það mun nær sér en börnin ef gleraugu þeirra síðamefndu em óhrein. Það er ótrúlegt hvað böm virðast geta notað skítug gleraugu með ágætum árangri. En oft hafa þau gefist upp á því að vera meö gleraugun einungis af því að þau hafa ekki haldið þeim nógu hreinum til þess að þau kæmu að fullum notum. Regn- dropar og móða, sem sest á gleraugun, eru líka sífelld uppspretta óánægju. En jafnvel lítil börn geta haldið gler- augum sinum hreinum ef þeim eru kenndar góðar aöferöir í upphafi. Gott er til dæmis að hafa hangandi á vissum stað á heimilinu mjúkan klút til gler- augnahreinsunar eingöngu. Þetta má til dæmis vera gamalt og mjúkt upp- þurrkunarstykki. Ef gleraugun þarfn- ast þvotta má hafa inni á baðherbergi litla plastskál sem hægt er aö þvo gler- augun í. Ef bömin ná upp eða foreldr- amir hjálpa þeim er líka ágætt að skola þau í heitu vatni undir kranan- um. Þegar gleraugun eru tekin af er um að gera að leggja þau rétt frá sér, brjóta þau saman um lamirnar og leggja þau á spangimar en ekki glerin. Gætið þess að skekkja þau ekki. Reikna þarf með að skipta þurfi um gleraugu bama á aldrinum 3—6 ára ár- lega. Ekki bara vegna þess að sjónin breytist heldur ekki síöur vegna slits. Þetta getur verið mikill útgjaldaliður á heimili þar sem mörg börn nota gler- augu. En einhvern veginn hefur það aldrei komist inn á reikninga sjúkra- samlaga eða Tryggingastofnunar að greiða hluta af þessum mikla kostnaði. Foreldramir bera hann því einir. Raddir neytenda: G.Ö. skrifar frá Kópaskeri: Ágæta neytendasíða. Eg hef að undanförnu fylgst með því þegar birt hefur verið á síðunni saman- tekt á orkueyðslu til húsahitunar og ljósa. Þar hefur ýmislegt athyglisvert komiö fram og má greinilega lengi upp telja en aldrei fæst sama útkoman í peningum. En nú finnst mér vanta í Efni sem stöðv- ar hrotur Franskur vísindamaður, dr. Pierre Gros, hefur nú fundiö upp efni sem hann fullyrðir að komi í veg fyrir að menn hrjóti. Efnið sem fæst orðið i nokkrum löndum heims er selt á úða- brúsum. Því er úðað tvisvar til þrisvar í hvora nös áður en farið er að sofa á kvöldin og andardrátturinn verður hljóður eins og andvari. Gros heldur því fram að það sem geri það að verkum að menn hrjóta sé það að nefgöngin þomi upp. Með þvíað sprauta í þau blöndu af saltvatni sem inniheldur sérstök efni, sem viðhalda raka slímhúðarinnar, megi hins vegar koma í veg fyrir hrotumar. Efniö heit- ir Sonarex. Eg hafði samband við eina lyfjaverslun hér á landi og fjögur inn- flutningsfyrirtæki á lyfjum og skyld- um efnum. Ekki tókst mér hins vegar að finna að þetta efni heföi veriö flutt til landsins. Þeir sem liggja andvaka heilu nætumar vegna hrota annarra ættu kannski að taka sig til og hugsa upp leið til þess að fá efnið inn í landið. Auðvitaö eru til ýmis húsráð um það hvernig eigi að fá menn til að hætta að hrjóta. En fæst þeirra duga. DS þetta upplýsingar um hversu mörgum olíulítrum og/ eða kílóvattstundum var eytt yfir ákveðin tímabil og hvað það kostaði. Greinilegt er aö það skipt- ir máli fyrir okkur, sérstaklega þá sem hita upp með rafmagni. Það virðist Hiti: Aflestur31.1.’82 Aflestur 21.1.’83 vera svo misjafnt verð á því milli staöa. Ég sendi hér með samantekt á eyðslunni hjá okkur sem erum tvö með barn á öðru ári. Húsiö er 115 fermetrar nettó og bílskúr 30 fermetrar nettó sem haldið er frostlausum. Mælisstaöa 33893 70318 Samtals til hitunar 36425 kvst. 100,9 kvst. á dag að meðaltali. Verð pr. kvst. er nú 0,5398 Ljós: Aflestur 31.1.’82 83260 Aflestur 27.1.’83 87027 Samtals til ljósa 3767 kvst. 10,43 kvst. á dag að meðaltali. Verðið núna er 2,03 krónur á kvst. hiti ljós samtals Kostnaður á dag 54,50 21,15 75,65 Kostnaður á mánuöi 1.634 635,20 2.269,20 Kostnaður á ári 19.892 7.728,10 27.620,10 VERSLANIR! Hin sívinsœla og myndarlega FERMINGAR- - GJAFAHANDBÓK kemur út 19. mars nk. Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á ad auglýsa í FERMINGAR GJAFAHANDBÓKINNI vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild DV, Síðumúla 33, eða í síma 82260 milli kl. 9 ogl 7.30 virka daga fyrir 5. mars nk. DS Mikið bognar spangir henta börnum sem eru alltaf með gleraugun. Hinar henta hins vegar betur þeim sem oft taka gleraugun af sér. LONDON Helgar- og vikuferðir Brottför alla laugardaga. Verðfrá 6.650 pr. mann i tveggja manna herbergi. FERÐASKRIFSTOFA, Iönaðarhúsinu Hallveigarstígl. Símar 28388 og 28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.