Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 9
DV. MIÐVUCUDAGUR 2. MARS1983.
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Borgarstjóri minnsta sveitarfélagsins í Frakklandi, Saint Germain de
Pasquier, stendur bér í dyrum fundarhúss og bæjarráösins, sem er minnsta
ráðhús Frakka og kannski þótt víðar væri leitað.
Einn af frumherjun-
um f rá Gdansk fyr-
ir rétt vegna verka-
lýðsbaráttunnar
Anna Walentynowics, einn af frum-
her junum í baráttu óháörarverkalýðs-
hreyfingar í Póllandi á fyrstu dögum
Einingar, kemur fyrir rétt 9. mars
fyrir brot á herlögunum.
Lögfræðingur hennar segir að hún sé
sökuð um að hafa haldið áfram verka-
lýðsstarfinu eftir að þaö hafði verið
bannað. — Hún er í haldi í Grudziadz,
suður af Gdansk, og kemur það fyrir
rétt.
Anna var tekin úr umferð nokkrum
dögum eftir að herinn tók völdin 13.
desember 1981 en látin laus aftur í júlí í
fyrra. Lögreglan handtók hana aftur í
ágúst, en þá haföi hún tekið þátt í hung-
urverkfalli sem efnt var til vegna
verkalýðsforingjanna sem enn voru
hafðir í einangrun.
Hún vann áður í Leninskipasmíöa-
stöðinni í Gdansk og sætti ofsóknum
fyrir hlutdeild hennar í verkalýðsbar-
áttunni. Hún var rekin sem krana-
stjórnandi í ágúst 1980 og leiddi það til
verkfallanna, sem voru undanfari
stofnunar Einingar. Hún átti sæti í
miðstjóm Einingar þar til í apríl 1981
en vék þá eftir deilur við minna
herskáa frammámenn í verkalýðs-
hreyfingunni.
Guðmundur Pétursson
blandaði í pilluraar, eða öllu heldur
belgina.
sjúkrahúsi
Breski kvikmyndaleikarinn
David Niven var lagður inn á
einkasjúkrahús í London í viku-
byrjun til rannsóknar vegna melt-
ingarerfiðleika en læknar segja að
líðan hans sé orðin betri.
Hinn 73 ára gamli Niven hefur
leikið í nær 100 kvikmyndum á 40
ára leikferli stnum í Hollywood og
Bretlandi. Hann kom til London að
leita sér lækninga en býr aunars í
Gstaad íSviss.
Þannigáflokks-
forkólfuraðaka
Tveir háttsettir embættismenn
kommúnistaflokksins í Mansjúríu
hafa fengið fyrirmæli um að hætta
að sletta úr aurpollum yfir gang-
andi vegfarendur þegar þeir aka
framh já þeira í limósinum sínum.
í útvarpsfréttum í Kína var
greint frá nýjum flokksregium þar
scm þetta og fleira var lagt fyrir
flokksféiaga. Ennfremur:
„Félagar i forsvari, sem aka
bifreiðum, ættu að leyfa öðrum að
hafa forgang i umferðinni af hugul-
semi og fyrir kurteisisakir og ekki
að þeyta bílflauturaar.”
Mjótt á munum í fylgis-
könnunum í Frakklandi
F.R., fréttaritari DV í Frakklandi:
Mikill kosningahugur er kominn í
marga hér í Frakklandi vegna bæjar-
og sveitarstjómarkosninganna, sem
fram eiga að fara sunnudagana 6. og
13. mars.
Þær kosningar þykja jafnan mikil-
vægar sem prófsteinn á fylgi yfirstand-
andi ríkisstjómar og nú eru senn tvö ár
síðan Mitterrand og sósíalistar komust
tilvalda.
Vikuritið le Nouvel Observateur birti
í síðasta blaði sínu niðurstöður skoð-
anakönnunar sem fyrirtækið B.V.A.
gerði, en það sérhæfir sig í félagsfræði-
rannsóknum. Upp úr úrtaki 934
kjósenda kom í ljós, að 76% höföu
ýmist mikinn eða talsverðan áhuga á
kosningunum og ekki nema 26% sögð-
ust engan áhuga hafa á stjórnmála-
bröltinu.
Samkvæmt niðurstööunum höfðu
45% ekki gert upp hug sinn um hverju
þeir ætluðu aö kjósa, svo að augljós-
lega munu úrslitin ráðast af kosninga-
baráttunni allra síðustu daga fyrir
kjördagana.
Fylgi einstakra flokka var ekki
kannað sérstaklega, en kjósendur
dregnir einfaldlega í hægri- og vinstri-
dilka. Kom í ljós, að lítill munur er á
fylginu. 31% segjast styðja vinstri-
menn og 27% hægrimenn.
Útlendingar 7,5%
íbúa Þýskalands
Opinber nefnd hefur skilað Bonn-
stjórninni skýrslu þar sem nefndar-
menn voru á einu máli um að alltof
margir útlendingar væru í Vestur-
Þýskalandi. Ágreiningur var um
hvemig takmarka mætti f jölda þeirra.
Sumar tillögumar virðast beinast
beinlínis að 1,6 milljón Tyrkja, sem em
þriðjungur útlendinga í V-Þýskalandi,
en menn vom sammála um að stemma
bæri stigu við aðstreymi útlendra
farandverkamanna.
Ennfremur vom menn á einu máli
um að þeir sem þegar væm komnir til
landsins ættu aö leggja haröar að sér
til þess að blandast heimamönnum.
Auk þess að læra þýsku bæri þeim að
reyna að taka upp lífshætti heimafólks
og forðast að flíka um of sértrúar-
háttum sínum, ef einhver jir væru.
Nefnd þessi var sett á laggimar í
fy rra en rannsóknir hennar koma nú til
umræðu í ríkisstjóminni.
Komst nefndin að því að 4,67 milljón-
ir útlendinga væru nú í V-Þýskalandi,
eða 7,5% allra íbúa landsins. Horfir
til þess að þeir verði orönir sjö
milljónir viö næstu aldamót.
Tyrkir em fjölmennastir, síðan
Júgóslavar (632 þús.), Italir 602 þús.),
Grikkir (300 þús.), Spánverjar (175
þús.) og Portúgalir (100 þús.).
* í hádeginu,
á kvöldin - heima,
í vinnunni,
á ferðalögum,
í og hvar sem er.
Ot***#
(3*3
SKVNDmgTruR
.JJ'ytsur
ttdmborgari
U*ottréttarxA
Stt
,átið dosina sfanda í 5 min.í heitu vatni
í potti eða vaski, áður en hún er opnuð,
og rétturinn er tilbúinn.
Lykkjulok - enginn dósahnífúr.
Fæst t næstu vershui!
Niðursuðuverksmiðjan ORA hí.