Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 2. MARS1983. 13 Kjallarinn AFNEMUM EINKARÉTT ÁÚTVARPSREKSTRI Fyrir meira en 50 árum var út- varpaö hér á landi á vegum einka- aöila, hlutafélagsins Otvarps hf. Stofngjald var 85 kr. og þótti nokkuð hátt og notendur urðu aldrei fleiri en 500. Og þá kom ríkiö og tók yfir áriö 1930 og fjórum árum síðar var einkaleyfi útvarpsins fest í sessi und- ir öruggri forystu Hriflu-Jónasar, sem færði þjóöinni einkasölu á eld- spýtum, áfengi og síld, svo aö eitt- hvaö sénefnt. Á síðustu fimm árum hafa verið flutt á Alþingi frumvörp sem hafa veriö til þess ætluö aö losa um einka- rétt ríkisútvarpsins á útvarps- rekstri. Jafnframt hefur verið bent á nauðsyn þess aö breyta fjarskipta- lögunum, sem sett voru á stríösárun- um, því að ef grannt er skoðaö má halda því fram að dyrasímar í fjöl- býlishúsum og stefnuljós í bifreiöum séu brot á fjarskiptalögunum 1941, en samkvæmt þeim hefur ríkiö einkaleyfi á slikum fjarskiptum. Hefur sumum komið í hug, að kannske sé þarna verkefni fyrir sak- sóknara ríkisins, — ef elta á lagabók- stafinn. Tillögur sjálfstæðismanna Guömundur H. Garðarsson flutti frumvarp um frjálsan útvarpsrekst- ur áriö 1977 og var þaö endurflutt 1978. Á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins 1981 var samþykkt samhljóöa ályktun, þar sem meö skýrum hætti var ályktað um afnám einkaréttar ríkisútvarpsins á útvarpi og sjón- varpi og skorað á þingflokkinn aö vinna aö þessum málum. Sjálf- stæöisflokkurinn er eini stjórnmála- flokkurinn, sem hefur svo skýra stefnu í þessum efnum. Meö hliösjón af ályktun lands- fundarins fluttu sjálfstæðismenn nýtt frumvarp á síöasta þingi og endurfluttu á yfirstandandi þingi. I frumvarpi okkar er gert ráö fyrir af- námi einkaréttar ríkisútvarpsins, en sveitarstjórnirnar fái ákvörðunar- valdiö. Sjálfstæöismenn hafa þannig ætíö verið í fararbroddi þeirra, sem vilja frjálsa fjölmiölun hér á landi og hafa flutt um það ítarieg og vel undirbúin frumvörp. Sem betur fer virðast augu annarra stjómmálaflokka vera aö opnast og má í því sambandi vitna til ummæla fulltrúa þeirra á almenn- varpiö getur batnaö viö samkeppni óháöu stöðvanna. Ríkisútvarpinu veröur aö sjálfsögöu ekki lokað frek- ar en ástæöa er til aö loka Þjóðleik- húsinu, þótt áhugaleikhús fái að starfa. Á síðustu vikum hafa nokkur skólafélög sýnt og sannaö, aö hægt er að reka litlar útvarpsstöövar án mik- ils tilkostnaöar. Frumvarp í skrifborðsskúffu Sl. haust skilaði útvarpslaganefnd niöurstööum, sem gengu nokkuö í átt til tillögugerðar okkar sjálfstæöis- manna. Þótt menntamálaráðherra hafi sjálfur skipaö nefndina hefur enn ekki bólaö á því, aö tillögur nefndarinnar væru lagðar fram á Al- þingi. Þvert á móti virðast þær hafa farið ofan í einhverja skrifborðs- skúffu menntamálaráöherrans og týnzt þar. ^Þetta er þeim mun einkennilegra þegar þaö er haft í huga aö víðast í nágrannalöndunum er veriö aö hverfa frá ríkiseinokun til frjáls út- varpsrekstrar, enda hefur tæknin opnað mönnum nýjan heim í þessum efnum. Fólkið á að velja Því miöur eru til menn, sem ekki skilja, aö frelsi getur ríkt án ringul- reiðar. Sumir vilja jafnvel ríghalda í einkarétt Ríkisútvarpsins, til þess aö þeir geti einir ráöiö, hvað þjóðin fær aö sjá og heyra. En er ekki kominn tími til, aö fólk fái sjálft aö ákveða val sitt í þessum efnum? Ein áhrifamesta aöferöin til aö breyta núverandi ástandi er aö taka hressilega undir tillögur sjálfstæöis- manna um afnám einkaréttar ríkis- útvarpsins — og krefjast þess, að menntamálaráöherrann dusti rykiö af þeim tiUögum sem hafa legiö í skrifborösskúffunni hjá honum í aUan vetur. Undirskriftasöfnun áhugamanna er ágæt byrjun á baráttu, sem þarf aö breiöast út um aUt land. I Noregi hafa nýlega verið geröar breytingar í frjálsræöisátt í útvarpsreksturs- málum. Þar tala menn um vor í út- varpsmálum. Vonandi geta ís- lendingar fyrr en síöar á sama hátt talaö um aö þaö hafi vorað í íslenzk- um útvarps- og sjónvarpsmálum. Friðrik Sophusson alþingismaður. „Undirskriftasöfnun áhugamanna er ágæt byrjun á baráttu, sem þarf að breiöast út um aUt land.” um borgarafundi, sem nýlega var haldinn í Broadway. Samkeppni getur bætt Rfkisútvarpið Þeir sem andsnúnir hafa veriö frjálsari útvarpsrekstri viröast hafa áhyggjur af því, aö þannig verði f jöl- miðlunin verri. Um þetta getur eng- inn sagt aö óreyndu, en augljóst er, að ekki verður ÞjóövUjinn bannaöur þótt Islendingasögurnar séu taldar betri bókmenntir. Andstæöingar frjálsræöis í út- varpsrekstri gefa í skyn, að frelsið bitni á Rikisútvarpinu. Þetta er auðvitað misskilningur. Ríkisút- Fríðrik Sophusson „Halda má fram, ef grannt er skoðaö, að w dyrasímar í fjölbýlishúsum og stefnuljós í bifreiðum séu brot á fjarskiptalögunum 1941. Kannski verkefni fyrir saksóknara, ef elta á lagabókstafinn.” Guðmundur Jónsson flutti á alþingi við umræður um vantraust á ríkisstjómina 23. nóv. sl. Hannsagöi þám.a.: „Viö leggjum til aö forsætis- ráðherra sé kosinn beinni kosningu í tvöfaldri umferð ef ekki næst hreinn meirUiluti í þeirri fyrri. M.ö.o., aö landiö veröi eitt kjördæmi aö því er tekurtU framkvæmdavaldsins. Viö leggjum til aö aö því er tekur tU löggjafarvaldsins veröi kjör- dæmaskipun óbreytt. Viö leggjum tU aö algeriega veröi skUiö miUi löggjafarvalds og framkvæmdavalds, m.ö.o. að störf hv. alþm. verði aö setja landinu al- mennar leikreglur og síöan aö hafa eftirlit meö því aö þessum almennu leikreglum sé fylgt. Viö leggjum tU aö mörkun utanrUússtefnu, sem vitanlega er af- ar viðkvæm fyrir eyland í Atlants- hafinu miöju, verði af hendi alþingis, enda verði annaö hættulegt. Og viö leggjum tU aö þingrofs- réttur veröi afnuminn, m.ö.o. að kosiö sé reglulega á fjögurra ára fresti.” Þarna er vissulega hreyft stóru máli. I þessum tUlögum felst afnám þingræöisins, þ.e. aö alþingi getur hvorki myndaö né feUt ríkisstjórn, heldur fær forsætisráðherra og stjórn sem hann myndar vald sitt beint frá þjóöinni í almennum kosningum. Þingræöið hefur ekki reynst vel aö undanfömu, hvort sem þar er stjórnmálaflokkunum eöa ein- hverju ööru umaðkenna. Meö þessu væri farið inn á svipaða leiö og nú gildir, t.d. í Frakklandi og Bandaríkjunum og viröist gefast vel í þeim löndum, en þaö má spyrja hvað gerist ef meirihluti alþingis er andvígur rikisstjórninni og neitar aö afgreiða mál, sem hún leggur fyrir þingið. Um þetta er erfitt að dæma og ekki um annað að ræða en bíða eftir dómi reynslunnar, en naumast gæti ástandiö oröiö verra en nú er. Nú ríkir óstjóm í efnahagsmálunum, eða má kannski nefna þaö ofstjóm? Vera má, að mörg lög sem alþingi lætur frá sér fara, geri meiri skaða en gagn, einkum varðandi efnahags- mál. 1 tillögunum er gert ráð fyrir, aö forsætisráðherra hafi meirihluta kjósenda á bak viö sig, og til þess aö tryggja það, þurfi stundum aö kjósa tvisvar. Til að ná þessu marki er þó óþarft aö endurtaka kosningarnar. Þaö má skýra með einföldu dæmi. Frambjóðendur eru þrír, A fær 5000 atkvæði, B fær 4000 atkvæði og C fær 3000 atkvæði. I þessu tilfelli myndu atkv. sem C fékk færast yfir á A eöa B samkvæmt ákvöröun hvers kjós- anda meö sérstöku merki á kjör- seðilinum. Ef kjósandinn lætur hjá liða aö geta um þaö, gildir ákvöröun C eins og hún var tilkynnt fyrir kosningamar. Vilmundur sagðist vilja hafa ó- breytta kjördæmaskipan, en nú er fróölegt aö vita, hvort hann hyggst styöja þann óskapnað, sem stjórn- málaflokkamir gömlu hafa sam- einast um og ætla aö leggja fyrir þjóöina í næstu kosningum. Nú liggur hins vegar beinast viö að gera allt landiö aö einu kjördæmi, en meö kjördæmabreytingunni 1959 var tekin stefna í þá átt. Þingmennirnir eiga einmitt aö vinna verk sín í þágu þjóðarinnar allrar en ekki íbúa ein- stakra kjördæma. Svo má líka skipta landinu í jafnfjöimenn einmennings- kjördæmi, en í Reykjavík væri þó sanngjarnt aö hafa kjördæmin fjölmennari. Þaö er staöreynd, aö gömlu kjördæmin, sem lögö voru niöur 1959, lifa enn góðu lífi í hugum kjósendanna, sbr. prófkjör sjálf- stæöismanna í Suöuriandskjördæmi núí vetur. Þess má geta, aö umræddar til- lögur Vilmundar stefna aö nokkru leyti í sömu átt og tillögur þær sem Fjórðungsþing Austfirðinga lét frá sérfara áriðl947. I efnahagsmálum hefur Vilmundur látiö ýmsar róttækar tillögur frá sér fara, enda er ekki vanþörf á aö leita þar raunhæfra úr- ræöa ef ekki á aö verða sama þróun hér og í Póllandi. Rétt er þó aö fresta um stund aö ræöa þau mál frekar, því aö næstu alþingiskosningar munu snúast um kjördæmamálið, ef aö líkum lætur, og afstaöa Vilmund- ar í því máh kann að ráða miklu um hve mikið kjörfylgi Bandalag jafnaðarmanna fær í kosningunum. Guðmundur Jónsson, Kópsvatni. „Næstu kosningar munu snúast um kjör- dæmamálið...”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.