Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1983, Blaðsíða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 4. MARS1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Hvað kosta feimingarmyndir? ^JerðiagsskSnunar Fermingarmynda- taka(innif.: 12 lappar Myndataka utan Stækkunáeinni og2stækk. 13x18 ) venjulegsvinnutíma mynd13x18 Stækkunáeínní mynd18x24 Polaroid myndataka íökuskírt.,4myndir Verðgildirfrá Verögildirtil Barna- og fjölskylduljósmyndir, Austurstræti 6, R. 1720 170 380 540 175 1. febrúar 1. apríl Hraðmyndir, Hverfisgötu 59, R. 273 386 170 1. januar Ekki gefið upp Ljósmyndarinn, Hryggjarseli 16, R. 1850 170 375 5502> 180 1. janúar 25. mars Ljósmyndastofa Garðabæjar, lönbúð 4, Garðabæ 1730 Ekkertaukagj. 420 560 1-febrúar l.maí Ljosmyndastofa Gunnars Ingimarss., Stigahlíð 45, R. 2060 165 385 525 200 1. januar 1. apríl Ljósmyndastofa Hannesar Pálss., Mjóuhlíð 4, R. 1751 Ekkert aukagj. 290 390 185 1. januar 1. apríl Ljósmyndastofa Jóns K. Sæmundss., Tjarnargötu 10 b, R. 1750 Ekkert aukagj. 350 450 1. janúar Ekki gefið upp Ljósmyndastofa Kópavogs, Hamraborg 11, Kóp. 30001> Ekkertaukagj. 456 689 159 1. mars 1.apríl4> Ljósmyndastofa Kristjáns, Skerseyrarvegi 7, Hafnarf. 12503> Ekkert aukagj. 315 450 220 1. desember l.maí Ljósmyndastofa Þóris, Rauðarárstíg 16, R. 1660 165 385 470 1. janúar 15. mars Ljósmyndastofan íris, Linnetstíg 1, Hafnarf. 1859 Ekkertaukagj. 322 455 180 1. desember 1. maí Ljósmyndastofan Loftur, Ingólfsstræti 6, R. 1925 120 380 535 205 l.mars 1-júní Ljósmyndaþjónustan Mats Wibe Lund, Laugav. 178, R. 1885 475 375 6152> 210 1. januar 1. apríl Mínútumyndir, Hafnarstræti 20, R. 175 l.febrúar 1. apríl Nýja myndastofan, Laugavegi 18, R. 1660 160 370 472 190 1. febrúar 1-júní Stúdíó Guðmundar, Einholti 2, R. 1700 Ekkert aukagj. 370 472 170 1. mars 1. júní Svipmyndir, Hverfisgötu 18, R. 185 1. janúar 15. mars Athugasemdir: 1) Innifaliö í verðinu eru 2 stækkanir 18x24 í stað 13x18 og postulínsdiskur með innbrenndri mynd og er ekki hægt að fá þessa þjónustu án þessa. 21 20x25 ístað 18x24. 3) Þetta verð miðast við myndatöku á fermingardaginn, aðra daga kostar þessi þjónusta 1500 kr. 4) Verð á fermingarmyndum qildir til 1. maí. F Fermingarmyndirnar: Odýrast á Ljósmynda stofu Krístjáns —dýrastí Ljósmynda- stofu Kópa- vogs Ljósmyndastofa Kópavogs er meö langdýrustu þjónustuna af 17 ljós- myndastofum sem Verðlagsstofnun geröi nýlega verökönnun á. Eru myndatökur þar 140% hærri en á Ljós- myndastofu Kristjáns sem ódýrust er í könnuninni. Reyndar eru tvær stækkaöar myndir innifaldar í gjaldi Ljósmyndastofu Kópavogs svo og postulínsdiskur með innbrenndri mynd. Ljósmyndastofa Kópavogs er einnig meö dýrasta þjónustu í stækkun mynda. Húner67%af stæröinni 13x18 dýrari en hjá Ljósmyndastofu Kristjáns og af stæröinni 18X25 er Ljósmyndastofa Kópavogs 78,5% dýrari en Ljósmyndastofa Kristjáns. Sú stofa kemur langódýrast út úr öllum liöum könnunarinnar. Þess ber þó aö geta aö hiö lága verö á mynda- töku gildir aðeins ef mynd er tekin á fermingardaginn sjálfan. Þrettán af stofunum 17 eru í Reykja- vík, tvær í Hafnarfirði, ein í Kópavogi og ein í Garöabæ. Sérstaklega var spurst fyrir um verö á fermingar- myndum, enda fermingar í nánd. Mis- jafnt er hve verðið gildir til langs tíma en sumir ætla aö hækka þaö strax 15. mars. Sumir ljósmyndaranna taka sér- stakt aukagjald fyrir myndir ef þær eru teknar um helgar. Er þaö tekið fram í niðurstööum könnunarinnar hér á siöunni. -DS. Opnunartími verslana í Reykjavík: Óþolandi með öllu og greinilega sniðiö að hags- munum annarra en neytenda „Viö erum aö vekja athygli á því aö Reykvíkingar sitja ekki viö sama borö og neytendur í nágrannasveitar- félögum,” sagði Jóhannes Gunnars- son, formaöur Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis, ,,og til- gangurinn meö ályktun stjómar félagsins er aö mótmæla þessu rang- læti.” Stjórn Neytendafélags Reykja- víkur og nágrennis samþykkti á fundi sínum 21. febrúar síöastliöinn eftirfarandi ályktun: ,J5tjóm NRON vekur athygli á því aö meö núverandi afgreiöslutíma verslana í Reykjavík, einkum mat- vöruverslana, hefur skapast veru- legt ósamræmi á afgreiöslutíma verslana höfuöborgarsvæöisins. Aö loknum almennum afgreiðslutíma: þurfa íbúar fjölmennasta sveitar- félags landsins að leita í nágranna- byggöarlögin eftirnauöþurftum. Þaö er skoðun NRON aö stjómir sveitarfélaga eigi ekki aö hafa önnur afskipti af afgreiðslutima verslana en þau, er varöar gerö ramma- reglna. Aö öðm leyti skal viö það, miðað aö afgreiðslutíminn sé sem frjálsastur.” ,,I einu nágrannasveitarfélagi Reykjavíkur, nánar tiltekiö í Kefla- vík, eru verslanir opnar alla daga vikunnar, til klukkan tíu öll kvöld. Nýlega fór fram verðkönnun á Reykjanesi og ekki var aö merkja aö verðlag væri hærra í Keflavík en annars staöar,” sagöi Jóhannes Gunnarsson. „Hér í Reykjavík mega verslanir vera opnar átta klukku- stundir fram yfir venjulegan opnunartíma vikulega. Eg held aö fullyröa megi aö til dæmis Breiö- holtskaupmenn nýti aöeins tvær kiukkustundir vikulega af átta mögulegum. Viö í Neytendafélaginu emm ekki að fara fram á þaö aö opið sé allan sólarhringinn, heldur aö neytendur eigi kost á því aö gera sín innkaup á öömm tímum en vinnu- tíma. Þaö væri til dæmis hægt að koma á skipti-opnunartíma á milli verslana.” Stjóm Neytendafélags Reykja- víkur vekur einnig athygli á úreltum reglum um söluvaming í sölutumum sem nú em í gildi. Viröist miöað við þaö aö helst skuli selja óhollustu vömr í sölutumum, því aö bannað er að selja til dæmis mjólkurvörur þó að kæliborö séu í sölutumunum. Skiptir í því sambandi engu þó mat- vöruverslun reki sölulúgu. „Þetta er með öllu óþolandi og greinilega sniöiö aö hagsmunum annarra en neytenda. Svo framarlega sem sölu- turn fullnægir öllum skilyrðum, sem heilbrigöisyfirvöld setja, á aö veita leyfi til aö selja þar matvömr jafnt sem sælgæti og gosdrykki,” sagði Jóhannes., ,Þetta f yrirkomulag ertil dæmis á Akureyri og hefur eftir því sem best er vitað, gengið ágætlega.”. -ÞG. í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.