Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1983, Blaðsíða 10
10 DV.FOSTUDAGUR4.MARS1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Francois Mitterrand forseti nýtur ekki lengur sömu Pierre Mauroy forsætisráðherra þykir eiga mikið vinsæida og við valdatökuna fyrir tveim árum. undir þessum borgarstjórnarkosningum. KOSNINGAR SEU GETA SKIPT SKÖP■ UM FYRIR STJÓRN MITTERRANDS Bæjarstjórnarkosningarnar í Frakklandi, sem hefjast núna á sunnudaginn og halda áfram aöra helgi, bera sterkan svip af lands- málapólitíkinni. Um annaö þjóöar- atkvæöi er ekki að ræöa milli þing- kosninganna 1981 og 1986, svo aö margir vilja líta á niöurstöðurnar að þessu sinni sem prófstein á fylgi ríkisstjórnar sósíalista og Mitter- rands forseta. Þær munu hafa mikil áhrif á stjórnmálin næstu árin. Umræöan, sem færöist í kosninga- ham fljótlega upp úr áramótunum, hefur aö mestu snúist um hve miklu vinstri flokkamir muni tapa í bæjar- stjórnarkosningunum. Allir búast viö einhverju tapi vinstrimanna, en spámenn greinir á um hve mikið þaö verði. Stjómarandstaðan hefur mjög hamraö á frammistööu sósíalista- stjórnarinnar og vanefndum kosningaloforða frá því 1981. Einkan- lega eru þaö efnahagsmálin sem efst hafa veriö á baugi, en menn eru orönir langeygir eftir efnahagsbat- anum og atvinnuaukningunni sem Mitterrandlofaði. Síðustu tölur sýna aö enn ríkir óöa- veröbólga í Frakklandi og janúar- mánuöur skildi eftir sig mikinn halla á viðskiptum viö útlönd, og hafa sósíalistar og bandamenn þeirra, kommúnistar, átt í vök aö verjast fyrir gagnrýni hægri- og miöflokk- anna varðandi þá þætti. Um 1,5 milljónir Frakka, konur og karlar, eru í framboði og þar á meðal flestir ráöherrarnir. Kosið er til sex ára kjörtímabils í 36 þúsund bæjar- ráð. Gaullistar og miðjumenn, sem þjappast hafa saman í viöleitninni til þess aö klekkja á sósíalistum og vinna aftur bæjarstjórnir, sem féllu í hendur vinstrabandalaginu í kosningunum 1977, hófu harða sókn á stefnu stjórnarinnar strax í janúar. Undir forystu gaullistans, Jacques Chirac og Giscards D’Estaings, fyrrum forseta, auk Raymonds Barre, fyrrum forsætisráðherra hans, hefurstjórnarandstaöansakaö sósíalista um aö stefna Frakklandi til gjaldþrots og efnahagsöngþveitis. Þeir voru famir aö spá því aö þessi fyrsta vinstristjórn Frakka í 23 ár mundifalia. Chirac, sem þykir öruggur um aö veröa endurkjörinn borgarstjóri Parísar — sem er mjög valdamikiö embætti og áhrifamikið — spáöi því aö stjórnarandstaðan mundi sigra í 100 bæjarstjórnum af 221, sem hafa yfir 30 þúsund íbúa. Vinstrimenn hafa meirihluta í 154 þeirra eins og stendur. — Vinstrimenn voru sjálfir sannfæröir um aö bíöa eitthvert tap. Lionel Jospin, formaður Sósíalista- flokksins, játaöi aö hann byggist viö aö vinstrimenn mundu glata meiri- hluta sínum í fimmtán borgum. I febrúarbyrjun gáfu niðurstööur skoöanakannana þó til kynna að gaullistar (RPR) og miöjumenn (UDF eöa giscardistar) hefðu ef til vili þjófstartaö í kosningabaráttunni og skotiö yfir markiö. Margir kjós- endur, þótt vonsviknir væru meö frammistöðu ríkisstjórnarinnar, virtust hálfhvekktir á dómsdags- áróöri hægrimanna. Sósíalistar, sem bjóöa fram í flestum bæjum í kosningabandalagi viö kommúnista, sóttu í sig veðriö og tóku frum- kvæöiö. Kannanir gáfu til kynna aö Pierre Maurov forsætisráðherra heföi í einhverjum mæli endurheimt traust almennra kjósenda með yfir- lýsingum um það fyrir nær hálfum mánuði aö spamaðarráöstafanir stjómar hans mundu leysa versta efnahagsvandann. Um svipaö leyti dró stjórnarandstaðan úr mestu sókninni og vildi halda því fram að kosningamar snerust, þegar öllu væri á botninn hvolft, fyrst og fremst um innanbæjarmál í hverjum staö. Chirac hætti aö spá stórsigmm og D’Estaing sagöi fyrir viku aö kosningarnar væm „staöbundin innansveitarmál meö landsmála- keim”. Þeir, sem gleggst fylgjast meö álíta aö annar vendipunktur hafi veriö í kosningabaráttunni um síöustu helgi, þegar greint var frá því aö verðlagsvísitala heföi hækkaö um 0,9% í janúar, sem var Iangt yfir þeim mörkum, sem stjórnin hafði sett sér í verðstöðvunarstefnu sinni. Ennfremur, eins og áöur sagöi, komst viöskiptahallinn viö útlönd í 1,3 milljaröa dollara í janúar. — Ekki þótti bæta úr skák fyrir stjórn- inni, þegar Michel Jobert viöskipta- ráöherra lét eftir sér hafa aö hann heföi ekki völd eöa bolmagn til þess aö snúa þessari þróun viö. Mitterrand forseti, sem aö mestu hefur haldið sig utan kosningabar- áttunnar, kennir viðskiptahallann því, aö franskur iðnaður spjari sig ekki í samkeppninni á erlendum mörkuöum. Mauroy forsætisráð- herra segir ekki unnt aö sakast viö sósíalistastjórn sína vegna efna- hagsörðugleikanna, sem hún hafi tekið í arf frá fyrri stjómum, enda njóti önnur mál forgangs hjá henni, eins og úrlausn atvinnuleysisins. Mauroy, sem stýrt hefur ríkisstjórn- inni þá tuttugu mánuöi er hún hefur verið viö völd, þykir eiga mikiö undir kosningunum. Búist er viö því aö Mitterrand skipti um forsætisráö- herra ef úrslit kosninganna verði áfall fyrir stefnu sósíalista. Þyki ástæða til stefnubreytinga eöa andlitsbreytinga á stjóminni, liggur forsætisráðherrann næst viö. Auk þess er Mauroy borgarstjóri Lille og leitar endurkjörs þar í þessum kosningum. Heyrst hefur aö ýmsir ráöherrar stjómarinnar séu þegar famir aö ýja aö hugsanlegum breytingum á stjórnarstefnunni eftir kosningar. Þannig er sagt, að Jacques Delors f jármálaráöherra og Michel Rocard áætlanaráöherra telji ekki hjá því komist aö dregið veröi enn frekar úr kaupgetu neytenda til þess aö minnka neysluna. Róttækari menn eins og Pierre Joxe.formaöur þing- flokks sósíalista, og Jean-Pierre Chevenement iðnaðarráðherra vilja reisa verndarmúra fyrir innlendan iönaö gegn innflutningnum og auka hagvöxtinn. Þótt þessar bæjarstjórnarkosn- ingar þyki bera meiri keim af lands- málunum en nokkru sinni fyrr eru það auövitaö víða innanbæjarmál sem miklu skipta. 1 mörgum til- vikum hafa borgarstjórar átt fylgi sitt einmitt aö fagna því aö vera lítt oröaðir viö ríkisstjórnina, þótt flokkur þeirra eigi aöild aö henni. Þessar kosningar veröa einnig sögulegar fyrir þá sök aö þetta er í fyrsta sinn sem Frakkar kjósa til borgarstjóma meö hlutfallskosningu aö hluta. Þó hefur sá háttur áöur veriö tekinn upp í fyrri nýlendum þeirra. Samkvæmt þessu nýja kjör- kerfi fær meirihlutaflokkur 51% full- trúanna, en hinum veröur skipt eftir fylgishlutföllum f lokkanna. Menn fara sér varlega í kosninga- spám því aö skoöanakannanir eru ekki leyfðar síöustu vikuna. Kannanir fyrr í síöasta mánuöi sýndu ekki nema 4% mun á fylgi vinstriaflanna og hægriflokkanna, svo aö kosningabaráttan síöustu daga getur ráðiö úrslitum. Stjórnar- andstaöan leggur sérstakt kapp á aö endurheimta frá vinstriflokkunum nokkrar stórborgir, eins og Brest, Angers og Reims. Höröust hefur kosningabaráttan verið í næst- stærstu borg Frakklands, Marseill- es, þar sem innanríkisráðherrann haldi borgarstjóraembættinu. Chir- ac og Giscard hafa báðir lagt sínum flokksbræðrum lið í kosningabarátt- unni þar og komið fram á kosninga- fundum í Marseilles. Hefur veriö eftir þeim haft að þeir mundu elja þaö stórsigur fyrir stjórnarandstöö- una ef Defferre yröi felldur. Enginn efast um aö Chirac mundi þykja sérlega vænt um ef Defferre lyti í lægra haldi í Marseilles, því að þeir tveir elduöu grátt silfur saman í júlí í fyrra. Innanríkisráöherrann var potturinn og pannan í áætlunum um breytingar á kosningum til borgarráðs Parísar, sem hefur ávallt veriö kosiö beinni kosningu. Almennt var litiö svo á aö sú áætlun tæki miö af því aö reyna að grafa undan valdagrundvelli Chiracs. Hún kom þó ekki til framkvæmda að fullu, heldur voru breytingarnar þynntar út og síöan látnar taka einnig til Lyons og svo Marseilles hjá Defferre s jálfum. I/alery Giscard D'Estaing, fyrrum forseti, telur stutt i fall sósialistastjórnarinnar. Jacques Chirac, leiðtogi gaullista, hefur látið af erjum við giscardista og saman hafa þeir snúið gagnrýninni á hendur vinstrimönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.