Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1983, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1983, Page 8
DV. FÖSTUDAGUR 4. MARS1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Bob Hawke, skoöanakannanir sýna aö hann er líklegastur sigurvegari í kosningunum. Malcolm Fraser forsætisráðherra. Boðun kosninganna virðast verstu mistök á ferli hans. r Astralía: Stefnir i sigur stjómar- andstöðu Nú, um sólarhring áður en kosningar hefjast í Ástralíu, virðist sem Verka- mannaflokkurinn undir stjóm Bob Hawke muni fá meirihluta atkvæða. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun hefur fylgi Verkamannaflokksins aukist um 5%, en fylgisaukning upp á 1,4% hefði dugað flokknum fyrir hreinum meirihluta á þinginu. Fyrir þrem árum sýndu skoðana- kannanir að Verkamannaflokkurinn hefði forskotá Ihaldsbandalag Frasers forsætisráöherra, en reyndust þá rangar. En ef Verkamannaflokkurinn sigrar í kosningunum nú hefur Fraser gert mistök sem munu reynast afdrifa- rík, en hann þurfti ekki að efna til kosninga fyrr en í haust. Efnahagsráðstafanir stjómar hans, sem m.a. fólu í sér kaupstöðvun, vöktu mikla andstöðu verkalýðshreyfingar- innar. Hann efndi til kosninganna og skoraði á verkalýðsfélögin að sætta sig við ákvörðun þjóðarinnar, en sama dag var Hawke kjörinn formaður Verkamannaflokksins og hann virðist vinsæUi meöal kjósenda en Fraser. V-Þýskaland: Kosningabaráttu iýkur Flokksleiötogarnir í V-Þýskalandi luku kosningabaráttunni fyrir þingkosningamar á sunnudag meö umræöum í sjónvarpssal í gær- kveldi. Umræðurnar snerast um at- vinnuástandið og utanríkismál og urðu mjögheitar. Þaö hitnaði í kolunum þegar Vogel, kanslaraefni jafnaöarmanna, sagði að ef hann yrði kanslari myndi hann leita allra leiöa til þess að forðast þaö að meðaldrægum kjarnorku- flaugum yrði komið fyrir í V-Þýska- landi. Hann fór undan í flæmingi þegar andstæöingar hans spuröu hann hvort hann, sem kanslari, myndi leyfa uppsetningu eldflaug- anna, ef viðræðurnar í Genf mistækj- ust. Hann sagði þó að í versta hugsanlega tilfelli, ef Sovétmenn tækju aftur þau tilboð sem þeir hafa — með hörðum deilum i sjonvarpssal lagt fram og að öllum tillögum Bandaríkjamanna yrði hafnað, þá útilokaði hann ekki að hann myndi leyfa eldflaugamar. Andstæðingar hans, sérlega Strauss og Kohl, gerðu sér mat úr því sem þeir kölluðu „and-amerískum áróðri” innan Jafnaðarmanna- flokksins. Kohl sakaði Vogel um aö svíkja loforð sem forveri hans, Schmidt, gaf 1979, og lagði áherslu á að Bandaríkjamenn hefðu tekið upp þetta mál fyrir orðastað V- Þjóöverja. Hann bætti því við að Vogel virtist reiðubúinn að afhenda Sovétríkjunum einokun á meðal- drægum kjamorkuflaugum og skapa V-Þjóðverjum þannig þá hættu að Sovétmenn geti kúgað þá pólitískt í framtíðinni. Hans-Jochen Vogel, kanslaraefni jafnaðarmanna, fór undan í flæm- ingi. Helmut Kohl, kanslari V-Þýska- lands, veittlst hart að Vogel í sjónvarpsútsendingu. Ferð páfa um Mið-Ameríku: Vandrötuð rétt leið Jóhann Páll páfi mun halda áfram för sinni um Mið-Ameríku, þrátt fyrir að sex skæruliðar vora teknir af lífi í Guatemala eftir að hann hafði beðið þeim lífs. Páfinn, sem nú er í Costa Rica, mun halda til Guatemala eftir þrjá daga, „fólksins vegna”. Mennirnir sex voru dæmdir af her- dómstóli og skotnir í dögun í gær, þrátt fyrir áskorun um miskunn frá Vatíkaninu. Montt hershöfðingi, sem er mótmælandi, sagöi að lögum yrði framfylgt án undantekninga og embættismenn í Guatemala sögðu að mennirnir heföu fengiö lögmæt réttarhöld. En í Hondúras voru aftökumar fordæmdar og lýstu yfir- völd því yfir að könnun á fortíð eins Hondúrasbúa, sem var meðal hinna líflátnu, hefði sýnt að hann hefði ekkert haft með skæruliöa aö gera. Enn halda vandamál páfans áfram því hann mun halda til Nicaragua í dag, en þar hafa orðið átök manna og andstæðinga stjómvalda innan kirkjunnar. Kanadamenn hóta hefndaraðgerðum — vegna selveiðibanns Talsmenn stjómvalda í Kanada tilkynntu í dag að veiðiréttindi evrópskra togara í landhelgi Kanada yrðu takmörkuð vegna innflutnings- banns EBE á selskinnum og tak- markana EBE á innflutningi kana- dískra fiskafurða. Sjávarútvegsráð- herra Kanada, Pierre de Bane, sagði á blaðamannafundi að bannið yrði formlega sett á fljótlega, ef EBE- ríkin breyttu ekki afstöðu sinni. Fiskimenn frá EBE-ríkjunum veiddu 16 þúsund tonn í kanadískri landhelgi síðasta ár, en á sama tíma leyfðu EBE-ríkin aðeins innflutning 2 þúsund tonna með bestu tolla- kjöram, til Evrópu, frá Kanada. ta Marianna Bacbmeyer vakti heimsatbygli og víða samúð. Skæruhernaður- inneykst íSalvador Átök hafa harðnaö milli stjóraar- hers og vinstrisinna skæraliða í E1 Salvador að undanförau og hefur ýmsum vegnað betur. Borgarastyrjöldin í E1 Salvador hefur nú staöiö í þrjú ár og kostað um 34 þúsundir manna lífið; flestir þeirra voru óbreyttir borgarar. Harmaóhródurinn um Vogel 125 blaðamenn, sem starfa við blaðaútgáfur Axels Springers, blaðakóngsins þýska, báðu i opnu bréfi Hans-Jocben Vogel, kanslara- efni sósíaldemókrata, opinberlega afsökunar á skrifum Bild am Sonntag og BUd Zeitung. Haft hafði verið eftir hægrimanni í Bæjaralandl að Vogel hefði verið áhrifamikiU foringi í „Hitlers- æskunni” fyrir stríð. — Vogel fékk sett lögbann á að BUd am Sonntag endurtæki þennan áburð í skrifum sínum. Blaðamennirnir segja í bréfi sínu að þeir séu stórhneykslaðir á þessari blaðamennsku og harma að blað sem þeir starfi við skuii breiða út slíkan óhróður um Vogel. — Kanslaraefnið segist virða mikUs afstöðu blaðamannanna. Marianna fékk 6árafangelsi Dómur er nú genginn í máli Mariönnu Bacbmeyer, sem í réttarsal 6. mars 1981 skaut tU bana morðingja 7 ára dóttur sinnar. Hún var dæmd i sex ára fangelsi. Bachmeyer var fundin sek um manndráp, en fallið haföi verið frá ákæru um morð að yfirlögðu ráði. Mál hennar vakti feikUega athygU í V-Þýskalandi og víðar og hlaut hún mikla samúð fyrir drápið á morðingjanum, dæmdum kynferðisafbrotamanni. ÁfeUandi þótti að hún skyldi hafa tekið skammbyssu meö sér í réttar- salinn og „vinkona” hennar bar að hún hefði fyrir verknaðinn haft á orði að hún ætlaði að fyrirkoma morðingjanum. Það dró úr áreiðanleika vitnisburðarins að í ljós kom að afbrýðisemi hafði rikt á mUli þeirra vinkvennanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.