Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1983, Blaðsíða 9
Útlönd Útlönd DV. FÖSTUDAGUR4. MARS1983. ÍTALSKIR KOMM- ÚNISTAR ÞINGA Vínræktendur á ttaliu bala áhyggjur af aukinni neyslu bjórs og minnkandi neyslu léttra vína. Bjórdrykkja eykst á Ítalíu Italir hafa verið vínmenn miklir, enda meöal stærstu framleiðenda léttra vína. Nú virðastþeir hallasér æmeira að bjómum. Nýjustu skýrslur sýna að bjórdrykkja á Italíu hefur aukist um 14% á síðasta ári, eða upp í 2,5 milljónir hektólítra. Hefur þessi þróun verið sérstaklega áberandi síðustu tvö ár og hefur valdið vínræktendum töluverðum áhyggjum, því að ekki hefur útfiutningurinn gengiö vel innan EBE, þar sem við er að etja Þjóðverja og Frakka, sem sömu- leiðis eru meðal stærstu vínframleiðenda í heimi. /* Veljum ís/enskt Trésmiðjan Víðirh/f auglýsir: • Einn stærsti húsgagnafram- ieiðandi landsins býður nú sem fyrr vönduð húsgögn á góðu verði með viðráðanlegum greiðslukjörum 20% ÚT - EFTIRSTÖÐVAR A 9 MÁNUÐUM VERSLIÐ ÞAR SEM URVALIÐ ER MEST - OG KJÖRIN BEST • Komið og skoðið okkar mikla húsgagnaúrval Ársþing ítalskra kommúnista, stærsta kommúnistaflokks vestan tjalds, stendur yfir þessa dagana i Mílanó og er búist við því að þar geti dregiö til örlagatíðinda sem umskapað geti ítölsk st jórnmál. Kommúnistar hafa ekki átt sæti í ríkisstjórn á Italíu síðan 1947 og er þeim mikið í mun að efla álit sitt og vinna traust kjósenda sem ábyrgir til stjórnaraðildar. Við setningu ársþingsins vakti mikla athygii að meðal áheyrnargesta voru Ciriaco de Mita, framkvæmdastjóri kristilegra demókrata, og Bettino Craxi, leiðtogi sósíalista. Þykir nær- vera þeirra skjóta styrkari stoðum undir vangaveltur um að aðild kommúnista að rikisstjóm í náinni framtíö gæti orðið nýr „lýðræðis- kostur”, eins og itölsku blöðin kalla það. — Kristilegir demókratar (hægri- flokkur) hafa setið einir eða verið „stóri bróðir” í öllum ríkisstjórnum síðustu36ár. ^ ________ Enrico Berlinguer, leiðtogi kommún- ista, hefur á síðustu árum verið einn mesti postuli , ,E vrópukommún- ismans”, sem kappkostar að sýna sjálfstæöi sitt frá Moskvulínu sovéska kommúnistaflokksins. Þótti liggja viö borð í fyrra að upp úr slitnaöi að fuilu milli móöur Moskvu og dótturinnar á Italíu. I þingkosningunum 1979 á Italiu fengu kommúnistar 30% atkvæða og urðu næststærsti flokkur Italíu, á meðan kristilegir demókratar fengu 38%. Sósíalistar, sem fengu 10%, hafa stutt hinar og þessar samsteypu- stjómir kristilegra, sem þó hafa staðið tæpt. Þingkosningar em framundan á næsta ári en gætu orðið fyrr. FlóðáKúbu tirbeilisrigningar og hvassviðri hafa gengið yfir austurhluta Kúbu siðustu daga og vaidið átta dauðs- föllum og spjöllum á 1700 húsum auk tjón; á uppskeru. Hundmð fjölskyidna hafa neyðst til þess að yfirgefa heimili sin vegna flóða- hættu. Höfundurinn gerðist banka- ræningi Rithöfundur, sem sagðist hafa rænt þrjá banka til efnisöflunar fyrir skáldsögu sína, var dæmdur i Austurriki i átta ára fangelsi. — en þessi 51 árs gamll bókarhöfundur á að afplána dóminn i sérstakri stofnun, sem geymir afbrigðilega afbrotamenn. Umsjón: Guðmundur Pétursson Ólaf ur B. Guðnason Leitaaöolíu innanumhafís Kanadastjórn hefur verið sökuð um að leika „rússneska rúllettu” með líf oliubormanna að veði þegar þeir era sendir til þess að bora á hafi úti eftir olíu innan um hafis. Styrinn stendur um oliuleitarsvæði við Nýfundnaland, sem hæstlréttur úrskurðaði nýverið að heyrði undir rikissjóð Ottawastjómarinnar. Oliuleit hafði verið stöðvuð á meðan dómstólar fjölluðu um eignarréttinn, en þegar hef jast átti handa aftur var gagnrýnt að menn skyldu sendir tU starfa við ishættuna. • Við tökum ábyrgð á öllum okkar vörum. Veljum íslenskt HÚSGAGNAVERSLUN GUÐMUNDAR, SMIÐJUVEGI 2 Kópavogi, sími45100. Opið laugardag kl. 10—12. / NÆST- SÍÐASTI DAGUR OPIÐ: föstudagkl. 10—22, laugardag kl. 10—19. VERKSMIÐJUÚTSALAN Blossahúsinu — Ármúla 15. Simi 86101.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.