Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1983, Blaðsíða 14
14 Spurningin Lestu mörg dagblöð að staðaldri? Anton Magnússon, starfsmaður Hag- kaups: Eg les DV og Moggann. Þau eru keypt í áskrift heima hjá mér. Valgerður Gunnarsdóttir, Homafirði: Eg er utan af landi og fe þau aldrei á réttum dögum. Annars les ég öll blöðin. Kristín Jónasdóttir húsmóðir: Nei, þaö er helst Morgunblaðið. Lít á önnur, ef ég á þess kost. Jón Bjöm Jónsson sjómaður: Eg les DV og er áskrifandi að því. Guðríður Þorgilsdóttir húsmóðir: Nei, ég geri lítið að því. Það eru þá helst DV og Mogginn. Hjalti Jónatansson, hsttur störfum: Eg les Morgunblaðið að staðaldri og; DVoft. DV. FÖSTUDAGUR 4. MARS1983. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hvalveiðibannið: fínnið fjánnuni til að bæta tjónið Vilmundur Jónsson, Akranesi, skrifar: Þar til fyrir skömmu voru jólasvein- ar taldir vera 13 hér á Islandi. Þeir sem töldu okkur geta flutt út jóla- sveina hafa verið ansi framsýnir á þá skyndilegu fjölgun þeirra hér á Islandi sem raun ber vitni. Jólasveinn hlýtur sá maður að teljast sem með atkvæöi sínu sviptir að þarflausu tugi manna atvinnu sinni og gerir fyrsta flokks rekstur hjá fyrirtæki og eignir þess að miklum hluta verðlausar um alla framtíð. Hvar sáu þessir menn fjármuni til að bæta þeim sem hlut eiga að máU þetta tjón, eða þó ekki væri nema hluta af því? Vinnulaunasvipting sem verður af þessum sökum fyrir þá er störfuöu hjá Hval hf. t.d. 1982 er mjög tilfinnanleg. Hafa loönusjómenn fengið greitt kaup fyrir að þeir voru sviptir loðnu- veiðum og fá sjómenn hvalbátanna þá ekki það sama og aðrir? Það er ein leiö fyrir þessa menn til að bjarga virðingu sinni hjá þeim sem hafa kosið þá á þing. Og það er að sýna fram á fjár- muni til að bæta stóran hluta af því tjóni sem þeir hafa valdið að þarf- lausu. Hvað er þetta tjón talið vera mikiö? Mér er vel kunnugt sem fyrrv. verk- stjóra í Hvalstöðinni að á tímabUinu 1954—1958 áttu starfsmenn í sendiráði USA hér í Rvík ekki til skilning á þeirri verðmætaaukningu sem varð hjá Hval hf. á þessum árum án þess að bætt væri við bátum við veiðar eða mannskap í landi. Þeir vildu kynnast þessu og buðu þess vegna tveimur ráðamönnum Hvals hf. í sendiráöið til að óska þeim til hamingju með þetta vel rekna hvalveiöifélag í Hvalfirði sem var þeim á þessum sviöum ráð- gáta í afköstum og hagkvæmum rekstri. Skyldi þeim hafa dottið í hug að teboðskerlingar í USA tækju stjórn- ina í sínar hendur árið 1983 og þeirra þjóð svipti allt þetta fólk þeirri vinnu sem það var búið aö þjálfa sig í til að skapa þjóðinni verðmæti og sýna að við getum veitt úr sjó afla í áraraöir ef fyrirtækiö er rekið af framsýni og skynsemi eins og er staðreynd enn í dag og það án þess að koma hvala- stofninum í nokkra hættu? Er þaö þjóðarlöstur á Islendingum að geta aldrei séö í friði nokkum rekst- ur sem vel er rekinn án þess að allir rjúki upp til handa og fóta til aö koma honum á hausinn eða níða hann niöur. David Campbell. Hvar ■iggja ræturnar? — David Campbell leitaraöíslenskum ættingjum David CampbeU er af íslenskum ættum í móðurætt og hefur hug á að komast í samband við ættmenni sín hérlendis. Móðir Davíðs er Þóra Leone Johnson, 1360 Yale Ave. Salt Lake City.Utah 84105 U.S.A. Föðurafi hennar og amma voru Jón B. Jónsson frá Oddsstöðum í Vestmannaeyjum, f. 7. jan. 1857, og kona hans, Vilborg Þorkelsdóttir frá Ketilsstöðum í Mýrdal, f. 28. febrúar 1855. Móðurafi hennar og amma voru Erlendur Árnason, f. 2. ágúst 1843 eöa 47?, frá Leirá í Borgarfirði, og kona hans, Katrín Jónsdóttir Oddsson, f. 4. april 1867, frá Orms- stöðum, Skarðsströnd í Dalasýslu. Davíð hefur veriö hér undanfarið sem trúboði Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu en mun hverfa heim til sín aftur 1. apríl á þessu ári. Hann hefur hug á að kynnast íslenskri menningu og uppruna sínum betur áður en hann heldur heim og hitta eins marga ættingja sína ogunnter. Vinsamlega hafið samband við Davíð í síma 14291 að Hátúni 6, Reykjavík. Davíð talar og skilur íslensku. Verðbæturá laun: Óánægð með framkomu lögreglu og dyravarða 4087—5166 hringdi: Föstudaginn 4. febr. fóru nokkrir krakkar úr grunnskólanum, þar á meðal dóttir mín, til þess að skemmta sér á nýja staðnum, Safari. Dóttir mín fékk migrenekast utan við staðinn og baö hún fyrst lögreglu- þjón, sem var á vakt þar úti fyrir um’ að fá að fara inn og hringja á bíl. Lög- • reglumaöurinn svaraði henni eitthvað á þá leið aö hann hlustaöi ekki á neitt fylliríshjal og stjakaöi við henni með handleggnum. Næst reyndu hún og krakkarnir, sem voru með henni, að tala viö dyravörð og báðu þau hann um aö fá að hringja. Þau fengu sömu svör hjá honum og lögregluþjóninum, að hann hlustaði ekki á neitt fylliríishjal. Eftir þetta komust krakkarnir í aðvífandi leigubíl og dóttir mín komst heim. Eg fékk lækni heim um nóttina og hann gaf mér vottorð um að stúlkan væri hvorki undir áhrifum áfengis né eiturlyfja. Eg er mjög óánægö með þessa fram- komu dyravarða og lögregluþjóns. Magnús E. Kristjánsson, eigandi Safari svaraði: Hér fyrir utan staðinn þetta um- rædda kvöld var mikið af fólki undir aldri og hagaði það sér allavega. Dyra- verðirnir stóðu i ströngu þetta kvöld. Þegar fólk er lasið og spyr hvort það geti fengið að hringja er erfitt að sjá hvort þaö er ölvað eða hvort það er annað sem á bjátar. Dyraverðirnir höföu mikið að gera og hafa þvi ekki taliö sig hafa tíma til að sinna þessu. Eg á erfitt með að trúa þvi að þeir hafi komið ruddalega fram því þetta eru sómamenn. Lögreglan s varaði: Lögreglan var kölluö að staðnum umrætt kvöld til að koma á reglu og fá fólk í röö fyrir framan staöinn. Það er mjög erfitt að sinna einstakri beiðni sem þessari og einnig að greina í sund- ur hverjir leita til lögreglunnar af þörf og hverjir eru með brögðum að komast inn. Hvemig er samræmið hjá málsvörum verkalýðsins? Sigrún Jónsdóttir skrifar: I sjónvarpsviðtali um daginn heyröi ég Guðmund J. Guömundsson, þing- mann Alþýðubandalagsins, tala um að verðbólgan væri ekki láglaunafólkinu að kenna. Eg verð að taka undir með formanni Dagsbrúnar þar sem þaö getur ekki staðist aö laun fólks sem fær ekki nema rúmlega 8.000 kr.. á mánuöi kyndi undir þessa óðaverðbólgu. Það var líka ánægjulegt aö heyra hjá Guð- mundi J. aö hann teldi óeðlilegt að verðbótaskerðing kæmi jafnþungt niður á öllum. I þessari óskaplegu dýr- tíö tapa þeir auðvitað mest sem lægst. hafa launin og allar verðhækkanir,. eins og til dæmis á nauðsvnjavörum, bitna þyngst á þeim. En hvernig er með samræmiö hjá þessum ágæta flokki sem hefur kallaö sig málsvara verkalýðsins? Núna í dag, fyrsta mars, fá Dagsbrúnar-' mennimir 1.500 kr. verðbætur á sín laun (ef þeb eru meö 10.000 kr. á mán- „Það var lika ánægjulegt að heyra hjá Guðmundi J. að hann teldi óeðlilegt að verðbótaskerðing kæmi jafnþungt niður á öllum. í þessari óskaplegu dýrtið tapa þeir auðvitað mest sem lægst hafa laun- in, " segir Sigrún Jónsdóttir meðal annars. uði) en formaöur Alþýðubandalagsins, sem situr í ráöherrastóli, fær 7.000 kr í veröbætur! Svavar Gestsson getur því ráðið til sín verkamann í meira en hálft starf fyrir verðbætumar sem hann fer greiddar. Og ekki nóg með þaö heldur Lesendur Sigurður Valgeirsson fær Svavar veröbætumar greiddar fyrirfram en verkafólkiö fær þær ekki fyrr en eftir á. Er það þetta sem átt er við þegar Alþýðubandalagið talar um aöverjakjörhinnalægst launuðu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.