Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Qupperneq 2
2
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS1983.
Við verðum að
auka sjóði okkar
— segir séra Bragi Friðriksson um aukinn fjölda
hjálparbeiðna til stof nunarinnar
„Venjulega er eitthvert áfall
samfara beiðnum sem berast
Hjálparstofnuninni, ýmist veikindi
eða þá að annar sambúðaraðili fellur
frá eða fer frá. Þetta eru ástæður
sem virðast fara vaxandi og leiöa til
fjárhagslegs vanda sem fólk ræður
ekki við,” sagði séra Bragi Friðriks-
son, formaður framkvæmdanefndar
Hjálparstofnunar kirkjunnar í
samtali við DV. Eins og greint var
frá i blaðinu á föstudag hafa
umsóknir um aðstoð frá fólki hér
innanlends stóraukist á síðustu
mánuðum og hafa jafnvel borist
beiðnir til handa fólki sem hefur fulla
atvinnu en lifir ekki af launum
sínum. Þaö eru sóknarprestamir
sem leita til stofnunarinnar fyrir
umbjóðendur sína.
Séra Bragi sagði að prestar yrðu
oftast varir viö þessa neyð í
tengslum við önnur áfóU sem fólk
hefði orðið fyrir. En aUt benti til þess
aö erfiðari fjarhagsleg afkoma í
þjóðfélaginu kæmi þar fyrst fram og
þyrfti það auðvitað engum að koma á
óvart. Sagði hann að Hjálparstofnun-
in reyndi að leiðbeina fólki um þær
úrbætur sem tryggingakerfið gæti
veitt en gripi inn í ef það dygði ekki
tU. „Hjálparstofnunin getur ekki séð
um framfærslu fóUcs heldur aðeins
aðstoðað í neyð,” sagði séra Bragi.
„Ef það stefnir áfram í sömu aukn-
ingu á hjálparbeiðnum þá hlýtur að
vakna sú spuming hvort við getum
sinnt þessu verkefni. Við hljótum
einnig að spyrja hvað sé að gerast í
þjóðfélaginu, hvort það sé aö skapast
1 néyðarástand hjá því fólki sem verst
veröur fyrir barðinu á ástandinu í
þjóðfélaginu. Ef svo er verðum við
aö auka sjóði okkar. En þetta er svo
nýlega tilkomið, fyrst um nýár, að
við höfum ekki rætt hvernig eigi að
mæta þessu, en við munum ræða það
á næsta fundi okkar,” sagði séra
Bragi Friðriksson.
ÓEF
Danskeppni 13—17 ára
Unglingum á aldrinum 13 tU 17
ára gefst kostur á aö taka þátt í
danskeppni sem félagsmiðstöðvar í
Reykjavík gangast fyrir. Undan-
keppni verður föstudaginn 11. mars
næstkomandi. Urslitakeppnin fer
fram daginn eftir í Tónabæ.
Þetta er annað árið í röð sem
félagsmiðstöðvamar gangast fyrir
danskeppni. Fyrir nokkrum árum
var boðið upp á f jölda danskeppna í
veitingahúsum borgarinnar en þær
hafa aUar veriö aflagðar.
Keppt verður í einstakhngsdansi
og hópdansi. Þeir sem hyggjast
vera með geta fengið að æfa sig í
félagsmiðstöðvunum fimm.
TiUíynna þarf þátttöku sem allra
fyrst í Tónabæ, FellaheUi,
Þróttheimum, Bústöðum eða
ÁrseU.
Dómnefnd skipa þau Kolbrún
Aðalsteinsdóttir, Sóley Jóhanns-
dóttir, Henný Hermannsdóttir,
Þorgerður Gunnarsdóttir og
GuðmundurViðarsson. -KMU.
Vörubílstjórarmótmæla:
VIUUM AÐ RIKIÐ SYNIÖGN MEIRI
V
SANNGIRNIISKATTHEIMTU”
„Það era hópar af yngri mönnum
sem hafa hreinlega gefist upp á að
aka vörubílum. Þegar þeir sjá
hvernig dæmið kemur út hætta þeir
bara,” sagöi Eggert Waage vörabif-
reiðarstjóri. Hann stóð fyrir mikUU
undirskriftasöfnun meðal vörubif-
reiðastjóra tU þess að mótmæla
drögum að framvarpi um nýjan
skatt á bifreiðar. Er í drögunum gert
ráð fyrir aö ein króna verði lögö á
hvert kíló sem bUUnn vegur. Þá
peninga á aö nota tU vegagerðar.
Eggert, Herluf Clausen, formaður
Landssambands vörabifreiða -
stjóra, og Trausti Guðmundsson
afhentu Ragnari ArnaFds fjármála-
ráðherra mótmælin niðri í Alþingis-
húsi fyrir nokkra. Jafnframt var
honum sagt aö mótmælin yrðu
ítrekuð ef þeir fengju ekki skUaboö
fljótlega um að þessi mótmæli heföu
verið tekin tU greina. „Það veröa
harðvítug mótmæli,” sagði Eggert.
1 mótmælaskjalinu er bent á að ÖU
gjöld, sem vörubifreiðastjórar
greiða til ríkisins hafa hækkaö mun
meira en annaö í landinu. Þannig
hefur þungaskatturinn hækkað um
1288% meira en byggingarvísitalan
síðan 1977. Þrátt fyrir það aö þá hafi'
verið sett lög um það á þingi að þetta
tvennt skyldi hækka jafnt.
„Þetta dæmi gengur hreinlega
ekki upp þó að við ynnum baki
brotnu. Sem dæmi má nefna að
dekkjagangur undir vörbU kostar
um 100—200 þúsund krónur. Hann
þarf aö endumýja á hálfs árs fresti.
Olían kostar 1000 til 15000 krónur á
dag. Og síðan í september hefur
bókstaflega ekkert veriö aö gera. Við
bíðum kannski 3—4 daga eftir að fá
klukkutíma vinnu. Meira að segja
sumarútgerðin, þó mikil sé, nægir
ekki fyrir öllum kostnaðinum. Við
vUjum ekki hækka gjaldskrána, þá
hefur fólk einfaldlega ekki efni á því
að fá bUana í vinnu. Við viljum hins
vegar að ríkið sýni ögn meiri sann-
girni í skattheimtu en þaö hefur
gert,”sagðiEggert.
Hann benti einnig á það að upphaf-
lega átti allur þungaskatturinn og
hluti af olíuverði að fara til vega-
gerðar. Þessir peningar hafa hins
vegar verið notaðir tU annarra mála.
Sífellt er því veriö að taka peninga af
sama fólkinu tU sömu hlutanna að
dómivörubílstjóra. Dg
Ragnar Arnalds fjármálaráðherra
tekur við mótmælunum.
Trausti Guðmundsson,
Eggert Waage og
Herluf Clausen standa
misjafnlega brosmildir hjá.
DV-myndBj. Bj.
ÞRJARGOÐAR
BENIDORM LONDON AMSTERDAM
Páskaferð 30. mars/tvær vik-
ur. Verð frá: 11.900 í íbuð.
Beint dagflug.
Páskaferð: 29. marz-5. apríl.
Morgunverður innifalinn. Góð
hótel á ýmsum stöðum um
borgina. Verð frá 8.787. Ath.:
Vikuferöir alla þriðjudaga.
Páskaferð: 29. mars-5. apríl.
Verö frá: 8.494 morgunverður
innifalinn. Ath.: Amsterdam-
flug alla þriðjudaga og föstu-
daga.
AÐALSTRÆTI9