Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Page 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1983. Umferöarmál ber oft á góma manna á meðal þessa dagana og er þaö vel. Eg held aö flestir séu þeirrar skoðunar að umferöarmenningin hér á landi sé ekki eins og best veröur á kosiö en menn eru ekki á einu -máli um hvar skórinn kreppir. Bflbeltin Framkvæmdastjóri Umferðarráösl telur bílbeltin leysa stærsta vandann og leggur því megináherslu á bíl- beltaáróöur og „börnin aö sjálfsögöu í aftursætinu”. Þaö er gott — svo langt sem þaö nær, en gallinn er bara sá aö þaö nær ekki nógu langt. Ég held aö þarna sé byrjað á öfugum enda. (Þeir vissu þaö í Westrinu í gamla daga aö haldlaust var aö eyöa aleigunni í sööul ef enginn var hesturinn.) Bílbelti eru vissulega þarft öryggistæki sem sjálfsagt er aö nota. En öryggisbelta er ekki þörf fyrr en viö umferðaróhapp. Auövitaö getur enginn vitaö fyrirfram hvort hann muni lenda í óhappi þegar hann sest inn í bílinn sinn, þannig aö rétt er aö vera viö öllu búinn. En það er rangt aö beita áróöri, eins og gert hefur veriö, meö aöaláhersluna á notkun bílbelta. Þaö er álíka gáfu- legt, eins og einhver benti á, og að flugmaður hugsi fyrst og fremst um það aö fallhlífin sé til taks áður en fariöeríloftið. Orsök — afleiðing Aðalvandinn er fólginn í umferöar- óhöppunum sjálfum (eins og allir \ vita aö sjálfsögöu) — eöa öllu heldur orsökum þeirra. Hver skyldu svo I vera algengustu óhöppin í umferö- [ inni? Örugglega aftanákeyrslurnar. Og hvað ætli valdi aftanákeyrslum? Oftast of lítið bil á milii bíla, svo og 'ónóg athygli ökumanna. Og þarTn'eö erum vio Komin ao Kjai na maisuis uu mínu mati: Of lítið bil á milli bíla. Spurning: Hvers vegna er oftast of stutt í næsta bíl fyrir framan? Svar: Vegna þess aö íslensk umferöar- „menning” býöur upp á þaö. Hægri umferð Manni hættir stundum til aö ætla aö tiltölulega fáum sé þaö kunnugt aö áriö 1968 var skipt yfir í hægri umferð á Islandi. (Hvaö kemur þaö nú málinu við? spyr kannski einhver.) Gluggum aöeins í umferöarlögin: „Ökumenn skulu halda ökutækjum sínum hægra megin á akbraut eftir því sem við verður komið og þörf er á vegna Hef ur Tarsan bílpróf? FRUMSKÓGAR- LÖGMÁLÍ UMFERÐINNI annarrar umferöar.” (45. gr.) „Ökumenn skulu hleypa fram fyrir sig á vinstri hönd þeim, sem fram fyrir vilja.” (47. gr.) ,,Skal sá sem fram hjá ætlar, gefa þeim, sem á undan fer, merki, þannig aö hann megi vita um þá ætlan. Sá, sem á undan er, skal þá, er hann verður var viö þann, sem á eftir kemur, víkja til hægri og draga úr hraða eöa nema staðar, þannig að áhættulaust sé að aka fram hjá.” (47. gr.) Leturbr. mín). Maður á sem sagt aö halda sig á hægri akrein þegar hægt er og nota þá vinstri til framúraksturs. En les- andi góöur, farðu út í þéttbýlis- umferðina í smástund og spuröu svo sjálfan þig í hreinskilni: Er hægri umferö á íslandi í raun? Eg held aö „Meðan aðaláherslan er lögð á að vera sem best búin til þess að taka afleiðingum umferðaróhappa(bílbeltin), en orsakirnar að mestu látnar liggja á milli hluta, er ekkivonað vel fari.” svarið hljóti aö veröa nei. Nú, en hvaö þá, ekki er vinstri umferð á íslandi? Aftur nei. Hvaö þá, eru engar reglur í íslenskri umferö? Frumskógarlögmálið Á pappírunum er hægri umferö, en í raun gildir elsta lögmál heimsins: Þeir hæfustu komast af (Survival of the fittest). Þaö er nefnilega svo aö engar greinar umferðarlaganna eru jafn oft og látlaust brotnar og þær hér aö ofan — og átölulaust af yfir- valdannahálfu. Og hvaö svo meö stefnuljósin? Umferðarlögin segja: „Skylt er að gefa merki um breytta akstursstefnu, þegar þörf er á, til leiöbeiningar fyrir aðra umferð. Merki skal gefa meö stefnuljósum á þeim ökutækjum, er hafa skulu slík tæki.” (52. gr.) (Leturbr.mín). (Og ég sem heföi þoraö að fullyröa af fenginni reynslu aö sumum bílum fylgdu alls ekki stefnuljós.) Þú lærir eitt mjög fljótlega í umferðinni (eitt af þessum séríslensku fyrirbærum): Ekki nota stefnuljós ef þú ætlar að skipta um akrein. Þá flýtir öku- maöurinn, sem á eftir þér er á hinni akreininni, sér aö „gefa í” svo aö þú farir ekki fram fyrir hann. íslenska aðferðin Aöferöin, sem menn veröa að nota í umferðinni þegar skipta skal um akrein, er einföld: Vertu nógu fljótur að dengja þér yfir á hina akreinina. Og ef hægfara bíll á vinstri akrein angar þig, þá skaltu alls ekki flauta, þá æsir þú ökumanninn ef til vill upp með þeim afleiðingum aö hann hægir jafnvel á, til þess eins að stríða þér. Nei, keyröu fast aö honum, beygöu svo snöggt yfir á hægri akrein, keyröu alveg aö bílnum sem þar er og „svínaðu” svo aftur yfir á vinstri akrein fram fyrir „snigilinn” þar. (Þú mátt gjaman glotta hæönislega í baksýnisspegilinn.) Þetta tekst — oftast. Auövitað er allt þetta brot, gróft brot, á umferðarreglunum. Þetta stuðlar að ógætilegum akstri, auknum hraöa og aukinni slysatíðni (sérstaklega hvaö varöar aftanákeyrslur og gang- brautarslys). Sinnuleysi En aldrei dettur lögreglunni í hug aö stöðva menn og veita þeim tiltal, hvaö þá aö sekta þá, fyrir aö nota ekki stefnuljós, ellegar aka á vinstri akrein, þegar sú hægri er þess albúin aðlátaakaásér. Nei, á meðan að aöaláherslan er * HVER VERDUR NÆSIUR? Eitt af því sem allir Islendingar eiga sameiginlegt er sú staöreynd aö þurfa aö komast á milli staða, ferö- ast frá einum stað tíl annars. Á hverjum morgni þeysast út á göturn- ar þúsundir vegfarenda. Feröamát- inn er margvíslegur en allir eiga þaö þó sameiginlegt aö vilja komast sem fljótast og öruggast á áfangastaö. Þetta flókna samspil gangandi, hjól- andi og akandi vegfarenda nefnist einunafni umferö. Umferöinni er því miður oft hægt að líkja við stríösrekstur. Þar er ein- staklingurinn eins og hermaður á leiö á vígvöllinn meðal margra ann- arra. Hann veit aö aöeins ákveöiö hlutfall þeirra kemur til baka. Þannig er þessu því miöur fariö með okkur flest. Viö vitum er viö leggjum af staö út í umferðina að morgni að líkur eru á að eitthvert okkar verði fórnarlamb umferðar- slysanna, áöur en dagur er aö kveldi kominn. Engum dettur þó í hug aö hann sjálfur veröi hinn óheppni. Sjálfsöryggi okkar er algert. Viö er- um hinn fullkomni ökumaöur og veg- farandi sem aldrei gerir mistök. Mis- tökin tilheyra öörum. En hverjir eru þessir „aðrir”? Viö heyrum daglega í sírenum lögreglu- og sjúkrabíla og hugsum um leiö: „Enn eitt umferöarslysiö.” Oft er ekkert annaö aö gera en taka undir meö öörum og segja: „Hræöilegt aö þetta skyldi koma fyrir.” Síöan bei'st talið aftur að veörinu og málið er af- greitt. Afgreitt þar til .;ð okkur sjálfumervegiö. Það er sagt aö brennt barn forðist eldinn. Því miöur er þaö oft þannig aö viö vöknum ekki upp til meðvit- undar um hörmungar umferöarslys- anna fyrr en við upplifum sjálf slíka lífsreynslu. Sá þyrnirósarsvefn get- ur oft orðiö dýrkeyptur. Veraldlegt tjón er oft bætanlegt en sársauki, örkuml og lífiö sjálft verður aldrei bætt. En nú hugsa sjálfsagt margir meö sér: „Ekki breyti ég umferöarmenn- ingu Islendinga.” Rétt er þaö. Á meðan slíkur hugsunarháttur ríkir meðal manna breytist aldrei neitt til góös. Okkur hættir nefnilega til þess aö fylgja straumnum, falla inn í myndina, vera eins og hinir. Þeim ökumönnum sem ekið hafa erlendis ber flestum saman um aö mun auð- veldara sé yfirleitt að athafna sig í umferöinni þar en hér heima. Þó ber aö líta á aö umferöarþungi er þar mun meiri og gatnakerfi öllu flókn- ari en hér. I hverju felst þá hinri mikli munur? Jú, staöreyndin er sú aö erlendis viröa menn settar reglur og fara eftir þeim í hvívetna og síð-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.