Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Side 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS1983. •15 Kjallarinn Bragi V. Bergmann lögö á þaö aö vera sem best búinn til þess aö taka afleiðingum umferðar- óhappa (bílbeltin), en orsakirnar að mestu látnar liggja á milli hluta, er ekki von að vel fari. Umferöar„menningin” verður áf ram söm viö sig þangað til eitthvaö verður gert til þess aö lagfæra ofan- greind atriði; ónauösynlegan vinstri akreinaakstur og notkunarleysi stefnuljósa. Mér finnst út í hött aö vera aö deila um þaö hvort beita eigi sektarákvæðum varðandi bílbeltin eöur ei, á sama tíma og ekki er aðhafst í stærri vandamálum umferðarinnar. Enn eitt dæmi um ranga forgangsröð mála. Spenntur í umferðinni Slagoröið „Brostu í umferöinni” fellur um sjálft sig, því þótt maður haldi brosandi úr hlaöi, verður brosiö fljótt aö víkja fyrir skelfingar- svipnum. Hitt slagoröiö „Spenntur í umferöinni” á hins vegar fullan rétt á sér, því jafnvel þótt öryggisbeltin séu ekki notuö er maöur spenntur — mjög spenntur: „Skyldi ég komast klakklaustheim?” Barnið og brunnurínn Aö lokum. Ráðumst á rætur vandans. 1 ár er rétti tíminn til þess. Þá hætta að birtast í blööum fyrir- sagnir um 30—60 árekstra á sólar- hring. Viö íslendingar höfum ekki efni á slíkum fómum mannslífa og fjármuna. Eöa eins og góðtemplarinn, vinur minn, oröaöi svo vel: Þaö er of seint að byrgja bamiö þegar brunnurinn erdottinn ofan á þaö. Kveðja, Bragi V. Bergmann kennari, Akureyri. VÍDEÓKERFIN HAFA EKKERT AÐ ÓTTAST Voöalega hlýtur þaö aö vera leiöin- legt aö heita Ingvar Gíslason og vera menntamálaráöherra. Leiöinlegt vegna þess hve frámunalega illa hann hefur staöiö sig í útvarpsmál- um. Nú er allt aö veröa sjóöandi vit- laust vegna þess aö vegiö er aö sjálf- um framvörðum frelsis í útvarps- málum hér á landi, vídeókerfunum. Þar aö baki er Ingvar Gíslason menntamálaráöherra. Hann er yfir- maöur Ríkisútvarpsins og þaö er Ríkisútvarpið sem stendur fyrir kæra á hendur stærsta vídeókerfinu, Vídeósón. Aöstandendur annarra vídeókerfa í landinu nötra af ótta viö meiriaðgeröir. Auövitaö er Vídeósón kolólöglegt fyrirtæki. Þaö sjónvarpar um allt Breiöholtiö í trássi viö gildandi út- varpslög. Hins vegar sjónvarpar þaö í samræmi viö vilja almennings. Það sama er aö segja um önnur vídeó- kerfi. Einkaréttur útvarpsins er úreltur. Þetta viðurkenna flestir, enda hafa sjálfstæðismenn þegar lagt fram fmmvarp til nýrra útvarpslaga á Al- þingi. Þaö gerir ráö fyrir afnámi einkaréttar Ríkisútvarpsins. Sama kemur fram í tillögum að útvarps- lögum frá útvarpslaganefnd. Menntamálaráöherra skipaði þá nefnd. Hann hefur hins vegar ekki haft manndóm til að leggja fmm- varpiö f ram á þingi. Þaö er tímaskekkja aö lögsækja vídeókerfi núna á þeim forsendum aö ríkiö hafi einkarétt til útvarps og sjónvarps. Sá einkaréttur er í raun liöinn undir lok, þó ekki sé það ennþá formlega. Ennþá furðulegra virðist þetta mál þegar litiö er á peningahliðina. Ríkiö hefur nefnilega drjúgar tekjur af þessum ólöglegu vídeókerfum. Ríkiö fær innflutningsgjöld af vídeóspólum og söluskatt af leigu þeirra. I viðtali viö DV sl. þriðjudag sagöi Ingvar Gíslason menntamálaráð- herra að þessa þróun heföi borið brátt aö. Mætti þá ekki minna hann á aö 1971 leitaði Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson eftir áliti stjómmála- manna á frjálsu útvarpi og árin þar á eftir lagði Ellert B. Schraro fram tillögur í útvarpsráði um rýmkun út- varpsréttar og fleiri rásir. 1976 lagði Guömundur H. Garöarsson fram frumvarp til laga um afnám einka- réttar Ríkisútvarpsins. 1981 lagöi- Friörik Sophusson fram frumvarp umsamaefni. Kemur Ingvari áóvart? Allt frá því aö Guömundur H. Garðarsson lagöi fram frumvarp sitt á Alþingi hefur lífleg umræöa verið í fjölmiölum og víðar um afnám einkaréttar Ríkisútvarpsins. Fjöldi manna hefur aö auki virt einkarétt Ríkisútvarpsins að vettugi í meira en þrjú ár meö því aö hafa sameiginleg kapalkerfi. En allt þetta kemurlngv- ari Gíslasyni á óvart. Aumingjaskapur menntamálaráö- herra kemur hvaö skýrast fram í því aö reyna ekki úrlausnir til bráöa- birgöa. Ríkisútvarpiö hefur einka- rétt á útvarpi og sjónvarpi. En Ríkis- útvarpið hefur þar með einnig mögu- leika á að veita öðrum leyfi til út- varps- og sjónvarpssendinga. Sem yfirmaöur Ríkisútvarpsins heföi Ingvar Gislason getaö veitt áhuga- sömum aðilum leyfi til bráöabirgða, meðan ekki var búiö aö samþykkja ný útvarpslög. Þaö em til fordæmi fyrir því aö Kjallarinn Ólafur Hauksson ríkisstofnanir hafi látiö af hendi einkarétt. T.d. hefur Póstur og sími engin afskipti af dyrasímum, þótt stofnunin hafi einkarétt á þeim lög- um samkvæmt. Einkaréttur ríkisins á útvarpi og sjónvarpi brýtur í bága við allar hug- myndir um frelsi og lýöræði. Þegar 72. grein stjómarskrárinnar var samin þekktust útvarp og sjónvarp ekki. Greinin hljóðar þannig: „Hver maöur á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar á prenti; þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoöun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiöa.” Prent var f jölmiðlun þess tíma.Nú er það prent, útvarp og sjónvarp. Ef útvarp og sjónvarp heföu þekkst á þeim tíma sem stjórnarskráin var samin þá þarf ekki aö efast um aö þessir fjölmiðlar heföu veriö taldir meö. Höfum þaö hugfast aö stjómar- skráin er samin fyrst og fremst til aö vernda hagsmuni þegnanna en ekki ríkisins. Þótt saksóknari hafi ákveöiö aö höföa mál á hendur Vídeósón vegna brots á útvarpslögum, þá er þaö ljóst aö þegar til afgreiöslu málsins kem- ur fyrir dómstólum veröur búiö að breyta lögunum. I ljósi þess er hæpiö að Vídeósón-menn þurfi að óttast refsingu. Enda á Ríkisútvarpið erfitt meö aö sýna aö útsendingar um kapalkerfi hafi skaðað hagsmuni þess. Vídeósón gerir ekki rétt í því aö hætta útsendingu. Enda á fyrirtækiö þá á hættu aö hvert fjölbýlishús fyrir sig á dreifingarsvæðinu kaupi eigiö kassettutæki og fari aö senda út á þann hátt. Þar meö er Vídeósón dautt. Þrátt fyrir tréhest í embætti menntamálaráðherra er séö hvert stefnir í útvarpsmálum. Einkaréttur ríkisins veröur lagður af. Vídeósón og önnur kapalkerfi þurfa ekki aö hætta starfsemi þótt saksóknari höföi mál. Þó má auövitað ekki horfa fram hjá því aö á meöan útsendingar liggja niðri, þá eykst pressa almenn- ings á stjómvöld um að gera eitt- hvað. Aö því leyti hefur lokunin hjá Vídeósóntilgang. Svona í lokin. Þaö þykir góð blaða- mennska að geta þess þegar hags- munir fjölmiöils og einhvers sem um er getið í honum fara saman. DV hef- ur mikið fjallaö um málefni Vídeósón að undanfömu án þess aö geta tengsla þar á milli. Þau eru kannski flestum kunnug, en ekki endilega öllum. Aöaleigendur DV og Videósón em þeir sömu. Viö þaö er ekkert aö at- huga. En einhvern veginn þykir mér eðlilegra aö þaö komi fram að þama erutengslámilli. Ölafur Hauksson. „Þótt saksóknari hafi ákveöið að höfða ™ mál á hendur Vídeósón vegna brots á út- varpslögum, þá er það ljóst að þegar til af- greiðslu málsins kemur fyrir dómstólum verður búið að breyta lögunum.” Kjallarinn Ragnheiður Davíðsdóttir ast en ekki síst — þeir bera virðingu hver fyrir öömm. Tillitssemin sem oft vill gleymast hér á landi er þar víöast hvar í hávegum höfö. En hvað er til ráöa? Þaö er svo ótalmargt sem hægt er aö gera til bættrar umferðarmenningar að greinarstúfur á borö viö þennan myndi vart duga til slíkrar upptaln- ingar. Eg læt lesendum eftir þá upp- talningu en varpa í staöinn fram þeirri spumingu hvort þaö geti veriö aö umferðin, þau eðlilegu og sjálf- sögöu mannlegu samskipti sem viö köllum svo, sé oröin okkar eigin víg- völlur? Ef svo er getum viö hæglega gert vopnahlé sem varir. Tölumar úr skýrslum um slasaða og látna í um- ferðinni eru neyöarkall og fyrirmæli til okkar allra um aö aðhafast nú eitt- hvað. Viljum við veröa viöbótartala í skýrslunni svörtu eöa veröa til þess að senda aöra þangað meö aðgæslu- leysi okkar? Svariö er nei. Nú er tækifæriö aö snúa viö blaöinu á ný- byrjuðu ári umferðaröryggis. Það eru nefnilega viö sjálf sem myndum hugtakið umferð. Þaö væri hverjum ökumanni hollt aö hugsa meö sér aö á næstu gatnamótum, næstu gang- braut eöa í næsta bíl gæti verið faöir hans eða móöir, dóttir eöa sonur og haga akstri sínum í samræmi viö þaö. Ragnheiöur Davíösdóttir. Æk „Tillitssemi sem oft vill gleymast hér á ^ landi er þar víðast hvar í hávegum höfð. . .” Félagsfundur SKIPULAGSMÁL VERKALÝÐSHREYFINGARINNAR Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur almennan félagsfund um skipulagsmál verkalýðshreyfingarinnar þriðjudaginn 8. marz nk. að Hótel Bsju, 2. hæð, kl. 20.30. FRAMSÖGUMENN: FUNDARSTJÚRI: Hannes Þ. Sigurðsson, varaform. 1/R Magnús L. Sveinsson Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, form. Sóknar Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um þetta þýðingarmikla mál. Hannes Ásmundur Aðalheiður Magnús VERIÐ VIRK í VR Verz/unarmannafé/ag Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.