Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Síða 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS1983. Spurningin Hvernig líst þér á kvenna- framboð í næstu kosning- um? Sigurbjörn Davíðsson bifrciðarstjóri: Ég veit það ekki, hugsa að það sé síst verra en margt annað. Daníel Jónsson ellilífeyrisþegi: Mér líst ágætlega á það. Það er óvíst hvort þær standa sig nokkuö verr en aðrir. Steindór Steindórsson bifreiðarstjóri: Ég veit það ekki, hef ekki ákveðna skoðun á því enn. Guðrún Bjarnadóttir, starfsmaður Landspítalans: Mér líst illa á það, ég tel tryggara að karlmenn fari áfram meöstjórnina. Guðlaug Guölaugsdóttir húsmóðir: Ég get ekki svarað því, ég hef ekki ígrund- aðmálið. Kristjana Karlsdóttir húsmóðir: Mér líst ekkert á það og er ekki stuðnings- maðurþess. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Rallið: 5869-3960 hringdi: Vegna rallsins. Mér finnst að við eigum aö treysta Omari Ragnarssyni. Hann er áreiðanlega maður til aö meta hvort óhætt sé að halda hér rall. Hann er líklega með fróöari mönnum um hálendi landsins auk þess sem hann kann náttúrlega skil á bílaröllum. ísland mikið í sviðsljósinu í Bandaríkjunum undanfaríð Omari Ragnars- syni treyst- andi Launin: „Misrétti ekkert breyst með til- komu verðbótanna” Björn Björnsson skrifar: Svo oft má endurtaka lyg- ina að henni verði trúað í leiðara Ellerts B. Schram í DV 1.3. ’83 kemur í ljós að annaðhvort álítur hann lesendur blaðsins vera sky nlausan lýð, sem enga dómgreind hefur né skilji prósentureikning, hvaö þá undirstööuatriði hagfræð- innar, eða þá hann sjálfan skorti skilning á þessum atriðum. Þegar hann fer aö ræða misréttið sem verð- bólgan veldur nefnir hann dæmi um kr. 10.000,- launamann og kr. 30.000,- launamanna sem báöir fá 14,74% launabætur (nú 1.3.). Annar fær þá kr. 1.474,- en hinn kr. 4.422,-. EBS finnst þetta auka misréttið þar sem sá síðarnefndi fær h.u.b. kr. 3000,- hærri upphæð í bætur en sá fyrr- nefndi. Þaö getur að sjálfsögöu hver meðalvitiborinn maöur séð aö hafi í upphafi verið um misrétti aö ræöa þá hefur það ekkert breytzt með til- komu verðbótanna því aö hlutfallið milli launa þessara manna er ná- kvæmlega eins og það var áður. Þess vegna er mér óskiljanlegt hvað það er sem fær EBS til þess að skrifa svona bull. Athugasemd frá ebs Undirritaður telur sig hafa skiln- ing á prósentureikningi eins og hver annar og gerir sér fulla grein fyrir því að greiöslur á veröbótum miða að því að halda óbreyttu hlutfalli milli mismunandi launa. Hins vegar á bréfritara að vera fullkunnugt um þá staðreynd aö það fyrirkomulag hefur lengi verið gagn- rýnt og umdeilt. Vísast í því sam- bandi til margendurtekinna póli- tískra umræðna svo og afstöðu þeirra verkalýðsfélaga sem eru um- bjóöendur láglaunahópa. Ég geri ekki ráð fyrir að þessar umræður og skoðanir fari fram vegna þess aö menn hafi skort skilning á undir- stöðuatriðum hagfræðinnar eða vegna þess að almenningur sé „skynlaus lýður”. Hér er einfaldlega um mismunandi mat að ræða, sem byggist á rökum á báöa bóga. Mín röksemd er þessi: Framfærsluvísitala er reiknuð út miöað við útgjöld vísitölufjölskyld- unnar frá einu tímabili til annars. Við skulum segja að hækkun út- gjalda mæld í krónum sé 1.400 krón- ur sem í prósentum taliö eru 10%, í kaupgjaldsvísitölu. IJtum síðan á tvær fjölskyldur, jafnstórar, með sambærileg heimilisútgjöld. Tekjur annars heimilisins eru 10 þús. kr. en hins 30 þús. kr. Þaö sem gerist er að fyrri f jölskyldan fær 1.000 kr. til að mæta auknum útgjöldum, sú síðari 3.000 krónur. Hvort tveggja er til að mæta 1.400 króna hækkun í framfærslu. Þegar undirritaður talar um mis- rétti á hann ekki við að menn hafi mismunandi há laun. Misréttið er hins vegar fólgið í því aö önnur fjöl- skyldan fær í sinn hlut þrefalt hærri verðbætur til að mæta hækkun fram- færslu, jafnvel þótt útgjöld beggja fjölskyldnanna séu þau sömu. Sú sem hefur hærri la un stendur því bet- ur að vígi til að mæta framfærslu- hækkuninni. I núverandi kerfi er ruglað saman tekjum og útgjöldum. Til að viðhalda sama launahlutfalli, sem út af fyrir sig er skiljanlegt, er hinum tekjuhærri réttar fleiri krónur til að standa undir sams konar út- gjaldahækkun og þeim sem minni hefur tekjurnarfyrir. Auðvitað má um það deila hvað sé rétt og sanngjamt í þessu flókna dæmi, en óþarfi er að kalla þaö „bull” þótt skoðanir manna fari ekki saman. Meöbestukveðju. ebs. Edda Magnúsdóttir skrifar: ísland hefir veriö óvenjumikið í sviðsljósinu í Bandaríkjunum undan- fariö. Má þar fyrst og fremst þakka þátttöku okkar í sameiginlega norræna kynningarátakinu sem „Scandinavia Today” nefnist. Koma forseta islands, Vigdísar Finnbogadóttur, til Banda- ríkjanna, og glæsileg framkoma henn- ar var — ein og í sjálfu sér — einstök kynning á tilveru okkar lands og menn- ingu þjóðarinnar. Við sem reynum, oft af veikum mætti, að halda nafni íslands á loft höfum notið til þess stuðnings is- lenskra fyrirtækja og einstaklinga sem sjaldan er þakkað sem skyldi. Ég á hér við fyrirtæki eins og Flugleiðir, sem hér vestra ganga undir nafninu „Ice- landair”, „Hildu” þeirra Holton hjóna, sem hefir vakið sérstaka athygli í blöð- um, útvarpi og sjónvarpi á þessu ári. Súkkulaðiverksmiðjuna Lindu á Akur- eyri og Sælgætisgerðina Opal í Reykja- vík að ógleymdri Rammagerðinní í Reykjavík. Þessi fyrirtæki og þeir er þeim stjórna hafa ávallt verið reiðu- búnir til aö rétta okkur hönd til hjálpar með rausnarlegum gjöfum af fram- leiðslu sinni. Landau bræður í Prince- ton eru og í þessum hópi velgjörðar- manna Islands. Þegar minnst er á landkynningar og þjóðarkynningarstarf í New York og umhverfi á undanförnum áratug má ekki gleyma starfsemi aðalræðis- manns okkar, ívars Guðmundssonar. Við stöllumar Edith Wamer og ég, sem um nokkurra ára skeið höfum starfað í félagsmálanefnd American Scandinavian Foundation í New York, höfum sem fleiri notið ómetanlegs stuönings ræðismannsins, sem ávallt er boðinn og búinn með ráðum og dáð til eflingar sóma íslands. Með aöstoð ræðismanns, Flugleiða og fleiri hefir tekist aö efna til menn- ingarsamkoma, m.a. listsýninga, ár- lega. Samkomur þessar og sýningar, eru fyrst og fremst ætlaöar útlending- um. Þær hafa fengið það orð á sig að þær beri af öörum slíkum sem ASF Sigurður Valgeirsson gengst fyrir til Noröurlandakynningar íNew York. Nú þegar líður aö lokum kynningar- starfseminnar „Norðurlönd í dag” hér vestra tel ég mér ijúft og skylt að þakka þann stuðning sem okkur hefir veriö veittur sem reynum að gera okkar til að halda á lofti heiðri íslenskrar menningar hér vestra. MARADONA-SYRPUR 3483-5335 skrifar: Eg er mikill aödáandi Maradona og tek svo sannarlega undir bréf sem birtist 22 febr. og bið um syrpur með Maradona. Þann fyrsta mars birtist hins vegar bréf sem 0674-5067 skrifar. Þar er talað um að Maradona sé óíþrótta- mannslegur og aö framkoma hans, jafnt á vellinum og utan hans, sé honum til skammar. Mér og fleirum finnst þetta ekki satt. Mér finnst að 0674-5067, eígi ekki að skrifa svona lagað án þess að geta rökstutt þaö. Hann (hún) biður einnig um aö beiðni þess sem að skrifaöi og vildi fá Maradona veröi hafnað. Þetta finnst mér bölvuð frekja. Það er fjöldi fólks sem vill sjá syrpur með hinum og þessum knatt- spymumönnum og þar á meðal Maradona. 0674-5067, skrifaöu um eitthvaö næst sem þú veist örugglega um og ert ekki ein(n) á báti með. Lesendur Edda Magnúsdóttir skrifar um Islandskynningu í Bandaríkjunum. Hún segir meðal annars: „Koma forseta Islands, Vigdísar Finnbogadóttur, til Bandaríkj- anna og giæsileg framkoma hennar var — ein og sér — einstök kynning á tilveru okkar lands og menningu þjóðarinnar.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.