Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Side 30
30
DV. ÞRIÐJUDAGUR8. MARS1983.
Menning
Menning
Menning
Menning
Zola og ástkonan.
Zola og eiginkonan.
Ljósmyndir á Kjarvalsstöðum
— pressumyndir og Zola
Þaö er oft haft á oröi nú til dags aö
meirihluti mannkyns skoði heiminn í
gegnum ljósmyndir. Viö ferðumst
yfir hálfa veröldina og nálgumst
fjarlæga atburöi og lönd gegnum
ljósop ljósmyndara sem vinna hjá
stórum ljósmyndatökufyrirtækjum
og hafa þaö eitt fyrir stafni aö leita
uppi sérstæöustu atburöina og
smella af sem einstæöastri ljós-
mynd.
Ljósmyndin er eflaust orðin sterk-
asti tjáskiptamiöill nútímans og sagt
er að ákveðnar ljósmyndir hafi skipt
sköpum í sögunni eins og t.d. sannað-
ist þegar Ijósmyndir bárust fyrst frá
Vietnam stríöinu. Víst er aö ljós-
myndir þeirra Ed ward Adams (1969)
og Huynh Cong Ut (1972) höfðu mót-
andi áhrif á almenningsálitið gagn-
vart stríðsglæpum Bandaríkja-
manna. Og enn í dag vitna ljósmynd-
ir, nú síðast um hræöilega glæpi
Sovétmanna í Afganistan.
ís/enskur
/jósmyndaheimur
islenska ljósmyndapressan endur-
speglar skemmtilega samfélag okk-
ar.
Allt virðist rólegt og uppstillt,
nema kannski einn og einn húsbruni
og nokkrar bílveltur. Það getur vart
veriö spennandi fyrir ævintýramenn
og ljósmyndara aö vinna á íslensku
blööunum.
Það er því í raun erfitt að tala um
„pressumyndir” á Kjarvalsstöðum.
Fáar ljósmyndir hér lýsa einhverju
afgerandi og einstöku augnabliki og
geta staðið sjálfstætt. Flestar eru
þetta máttlausar, uppstilltar ljós-
myndir af geispandi þingmönnum,
smáárekstrum eöa klaufalega til-
geröarlegum sýningarstúlkum sem
viö erum vön aö sjá dag eftir dag í
dagblööunum.
Ljósm yndarinn
Zoia
Hinum megin á Kjarvalsstöðum er
svo nokkuð merkileg sýning sem
nefnist „Ljósmyndarinn Emile
Myndlist
Gunnar Kvaran
Zola” og sýnir um 135 af þeim 7000—
8000 ljósmyndum sem rithöfundur-
inn tók og framkallaði á 6 síðustu ár-
um ævi sinnar.
Eins og flestir vita var Zola þekkt-
ur rithöfundur. En færri vissu aö
hann var einnig afkastamikill ljós-
myndari. Og er þessi sýning því
skemmtileg opinberun fyrir marga
sem lesiö hafa og notiö ritverka
skáldsins.
Ljósmyndir Zola skiptast nokkuö
jafnt í tvennt. Annars vegar er um aö
ræða félagslegar ljósmyndir þar sem
ljósmyndarinn skráir hversdagslega
og einstaka atburði eins og t.d.
Heimssýninguna í París áriö 1900.
Hins vegar eru þaö fjölskyldumyndir
þar sem Zola skráir sitt margbrotna
fjölskyldulíf á ljósnæmar glerplöt-
urnar.
í flestum tilfellum hér á sýning-
unni er ekki um aö ræöa listrænar
ljósmyndir. Viö horfum lítt í gegnum
þessar myndir, heldur mænum viö á
skáldið, eiginkonuna, ástkonuna,
bömin og umhverfiö. „Svona leit
skáldiö út” muldra sýningargestir.
Þetta eru ágætar heimildarmyndir
sem lýsa af nákvæmni tíma skálds-
insílokl9.aldar.
Góð framsetning
Þó svo aö þessar 135 ljósmyndir
skáldsins séu nokkuö einhæfar og allt
aö því leiðinlegar í svo miklum mæli
hefur skipuleggjendum sýningarinn-
ar, Ljósmyndasafninu og Menning-
ardeild franska sendiráðsins, tekist
aö lífga upp á stemmninguna með
ljósmyndabókum, sýna hina vinsælu
Zola-þætti og síöan kvikmyndir um
sögu og eðli ljósmyndarinnar.
Nú er því eflaust gott tækifæri fyrir
ljósmyndara, atvinnumenn og ama-
töra aö bregöa sér á Kjarvalsstaði og
fá sér góöan skammt af ljósmynd-
um, allt frá 19. öld fram á okkar
daga. Góöa skemmtun.
GBK
Misheppnuð bók um mikilsvert efni
Eiður Guðmundsson, Þúfnavöilum:
Mannfellirinn mikli
Bókaútgáfan Skjaldborg, Akureyri.
Fyrir tveimur ártugum var bóka-
útgáfa á Akureyri mjög framarlega
miöaö viö landið allt. En nú er öldin
önnur. Fyrir síöustu jól voru gefnar
þar út bækur sem eru langt fyrir neð-
an þaö sem frumstæöast er. Hér
verður í fáum orðum rætt um þá
skárri. Hin er ekki umræðuhæf. Efni
bókarinnar Mannfellirinn mikli er aö
mestu miðað viö takmörk hins forna
Skriöuhrepps í Eyjafjaröarsýslu.
Það er mest bundiö klaksárum end-
urminningum haröbýllar sveitar, en
sérstaklega afleiðingum móðuharð-
inda. Eiöur Guðmundsson rekur
mannfelli eöa mannalát eftir kirkju-
bókum og dregur þau flest til orsaka
eöa afleiöinga harðærisins er gengu
af afstöönum móöuharöindunum.
Hann vill draga harðar og beinar af-
leiðingar af þessu, en sá er gallinn á
að ekki er vitaö hvaðan fólkið var,
þaö er bæði förufólk og umrenningar
auk Hörgdæla. Sögurakningin er
því ótraust og hæpin. Umferð far-
andfólks um öxna- og Hörgárdal
var mikil, jafnt úr Eyjafjaröar- og
Skagafjarðarsýslum. Fornu hrepp-
arnir tveir, Skriöu- og Hvamms-
hreppur, voru fyrr á öldum eftirsótt-
ir af förumönnum til yfirferöar í
harðindum og fellisárum og margir
þeirra báru þar beinin.
Eiður rekur sögu sína mjög ein-
angraöa. Hann ber ekki saman viö
aðrar þekktar heimildir frá sama
tíma eins og söguna af Rögnvaldi
halta sem er langmerkasta frásögn-
in af hörmungunum er norðlenzkt
fólk varö aö þola í móðuharöindun-
um.
Mikill fengur og björg var til staö-
ar í eyfirzku hreppunum tveimur
fyrir fátækt fólk, útræöi var á Hjalt-
eyri, Amarnesi, Galmarsströnd og
Árskógsströnd. Blómleg höfuöból
voru þar í sveitum, þar sem ríkir og
greiöasamir bændur bjuggu. Skipu-
lag byggöarinnar var fast og traust
og arður mikill af góðum búskap.eflt
og treyst af fomu skipulagi, lensku
og föstu, líkt og var traustast á
Suðurlandi.
Aftur á móti er lýsing Eiös á hin-
um foma Skriðuhreppi aö mínu viti
vel gerö. Honum tekst mjög vel að
móta höfuöeinkenni sveitarinnar í
stuttoröri frásögn. En annað verður
uppi á teningnum þegar hann ritar
Bókmenntir
Jón Gíslason
sögu og atburöarás sveitarinnar.
Fræðileg aöferö hans er ófullkomin,
tímasetningar og aörar viömiöanir
ófullkomnar eöa engar. Þar vantar
hann meiri og haldbetri yfirsýn og
samanburð. Þegar hann gerir grein
fyrir fólki er það ónákvæmt og ófull-
komiö, jafnt í ártölum og staösetn-
ingu. Af frásögnum hans er lítt hægt
aö átta sig á fólkinu, uppruna þess og
afkomendum. Þetta er mikill og al-
varlegur galli. Lýsingar hans á
móöuharöindunum eru misheppnað-
ar og því fremur aö vitaö er um
heimildir um norðlenzkar sveitir er
samtvinnuöust hörmungum fólksins í
haröindum veöurfarsbreytingarinn-
ar miklu og fjárkláðanum fyrri.
Mannfellir varö oft áöur en í móöu-
harðindum og orsökuðu hjátrú og
hindurvitni sem lengi voru viö lýöi.
Eiöur greinir að nokkru frá hjátrú í
bók sinni, menn gengu aftur og uröu
sjáanlegir löngu eftir dauöa sinn. En
skilgreining hans af þessu fólki er
ekki nægileg. Þaö vantar um þaö
sögur, sagðar af þeim eftir aö þeir
risu úr gröf sinni. Eins og kunnugt er
trúöu Norðlendingar mjög á drauga.
Þeir geröu sínar ráöstafanir til þess
aö varasamir menn gengju ekki aft-
ur. Þeir negldu þá ofan í gröfina meö
sérstakri aöferð. Galdramenn fengu
á stundum slíka jarðarför og kom aö-
ferðin aö f ullum notum.
Ættfræðin í bókinni Mannfellirinn
mikli er fremur lítils viröi. Þaö vant-
ar fyllri og nákvæmari skilgreiningu
á fólkinu, nútímalegri og fyllri. Þaö
helzta sem þar er aö gagni er að
hann lýsir á stundum vel einkennum
fólks, en þó handahófskennt. Nokkr-
ar sögulegar persónur koma viö
sögu, svo sem Skáld-Rósa, séra Jón
Þorláksson á Bægisá og Stefán al-
þingismaöur Jónsson á Steinsstöö-
um. En þetta fólk veröur hálfgert
þokufólk af frásögn Eiös einvörð-
ungu. Líkt verður um alþýöufólkiö,
þó hann tengi það nútímanum meö
ófullkominni aöferö. Viöurnefni not-
ar Eiður stundum og eru þau ógreini-
leg og vUlandi.
Sumar sögur í bókinni eru hryUi-
legar og eiga lítt erindi við nútíma-
fólk. Menning Hörgdæla og hinn
mikU skerfur er þeir hafa lagt til lífs-
baráttu þjóðarinnar á liðnum öldum
á annan bautastein skUinn en þann
er kemur fram í þessu riti. Ur Hörg-
árdal hefur komiö mikiö af þjóö-
kunnum mönnum og konum aUt frá
fyrstu sögu. Þess á aö minnast á ann-
an hátt en hér. Bókin MannfeUirinn
mikU er að mínu viti tákn um mis-
heppnaða bókaútgáfu á líðandi
stund, þó önnur bók frá Akureyri á
síðasta ári nái þar hámarki, enda
fékkst hún ekki þry kkt á Suðurlandi.