Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Síða 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR8.MARS1983. •35 . 1 ifi 1 mm K 1 '1? og sýnir það hversu hörð keppnin var að allir hinir 70 keppendurnir raða sérá þetta 46sek. bil. Olánið lét þá Hafstein og Birgi heldur ekki í friði á 4. sérleið, sem var á Rally-Cross brautinni við Croft, en í upphafi þeirrar leiðar sprakk á hægra afturhjóli á Escort þeirra félaga og urðu þeir að aka alla leiðina, sem var um 3 mílur, á sprungnu. Engu að síöur voru þeir þá komnir í 62. sæti og áttu enn eftir aö bæta tíma sína töluvert eftir þaö. I fyrri áfanga keppninnar var ekiö í 16 klukkustundir, þar af um helmingur fyrri áfanga í myrkri. í næturstopp- inu, sem var einungis í 4 klukku- stundir, voru þeir félagar komnir í 31. sæti þrátt fyrir mikla erfiðleika um nóttina vegna bilunar í rafkerfi bílsins. Altematorinn fór að yfirhlaða og til að eyðiieggja ekki rafgeyminn þurftu þeir félagar að eyða eins miklu rafmagni og hægt var, m.a. með því að hafa öll ljós á sem kom sér mjög illa þegar að þokan var mest. Eins og allir vita eru há ljós mjög til ama í þoku og slæmu skyggni og auk þess voru perumar alltaf að springa og þurftu viðgerðar- mennirnir,Bjarmi Sigurgarðarsson, Þórhallur Kristjánsson og Graham Atkin sífellt að vera að skipta um perur. Einnig brann þurrkumótorinn yfir vegna of hárrar spennu. Stig Blomqvist hélt forustunni mestan hluta keppninnar, en rétt í lok fyrri áfanga náöi Jimmy McRae að skjót- ast í fyrsta sætiö smástund. Sú dýrð stóð ekki lengi því að Stig var fljótur að ná forustunni aftur á nýjan leik á Audi Quattro bíl sínum sem Audi verksmiðjurnar gera út. Audi Quat- tro er yfir 300 hestöfl með drifi á öll- um hjólum og næstum ósigrandi á undanförnum2 árum. Á sérleið sem ekin var snemma á laugardaginn lentu þeii- Hafsteinn og Birgir út af veginum á hálkubletti sem leyndist bak við eina beygjuna í skógunum í North Yorkshire og skemmdist við það hægra framhorn bílsins, en áhorfendur voru fljótir aö koma bílnum aftur upp á veginn og þeir héldu áfram eins og ekkert heföi ískorist. Síðustu tvær sérleiðirnar voru í borginni Scarborough á austur- strönd Englands, á mótorhjólabraut sem er kölluö Olivers Mount. Gifur- legur fjöldi áhorfenda fylgdist meö akstri bílanna á þeim leiöum og nutu Hafsteinn og Birgir mikilla vinsælda áhorfenda vegna skemmtilegra takta sem þeir sýndu í sumum af kröppustu beygjunum á brautinni. 26 keppendur féllu úrkeppni Keppninni lauk um kl. 16 síðdegis á laugardag og alls voru það 46 bílar sem luku keppni. Þeir sem heltust úr lestinni gerðu það einkum vegna bil- ana, en nokkrir vegna óhappa. Peter Ripley og Mike Thompson veltu og hlutu við þaö einhver meiðsli ai ekki alvarleg. Sá sem aöstoðaöi Islend- ingana hvað mest í Englandsförinni, Malcom Wilson, tók einnig þátt í keppninni en hann varð fyrir bilun í gírkassa á sérleiö 43 og féll því úr keppni. Á sams konar bíl, eöa Ford Escort 1600i, keppti mjög efnilegur kvenökumaður, Louise Atkin, sem jafnframt er Bretlandsmeistari kvenökumanna í rallakstri, en hún ók út af á sérleið 5 og varö aö hætta. Af fleiri toppökumönnum sem féllu úr keppni má nefna Chris Lord á Mözdu RX7 sem ók út af, og Finnann Juha Kankkenun sem varð fyrir bil- un á sérleið 43. „Einstök reynsla, " segir Hafsteinn Hauksson „Þetta eralveg sérstök reynsla að taka þátt í svona keppni,” sagöi Haf- steinn eftir keppnina. „Annars ætlum við að taka þátt í þremur öðrum keppnum á þessu ári í Englandi, þ.e.a.s. í velska rallinu í apríl, skoska rallinu í júní og RAC sem fram fer í nóvember á þessu ári. Mintex rallið var í og með upphitun fyrir þessar keppnir og ég get ekki annað en sagt það að árang- urinn hafi verið mjög góöur,” sagði Hafsteinn. „Eg vil einnig nota þetta tækifæri til að þakka þeim aðilum sem aðstoðuöu okkur við aö taka þátt í keppninni. Er þar helst að nefna Amarflug, Hafskip , Bandag og ESSO. Án þeirrar hjáipar hefði þetta nánast verið óframkvæmanlegt. Einnig var aðstoð Malcolm Wilson ómetanleg, sem og allar móttökur í Englandi í þetta sinn.” I viðtali viö DV sögðu sigurvegararnir Stig Blomquist og Bjöm Cederberg m.a. „Við erum aö sjálfsögöu mjög ánægðir með þennan árangur. í ár ætlum við bæði að keppa aö því aö verða heimsmeistarar og Bretlands- meistarar. Mintexralliö var fyrsta keppnin á árinu er gefur stig til Bretlands- meistara og því erum við komnir meö forystuna þar. Viö erum að fara héöan til Portúgal til aö taka þar þátt í heimsmeistarakeppni í ralli. Min- tex rallið var meö skemmtilegasta móti í ár hvað val á leiðum varöaöi og öll framkvæmd meö ágætum en þokan skemmdi mikið fyrir,” sögðu sigurvegaramir Stig og Björn. Sjónvarpsmennirnir, sem sjást hér á myndinni, hættu sér út á brautina þegar Hafsteinn og Birgir komu i seinni hringinn á næstsiðustu sérleið. Þegar billinn rétti sig af eftir beygjuna slóst afturendi hans i upptökutœkin sem urðu óvirk eftir. Hafsteinn og Birgir létu sitt ekki eftir iiggja og eftir augnablik voru þeir horfnir i þokuna, sem gerði allar myndatökur mjög erfiðar. Um nóttina var ekið um skógana i Yorkshire. I næsta nágrenni myndaðist yfirleitt umferðaröngþveiti vegna áhorfenda sem flykktust inn i skógana til að fylgjast með keppninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.