Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983. 13 Mannlíf að norðan Bryiidís ein med 170 ljómuii — Frá kiitmagakvöldi lionsmanna á Akureyri Síðastliðið föstudagskvöld hélt lionsklúbburinn Huginn á Akureyri kútmagakvöld í Sjallanum. Það var eingöngu fyrir karlmenn — og Bryndísi Schram, sem var heiðursgestur kvöldsins — og flutti ræðu kvöldsins. Hún var sem sé maður kvöldsins. Bryndís kom víða við í ræðu sinni — satt best að segja óð hún úr einu í annað, enda hafði henni verið tilkynnt, af einni kynsystur sinni, að það væri tilgangslaust að tala af nokkru viti á svona karlasamkomum. Virtust það vera orð að sönnu því ræöa Bryndísar féll í mjög góðan jarðveg hjá um 170 ljónum, sem sóttu kútmagakvöldið. Talaði hún hughreystandi til þeirra í lokin; sagði ástæðulaust fyrir karlmenn að örvænta þótt fyrir- sjáanlegt væri að konurnar tækju fljótlega völdin í sínar hendur því aldrei færi það þó svo að þeir yrðu ekki nauðsynlegir til ákveðinna hluta! Á kútmaga- kvöldum eru eingöngu sjávar- réttir á borðum. Ber þar hæst kútmagann, en einnig má nefna lifrarmaga, ótal síldarrétti, hrogn, lifur, gellur, humar, hörpudisk, karfa, saltfisk; skötusel, smokkfisk, hákarl o. fl. o. fl. Allt var þetta lystilega framreitt af matargerðarmönn- um Sjallans sem eru engir við- vaningar í faginu. -GS/Akureyri. Svanlaugur Ólafsson stjórnaði bögglauppboðinu afröggsemi. HóreruJón Kr. Sólnes, Bryndís Schram og Gísli Jónsson. DV-myndir GS/Akureyri. draga úr ferð eða stöðva.” Svona án gamans í þessu sambandi, þá er rétt að taka það fram, að þessi grein reglu- gerðarinnar hlýtur að vera fallin sjálf- krafa úr gildi, þar sem lög- reglusamþykktir taka ekki yfir lands- lög, í þessu tilviki lög um stefnu- og hemlaljós ökutækja. ,,Á almannafæri má ekki ríða eða aka hraðar en á hægu brokki. Þar sem gatan er mjó og mikil umferð eða far- artálmi í veginum, skal aðeins fariö fót fyrir fót,” segir í 49. greininni, þar sem fjallaö er um reið og umferð með hest- vagna um götur bæjarins. Síðar i sama kafla segir: „Okumenn og vagnstjórar skulu vera nægilega „Mór er það hins vegar tH efs að sýning á fallegum, spengilegum kroppi geti talist hneyksli. . ." þroskaðir til þess starfa.. „Þessari reglu þyrftiáðframfylgja betur. Nú veröum við að fara fljótt yfir sögu. Við sleppum m.a. kafla meöyfir- skriftinni „Um friöun almennings- eigna og einstakra marrna”. Þetta kom mér á óvart, þar sem mér var ekki kunnugt um friðaða menn á Akureyri! Þaö hljóta að vera einhver einstök eintök, eins og t.d.... nei við skulum sleppa því. I sjötugustu greininni segir orðrétt: Eigi er heimilt að láta ölvuðum manni í té neins konar veitingar umfram lífs- nauðsynjar á almennum veitinga- eða samkomustað. Þar fór það líka. Á Akureyri má ekki synda nakinn í höfninni, það má ekki dulbúa sig, það má ekki hengja þvott út á svalir, það má ekki stjaka blómapottum út um glugga í höfuð óvinanna; og svo til að kóróna allt saman; það má ekki afgreiða mann á veitingastöðum ef maður er ölvaður. Það er aldeilis lán að ég bý í Önguls- staöahreppi. -GS/Akurcyri. Borð voru hlaðin girnilegum sjávarréttum. Snjókorn Snjókorn Snjókorn við eigum svona trausta Trausta á hverju strái?” Vilmundur náði í Mjallhvíti Félög Bandalags jafnaðarmanna eru víða i uppsiglingu. Eitt slikt hefur þegar vcrið stofnað á Húsavik, scm meðal gárunganna er nefnt: MjaUhvít og dvergamir sjö sam- kvæmt títtnefndu Víkurblað. Ástæð- an er sú að á stofnfundinn mættu sjö karlmenn og Snædis Gunnlaugs- dóttir sem er Ijós á brún og brá. Ingimar í framboð? Dr. Ingimar Jónsson námsstjóri hefur verið orðaður við framboð í Norðurlandskjördæmi eystra fyrir Bandalag jafnaðarmanna i komandi þingkosningum. Dr. Ingimar er Akureyringur í húð og hár, sonur Jóns heitins Ingimarssonar, sem í fjöldamörg ár var í forystusveit verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðubandalagslns á Akureyri. Dr. Ingimar hefur tii skamms tima verið stuðningsmaður Álþýðubanda- lagsins en mun vera orðinn blcndinu í trúnni. Fleiri kandídatar hafa verið ncfudir varðandi framboð Bandalags jafnaðarmanna i Norðurlandskjördæmi eystra. Þar á meðal er Sturla Kristjánsson, fyrr- verandi skólastjóri Laugalandsskóia á Þelamörk, en hann skipaði 2. sætið á Sólness-listanum við siðustu kosn- ingar. Stoltinu mísboðið Stolti íslenskra karlmanna hcfur verið freklega misboðið með inn- flutningi á sæði úr dönskum körlum fyrir islenskar konur. Við hérna fyrir norðan höfum leitt þetta hjá okkur, látum sem við höfum aldrei heyrt þetta. Hins vegar lét Bryndís Schram þess getið á kútmagakvöldi með akureyrskum ljónum, að sunn- lcnskir karlmcnn vsru gersamlega niðurbrotnir. En eftir mesta „sjokkið” hefðu þeir þó snúist til varnar undir baráttusöngnum: „Rís þú íslands stóri sterki — og vcitir nú ckkiaf...” HÚSBYGGJENDUR - FRAMKVÆMDAMENN háfell Leigjum út belta- og hjólagröfur, jarðýtur, vibróvaltara o.fl. Tökum að okkur alla jarðvinnu, gröfum grunna, útvegum fyllingarefni. Tilboðs- og tímavinna. HÁFELL SF. Bíldshöfða 14 — Simi 82616 VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Síðumúla 13,105 Reykjavík, sími 82970. eru til umsóknar við Vinnueftirlit ríkisins: EFNAVERKFRÆDINGUR EFN AFRÆÐINGUR Starfið felst meðal annars í að gera mengunarúttektir a vinnustöðum, leiðbeina um notkun varhugaverðra efna á vinnustöðum og veita ráðleggíngar um úrbætur vegna mengunar á vinnustöðum. IÐJUFRÆÐINGUR Viðkomandi skal hafa staögóöa menntun og starfsreynslu á sviöi iðjufræði (ergonomics). R ANNSOKN ARFULLTRUI Viðkomandi skal vera sérmenntaður heilsugæslu- hjúkrunarfræðingur eða hafa jafngilda menntun, auk starfsreynslu. Launakjör eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Vinnueftirliti rikisins, Síðumúla 13, 105 Reykjavík eigi síðar en 21. mars 1983.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.