Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 20
OV. LAUGARDAGUR12. MARS1983. „Ég er fædd í Reykjavík en sem krakki var ég yfirleitt á sumrin hjá ömmu minni og afa í Vest- mannaeyjum. Þá ferðaðist ég á milli í flugvél. Mér þóttu flugf reyj- urnar alltaf svo fínar og sennilega hefur það verið þá sem ég ákvað hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór. Það hefur nefnilega alltaf leynst pjatt í mér." Þannig svaraði Erna Hrólfs- dóttir yfirflugfreyja er við spurö- um hana hvers vegna hún hefði valið sér flugfreyjustarfið. Nú eru átján ár síðan hún sótti um flug- freyjustarf og fékk. Fyrir skömmu var auglýst eftir flug- freyjum og flugþjónum hjá Flug- leiðum og sóttu nær f imm hundruð manns um átján stöður. Erna var ein af þeim sem lentu í því erfiða starfi að velja úr þeim hópi. Það var því ekki úr vegi að helgarvið- talið beindist að henni þessa vik- una. Við hittum Ernu að máli á skrifstofu Flugleiða og einnig brugðum viö okkur með henni í eftirlitsferð til London. „Fy rir nokkrum árum kom upp sam- dráttur hjá Flugleiðum sem flestum er sennilega í fersku minni. Þá varmeðal annars fækkað i fiugfreyjuhópnum. Starfsaldur var látinn ráða og elstu flugfreyjur fengu sumar að starfa í hálfu starfi þannig að sem flestar kæmust aö. I fyrra var í fyrsta skipti aftur auglýst eftir flugfreyjum eftir nokkurra ára hlé og síðan aftur núna. Af umsóknum má ráða að flugfreyju- starfið er engu minna vinsælt en það hefur alla tíð verið og ég held að það verði það alltaf," segir Erna. Mikill munur nú og áður — Hvers vegna? „Ja, við búum á eylandi og það er einhver þörf í okkur að ferðast og skoða heiminn. Flugfreyjustarfið er ein leið til þess. Við getum í þessu starfi séð heiminn með öðrum augum en hinn almenni farþegi." — En hefur það ekki einmitt breyst hin undanfarin ár. Styttri stopp á hverjum viðkomustað? „Jú, það er mikill munur á því nú og fyrir átján árum. Flugvélarnar eru mun hraðgengari og flugtiminn styttri. Við þurfum t.d. að inna af hendi þjón- ustuna um borð á mun skemmri tima en áður var og höfum þar af leiðandi ekki eins mikinn tíma til að gefa eitt- hvað af sjálfum okkur. Áður voru líka vökur mun meiri. Þá tók flugferð til New York tólf til fjórtán tíma, nú tekur hún um fimm klukkustundir. Núna höfum við viðdvöl í Bandaríkjunum í einn til tvo daga og í Lúxemborg í sólarhring. Annað er það ekki. Svo er auðvitað pilagrímaflugið," heldur Erna áfram og brosir. „Fyrir okkur er það vafiö ævintýraljóma. I þvi fáum við tækifæri til aö kynnast þeim hluta heimsins sem fæstir kom- ast til. Þetta timabil þegar pílagrím- arnir eru að fara í Mekkaför er alveg sérstakt. Andrúmsloftið er öðruvísi en venjulega í þessum löndum og þá er ekki hinn almenni ferðamannatimi. Eg hef farið i pílagrímaflug á hverju ári síðan Flugleiðir byrjuðu á því flugi utan einu sinni. Fyrir mig hefur það verið ógleymanlegur tími og mikill skóli. Vinnudagurinn í pílagrímaflug- inu er langur og strangur en það gleymist fljótt. Mér brá svolítiö þegar ég kom til þessara landa fyrst, en fyrst fór ég til Nígeríu. Ég var eiginlega hrædd við allt þetta svarta fólk. Sóðaskapurinn er geysilegur og andrúmsloftið angar af rotnunarlykt. Maður sá ýmislegt furðulegt sem oft vakti ótta hjá manni. Nú hlakka ég alltaf til að f ara aftur. Eg er hætt að sjá sóðaskapinn og ég rek mig á það í hvert skipti sem ég kem til Afríku að það er alltaf eitthvað nýt að sjá og ég verð alltaf jafnhissa í hvert sinn er ég kem. Þrátt fyrir skítinn og fátæktina virðist þessu fólki líða vel," segir Erna. Fjórar systur, allar f lugf reyjur Hún er dóttir Astu Guðmundsdóttur og Hrólfs Benediktssonar. Erna á þrjár systur og svo einkennilega vill til ur að fara á upprifjunarnámskeið einu sinni á ári. Þá eru lika annað sem gerir okkur erfiöara fyrir og það eru hversu margar flugvélategundir eru í gangi, og fáar eins. Það er eins og fyrir þann sem vinnur á jörðu niðri að ganga inn í nýja skrifstofu á hverjum degi. Og það er ekki bara neyðarútbúnaðurinn sem er öðruvísi í einni vél til annarrar, heldur lika eldhúsið, barinn og hvað sem er. Þá er kennsla í þjónustu um borð stór þáttur í náminu. Reglur Flugleiða eru kynntar, saga Flugleiða og saga flugsins. Reglur, skyldur og almenn umgengni. Það er alls ekki sama hvernig flugfreyjan kemur fram fyrir farþegann. Þá þurfa þau einnig að læra snyrtingu. Hluti námsins er kennsla í hjálp i viðlögum, hvar neyðarútgangar eru, hvernig eigi að opna þá og hvaða dyr á að nota. Þau þurfa að vita um björg- unarvesti og báta og hvernig bregðast eigi við ef eitthvað bregður út af. Þetta er, get ég sagt þér, alveg heilmikið nám. Sálfræði þurfa þau að kynnast. Að læra að gera misjafha farþega ánægða. Farþegar geta stundum verið óréttlátir og þá er nauðsynlegt að kunna að bregðast rétt við til þess að reyna að gera farþegann ánægðan. Annars eru farþegar yfirleitt mjög aegir." „Ætlaði að hafa það rólegra" Fyrir tveimur árum var Erna gerð að yfirflugfreyju. Það hefur í för með sér að hún þarf að sinna ýmsum skrif- stofumálefnum. Erna hefur þann starfa að vera tengiliður flugfreyja við skrifstofurnar. Hún þarf að fylgjast með að allt sé í besta lagi í flugvélun- um og ef eitthvað kemur upp á geta flugfreyjur leitað til hennar. En þar með er ekki sagt að hún sé hætt að fljúga, síður en svo. En hver er munur- inn á yfirflugfreyjustarfinu og hinu almenna flugfreyjustarfi? , J2g ætlaði mér eiginlega að fara að hafa það rólegra með því að taka þetta starf," segir Erna og hlær. „En raunin varð önnur. Ég er svona um það bil í hálfu starfi á skrifstofunni sem oft verður miklu meira og hálf u i fluginu. Það má segja að ég sé tengiliður milli flugfreyja og félagsins. Eg aðstoða við endnrráðningar á fhigfreyjum sem hafa verið áður og ráðningar á nýju ,Ævintýraljöminn feraf, þegar alvaran bvrjar.' 9Mér þóttu flugfr alltaf svo f ínar. Erna Hrólf sdóttir yfirflugf reyja í helgarvidtali eftir 18 ára reyns að allar hafa þær starfað sem flug- freyjur. Erna segist hafa byrjað fyrst og sennilega smitað systur sína. „Það hefur sýnt sig í gegnum árin," segir hún ,,að flugfreyjustarfið virðist ganga í erfðir í fjölskyldum. Dætur flugfreyja eöa flugstjóra hafa mikið sótt í starfið." — i eina tið giltu strangar reglur í flugfreyjustarfinu. Þær máttu ekki vera eldri en 26 ára, ekki giftar eða eiga börn og fleira og fleira. Eru þessar reglur alveg úr sögunni? „Já. Og voru það áður en ég byrj- aði,"svararErna. Umsóknir síaðar — Hvernig er hægt að velja átján manns úr fimm hundruð umsækjend- um? „Það er erfitt, alveg ótrúlega erfitt," segir Erna og litur á mig. „Það eru margir tugir sem eru jafnhæfir en um- sóknirnar ganga í gegnum nokkurs konar síu. Fyrst er farið yfir umsóknirnar og tekið úr þar sem ekki er nægjanleg kunnátta fyrir hendi. Þá einna helst tungumálakunnátta. Þá er það aldurstakmarkiö sem er tuttugu ár. Af fimm hundruö voru tvö hundruð tekin í próf sem samið er úti í bæ, þann- ig að enginn Flugleiðastarfsmaður komi þar nærri. Síðan er farið yfir prófin af hlutlausum aðila. Þeir sem komu best út úr prófunum, að þessu sinni hundrað umsækjendur, eru tekn- ir í viötöl. Það eru þrír sem taka viðtöl- in og þeir bera saman bækur sínar eftir það og þá kemur erfiðasti hluti ráðn- ingarinnar. Að sjálfsögðu reynum við að gera okkar besta til að velja hæfustu umsækjendur en við vitum auðvitaö að það eru miklu fleiri hæfir en þeir sem komast að. Því miður voru það bara ekki fleiri en átján stöður í þetta skiptið sem um var að ræða," heldur Erna áfram. 'Sex vikna kvöldnámskeið Ráðning á flugfreyjum hefur alla tíð verið viðkvæmt mál fyrir flugfélög og hafa þau ósjaldan verið sökuð um klikuráóningar. Höfum við hlerað að starfsmenn eigi ekki margar náðugar stundir meðan á þessum ráðningum stendur — allir vilja koma sínu að. Erna vill þó gera heldur lítið úr þess- umsögusögnum. — Hvað þurfa nýráðnar flugfreyjnr að gera, Erna? „Hér erum við að ráða sumarfólk og það þarf að sitja sex vikna kvöldnám- skeið áður en það getur hafið vinnu. Þetta getur vissulega verið mjög strembið fyrir fólk sem vinnur úti allan daginn eða er í skóla. En það hoppar engin flugfreyja upp í flugvél og brosir til farþeganna. Ævintýra- ljóminn fer oft fljótt af þegar alvaran byrjar,"segirErna. — Nn kennir þú sjálf nýliðunum. Hvað er það sem þeir þurfa að læra þessar sex vikur? „Ja, sjálf kenni ég ekki mikið. Einn helsti kennarinn er Erla Ágústsdóttir fyrrverandi flugfreyja. Hún sér um alla kennslu um borð í vélunum. Þorkell Jóhannesson er helsti kennari í öryggisbúnaði. Hópurinn þarf að læra á allan neyðarútbúnað og hann þurfa þau að þekkja eins og lófann á sér. Sem betur fer reynir ekki mikið á þá kunn- áttu. Þess vegna þurfa allar flugfreyj- fólki. Eftir hverja flugferð fæ ég skýrslu um flugið ef eitthvað óvanalegt hefur komið upp. Þá er það i minum verkahring að reyna að lagfæra það. Þegar ég tók við þessu starfi gerði ég mér engan veginn ljóst hvað það var sem ég var að taka aö mér. Eg þarf að gefa ansi mikið af sjálfri mér og tek vinnuna of oft með mér heim. I gegn- um þetta starf hef ég kynnst mörgu góðu fólki sem ég hefði ekki viljað missa af. Samstarfsfólk mitt hér á skrifstofunni hefur verið mér mjög gott og hjálpsamt. Ég var f yrst í stað feimin og hikandi að koma hingað inn á skrifstofurnar en ég verð að segja það eins og er að það var notaleg tilfinning að finna yfir- mennina styöja við bakið á manni þegar á reyndi. Eg þarf einnig að sitja fundi en það er einmitt á skrifstofunni sem flestar ákvarðanir um flugið og það sem því fylgir eru teknar. I mínu starfi þarf líka stundum að leysa persónuleg vandamál. Ég vil geta leyst vandamál flugfreyjunnar með henni. Hún getur komið til mín og rætt við mig um vandamál sín og ég

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.