Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 40
27022 AUGLYSINGAR SÍDUMÚLA33 SMÁAUGLÝSINGAR — AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJORN SÍÐUMÚLA 12—14 LAUGARDAGUR 12. MARS 1983. Slæm rekstraríjárstaöa hjá Iðnaðardeild SÍS: Þarf 18 m. kr. fyrir- greiðslu „Bæjarráð skorar á forsætis- ráöherra og ríkisstjórn aö beita sér fyrir aögeröum til lausnar rekstrar- fjárvanda Iðnaöardeildar SÍS í sam- ræmi við tillögur fyrirtækisins í bréfi til forsætisráöherra," segir í bókun bæjarráðs Akureyrar sem bæjarstjórn samþykkti á þriöjudaginn. „Það hafa safnast upp hjá okkur birgðir sem stafar aðallega af sölu- hruni í skinnaiönaöinum," sagði Hjört- ur Eiríksson, framkvæmdastjórí iðnaöardeildarinnar, í samtali við D V. En fram á hvað er farið í bréfinu til forsætisráðherra? „Við förum fram á 18 milljón kr. fyrirgreiðslu og sú beiðni er í athugun. Það eru alls staðar erfiðleikar í þjóðfélaginu og útlitið er þvi ekki bjart. Eg á von á að þessi mál skýrist í næstu viku," sagði H jörtur. — Hvað ef engin fyrirgreiðsla fæst? „Þá lendum við náttúrlega í miklum erfiðleikum, sérstaklega með gæru- kaupin, og það er slæmt að geta ekki staðiði skilum." — Kemur það til með að valda erfið- le ik um við 1 a unagrei öslu r'.' „Eg vona að til þess komi ekki en um það er ómögulegt að segja," sagði Hjörtur Eiriksson. Hjá Iönaöardeild SÍS á Akureyri starfa um 800 manns og auk þess starfa um 100 manns á vegum fyrir- tækisins í Reykjavik og á S auðár króki. -GS/Akureyri. Hitaveita Akureyr- artekur79,2m.kr. nýlánáárínu Stjórn Hitaveitu Akureyrar áætlar að taka ný eriend lán að upphæö rúm- lega 79 milljónir kr. á yfirstandandi ári. Þar af fara rúmlega 32 m. kr. til afborgana af eldri lánum. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun veitunnar sem lögð var fram í bæjarstjórn Akureyrar á þriöjudaginn. Reiknað er með að heildarútborgan- ir veitunnar á árinu verði 187,3 m. kr., þar af einungis 17,6 m. kr. vegna nýframkvæmda. Vextir af gömlum erlendum lánum verða hins vegar 95 m. kr. og af innlendum lánum verða vextir 4,9 m. kr. Afborganir af eldri lánum á árinu eru áætlaðar 32,2 m. kr. og af innlendum lánum þarf að greiða 3,3 m. kr. Beinn rekstrarkostnaður veitunnar er áætlaður 24 m. kr. og heildartekjur eru áætlaðar 108,1 m. kr. Er þá reiknað með 20% hækkun á gjaldskránni umfram byggingavísi- töluhækkun sem fékkst frá 1. febrúar. Auk þess mun vera vonast eftir enn frekari grunnveröshækkunum síðar á árinu. -GS/Akureyri LLOKI Ekki er að sjá að þeir skáni við Austurvöllinn þó flaut- aðséáþá. Upplausn á Alþingi þegar DV fór í prentun í gærkvöldi: Styrjöld á milli stjórnarílokkanna Gærdagurinn, sem átti til skamms tíma að vera þinglausnadagur á Alþingi, varð að sannkölluöum stríðsdegi. Tveir stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Alþýöu- bandalag, lögðu hvor um sig ofur- kapp á að hindra framgang „óæski- legra" mála. Þegar DV fór i prentun um kvöldmatarleytið ríkti uppla usnarástand í þinginu. Þau mál sem röskuðu svo ró þings- ins voru annars vegar þingsálykt- unartillaga Sjálfstæöisflokks, Alþýöubandalags og Alþýðuflokks um samkomudag Alþingis eigi síðar en 18 dögum cftir kosningar og hins vegar þingsályktunartillaga Sjálf- stæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks um viðræðuncfnd við Alusuisse um Isal. Onnur mál hurfu í skuggann. Oafgreidd voru frumvörp um stjórnarskrárbrcytingar, lánsfjár- lög, vegalög og veggjald og ýmis fleirimál. Tillagan um samkomudag næsta þings, sem lö'gð hafði verið f ram með óvenjulegum hætti í báðum þing- deildum.kom til umræöui efri deild klukkan 15. Þá hafði fundi verið tvifrestað um hálftima, fyrst að beiðni framsóknarmanna, síðan að beiðni alþýðubandalagsmanna. Umræðu um málið var slitiö klukkan 16 vegna boöaðs fundar i sameinuðu þingi en þar var tekiö til við umræðuna um álviöræðunefnd- ina. Klukkan 17.30 var gert hálftima- hlé til þingflokksfunda, eftir að formenn þíngflokka er standa að til- lögunui um samkomudag næsta þings höfðu krafist deildafunda um þaðmáL Forseti sameinaös þings hafnaði kröfunni og stóöu heitar umræður um þingsköp þegar D V fór í prentun. Ljóst var að þingstörfin snerust orðið um það hvort yrði ofan á samstaöa stjórnarandstöðu og annaðhvort framsóknarmanna eða alþýðubandalagsmanna, og jafnvel um leið hvorir fengju fyrr átyllu tU þess að y f irgef a stjórnarsk útuna eða sláumsigmeðöðrumhætti. I kjölfar þessarar uppákomu er alveg óljóst um þinglausnir þótt í gærmorg un hafi verið stefnt að þeim á mánudagskvöld eða þriðjudag. Skömmu áður en DV fór i prentun lýsti Steingrimur Hennannsson, for- maður Framsóknarflokksins, því yfir að Framsóknarflokkurinn myndi beita sér fyrir þvi að stjórnin segði af sér strax eftir kosningar. Hann sagði að þegar væru komnar í gang stjórnarmyndunarviðræður hinna flokkanna þriggja en talsmenn þeirra neituðu því. HEKB. Stórir vörubUar tepptu umferðaræðar við Alþingishúsið í gær og þeyttu flautur í mótmælaskyni svo hávaðinn var ærandi. DV-mynd Einar Olason. Bílst jórar mótmæla nýja bif reiðaskattinum: Umferðaröngþveiti við Alþingishúsið Algjört umferðaröngþveiti myndaðist við Alþingishusið eftir há- degi í gær þegar á miUi 50 og 60 vörubílum af Vörubílastöðinni Þrótti var ekið að Alþingishúsinu. Þeyttu bílstjórarnir flautur bíla sinna sem mest þeir máttu og varð ærandi há- vaði í miðbænum á meðan, enda margir bUarnir með kröftugar loft- flautur. BUstjórarnir voru mættir þarna til að mótmæla lögunum um nýja bif- reiöaskattinn, sem taka átti fyrir í neðri deild Alþingis í gær. Ef lögin verða samþykkt þýða þau 7600 króna skatt á hvern vörubíl og vUja eig- endur þeirra ekki una því mótmæla- laust. Skattur þessi mun einnig þýða 1000 tU 1500 króna útgjöld hjá öUum bifreiðaeigendum á landinu en sam- kvæmt lögunum skal greiða eina krónu af hverju kilógrammi eigin þyngdar bif reiðar upp að 2000 kg bU. Voru því einkabílaeigendur einnig með í mótmælaaðgerðunum og FÍB sendi þingmönnum harðorö mótmæli vegna þessa f rumvarps inn í þingsali ígær. Umferðaröngþveitið við Alþingishúsið í gær var slíkt að lög- reglan réð ekki við neitt. Bað hún loks vörubUstjórana um aö færa bila sína til að umferð yrði eðlileg aftur. Urðu þeir við ósk hennar en þar sem engin bUastæði fyrir aUan flotann voru í næsta nágrenni við þinghúsiö óku bUstjórarnir aftur inn á Þróttar- stöð. Sá lögreglan síðan um að self ly tja þá á mUU í sínum bílum. Bifreiðaskatturinn, eða „fjáröflun til vegagerðar" eins og það heitir á þingmáli, kom ekki tU umræðu i gær. Bílstjórarnir ætla samt ekki að gef-' ast upp og munu vakta þingið þar tU ináliö verður tekið fyrir. Ætla þeir þá aö mæta aftur og mótmæla á sama hátt og í gærdag.. . -klp- Mezzoforte kynntíBBC EftiraöBBCWorldServicesendi út poppþá tt inn Sarah and Company hefur hróður Mezzoforte farið víðar en um Bretlandseyjar einar. Fyrsta lagiö sem spilaö var í þættinum var nefnilega lagiö Garden Party og á eftir fylgdi iangt viðtal stjórnandans, Söru Ward, við Jóhann Asmundsson, liðsmann Mezzoforle, þar sem rætt var um er f i ðlei ka þá sem fylgja þ ví aö vera popptónlistarmaður á Islandi og framtíðarmó'guleika hljómsveitar- innaríEvrópu. Reyndar kom fram að Mezzo- forte hefur áður komið fram í þessum þætti, fyrir tveim árum. Sarah Ward sagði einnig frá því að plata þeirra Mezzofortefélaga, Surprise surprise, hefði vakið tals- verða athygli í London og verður aö segja að allt viðtaUð og umf jöUunin hafi verið hljómsveitinni tíl mikUs framdráttar. Meöal annars má nefna það að Jóhann taldi ekki að þeir óttuöust samkeppnina i London en væru tUbúnir að halda utan að nýju og setjast þar aö ef möguleiki væri til þess að ná góðum árangri. -óbg Heitt vatn íholunni Heitt vatn kom upp úr borholu Rangæinga er starfsmenn Orku- stof nunar hófu tilraunadælingu sið- degis í gær. Dælt var mjög rólega i fyrstu en hraðinn aukinn eftir því sem tilefni gaf st tiL Dælubúnaðurinn reyndist i góðu lagi. Afram á að auka dæluhraðann í dag. Vonasl menn ttt að það skýr- ist um helgina hvort borholan að Laugalandi verði nothæf á ný og hversu mikið hún muni geta gefið afsér. Tvær vikur eru liðnar frá því heitt vatn fékkst siðast úr holunni. Vatnið í gær var volgt í fyrstu en hitastigið fór hækkandi eftir því sem meira var dælt. Á blaösiðum 2 og 3 í dag er einnig fjaUað um hitaveitumál Rangæ- inga og rætt við íbúa. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.