Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983. Móðir nóttúra, 1906. Einar Jónsson i v/nnu- stofu sinni i Kaup- mannahöfn skömmu eftir aldamót. Til vinstri er myndin Fornlistin. Utlagar, 1898-1900. Aldaaldanna, 1894-1905. Ýmir og A uöhumla, 1907—1909. Einar Jónsson myndaskáld Honum kippiv í teumö tU forfeártmna „Verk Einars Jónssonar verða ekki skýrð með því að bera þau sam- an við eldri íslenska líkanssmíð, því. að hún er engin til. Þau verða eigi heldur rakin til erlendrar nútíðarlist- ar, því að þeim virðist ekki kippa í kyn til hennar. Þau rísa ein sér, eins og fjallaþyrping á sléttum ö'ræfum, og bera fangamark einkennilegs anda, sem farið hefur sinna ferða. Sálufélag mundi Einar helst eiga með fornum assýrskum, egypskum og grískum myndasmíðum, er gerðu dýramyndir meö mannsandlitum, guðalíkneskjur með dýrahöfðum, sfinxirnar, kentárana, Pan, vængj- aða sigurgyðju og svo framvegis. En beinast sver hann sig í ætt drótt- kvæöaskáldarma íslensku, er drápurnar kváðu, með kenningum þeirra og klofastef jum, enda er hann af því bergibrotinn." Svo segir í upphafi ritgerðar eftir dr. Guðmund Finnbogason lands- bókavörð um Einar Jónsson mynd- höggvara. Ritgerð þessa er Lista- safn Einars Jónssonar að gefa út, en *hún birtist fyrst í bókinni Einar Jóns- son — Myndir, er kom út í Kaup- mannahöfn árið 1925.1 útgáfu Lista- safnsins nefnist hún Einar Jónsson — Myndskáld. Við höfum fengið leyfi til að birta brot úr títtnefndri ritgerð. „Myndir hans erutákn" „Einar Jónsson er kenningaskáld- ið meðal myndasmiða. Ekki fyrir þá sök, að dróttkvæðin hafi haft áhrif á hann, því að hann þekkir þau litið eða ekki. Hann hefir ekki heldur sótt yrkisefni sín þangað. Eitt af því sem einkennilegt er í fari hans, er það, að hann nálega aldrei tekur verkefni sín úr bókmenntum, íslenskum né er- lendum. Ur goðafræði vorri hefír hann aöeins tekið „Ými og Auð- humlu". Hin tvíhverfa mynd af jötn- inum og Auðhumlu, sem var „æðst kúa", freistaði hans. Þar sem nöfnin á sumum verkum Einars minna á ís- lensk efni, svo sem „Utilegumaður- inn", „Vökumaðurinn", þá eru sögurnar, er myndirnar fela í sér, engu að síður skáldskapur Einars sjálfs. „Utilegumaður" hans er ekki úr íslenskum þjóðsögum. „Vöku- maðurinn" ekki úr íslenskri þjóðtrú um „Vökumann" í kirkjugarði. Verk hans eru langoftast skáldleg, heim- spekileg eða dulspök hugtök um mannlifið og tilveruna, mótuð í leir- inn. Hann yrkir í líkjum og línum. Myndir hans eru tákn. Skyldleikinn viö fornskáldin birtist í meðfæddu eðli hans, í hugsjóninni, í hugsunar- hættinum. Þetta mun verða ljósara, er vér lítum á nokkur verk Einars og reynum aðráða í rúnir hans." „Alda aldanna" er alda kynslóðanna" Þessu næst fjallar Guömundur Finnbogason um nokkur verk Eín- ars. Við skulum grípa niður þar sem hann fjallar um þá frægu mynd „öldualdanna": „Myndin sýnir ljóslega, hvaða fyrirbrigði náttúrunnar skáldið hefir í huga. Það er skýstrokkurinn, ald- an, sem sogast í hvirfing úr djúpinu, dregst til himins, eins og hún væri seidd af sogandi þrá. „Sog" og „súg- ur" eru f orn s jávarheiti og tákna eitt og hið sama. „Vogur" er eitt og tákn- ar þaö, sem vegur sig upp, lyftist. Að skáldin hafa fundið lif meö öldunni, sanna nöfn Ægisdætra og allt, sem um þær er kveðið. Og þegar Ármóður segir: Hrönn var f yr Humru minni háleit, þar er vér beittum, þá bregður fyrir í leiftri orðsins ein- mitt þeirri stellingu, er aldan hefir í mynd Einars. Hann er því i fullu samræmi við skáldin, er hann sýnir ölduna í konugervi. En snilldin er einmitt í því fólgin, hvernig hann samþýðir vaxtarlag og hreyfingu hafsveipsins og konunnar, svo að lík- ami hennar er lifandi ímynd löngun- arinnar að hefjast hærra og verður því íturskapaðri sem ofar kemur í loftið og ljósið. Og um leið fær mynd- in dýpri merkingu. Hún verður ímynd mannkynsins, er dregst eins og í dvalaleiðslu upp á við i áttina að æðra marki. Líf einstaklinganna verður sem gárar í faldi meginbár- unnar, en allt sogast af sama afli. Aðeins sá, sem hæst er kominn og næst hjarta öldunnar, er vakandi og kallar til hinna fyrir neðan. I honum er löngunin orðin vitandi vits. Þessi mynd er gott dæmi þess, hvernig andi og hendur Einars starfa. Hann klæðir náttúruviðburð í lífgervi, les úr formi hans lifandi mynd, er felur í sér skáldlega hugs- un. Það er sama og dróttkvæðaskáld- in gerðu. Þarna er öldukenning mótuð í leírinn. Og að vísu er orða- leikur kenningarinnar í nafni mynd- arinnar. „Alda aldanna" er raunar alda kynslóðanna." „Einar sver sigíætt fornskálda vorra" Eftir að fjallaö hefur verið um verkin eitt af öðru, segir Guðmund- ur: „En skilningur á aðalhugsun lista- verks er aðeins einn þáttur skilnings á verkinu í heild sinni. Enginn skilur listaverk nema sá er gerir sér það svo innlíft, að það tali sjálft því máli, er ekki verður þýtt á tungumál, held- ur aðeins skynjað, fundið, grunað. Til þess eru myndir, að segja það, sem ekki verður með orðum lýst, hið sérstæða og sjálfstaka, bera oss blæ andans, sem ekki verður höndlaður og þó er oss nær en það, sem þreifað verður á. Það er einkenni góðs lista- verks, að það er sem sístreymandi lind, er aldrei verður að öllu tæmd í mæliker orðanna. Einar Jónsson er svo mikill sjálf- gervingur í list sinni, að þeir sem skýra list með því að rekja hana til áhrifa umhverfisins, ríöa varla feit- um hesti frá honum. Eg hefi bent á, hvernig hann tekur yrkisefni sín hjá sjálfum sér, þó að íslenskra lands- lagsáhrifa kenni í sumum myndum hans. Af erlendri list hefur Einar séð mikið víðsvegar, en áhrifa hennar á list hans mundi vera að leita í gagn- stæða átt við eftirlíkingu. Svo rík í eðli hans er óbeitin á því að ganga í annarra spor, að ef hann þykist verða þess var, að það, sem hann er að skapa, líkist einhverju, sem áður hefir verið gert, þá hættir hann við það. En þessi óbeit á því að endur- taka aðra menn, er sprottin af þeirri ráðvendni, er vill gefa það eitt, er sjálf aflað er, og ekki skreyta sig með annarra f jöðrum. Og að vísu er ekk- ert betri skóli f rumleikans en það að reyna ávallt að bjargast af eigin efn- um. Verk Einars sýna og, að hann forðast eftir mætti jafnt að endur- taka sjálfan sig og aðra. Þess vegna eru þau svo margvísleg, þótt ættar- svipur sé meö þeim, svo eðlilegt er um afkvæmi sama anda. Eg hefi reynt að sýna, að andi Ein- ars sverji sig í ætt fornskálda vorra, er dróttkvæðin kváðu og kenningarn- ar mótuðu, hugmyndafar hans sé svipað og þeirra. En sjálfstæði hans, einræni og landnámshugsun er og sömu ættar. Honum kippir í kynið til forfeðranna, sem vér erum svo hreyknir af, einmitt vegna þess, að þeir fóru hver sinnar leiðar — voru landnámsmenn og sjálfseignar- menn." -KÞ tók sam.'iii.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.