Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS1983. Flugráð leitar álits utanríkisráðuneytis á skráningu DC-8 þotu Birkis Baldvinssonar: ÓTTAST AD ÍSLAND VERDI PANAMA FLUGVÉLANNA „Rekstur slikrar vélar kaliar á töluvert eftirlit islenskra stjórnvalda,” segir Leifur Magnússon, formaöur flugráðs. Myndin er af TF-BBA, þotu Birkis Baldvinssonar DV-mynd: Valgeir Sigurðsson. HVKRADÖLUM timi 99*4414 Páskar í Hveradölum. Skiðanámskeið al/a daga — Skíðaleiga — Gisting. — Heitur matur — Hamborgarar — Samlokur — öl og sælgæti. Sérstakur Páskapakki: Gisting, fæði og skíðakennsla í 3—4 daga. Skráning í síma 99-4414. Verið velkomin. Afsláttur Niðursoönir ávextir, einnig í 3 kg dc Niðursoðið grænmeti, einnig í : Fermingar og páskar nálgast Viltu spara? Komdu bara Páskaegg ódýrust í borginni dósum Þurrkaðir ávextir Bökunarvörur Kjötvörur Matvörur Nýir ávextir Hreinlætisvörur Tóbak Sem sagt AFSLÁTTUR af öllum vörum SPARIMARKAÐURINN AUSTURVERI neðra bílastæði — sunnan hússins. Flugráð hefur samþykkt að leita álits utanríkisráðuneytisins á skrán- ingu TF-BBA, DC-8 þotu Birkis Bald- vinssonar, hér á landi. „Það voru allir flugráðsmenn sam- mála um að það væri mjög óvenjulegt að skrá hér á landi vél í eigu íslensks ríkisborgara sem ekki hefur nein flug- rekstrarréttindi. Okkur fannst þetta kannski fyrsta stigið að því aö gera Is- land að hálfgerðu Panama-landi hvað varðar skráningu flugvéla,” sagði Leifur Magnússon, formaður flugráðs, í samtali við DV. „Það er þegar búið að skrá þotuna héma þannig að þaö er meira verið að kanna á hvern hátt eigi að marka stefnuna eða staðfesta þá stefnu sem hingað til hefur veriö. Það er verið að leita álits utanríkisráðuneytisins á því hvort rétt væri aö setja einhver skýrari fyrirmæli í lög eða reglugerðir eða starfsfyrirmæli sem tækju af skarið varöandi slíka skráningu,” sagði Leif- ur. „Það sem menn hafa áhyggjur af er að hafa kannski ekki hugmynd um hvar þessi vél verður í rekstri eftir mánuð eða eftir eitt ár eöa tvö ár. Hvort hún verður þá í rekstri í Suður- Ameríku, Afríku eða Asíu, kannski hjá einhverju félagi sem ekki þekkir deili á íslenskum ákvæðum. Rekstur slikrar vélar kallar á tölu- vert skýrt eftirlit íslenskra stjórn- valda. Ef vélin er skrásett héma þurfa íslenskir aðilar aö samþykkja áhöfn- ina, viðhaldsprógramm og fleira. Islensk stjórnvöld þurfa að tryggja að sá sem rekur vélina þekki öll ákvæði í íslenskum lögum og reglum er varða reksturinn. Þarna er um aö ræða erlenda starf- semi sem ekki borgar neina skatta hérna og skapar enga vinnu hér á landi. Það hefur ekki gerst áður að vél hafi verið skráö hér og eigandinn sé bara einhver íslenskur borgari sem býr erlendis. Þetta gæti kannski opnað leiðina fyrir því aö einhver íslenskur ríkisborgari, sem býr í Ástralíu, Suö- ur-Afríku eða Suöur-Ameríku, sendi einfaldlega hingaö bréf og óski eftir að fá skráöa flugvél,” sagöi Leifur Magnússon. -KMU. Samtökin Ný sjónarmið: Almenn fjársöfnun vegna erfiðleika hjá Alusuisse Stofnuð hafa verið samtökin Ný sjónarmið. Að þeim standa allmargir einstaklingar sem hingað til hafa lengstum staðið utan við venjulegt dægurmálaþras en einbeitt sér að störfum sinum á sviði fræða, vísinda og lista. Samtökin hafa í hyggju að benda öðru hverju á leiöir til lausnar brýnum vandamálum sem kunna að liggja til hliðar við troðnar slóðir stjórnmálaflokka og annarra eldri samtaka. I ávarpi til íslensku þjóðarinnar, sem samtökin hafa sent frá sér, er greint frá miklum og vaxandi örðug- leikum svissneska álfélagsins í Ziirich. Sagt er að það séu einkum skuldbind- ingar félagsins við dótturfyrirtæki sín, eins og islenska álverið, sem gera því erfitt fyrir. Þá hafi álfélagið af óvið- ráðanlegum orsökum þrásinnis orðið fyrir tapi í hafi við flutning á súráli alla leið frá Astralíu. Auk þess hafi álverið nýskeð orðið fyrir óvæntum kostnaöar- auka þar sem rafskautin frá verk- smiðju Alusuisse í Hollandi hafi reynst vera í blautara lagi. Svissneska álfé- lagið verði ekki dregið til ábyrgðar fyrir þessi blautu skaut heldur stafi bleytan af óviðráðanlegum veðurfars- ástæðum (forcemajeure). Niðurlag ávarpsins er þetta: „Þar sem þessir velgerðarmenn vorir eiga nú í tímabundnum fjárhagserfiðleik- um, teljum vér það skyldu vora að gefa íslensku þjóðinni kost á því að sýna hug sinn í verki með því að hefja al- menna fjársöfnun til handa Alusuisse. Hefir þegar verið opnaður póstgíró- reikningur, nr. 78300-5, sem menn geta greitt framlög sín inn á.” Tekið er fram að lágmarksframlag sé 13 aurar eða sú upphæö sem álverið þarf að greiða fyrir hverja kílóvattstund til Landsvirkjunar. Meöal þeirra sem standa að Nýjum sjónarmiðum eru: Dr. Jón Geirsson efnaverkfræðingur, Þórður Helgason verslunarskólakennari, Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður, Erlingur Gísla- son leikari, dr. Höskuldur Þráinsson prófessor, og dr. Þorvarður Helgason menntaskólakennari. JBH Reykjavík: Framboðslisti Banda- lags jaf naðarmanna Framboðslisti Bandalags jafnaöar- manna í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar er þannig skipaður: 1. Vilmundur Gylfason alþingismaður, Reykjavík, 2. Kristín S. Kvaran fóstra, Garðabæ, 3. Stefán Benediktsson arki- tekt, Reykjavík, 4. Jónína Leósdóttir háskólanemi, Reykjavík, 5. Helgi Jó- hann Guðmundsson vélstjóri, Reykja- vík, 6. ögmundur Kristinsson prentari, Reykjavík, 7. Guöni Baldursson for- maður Samtakanna 78, Reykjavík, 8. Lára Hanna Einarsdóttir skrifstofu- maður, Reykjavík, 9. Þorsteinn Berg- mann Einarsson, verkfræðingur, Reykjavík, 10. Lilja Gunnarsdóttir bankamaður, Reykjavík, 11. Magnús Finnbogason húsasmiður, Reykjavík, 12. Marinó Birgisson bakari, Reykja- vík, 13. Ragnar Guðmundsson kerfis- fræöingur, Reykjavík, 14. Helga Vil- mundardóttir verkakona, Reykjavík, 15. Sigurjón Þorbergsson bókaútgef- andi, Reykjavík, 16. Sonja Berg hús- móöir, Reykjavík, 17. Ágúst Einarsson útgerðarmaður, Seltjarnarnesi, 18. Sigríður Olafsdóttir innheimtustjóri, Reykjavík, 19. Erlendur Sæmundsson húsvörður, Reykjavík, 20. Amalía Sverrisdóttir skrifstofumaöur, Reykjavík, 21. Bolli Þór Bollason, hag- fræðingur, Reykjavík, 22. Jóhann Vil- bergsson lagermaður, Reykjavík, 23. Valdimar Unnar Valdimarsson sagn- fræðingur, Reykjavík, 24. Helga G. Guðmimdsdóttir forritari, Reykjavík. JBH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.