Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS1983. 13 GEGN ÍSLENSKRINEYÐ — höfnum útlendri atvinnustef nu Alþýðubandalagsins Fátt er broslegra í yfirstandandi kosningabaráttu en tilburöir Alþýöu- bandalagsins til að telja fólki trú um að stuðningur við Alþýðubandalagið stuöli aö „einingu um íslenska leiö". I upphafi stjórnaraðildar sinnar fyrir rúmum fjórum árum stærði Alþýðubandalagið sig af þvi sem þá var kallað islensk atvinnustefna. Slagorð Alþýðubandalagsins nú er ekki einasta innantóm markleysa heldur argasta öfugmæli þegar störf Alþýðubandalagsins eru skoðuð í ljósi. reynslu undanfarinna ára. Á þessum árum hefur gengið yfir mesta góðæri þar sem aflabrögð hafa aldrei verið meiri í sögu þjóðarinnar. Samt er niðurstaðan slík eftir „íslenska atvinnustefnu" Alþýðubandalagsins að það sér ástæðu til aö setja fram sérstaka neyðaráætlun til að „verjast neyðar- ástandi á alþýðuheimilum" svo að vitnað sé til þeirra eigin orða. Það má því teljast dirfska í meira lagi að setja nú frain „einingu um islenska leið" en eflaust á það að þjóna þeim tilgangi að draga athygli almennings frá þeirri staðreynd að hér hefur verið fylgt útlendri atvinnustefnn. Hverjar eru leiðir Alþýðubandalagsins? Skoðum örfá dæmi úr afrekaskrá Alþýðubandalagsins á undanförnum árum: — Alþýðubandalagið hefur staöið fyrir gífurlegri eyðsluskuldasöfnun erlendis. Þessar skuldir verða Islendingar að greiöa erlendum lánardrottnum á miklu hærri vöxt- um en innlendir aðilarfá. — Alþýðubandalagið hefur skráð gengi íslensku krónunnar með þeim hætti að íslenskur iðnaður getur ekki veitt Islendingum atvinnu og íslenskur almenningur verður að kaupa innflutta vöru framleidda af erlendu verkafólki. — Alþýðubandalagið. hefur fylgt fram rangri vaxtastefnu þannig aö sparnaður íslensku þjóðarinnar hefur i áratugi aldrei verið ininni. Islensk ríkisfyrirtæki verða þess „Afleiðing stjórnarstefnu Alþýðubandalagsins er neyðarástand á alþýðuheimilum. íslendingar hafna á- framhaldandi neyð undir forystu Alþýðubandalagsins," segir greinarhöfundur, sem lét þessa myndskreytingu fylgja grein sinni. ^. " vegna að taka lán hjá erlendum lána- stofnunum. — Alþýðubandalagið hefur rekið verðlagsstefnu með þeim hætti að í stað álagningar hérlendis, neyðast innflytjendur til að taka umboöslaun sín eriendis, þar sem f jármagnið er notað af útlendingum. Verslunin hefur verið að flytjast úr landinu. Höfnum íslenskri neyð Með rangri stefnu hefur Alþýðubandalagið leitt yfir þjóðina neyðarástand og í yfirlýsingu flokks- formannsins er boðið upp á neyðar- áætlun til fjögurra ára. Alþýðubandalagiö býður ekki upp á neinar nýjar leiðir. Þeir heimta aðeins einingu um áframhaldandi Friðrik Sophusson völd Alþýðubandalagsins. Einingu um íslenska neyð. Þeir halda áfram að bjóða upp á öngþveiti og upplausn sem ógnar íslenskum hagsmunum. Stefna Alþýðubandalagsins styrkir ekki islenska atvinnuvegi heldur þvert á móti styður atvinnu út- lendinga. Stefna Alþýðubandalagsins er ekki efnismeiri en nýju fötin keisar- ans. Neyðin hefur ekki kennt forystu- mönnum Alþýðubandalagsins annað en að spinna innantóm slagorð sem geta ekki hulið málefnalega fátækt þeirra. Priörik Sophusson, varaf ormaður Sjálfstæðisflokksins. Leiftursókn ínýjum bún'mgí Flestum er eflaust i fersku minni leiftursóknarkenning Sjálfstæðis- flokksins gegn verðbólgu sem sett var fram og prufukeyrð í kosningum til Alþingis siðla árs 1979. I ótímabærri sigurvímu gleyptu frammámenn Sjálfstæðisflokksins við þessum tillögum hugmynda- fræðinga sinna og lögðu upp i kosningabaráttu sem, að sögn, átti að færa flokki þeirra hreinan meiri- hluta á löggjafarsamkundu þjóðar- innar. En kjósendur sögðu nei takk (það geröu reyndar einstakir fram- bjóðendur flokksins einnig) og höfn- uðu leiftursókninni með eftir- minnilegumhætti. Inn um bakdyrnar Því er ekki nema rétt og skylt að vekja athygli kjósenda á því að enn er íhaldið í landinu við sama heygarðshorniö. Nú á hins vegar að nota aðra aðferð og læða leiftursókn- Kjallarinn sjálft andlitið gagnvart kjósendum, þ.e.a.s. Sjálfstæðisflokkurinn, hefði slíkar tillögur á stefnuskrá sinni. Því er nú gripið til einnar hjáleigunnar og þar settar fram kenningar hlið- stæðar leifursókninni undir nýjum formerkjum. „Frá orðum til athafna" heitir nú plaggið og útgef- andi er Verslunarráð Islands."Þar er námsmanna, Byggingasjóður ríkisins og Byggingasjóður verka- manna verða þar hart úti meðal annarra. I fáum orðum sagt á með niðurskurði og lagasetningu á víxl að afnema í heild sinni það skipulag félagslegrar samhjálpar og samneyslu sem byggt hefur verið upp á Islandi. Steingrímur J. Sigf ús sonjarðfræðingur inni inn um bakdyrnar. Það gafst eins og áður sagði ekki rétt vel að samviskusamlega sundurliðað á cinskonar aftökulista hversu skera skuli niður framlög til sjóða hins opinbera. Lánasjóður íslenskra I sérstökum lista eru þessar aðgerðir reyndar settar upp í tíma- röð með þeim undanfara þó að kjósa þurf i til Alþingis og ný st jórn aö taka við. Að vísu er „ný stjórn" ekki skýr- greind nánar í plaggi Verslunarráðs, en trúlegt þykir mér að flokki þeirra Davíðs, Þorsteins og Hannesar Hólmsteins muni þar ætlað nokkurt hlutverk, ásaint með einhverjum þeim taglhnýtingum sem með vilja ríða. Alþýðubandalaginu einu treystandi Einu geta kjósendur á Islandi treyst og það er að Alþýðubandalag- ið mun berjast af alefli gegn hug- myndum sem þeim, er birtast í plaggi Verslunarráðs „frá oröum til athafna". Þvert á móti vill Alþýðubandalagiö standa vörð um þær félagslegu umbætur sem náðst hafa fram á liðnum árum. Hvar- vetna þar sem frjálshyggjan hefur ráðið ferðinni hafa afleiðingarnar orðið atvinnuleysi, vaxandi misrétti og auðsöfnun á fáar hendur. Sá bati í þjóðarbúskap, sem sagður er eiga að fylgja, hefur hinsvegar látið á sér standa. Því vill Alþýðubandalagið fara aðra leið, leið íslenskrar at- vinnuuppbyggingar, leið skipulags ogstjómunar. Vilji kjósendur hafna leiftursókn frjálshyggjunnar ber þeim að efla Alþýðubandalagið í komandi kosningum. Námsfólk, bændur, sjó- menn, verkamenn og aðrir þeir, sem fá sérstakar kveðjur í bæklingi Verslunarráðs, geta svarað fyrir sig í kjörklefanum með XG. Steingrímur J. Sigfússon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.