Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Blaðsíða 20
20 DV. ÞRIÐJUDAGUR29. MARS1983. DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS1983, 21 íþróttir íþróttir íþróttir aay íþréttir íþróttir íþróttir íþróttir Simon Unndérsson, danskur melstari í handknattleik með Aarhus KFUM. Hér á ánim áður lék Bjarni Jóns- son, Val, með Arósa-Uðinu nokkur leiktímabil. Úrslitakeppnin um íslandsmeistaratitilinn: Vesturbæ jarliðið í ham, skoraði 32 mörk gegn FH - KR sigraði FH 32-25 íLaugardalshöll ígærkvöldi Stórleikur KR-liðsins yljaði áhorf- endum í Laugardalshöll í úrslita- keppninni um íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. Leikmenn liðsins léku n danskur meist ari með Árósa-KFUM — Árósaliðiö sigraði Helsingör í lokaumf erðinni í danska handknattleiknum Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttamanni DV í Svíþjóð. Simon Unndðrsson, KR, varð danskur meistarí í handknatt- leik á sunnudag, þegar liðið sem hann leikur með, Arosa- KFUM, sigraði Helsingör 25— 20 í lokaumferðtani í Helsingör eftir 10—10 í hálflefk. Ég horfði á Ieikinn í danska sjónvarpinu og það var heldur óvænt að Arósaliðið skyldi verða meistari í sjötta sinn. Símon var talsvert með í fyrri hálf- leiknum. Fyrir lokaumferðina höfðu þrjú lið möguleika á meistara- titilinum, Gladsaxe HG, Helsingör og Árósa-KFUM. Orslit í leikjunum urðu þessi. Helsingör-Aarh.KFUM 20—25 Gladsaxe-Rödövre 36—14 Saga-AGF 19-20 Skovbakken-Virum 26—24 Aalborg-Virum 12—20 Árósa-KFUM og Gladsaxe urðu efst með 27 stig, þar sem Arósaliðiö var meistari vegna sigra í innbyrðisleikjum liðanna. Gladsaxe með betri markatölu. Lokastaðan. AarhusKFUM 18 395-351 27 Gladsaxe 18 388-310 27 Helsingör 18 424-369 24 Holte 18 373-328 22 Rödövre 18 368-389 19 Skovbakken 18 371-375 18 Virum 18 333-351 16 AGF 18 298-360 11 Saga 18 358-384 11 Aalborg 18 292-383 5 Skovbakken varð meistari 1982. Saga og Aalborg féllu niður en AGF þarf að leika aukaleik um fallið. Marka- hæstu leikmenn voru Erik Veje Rasmussen, Helsingör, 121, Michael Berg, Holte, 103, Klaus Jensen, Rödovre, 95 og Per Skaarup, Gladsaxe, 81. GAJ/hsim. Norðurlandametið hjá Baldri besta af rekið Baldur Borgþórsson, KR, vann athyglisverðasta afrekið á íslandsmeistaramóti unglinga og fullorðinna, sem fram fór í Laugardalshöll um belgina. Setti Norðurlandamet í snörun í unglingaflokki, lyfti 143,5 kg. Keppt var í sjö þyngdarflokkum og keppendur voru 15. islandsmeis tarar í einstökum flokkum urðu þessir: 60 kg flokkur. Þorkell Þórisson, Ármanni, með 75 og 110 kg. Samtals 185 kg. 75 kg flokkur. Haraldur Óiafsson, ÍBA, með 115 og 140 kg. Samtals 255 kg. 82,5 kg flokkur. Óiafur Orn Ólafsson, ÍBA, með 95 og 130 kg. Samtals 225 kg. 90 kg flokkur. Baldur Borgþórsson, KR, með 143,5 og 165 kg. Samtals 307,5 kg. 100 kg flokkur. Garðar Gíslason, IBA, með 140 og 160 kg. Samtals 300 kg. 110 kg flokkur. Ingvar Ingvarsson, KR, með 130 og 175 kg.Samtals305kg. islandsmeistarar í unglinga- flokki urðu. 75 kg flokkur. Bjarni Snorrason, ÍBA, með 70 og 90 kg. Samtals 160 kg. 82,5 kg. Sveinn Sveinsson, KR, með 75 og 100 kg. Samtals 175 kg. 90 kg. flokkur. Baldur Borgþórs- son, KR, með 143,5 kg og 165 kg. Samtals 307,5 kg. i tveimur þyngstu flokkunum sigruðu Garðar Gíslason, IBA, og Ingv- ar Ingvarsson, KR. i stiga- keppni félaga hlaut KR 27 stig, ÍBA16 og Arraann fimm. hsím. Valsmenn töpuðu stórt fyrir Brugge Frá Kristjáni Bemburg, frétta- manni DV i Belgíu. Valsmenn léku við Cercle Brugge, liðið sem Sævar Jðns- son og Ragnar Margeirsson leika með i Belgíu, á sunnudag í Brugge. Æfingaleikur og áhorf- endur voru um eitt þusund. Ég var þar á meðal og Brugge-liðið vann stóran sigur, 6—1, í heldur slökum lcik. Valsmenn, sem ekki hafa æf t Dalhem vann í íslendíngaleik Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttamanni DV i Svíþjóð. „tslendingaliðin" Dalhem og VD7 Gute léku á sunnudag í keppninni um sæti i Allsvenskan næsta keppnistímabil. Dalhem sigraði 31—28 og átti Arni Hennannsson góðan leik með liðinu. Skoraði f jögur mörk á þýðingarmiklum augnablik- um fyrir Dalhem. Þorlákur Kjartansson leikur i marki Gute. Þetta var i 2. umf erð keppninnar og önnur úrslit urðu þessi. Redbergslid—Boriange 21—18, Kristianstad—H43 15—15. Staðan er nú þannig að H43 (Lundi) og Kristianstad hafa 3 stig, Regbergslid, VIF Gute og Dalhem 2 stig, Borlange ekkert. Fyrri leikirnir i undanúrslitum um sænska meistaratitilinn hafa verið háðir. Heim sigraði Karlskrona 22—18 i Gautaborg og Ystad sigraði Frölunda 22—21 i Ystad þannig að Gauta- borgarliðið virðist hafa góða möguleika á að komast i úrslitin. Þarf þá að vinna til að f á þriðja leikinn við Ystad. GA J/hsim. þróttir mikið fyrir keppnistímabilið og eru á æfingaf erö í Belgíu, héldu í við belgíska liðið í fyrri hálf- leik. Staðan þá 2—1 fyrir Cercle Brugge. I síðari halfleiknum sprungu Valsmenn alveg, belgíska liðið skoraöi fjögur mörk án svars frá Val. Ingi Björn Albertsson skoraði mark Vals og var vel að því staðið. Ragnar Margeirsson skoraði tvö af mörkum Cercle Brugge. Valsmenn komu til Briissel seint á laugardagskvöld og héldu daginn eftir til Brugge, en leikurinn var kl. 15 á sunnudag. Nokkrir leikmann- anna tóku ranga lest, lentu í Frakklandi en tókst aö rétta sig af í tíma. Komu á leigubílum til Brugge. Eins og áður segir skoraði Ragnar Margeirsson tvö af mörkum Cercle Brugge. Samningur hans við félagið rennur út síðast í júní og vill hann nú fá að vita sem fyrst hvað félagið hyggst fyrir í sambandi við hann. KB/hsím. hver öðrum betur og við því átti FH ekkert svar. Leikur Hafnfirðinga hrundi alveg í byrjun síðari hálfleiks og KR náði sex marka forustu, 20—14. Héldu þeim mun að mestu óbreyttum til leiksloka og sigruðu með sjö marka mun, 32—25. Erf itt að eiga við KR-liðið þegar það er í þessum ham og það var ekki veikur hlekkur i liðinu. Lokamínúturnar léku FH-ingar maður á mann, allt i einni hringiðu á vellinum og mörkin hlóðust upp. Varnarieikur þá í lágmarki. Eftir tvö töp i röð fyrir Reykiavfkurliðunum hefur möguleiki Hafnfirðinga á islandsmeistara- titlinum minnkað talsvert. En þriðja umferðin verður í Hafnarf irði. KR-liðið lék oft glæsilegan hand- knattleik gegn FH en einhver deyfð er komin hjá FH — þreyta hjá ungu strákunum sem skipa liöið. A sama tíma léku þeir hver öðrum betur í KR- liðinu, Stefán Halldórsson, Anders- Dahl, Alfreð Gíslason og Jóhannes Stefánsson og skoruðu nær öll mörk KR-liðsins. Þá var markvarsla Jens Einarssonar mjög góð. Hann varði 16 skot á meöan FH-markverðirnir vörðu sjö. KR skoraði tvö fyrstu mörkin. Komst síðan í 3—1 en FH jafnaði í 3—3. Það var í síðasta skiptið sem þeir héldu í við KR-inga. KR fór að síga fram úr. Komst í 10—7 um miðjan hálf- leikinn og staðan í hálfleik var 15—13 fyrir KR. I byrjun síðari hálfleiks gerðu KR-ingar út um leikinn en leikur FH hrundi algjörlega um tíma. Villur hlóðust upp hjá leikmönnum liösins. KR ef st með 9stig Úrslit i leikjunum í gærkvöld í keppninni um islandsmcistaratitilinn í handknattleik. Víkingur—Stjarnan 23—20 KR—FH 32—25 Staðan er nú þannig KR 6 4 11 150—133 9 Víkingur 6 4 0 2 138—139 8 FH 6 3 12 142—140 7 Stjarnan 6 0 0 6 116—134 0 Þriðja umferðin verður i Hafnar- firði. Hefst 8. apríl. Markahæstu leik- menn ef tir 2. umferðir eru. Krislján Arason, FH 48/18 Sigurður Gunnarssou, Víktagl 35/9 Stefán Halldórsson, KK 32/1 Eyj61furBragason,Stjörnunni 31/5 Þorbergur Aðalsteinss. Víkingi 28/7 GunnarGislason, KR 27/13 Alfreö Gíslason, KR 26 Hans Guðmundsson, FH 25 -hsim. Lokeren leikur við Beveren Frá- Krístjáni Bernburg, frétta- manniDVíBelgiu. ' „Þetta var það versta sem hægt var að fá. Beveren er ekta bikarlið og svo bætir það ekki úr að við leikum fyrri lcikiiin heima i Lokeren," sagði Aruór Guðjohnsen, þegar hann frétti að Lokeren og Beveren hefðu dregist saman í undanúrslit belgísku bikar- keppninnar. Dregið var í gær og niðurstaðan þessi. Lokeren—Beveren FC Brugge — Lierse Tveir leikir milli liða, heima og að lieiman, og leikirnir verða háðir 1. og 5. júní. -KB/hsim. KR skoraði sex mörk gegn einu á sjö minútna kafla og úrslit voru ráðin, 21— 14. Litlar sveiflur eftir það og sjö marka munur í lokin. FH-ingar reyndu oft í leiknum að taka þá Anders-Dahl og Alfreð báða úr umferð en það heppnaðist engan veginn. Hálfgert stjórnleysi í öllum leik liðsins. Kristján Arason ekki eins afgerandi og i fyrri leikjum og Hans Guðmundsson með slaka skotnýtingu þrátt f yrir sex mörk í leiknum. Mörk KR í leiknum skoruðu Stefán 8, Anders-Dahl 8/2, Jóhannes 7, Alfreð 6 og Gunnar Gislason 3. Mörk FH skoruðu Hans 6, Kristján 5/1, Guðmundur Magnússon 4, Sveinn Bragason 4, Pálmi Jónsson 3, Guöjón Árnason 2 og Valgarð Valgarðsson 1. Dómarar Björn Kristjánsson og Rögnvaldur Erlings. KR fékk tvö víta- Pétur Guðmundsson. köst í leiknum, FH eitt. Fjórum KR- ingum var vikið af velli, þar af tveimur á sama tima. Þó að FH-ingar væru tveimur fleiri tókst þeim ekki að minnka muninn nema um eitt mark. Pálma Jónssyni var tvívegis vikiö af velli hjá FH. Áhorfendur voru margir í Laugardalshöllinni og fékk KR-liðið gíf urlegan stuðning f rá þeim. -hsím. Blakstúlkurnar íslensku stóou velfyrirsínu - unnu þær færeysku 3-1 Islenska kvennalandsliðiö í blaki vann það færeyska með þremur hrinum gegn einni i Hagaskóla i gærkvöldi. Þetta var tíundi landsleikur . kvennaliða þjóðanna og níundi sigur islenska liðsins gegn því færeyska. Islensku stúlkurnar hófu leikinn af krafti og unnu fyrstu hrinu 15—7. Þær færeysku svöruðu af enn meiri krafti og jöfnuðu með 15—8 sigri. Eftir þetta réð Island gangi leiksins, vann þriðju hrinu 15—6 og þá fjórðu 15—8. Lið Islands var á flestum sviðum fremra liði Færeyja, sérstaklega í sókn. Færeyska liðið sýndi fá sterk smöss á meðan íslensku stúlkurnar hömruðu boltann hvað eftir annað í gólfið, sérstaklega þær Hulda Laxdal Hauksdóttir og Jóhanna Guðjóns- dóttir, sem voru bestar í liði Islands, ásamt Björgu Björnsdóttur. Af fær- eysku stúlkunum var Finngerd Sólbjörg sterkust. Leikurinn varð 63. mínúma langur. Dómgæsla var í öruggum höndum Þorvaldar Sigurðssonar. -KMU. Körfuknattleiksvertíðinni lokið: Pétur kosinn maður mótsins — Stewart Johnson langstigahæstur með 743 stig Körfuknattleiksmenn héldu upp- skeruhátið sina um síðustu helgi með pomp og pragt og voru þar afhent þau einstaklingsverðlaun sem afhent eru áriega að loknu hverju keppnistíma- bili. Pétur Guðmundsson, ÍR, var kosinn besti leikmaður islandsmótsins og kom það fáum á óvart. Axel Nikulás- son varð i öðru sæti og Jón Sigurðsson i þviþriðja. Tim Dwyer, Val, var kosinn besti erlendi leikmaðurínn. Brad Miley varð i öðru sæti og í þriðja til fjórða sæti urðu þeir Val Brazy, Fram, og Stewart Johnson, KR, jafnir. Prúðasti leikmaður Islandsmótsins var kosinn Björn Víkingur Skúlason, IBK. Næstir komu þeir Arni Lárusson, UMFN, Hreinn Þorkelsson, IR, Jón Steingrímsson, Val, og Pétur Guð- mundsson, IR. Þá var valinn besti dómarinn og fyrir valinu að þessu sinni varð Sigurður Valur Halldórsson sem dæmir fyrir lR. Jón Otti Ölafsson varð í öðru sæti og Kristbjörn Albertsson í þríðja sæti. Stewart Johnson, KR, skoraði langmest alira leikmanna i úrvals- deildinni í vetur eða 743 stig. Annar varð Val Brazy, Fram, sem skoraöi 498 stig og Valur Ingimundarson, UMFN, skoraði 465 stig og lenti í þriðja sæti. Vítaskytta Islandsmótsins varð Jón Sigurðsson, KR. Hann tók 94 vítaskot og hitti úr 74 þeirra, sem gerir 78,7% nýtingu. Annar varð Kristján Agústs- son, VaL Hann tók 83 skot og hitti úr 65 þeirra og það gerir 78,3% nýtingu. Gunnar Þorvarðarson tók 76 vítaskot og hitti úr 58 þeirra. 76,3% nýting og þriðja sæti. Kvenfólkið fékk einnig sín verðlaun. Linda Jónsdóttir, KR, var kosin leikmaður Islandsmótsins. I öðru sæti varð Sóley Indriðadóttir, Haukum, og Emilía Sigurðardóttir, KR, varð í þriðja sæti. Linda varð einnig stigahæst allra og skoraði 344 stig í mótinu. önnur varð Katrín Eiríksdðttir, sem skoraði 270 stig, og Sðley Indriðadóttir, Haukum, skoraði 252 stig og þriðja sætið varð hennar. Loks var Kolbrún Leifsdóttir, IS, best í vítum. Hún tók 55 skot'og hitti úr 35 þeirra og fékk nýtinguna 63,6%. önnur varð Ernilía Sigurðardðttir, KR, sem skoraði úr 70 skotum af 111 sem hún fékk og nýtingin 63,0%. Þriðja varö Linda Jónsdóttir, KR. Hún skaut 53 skotum frá vítalínunni og hitti úr 31 þeirra og fékk nýtinguna 58,4%. Kristján Arason, FH, markhæsti leikmaðurinn i úrslitakeppninni, launiar knettinum framhjá Jens Einarssyni, markverði KR. Jens átti stórleik i markinu. Varði 16 skot. Til hægri er Stef án Halldórsson, sem FH-ingar réðu lítið vlð. DV-mynd: Friðþjófur. GUNNAR VAR VÍK- INGUM ERFIÐUR — þegar íslandsmeistararnir sigruðu Stjörnuna 23-20 í úrslitakeppninni í 1. deild Gunnar Einarsson, þjálfari Stjörn- unnar, fyrrum leikmaður í Þýska- landi, sem litið sem ekkert hefur leikið í úrslitakeppninni um islands- meistaratitilinn með liði sinu, kom heldur betur við sögu i gær i Laugar- dalshöllinni. Lék nú langtímum saman og dreif upp leik Garðbæinga. Skoraði fimm mörk og var islandsmeisturum Víkiugs erfiður. En ekki nægði það Stjörnunni. Víkingur sigraði 23—20 og sigraði því i öllum þremur leikjum sfnum i 2. umferðinni í Laugardalshöll. Vikingar þurftu virkilcga að hafa fyrir sigrinum og Stjarnan lék einn sinn albesta ef ekki besta leik í úrslita- keppninni. Byrjaði á því að skora tvö fyrstu mörkin. Víkingur jafnaði í 2—2 og jafnt var síðan í 5—5. Þá tóku Víkingar góðan sprett og koinust í 9—5. Þá kom Gunnar Einarsson inn á og fór aðskora grimmt fyrir Stjörnuna og liðinu tókst að jafna í 11—11. Víkingur skoraði síðasta markið i hálfleiknum. Staðan 12—11 fyrir Víking. I síðari hálfleiknum var jafnt á öllum tölum upp í 16—16 eöa fram undir miðjan hálfleikinn. Þá fór Víkingur heldur að síga fram úr og eftir að Ellert Vigfús- son varði vítakast frá Eyjólfi Braga- syni komst Víkingur þremur mörkum yfir, 20—17. Sá munur hélst með litlum breytingum til loka. Tvisvar þó tveggja marka munur og Brynjar Kvaran varði víti frá Þorbergi Aðal- steinssyni. Víkingur komst mest fjórum mörkum yfir, 23—19, en Stjaman skoraði siðasta markið i leiknum. Oft góð tilþrif hjá báðum liðum. Þor- bergur aðalmaður Víkings og Viggó Sigurðsson skoraði þýðingarmikil mörk. Ölafur Lárusson og Gunnar bestir Stjörnumanna. Markvarsla þeirra Brynjars og Ellerts mjög svipuð. Mörk Vikings skoruðu Þorbergur 9/4, Viggó 4, Hilmar Sigurgíslason 3, Sigurður Gunnarsson 3/1, Olafur Jóns- son 3 og Guðmundur Guðmundsson 1. Mörk Stjörnunnar. Olafur 5, Gunnar 5/1, Magnús Andrésson 4, Magnús Teitsson 2, Eyjólfur 2/1, Guðmundur Oskarsson 1 og Guðmundur Þórðarson 1. Dómarar Grétar Vilmundarson og Ævar Sigurösson og voru þeir Víkingum hagstæðir. Vikingur fékk sjö vitaköst, Stjarnan þrjú. Bæði lið misstu tvisvar leikmenn út af. -hsím. Gunnar Einarsson skorar eitt af fimm mörkum sinum i leiknum i gær. DV-myndFriðbÍofur. ÞEIR LEIKA A NMÍFÆREYJUM Eftirtaldir leikmenn hafa verið vald- ið í 18 ára landslið til þátttöku í Norður- landamóti sem fram fer i Færeyjum 15.—17.aprfl. Markmenn: Elías Haraldsson, Val. Guðmundur Hrafnkelsson, Fylki. Aðrir leikmenn: Geir Sveinsson, Val. Jakob Sigurðsson, Val. Július Jðnsson, Val. Hermundur Sigmundsson, Val. Guðni Bergsson, Val. Karl Þráinsson, Vikingi. Siggeir Magnússon, Vikingi. Gylfi Birgisson, Þðr, Vestmanna- eyjum. Hjörtur Ingþðrsson, Fylki. Sigurjón Guðmunsson, Stjörnunni. Jakob Jðnsson, KA, Akureyri. Pétur Guðmundsson, HK. Þjálfari liðsins er Viðar Simonarson. íslenskt blak fyrir áfalli: Færeyingar betri islenskt blak varð fyrir verulegu áfalli í gærkvöldi. Karlalandslið islands tapaði í fyrsta sinn fyrir fær- eyska landsliðinu og að öllum líkiudum ekkiísíðastasinn. Eftir tapleikinn standa íslenskir blakmenn framml fyrir þeirri staðreynd að Færeyingar, eina þjóðta sem islendingar hafa hingað u'l getað unnið í blaki, eru að sigla f ram úr hvað varðar getu. islenska Iiðið hcfur þó tækifærí til að bjarga andlitinu, bæði í kvöld og anuað kvöld. Fyrstu tvær hrínurnar voru jafnar og fjörugar. island marði fyrstu, 16—14, en Færeyingar tóku aðra hrinu naum- lega, 15—13. i þriðju hrinu var jafnt upp i 6—6 en eftir það áttu Færeyingarnir leikinn. Þeir unnu þriðju hrinu, 15—10, og þá fjórðu með ótrúlega miklum mun, 15—2. Herfileg útreið islands! Sterk hávörn Færeyinga lék þunglamalega smassara islenska liðsins grátt. Færeyingarnir voru mun sneggri en islendtagarnir og dekkuðu vel vóllsiuii. Samúel örn Erlingsson var skástur Islendinga. Aðrir leikmenn eiga að geta meira. Færeyingar tcfldu fram ungum, sterkum leikmönnum, svo sem Hans Mikkelsen, Niclas Joensen, Eyð- stein Jensen og Liggjas Högnesén, sem allir eru um tvítugt. Þessir piltar, ásamt Herman Lindberg, voru pott- urinn og pannan í sanngjörnum slgri Færeytaga. -KMU. GALA-SH0W í LAUGARDALSHÖLL Einn htana ungu Fcreytaga gnæfir yfir nettau þegar hann þeytir knett- imiin niður i gólf ið. DV-mynd: S. þróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Stórkostleg fimieikahátíð í Laugardalshöll í kvöld kl. 20. Sýningarf lokkur f rá Færeyjum ásamt f imleikaf ólki f rá Gerplu. íslandsmeistararnir KRISTÍN og JÓNAS sýna alþjóðlegar kynnis- æfingar. Missið ekki af einstæðri sýningu. FÆREYJAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.