Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR29. MARS1983. 11 Orkukostnaðurinn nemur helmingi af launum verkamanns í dagvinnu —segir í ályktun Sambands sveitarf élaga í Austurlandskjördæmi ,,Hið gífurlega háa verð á raforku til húshitunar og margfaldur munur á húshitunarkostnaöi á höfuðborgar- svæðinu annars vegar og velflestum byggðarlögum hins vegar, er stór- hættulegur fyrir þróun byggða í landinu, og getur leitt til fólksflótta frá þeim byggðum, sem verst eru settar í þessum efnum," segir i ályktun sem stjóm Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjör- dæmi gerði á fundi sínum á Eskif irði fyrirnokkru. A þeim fundi var cinkum rætt um kostnað við hitun íbúða með rafmagni. Fyrir fundinum lágu rök- studdar ályktanir sveitarstjórna á Höfn í Hornafirði, Stöðvarfirði og Seyðisfirði, og kom þar í ljós að orku- kostnaður meöalheimilis nemur nú helmingi af launum verkamanns i dagvinnu. „Má öllum vera ljóst aö undir þvi verður ekki risið", segir stjórn S S A og skorar á viðkomandi stjórnvöld að ráöa bót á þessu ófremdarástandi. -klp- Kóranámskeið íSvídþjód Kóranámskeiðið og kórsöngvara- hátíðin NORD-KLANG '83 verður haldið í Borlange í Dölunum í Svíþjóð dagana 17.-23. júlí 1983. Þátttakendur verða kórar og einstaklingar úr kórum frá öllumNorðurlöndunum. NORD-KLANG '83 er skipulagt af Nordiska Körkomittén, í samvinnu við Sveriges Körförbund. Rétt til þátttöku í Nord-Klang eiga kórsöngvarar í eftir- farandi kórasamböndum: Dansk korforening, Danske Folkekor, Kor 72 Danmark, Finlands svenska sáng- og . musikförbund, Suomen Laulajain ja Soittajain Liitto Sulasol, Laridssarri- band blandaðra kóra, Islandi, Norges Landssangerforbud, Norges Sanger- lag og Sveriges körförbund. NORD-KLANG er haldið þriðja hvert ár og á sífellt meiri vinsældum að fagna. Siðast var það haldið i Borgá í Finnlandi 1980 og sóttu það ca 750 manns þar af 13 Islendingar. Það var i fyrsta skipti sem Islendingar tóku þátt. íþví. "NORD-KLANG '83, sem haldið verður í Borlange í Svíþjóð, er hið f immta í rööinni og búist er við um 1000 þátttakendum. Vonast er til að sem flestir íslenskir söngkórar geti tekið þátt í því. Umsóknarfrestur er til 1. apríl og umsóknir skal senda til Lands- sambands blandaðra kóra, pósthólf 1335,121 Reykjavík (sími 2-89-30). J.G.I., starfskynning. Vestfja rðak jördæ mi: Framboðslisti Banda- lags jaf naðarmanna Framboðslisti Bandalags jafnaðar- manna í Vestfjarðakjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 23. apríl er þannig skipaður: 1. Kristján Jónsson verslunarmaður, Reykjavík, 2. Lúðvík Helgason verkamaður, Tálknafirði, 3. Guðni Kjærbo skólastjóri, Klúku, Strandasýslu, 4. Helgi Sæmundsson verkamaður, Isafiröi, 5. Börkur Gunnarsson menntaskólakennari, Isa- firði, 6. örn Lárussdn málari, Bolungarvík, 7. Haukur Heiðdal Sigurðsson bóndi, Hrófá, Stranda-. sýslu, 8. Ásgeir Erling Gunnarsson framkvæmdastjóri, Isafirði, 9. Þóra Ólafsdóttir húsmóðir, Isafirði, 10. Þór- ir Olafsson nemi, Rauðamýri, Naut- eyrarhreppi. -JBH. Myndsköpun í Þórsmörk I sambandi við ferðir Utivistar í Þórsmörk um páskana verður þátttak- endum leyft að vera með í frjálsri myndsköpun í skálanum Básum i Þórsmörk, og einnig að taka þátt í úti- teikningu ef veður leyfir. Og einnig verður reynt að fara meðalveginn f yrir þá sem vilja taka þátt í listsköpun og útiveru, á einum fallegasta stað landsins, Þórsmörk. Og auðvitað mun náttúra Þórsmerkur hafa áhrif á listina. Myndsköpunin mun verða undir leiðsögn Björgvins Björgvins- sonar myndlistarkennara. -EÞ, ÞS/ starf skynning. Góðar f réttir f yrir krakka: HANAEGGIN eru komin af tur Þau eru stór, stæðileg, f ull af nammi namm og með upptrekktum hana á toppnum sem hoppar og skoppar fyrir krakkana alla páskana. Eggið sem ekki verður étið upp á augnabliki. Flýttu þér að ná í hanaegg með upptrekktum hana og hanaorðu. M j ög takmarkaðar birgðir í i VÖRUHÚSID ^ >|M Auðbrekku 44—46, f # f Kópavogi. Sími 45300. fstemmning^ í Garðshorni <• GARÐSHORN 55 fossvogi sími 40500 '1E5i].v^m <& Blómaúrval Púskaliljur Páskaskraut Páskaskreytingar Kertaúrval Gleðilega páska GARDSHORN 55 fossvogi sími 40500 Opið skírdag kl 9—21. Lokað fóstudaginn langa. Opið laugardag kl. 9— 21. Lokað páskadag. Annar ípáskum: opið kl. 9—21. garðshornBB fossvogi sími 40500 y?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.