Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Blaðsíða 37
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS1983. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Atriði úr kvikmyndinni: Michael York og Brigitte Fossey sem ieikur Dinu, ásamt bömunum. —hin ótrúlega saga Martin Grey, kvikmynduð Saga Martins Grey er ótrúleg. Hann er pólskur gyðingur, fæddur i Varsjá. I Treblinka-fangabúöunum var öll fjölskylda hans líflátin. Sjálfum tókst Martin að flýja og gekk hann í Rauða herinn. Þar náöi hann skjótum frama og var aðeins tvítugur gerður að yfirmanni. Eftir stríðið flutti Martin til Bandaríkjanna og varð brátt for- ríkur af kaupsýslu. Hann eignaðist konu og fjögur börn, þau fluttu til Suður-Frakklands og framtíðin blasti viö þeim. En örlögin knúðu dyra á nýjan leik, Dina og börnin fjögur fórust í skógareldi. Flestir hefðu bugast eftir slík áföll, en Martin Grey barðist áfram. Hann stofnaði minningarsjóð Dinu Grey, sem berst gegn skógareldum og annarri umhverfismengun. Martin Grey hefur nú kvænst öðru sinni og á þrjú börn. Hann býr áfram í Suður- Frakklandi. Nú er veriö aö vinna að kvikmynd eftir hinni heimskunnu sögu Martin Grey, Eg lifi, en hún hefur komiö út á íslensku oftar en einu sinni. Það er Michael York, sem leikur Martin, en myndin er tekin í Ungverjalandi, Kanada, Frakklandi og Bandaríkj- unum. Franska leikkonan Brigitte Fossey leikur eiginkonu Martins í myndinni. 0 Þeir Michael York og Martin Grey þykja býsna áþekkir, einkum til nefsins. „Fúlbefarinn" á hjólbörur Þaö þarf engan að undra þó mönnum verði hálfbilt viö aö mæta sönnum heiðursmönnum akandi hjólbörum fyrir utan bílasölur borgarinnar. Slíkt gerist nefnilega ekki á hverjum degi. Hann Sveinn Þormóösson ljósmynd- ari rakst á þennan ökuþór fyrir utan eina bílasöluna í borginni fyrir stuttu. Ekki vitum við hvort kappinn keypli hjólbörurnar á bílasölunni, eða fékk þær í skiptum fyrir eitthvað dulítið kraftmeira. Þaö skiptir kannski heldur ekki öllu máli, því myndin er þrælskemmtileg. Sveinn sagðist vera öruggur á að kapp- inn væri með próf á hjólbörurnar því svo„fúlbefarinn” hefði hann verið með þær. Annars rif jar þessi mynd upp söguna um manninn, sem alltaf kom í toll- hliðið meö hjólbörur fullar af sandi. Að sjálfsögðu leituöu tollararnir ákaft í sandinum en fundu aldrei neitt. Er maöurinn hafði leikið petta um stund var hann spuröur að því hvers konar skrípaleikur þetta eiginlega væri. Ekki gaf hann neitt út á það. En þegar kunningjar hans komu eitt sinn í heimsókn, varð þeim brátt ljóst aö hann átti ótrúlegan fjölda af hjól- börum. Skýringin var þá komin eftir alltsaman. -JGH. Fékk hann þær ískiptum fyrir eitthvað dulitið kraftmeira? DV-mynd: S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.