Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Qupperneq 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS1983. DAGBLADIÐ-VÍSIR Úfgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiómarformaðurogútgáfustjéri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.' Framkvæmdastjáriog útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðsfoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstiómar: 84411. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF„SKEIFUNNI19. .Áskriftarverðá mánuði 180 kr..Verð.í lausasölU 15 kr. Helgarblað 18 kr. Milli tektar og tvítugs Sennilega er enginn aldurshópur jafnafskiptur í þjóöfé- laginu og unglingarnir. Börn njóta umhyggju foreldra, uppeldis og fræðslu og eru undir verndarvæng löggjafar og föðurhúsa vegna ungs aldurs og ósjálfstæðis að öðru leyti. Fullorðið fólk nýtur almennra mannréttinda, er sjálfs sín ráðandi, enda stjórnar það sjálft og ræður þeirri þjóðfélagsgerð sem það býr við. Gamalt fólk nýtur um- önnunar aðstandenda og margvísleg félagsleg þjónusta er sniðin við þess hæfi. Lofsvert átak er gert í húsnæðis- málum þess, þótt betur megi gera. En unglingarnir? Hver sinnir þeim, hvar eru þeir á vegi staddir? Aldurinn milli tektar og tvítugs er sennilega viðkvæmasta aldursskeiðið. Hálfstálpaðir unglingar á gelgjuskeiði eru að kynnast lífinu, kostum þess og göll- um, meðvitaöir um þroska sinn og kenndir, en ókunnugt um getu sína og möguleika. Öbeislaðir af fordómum en fáfróðir um refilstigu og reynslu. Heimilin gefa þeim lausan tauminn og sjálfir telja þeir sig færa í flestan sjó. Á unglingsárunum bergja flestir af hinum beiska bikar og horfa löngunaraugum til hins for- boðna ávaxtar. Freistingarnar eru margar, og örlög unglingsins geta ráðist af tilviljanakenndum félagsskap eða ómótuöum hugmyndum. Þeir sjá fyrir sér trylltan stríðsdans full- orðna fólksins kringum gullkálfinn, óhóf og örvinglan um- hverfis sig, fyrirmyndir í fáfengileikanum. Með þessu er ekki sagt að allir foreldrar vanræki ungl- ingana, né heldur að unglingar falli fyrir hverri freist- ingu. Mannlífið býður upp á gæfu og gleði ef rétt er á haldið, og sem betur fer rata margir hinn gullna meðal- veg manndóms og siðgæðis. En ekki skaðar að miðla unglingunum af reynslu, vera þeim til aðstoðar á þroskaskeiðinu og koma þeim til manns. Það vill oft gleymast og dragast þangað til við horfumst í augu við þá staðreynd að unglingurinn er sjálf- ur orðinn foreldri eða er okkur týndur í hringiðu lífsins. Þessa dagana standa fermingar yfir. Hundruðum sam- an ganga unglingarnir til altaris og játast kristinni trú. Eflaust leiðast margir hugsunarlaust til þeirrar vígslu, og veislur og gjafir verða fyrirferðarmeiri en hinn kristni boðskapur. Engu að síður er fermingin mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni að opna augu ungu kynslóðarinnar fyrir hinu góöa og jákvæða í lífinu. Inntak kristinnar trúar, kærleikurinn gagnvart náunganum, er kannski einasta haldreipið í viðsjárverðum heimi. Sá unglingur sem hugs- ar og skilur guðstrúna er betur undir framtíðina búinn. Hann hefur gott veganesti. En fermingin er tímamót í víðari skilningi. Stundum er sagt að með fermingunni sé verið að taka unglinginn í fullorðinna manna tölu. Ef til vill er það skýringin á því skeytingarleysi sem unglingunum er sýnt. Nú þurfi ekki lengur að hugsa um þá sem börn, nú séu þeir sjálfs síns herrar. Rétt er það, að unglinga á ekki að umgangast sem ómálga börn. Þeir hafa komist til nokkurs þroska þegar fermingin er afstaðin. En mjög er það misráöið að láta þá afskiptalausa eöa hrinda þeim eftirlitslaust út í hringiðuna. Unglingar þurfa á samfylgd foreldranna að halda sem félögum og förunautum. Fermingin er ekki endalok, heldur áfangi í uppeldinu, þar sem kirkjan og foreldrarnir taka höndum saman. Unglingnum má ekki gleyma, þótt okkur finnist ferm- ingarbörnin fín og fáguð og fullorðinsleg. ebs Páskahretiö ætlar aö verða með langvinnara móti núna og laugar- dagurinn var lengi aö opna blýgrá augun; fór seint á fætur, enda alhvít jörð og slippkuldi. En svo nefna menn norðanátt með sérstakri, votri kælingu, sem engin skjólföt virðast geta hamiö. Um miðja vikuna hafði orðið aö fella niður kennslu í mörgum skólum fyrir norðan og vestan. En þetta er nýr siður á íslandi; að loka skólum ef hvessir, og geta kennarar og skóla- stjórar þá ákveðið aö liggja í bælinu um hávertíðina, meðan daglauna- menn og sjómenn halda sér með annarri hendi eða báðum, við að hafa ofan í fólk. Og þetta skeður, meöan skólarann- sóknadeildir, skólasálfræðin og kennarafélögin halda því látlaust fram, að skólinn sé vinnustaður, og ekkert annað. Og markmið hans alvara. Undir þessum pilsfaldi á svo að ala upp nýja Islendinga til aö róa á vetrarvertíöum og hengja upp skreið. Eg er þó ekki alveg viss um að þessi skólastíll henti okkur alveg. Og þettaernýrsiður. Minnist ég þess til dæmis ekki, þegar ég var í barnaskóla, að lokað væri vegna veðurs, húskuldi var þó landlægur þá út af kolaleysi og báru- járnsrokvorutíð. Öldruð kona vestan úr Dölum, sem alin var upp suður á Grímsstaðaholti í Reykjavík, (þar sem nú er Fálka- gata) minntist þess nú ekki að hafa misst dag úr í barnaskóla, en hún fór með móður sinni til að horfa á búðar- glugga á nýjársdag árið 1900, þegar ný ógnaröld var að koma á fætur. Þá voru engir strætisvagnar og börnin á Grímsstaðaholtinu ösluðu snjóskafla, eða aurfláka og brutust meö storminn í fangiö í skólann, en óbyggt var þá á Melunum og þar sem Háskólinn er nú. Börnin af Holtinu höfðu svo fata- skipti í Melkoti, sem var syðsti sveitabærinn, þarna, og stóð þar sem nú er ráðherrabústaðurinn. Og svo gengu þau þann spöl, sem eftir var í skólann; þá komin í hreint. Aldrei féll úr dagur í barnaskólan- um, enda skiljanlegt, því skólinn var ekki orðinn vinnustaður þá. Þá var það líka minnisstætt, að Valdimar Kr. Jónsson prófessor sagði frá því í útvarpinu um daginn, þegar hann var í bamaskólanum í Hnífsdal. Þá var hann hvass í Hnífsdal og í einni hviðunni lyftist skólahúsið og fauk af grunninum, en bömin sátu eftir á gólfinu og héldu áfram reikn- ingi og að stafa, eins og ekkert hefði í skorist. Enda hygg ég að óvíöa séu börn útskrifuö eins vel í atvinnulif og vesturáfjörðum. Auðvitað var þetta þó guðsmildi, þama í Hnífsdal, en aðstæður eru þó um margt betri fyrir skólagöngu í vondum veðrum núna. Hlífðarföt eru betri, samgöngur betri og skóla- húsin eru úr steini. Fimmvindstiga- skólamir munu þegar fram líða stundir, því miður, skila þjóðinni innisetumönnum fyrst og fremst, ef svoheldur semhorfir. Vort skólaskip þarf því þyngri kjöl- festu, svört segl og sterka snældu undir þóftumar, eins og sagt er austurviðsanda. Meðal helstu mála, sem til umræðu voru um helgina, var búnaöarþing, þótt fáeinar vikur séu liðnar, síðan því var slitið. Ekki veit ég hvers vegna, en í mínum kunningjahópi Jónas Guðmundsson eru margir Skagfirðingar er telja hrossasvið og kýrhraun hinn mesta munað. Aðrir halda gæðinga og em í félögum, semelska hesta. Á nýafstöðnu búnaðarþingi var aöaUega rætt um hesta, enda brenna, hrossasölumál bænda einna mest á barnmörgum fjölskyldum í Reykja- vík nú um stundir, og hjá öðrum heimilum, sem rekin em undir mjólkurlögum. Á búnaðarþingi deildu menn harkalega um það, hvort selja bæri stóðhesta úr landi, eöa ekki, en meö sölu væri hugsanlegt að einhverjir í útlöndum byrjuðu að rækta íslenska hestinn, og þá í samkeppni við íslenska hrossabændur. Þótt það útaffyrir sig væri mikill léttir fyrir heimilin á mölinni, aö búnaðarþingi tókst aö greiöa úr hrossasöluvandanum, þá kom það fólki nokkuð í opna skjöldu, aö til stæði nú að byrja að rækta íslenska hestinn erlendis. Þeir sem liggja í bókum töldu, aö það heföi verið gert í áaögiskalðOár. Hrossasala til útlanda er nefnilega ekki ný búgrein á íslandi, heldur mjöggömul. I 120 ára gamalli íslandslýsingu segir maður frá Kah'fomínu m.a. á þessa leið, en hann var hér á ferð árið 1862 (stytt); „Þegar gufuskipið kemur til Reykjavíkur er eina fjörið á staönum kringum hestaprangarana. Undir eins og farþegamir eru komnir á land er tekið aö bjóöa þeim hesta. Það er jafnt á komið með flökkurum og slæpingjum alls staðar í heimin- um aö þótt þeir eigi ekki bót fyrir rassinn á sér virðast þeir alltaf eiga einhver ítök í eign af þessu tæi. Odæmilegustu mannkerti, sem hugsast geta, taka að flykkjast til gistihússins með aUar þær útsUtnu, lömuðu, höltu, blindu og fótaveiku bikkjur sem tekist hefur að hafa upp á í nágrenninu. SUkur söfnuður hefur ekki sést í neinu öðm landi. UlUiærði hesturmn hans Barnums var ekkert að sjá á móti þessum loðnu, dverg- vöxnu, meiddu, hjólbeinóttu, kið- fættu, Utlu kvikindum sem boðin eru furðulostnum feröamannUium. ÞeUn fýlgja óskiljanlegar ættartölur sem — ef þær em þýddar orörétt — hljóta að merkja aö þeir séu afkom- endur þorska og hrísrunna. Það er erfitt að sjá út aldur þeU-ra eftir stærðinni og aUar þær reglur sem hægt er að styðjast við í mati á hestum annars staðar í heiminum bregðast hér. Ég taldi suma þeUra vera um það bil fjögurra mánaða gamla en varö ekkert undrandi þegar áhorfendur, sem engra hags- muna áttu að gæta, sögðu mér að þeir væru frá tólf til fimmtán ára gamlir. Ef á að láta skepnugreyin njóta sannmælis verður að viðurkenna að það er líkt með þeim og sviðnum köttum að þeir reynast betur en ætla mætti eftir útlitmu. Þótt þeir séu ekki mikið fyrU augaö eru þeir að mmnsta kosti harögerir, Uprir og tryggir. Og það sem betra er, í landi þar sem er stundum mjög erfitt að fUina fóður éta þeir hvað sem er nema mjög hart hraungrjót og illmeltanlegt grágrýti. Vegna þessara mikilvægu kosta er aUmikið flutt af þeim tU Skotlands á hverju ári tU ræktunar og undaneldis. Tvö skip voru í Reykjavík að taka hesta þegar égvarþar.” Af þessu sjá menn, að nokkuð seint er í rassinn gripið hjá búnaðarþingi og okkur Framsóknarmönnum, að hindra erlenda ræktun á íslenska hestinum. Hann er oröinn að gæðrngi og konungsgersemi fyrir löngu, og er ræktaður í mörgum löndum. Það væri á hinn bóginn áhugavert, ef búnaðarþmg tæki landbúnaðar- mál emhvern tímann á dagskrá, svona viðhentugleika. Það myndi gleðja ómegðina fyrir sunnan. Jónas Guðmundsson, rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.