Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Side 14
14
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS1983.
A HERINN AÐ VERA?
SÍMAR FLOKKANNA?
Vilmundur Gylfason á beinni línu hjá DV
Hringingar til Vilmundar Gglfasonar, formanns midstjórn-
ar Bandalags jafnaðarmanna, bárust víðs vegar af landinu
á beinu línunni í gœrkvöldi. Sem fgrr voru það blaða-
mennirnir Ólafur E. Friðriksson, Sigurður Þór Salvarsson,
Jón G. Hauksson, Jón Baldvin Halldórsson og Kristján Már
Unnarsson, sem unnu úr spurningum og svörum. Ekki er
unnt, rúmsins vegna, að birta alveg allar spurningar og
verða fáeinar að víkja, einkum þegar spurt hafði verið
keimlíkra spurninga áður.
-óm.
Skattur á
verslunar- og
skrifstofu-
húsnæði
Magnús Halldórsson í Reykjavík
spuröi um þekkingu Vilmundar á 67.
grein stjórnarskrárinnar sem fjallar
um aö eignarrétturinn skuli vera friö-
helgur. I tengslum viö þaö vildi hann
vita hvers vegna Vilmundur heföi
staðiö aö því meö ríkisstjórninni að
framlengja skatt á verslunar- og
skrifstofuhúsnæöi eftir að hann yfirgaf
Alþýöuflokkinn en var áður á móti
honum.
Vilmundur: „Þegar við segjum að
eignarrétturinn sé friöhelgur erum viö
ekki að afsala okkur rétti til skatt-
heimtu. Þaö er lögfræðilegur misskiln-
ingur aö þessi grein stjórnarskrár-
innar feli eitthvað þaö í sér sem telst
vera upptaka eigna.
Þessi skattur var settur á 1978 og þá
var þaö Alþýöuflokkurinn og þar meö
talið ég sem stóö aö því. Alþýðuflokk-
urinn lagöi ekki til fyrr en nýverið aö
leggja skattinn niður. Viö lögöum til
fyrir tveim árum aö helminga hann.
Svo gerist þaö nú aö aðstæður
breytast. Ég skoðaöi mjög vel í vetur,
áður en ég greiddi atkvæöi mitt, hvaö
þessi skattur fæli í sér og hvort
viðkomandi starfsemi gæti staðið
undir honum með góðu móti. Mitt mat
var þaö aö hér væri um að ræða sann-
gjarna skattheimtu. Skattlagning er
eitt af þeim dapurlegu verkum sem
þingmenn veröa aö vinna, ég verö bara
að taka þaö á mig sem þingmaður.
Menn verða aö velja og hafna. Eg valdi
að styðja þennan skatt til þess að þurfa
ekki aö leggja á einhverja aðra skatta
annarsstaöar.”
Kannabisefni
Páll Daníelsson, Kópavogi, spurði
um afstööu Bandalags jafnaöarmanna
til kannabisefna:
„Bandalag ja&iaöarmanna hefur
enga yfirlýsingu gefið um þetta. En ég
persónulega tel okkur skylt, sjálfra
okkar og barna okkar vegna, að fara
mjög hægt og halda uppi ströngu eftir-
liti, eins og til dæmis fíkniefnadóm-
stóllinn hefur gert. Okkur ber aö fara
aö með fyllstu gát og halda uppi mjög
ströngu eftirliti,” svaraöi Vilmundur.
Hugarfars-
breyting
Vilmundar?
Garðar Steindórsson í Hafnarfirði
spurði Vilmund h vort hann myndi sýna
af sér jafnmikla röggsemi í baráttunni
við möppudýr og kerfiskarla og hann
geröi meðan hann var dómsmála-
ráöherra, ef hann fengi ráðherradóm
afturnú?
Vilmundur: „Bandalag jafnaðar-
manna Ieggur upp með hugmynda-
fræði sem er mjög á skjön viö
hugmyndafræði fjórflokkanna, við
leggjum til mjög róttækarbreytingará
stjómkerfinu sjálfu. Auövitaö förum
viö ekki inn í ríkisstjóm nema upp á
þau býti sem við emm aö leggja til. Að
öörum kosti gerum viö samfélaginu
miklu meira gagn í upplýstri stjómar-
andstööu.” Garöar taldi aö mikU
hugarfarsbreyting heföi oröið hjá
VUmundi síöan hann var ráöherra.
„Eg kannast nú ekki við neina slíka
hugarfarsbreytingu,” sagöi
VUmundur. „Vandinn var sá aö
þennan stutta tíma sem ég var
ráöherra var þaö í minnihlutastjóm og
fyrri helminginn stóð yfir kosninga-
barátta, seinni helminginn höföumenn
sagt af sér og þaö var nú því miður
ekki ráörúm til mikUla gjöröa en nokk-
urra þó. Ég held aö það hafi verið eins
vel unniö og efni stóöu til.”
Hvaða stefnu
varðandi
skrípaleik
álversins?
Guðmundur Jónsson, Reykjavik. Eg
vil fá að vita hvaða stefnu þú ætlar aö
halda fram varðandi skripaleUc álvers-
ins í Straumsvík og raforkusöluna tU
þeirra. Ætlar þú aö taka afstööu meö
hægri hliöinni eða þeirri vinstri?
„Mér finnst í fyrsta lagi aö
raforkuverðið tU álversins hafi veriö
og sé of lágt. En menn verða að gá aö
því aö þegar þessir samningar vom
gerðir í upphafi þá bjuggu menn viö
svolítiö viUandi upplýsingar.
Sérfræðingar héldu aö vatnsaflsorka
væri aö syngja sitt síðasta og kjam-
orka væri aö taka viö. Og við þessar
aðstæður hafa menn samiö um lægra
verö, en seinna reyndist rökrétt.
I öðm lagi finnst mér ekki skynsam-
legt, aö samningsmál við erlenda aðila
sé dregiö inn í kosningabaráttu.
Hvað varöar þessi mál öll vU ég
ítreka að ég tel aö þaö eigi að reyna
samningaleiöina til þrautar og með því
er ég engan mælUcvaröa aö leggja á
efni málsins. En samningaleiðina
skulum viö ávallt reyna tU þrautar.”
Ekki höft né
skömmtun
Gunnar HaUdórsson í Reykjavík
spurði hvort Bandalag jafnaöarmanna
væri tilbúið aö berjast gegn innflutn-
ingi á þeim erlendum vamingi sem
hægt væri aö framleiða hér á landi, svo
sem fatnaði, sælgæti og tUbúnum
einingahúsum.
VUmundur: „Við segjum í okkar
drögum að málefnagrundvelU aö
viðskiptahöft og skömmtun skuli ekki í
lög leiöa. Þessari spurningu eins og þú
leggur hana upp hlýt ég því aö svara
neitandi.
Ástæöan fyrir því er mjög einföld.
Við höfum reynt hér viöskiptahöft.
Viðskiptahöft þýöa þaö aö í einhverja
nefnd fara þrír eða fimm einstakUngar
og þeir fara aö ákveða þaö hvað fólkið í
landinu þarf og hvaö það þarf ekki.
Þeir fara væntanlega aö ákveöa þaö
hvaö þeir þurf i ekki sjálfir og meta þaö
svo aö aörir þurfi þaö ekki.
Eg hitti einn sUkan mann um daginn,
sem var aö tala fyrir innflutnings-
höftum. Og ég spurði hann hvaöa
vöruflokk hann vUdi fyrst setja á
haftaskrána. Hann nefndi snyrtivörur
kvenna. Nú er þaö augljóst aö hann
notar sennilega ekki mikiö af snyrti-
vömm kvenna. Þetta segi ég aðeins tU
undirstrikunar því hvert haftastefnan
leiöir okkur.
Þaö er alveg augljóst að vaxtar-
broddurinn í okkar atvinnulífi á næstu
árum verður í miölungs- og smærri
iðnaði. Þaö veröur aö skapa honum
sömu skilyröi og öörum innlendum at-
vinnurekstri og eins að hann veröi ekki
undirboöinn af innflutningi, af vam-
ingi sem er niðurgreiddur í fram-
leiöslulandinu. Þetta er okkar stefna,
en við erum algjörlega öndverö
innflutningshöftum.
Leiðin til aö vemda íslenskan iðnaö
er ekki sú aö setja boö og bönn, heldur
aö prédida fyrir fólki aö kaupa inn-
lendan varning og styöja þannig
innlenda starfsemi.”
Samstarf
með hverjum?
Jón Trausti Markússon, Búðardal,
spuröi hvaöa tryggingu væntanlegir
kjósendur Bandalags jafnaöarmanna
hefðu fyrir því aö Bandalag jafnaöar-
manna gengi ekki til stjómarsam-
starfs „viö hiö ömurlega fyrirbæri í ís-
lenskri pólitík sem Alþýöubandalag
nefnist”:
„Svariö viö þessu er í sjálf u sér sára-
einfalt,” sagöi Vilmundur. „Trygging-
in sem væntanlegir kjósendur Banda-
lags jafnaöarmanna hafa fyrir því
hvemig fulltrúar þess hegöa sér næstu
misserin felst í málefnagmndvelli
þess. Viö erum aö leggja til mjög rót-
tækan uppskurð á stjórnkerfinu
annars vegar og hins vegar mjög rót-
tækan uppskurö í efnahagskerfinu sem
felst í afskiptaleysi ríkisvalds af
samningum. Þetta er það sem við
munum leggja til gmndvallar í þeim
eftirleik sem þú ert aö tala um.
Enn sem komiö er er flokkakerfið
okkur mjög fjandsamlegt og ástæðan
fyrir því er væntanlega sú að þeir vita
sem er aö þegar veriö er að tala um
aðskilnað löggjafarvalds og fram-
kvæmdavalds þá er auðvitað veriö að
draga úr hinum óeölilegu völdum
flokkanna yfir peningakerfinu og
skömmtunarkerfinu. Viö munum
auðvitað ekki semja viö nokkum aðila
á hans forsendum. Viö viljum semja á
okkar eigin forsendum. Ef enginn af
flokkunum fjómm er tilbúinn aö semja
á þeim forsendum sem getiö er um í
drögum að málefnagrundvelli
Bandalags jafnaöarmanna þá gemm
viö áreiðanlega þessu samfélagi mest
gagn meö því að vera næstu misserin í
ábyrgri stjómarandstöðu þar sem viö
munum halda áfram meö okkar
hugmyndafræði, hafa áhrif á löggjöf-
ina í landinu. Og öruggt er eitt: Við
munum hegöa okkur sjálf í samræmi
viö þaö sem við erum aö leggja til aö
menn hefði sér í stjórnkerfinu, vítt og
breitt,” sagöi Vilmundur.
Krukkað
ílistanná
Reykjanesi?
Pétur Bjamason, Vestmannaeyjum.
Vegna hvers var því breytt, sem
uppstillinganefnd í Reykjaneskjör-
dæmivildigera?
„Því var ekki breytt. Máliö er þaö,
aö við eram níu vikna gömul samtök og
við unnummeö þeim hætti, aö sá hópur
sem stóö aö stofnun Bandalagsins,
nefnilega miöstjóm þess, og plús tveir
menn frá hverjum þeim hópi, sem
hafa gengið til liðs viðBandalagiö, sá
um uppstillingar aö þessu sinni. Og
hvernig eigum viö að fara öðruvísi aö,
níu vikna gömul samtök. Þetta var
okkaraðferö.”
Blaðastyrkir
Höskuldur H. Dungal, Reykjavík,
spuröi hvort þaö væri stefna Banda-
lags jafnaöarmanna aö ríkið héldi
áfram aö niöurgreiöa Morgunblaðið,
þaö er aö halda áfram aö greiöa ríkis-
styrki til Árvakurs og því um líkt, þrátt
fyrir hagnaö af rekstri slíkra útgáfu-
fyrirtækja. „Með ööram oröum: Telur
þú Morgunblaðsmenn sem þiggja
ríkisstyrki „sjálfstæöismenn”?”
„I málefnagmndvelli Bandalags
jafnaöarmanna er engin afstaða tekin
til þessara blaðstyrkja sem þú nefnir.
En ef þú værir aö spyrja mig persónu-
lega þá hef ég, síðan ég kom á þing árið
1978, greitt atkvæöi gegn þeim,”
svaraði Vilmundur.
Endurgreiðsla
lántakenda
Ömar Kristvinsson í Hafnarfirði
sagöi aö sér virtist nú svo komið að
lántakar borguðu meira en verðgildi
fengins láns til baka og spuröi um álit
Vilmundaráþví.
Vilmundur: „Þaö nær ekki nokkurri
átt þegar menn em að greiða til baka
rétta vexti aö launavísitalan er skert
miklu meira. Þá er þessi stefna komin
í ógöngur. Við leggjum til að þegar
samiö er um kaup og kjör þá gerist það
meö frjálsum hætti og án afskipta
ríkisvaldsins. Sé þessari stefnu
framfylgt, en til þess þarf auðvitaö
hugrakkt ríkisvald, þá gerast ekki
þessir hlutir. Annað það sem
gleymdist í útfærslu vaxtastefnunnar,
var að taka húsnæöislánakerfið út
fyrir sviga, því þaö rekur sig aldrei á
markaðsvöxt. Viö 80—90% veröbólgu
er þaö dýrslegur slagur sem fram fer
um fjármagnið. Þær hugmyndir sem
Bandalag jafnaöarmanna er með
miða aö því aö úr þessu sé dregiö og viö
skulum sjá hvemig til tekst.
Launa-
jöfnuður?
Þráinn Stefánsson, Akureyri, spyr:
Mun Bandalag jafnaöarmanna stuðla
aö meira jafnvægi milli lægstu og
hæstulauna?
Vilmundur: Þaö sem viö leggjum
áherslu á í launamálum er í fyrsta lagi
aö samningar skuli fara fram án
afskipta ríkisvaldsins. Þetta gildir um
alla samninga nema auðvitað þá sem
ríkiö gerir viö sitt eigiö starfsfólk.
Þetta þýðir þaö, aö því er varðar
launabil og aöra slíka hluti, aö þeir
standa upp á þá aðila er samningana
gera. Önnur grundvallarregla okkar er
sú að í vaxandi mæli veröi fólki heim-
ilaö að semja um kaup og kjör inni í
fyrirtækjunum. Alls staöar þar sem
þetta hefur veriö reynt, bæði erlendis
og hérlendis, sýnir reynslan aö þetta
hefur meiri launajöfnuö í för meö sér.
Kosninga-
aðferðir?
Guðmundur M. Guðmundsson, Hafn-
arfirði, spyr: Hvert er álit þitt á tillög-
um Magnúsar Magnússonar um aö
kjósandinn raöi sjálfur upp listanum í
kjörklefanum?
Vilmundur: Viö í Bandalagi jafn-
aöarmanna viljum ganga mun lengra.
I fyrsta lagi aö kjósandinn geti merkt
viö raöaðan lista ef hann vill. I ööru
lagi aö hann geti merkt viö einstakling
einhvers staöar af listanum og í þriðja
lagi aö hann geti merkt viö svo marga
einstaklinga sem honum sýnist, allt
upp í tölu kjörinna fulltrúa. I því tilviki
á hann aö geta merkt þvert af listun-
um.
Misjafnt
orkuverð
Steinar Hreiðarsson á Seyðisfiröi
spurði Vilmund hvort hann teldi eðli-
legt aö fólk úti á landi byggi viö fjór-
faldan orkukostnaö miðað viö þaö sem
væri í Reykjavík. Og í framhaldi af
því, hvort honum fyndist allt í lagi aö
alþingi hefði samþykkt gjald til að
jafna þennan kostnaö en röcisstjórnin
síðan eytt fénu í annað?
Vilmundur: „Þaö er engin ein lausn
til á þessum orkujöfnunarmálum.
Auðvitað er þaö dapurleg staöreynd aö
mismunurinn á húshitunarkostnaöi er
eins mikill og raun ber vitni. Vandinn
er hversu langt eigum við aö ganga til
orkujöfnunar og hvernig eigum viö aö
fara aö því. Orkujöfnun upp aö
ákveönu marki er eðúleg.” Sem svar
við síðari Uðnum sagði VUmundur að
óeðUlegt væri að peningar væru eyrna-
merktir í tiltekin verkefni en notaðir í
eitthvað annaö.