Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Qupperneq 18
18
19
Tilboð óskast
í BMW 520 i árg. 1982, skemmdan eftir
umferðaróhapp. Bifreiöin verður til
sýnis aö Dugguvogi 9—11, Kænuvogs-
megin, í dag og á morgun.
Tilboðum sé skilað eigi síðar en þriðju-
daginn 5. apríl.
SJÓVÁ-TRYGGINGARFÉLAG
ÍSLANDS H.F.,
SÍMI82500.
Laus embætti
sem forseti íslands veitir:
Eftirtalin embætti héraðsdýralækna eru laus til umsóknar:
Embætti héraðsdýralæknis í Barðastrandarumdæmi.
Embætti héraðsdýralæknis í Kirkjubæjarklausturs-
umdæmi.
Embætti héraðsdýralæknis í Strandaumdæmi.
Embættin verða veitt frá 1. júní nk.
Umsóknir sendist landbúnaöarráðuneytinu, Arnarhvoli, og er
umsóknarfrestur til 30. apríl nk.
LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ,
23. mars 1983.
PLÖSTUN
PLÖSTUM VINNUTEIKNINGAR,
VERKLÝSINGAR, VOTTORÐ,
MATSEÐLA, VERÐLISTA,
KENNSLULEIÐBEININGAR,
TILBOÐ, BLAÐAÚRKLIPPUR,
VIÐURKENNINGARSKJÖL, UÓSRITUNAR-
FRUMRIT OG MARGT FLEIRA.
STÆRÐ: BREIDD ALLT AÐ 63 CM.
LENGD ÓTAKMÖRKUÐ.
OPIÐ KL. 9-12 OG 13-18.
LÆKJARGÖTU 2, NÝJA-BlÖHÚSINU S 22680
« núiar vörur irá þVska
■ • w 1__
Kápur
kjólar
dragtir
buxur
blússur
m í
nýiustu
vor- og
sum
arVitunum
rískuverslunín
Laugavegi118
Sími28980
Menning
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS1983.
Menning Mennin
Blásaraflokkur
í fremstu röð
Kammermúsíkklúbburinn. — Tónleikar í Nes-
kirkju 20. mars.
Flytjendur: Blásarakvintett Reykjavíkur ásamt
Gísla Magnússyni.
Efnisskrá: Samuel Barber: Summer Music;
Carl Nielsen; Kvintett op. 43: Wolfgang Ama-
deus Mozart: Kvintett fyrir planó, óbó,
klarínettu, horn og fagott I Es-dúr, KV 452.
Blásarakvintett Reykjavíkur hefur
starfað nú um tveggja vetra skeið og
hefur á þeim skamma tíma haslað sér
völl sem ein besta kammersveit á
Islandi. Svo einkennilega vill samt til,
að þrátt fyrir frábæran blástur hafa
þeir félagamir ekki fyrr en nú leikið
fyrir „eðlilegan” fjölda tónleikagesta.
Hvort hér er um leifar af fordómum
eða bara óheppni að ræða, treysti ég
mér ekki til að segja um. En einhvem
veginn er það samt svo, að blásarar
laða ekki til sín áheyrendur til jafns við
strengjaleikara, þótt frábærirséu.
Samleikur ræktaður
af alúð
Það þarf ekki að orðlengja að tón-
leikar Blásarakvintetts Reykjavíkur
vom frábærir. Fyrsta verkið var
Summer Music, sú fagra, en erfiða
músík Samuels Barber. Hér var hún
leikin í fyrsta sinn á Islandi og þykir
mér miður að þess skyldi ekki sér-
staklega getið í efnisskrá, sérstaklega
Tónlist
Eyjólfur Melsted
þar sem Kammermúsíkklúbburinn fer
jafnan nákvæmast og réttast allra meö
upplýsingar um verkin og þeirra gerð
á sínum prógrömmum. Eftir Summer
Music léku félagamir eitt mesta stór-
virkitónbókmenntanna fyrir blásara-
kvintett, Kvintett Carls Nielsen. Þeir
hafa leikið hann fyrr og leikið hann
vel. Margir teldu það glæfraspil, aö
leggja til atlögu við Nielsen-
kvintettinn næst á eftir Summer
Music. En ekki var það að merkja á
leik félaganna. Samleikinn rækta þeir
félagar af alúð. Gott dæmi um hann er
hvernig heildarstyrkur hópsins helst
jafn þótt styrkleikahlutföll innbyrðis
breytíst og allar breytingar í hraða og
styrk ganga jafnsnurðulaust fyrir sig
og h já einum manni væri.
Mozart skiptir flautunni út fyrir
píanó í kvintetti sínum, einu af til-
tölulega fáum verkum hans í Es-dúr.
Þetta er afar viökvæm músík og erfitt
að gæta jafnvægis milli slaghörpu og
blásara. Hér tókst það vel, enda af-
bragðs músíkantar að leik. Flygill
Neskirkju er þó full harður og hygg ég
að leikurinn hefði fallið enn betur
saman með mýkra hljóðfæri. En harka
píanósins var líka það eina sem ég (og
ég vænti fleiri) var ekki fullkomlega
ánægður með á þessum ágætu tónleik-
um.
-EM.
Menning
Menning
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS1983.
B/ásarakvintett Reykjavíkur ésamt Gís/a Magnússyni pianó/eikara. Á myndinni er Gis/i sá eini sem er
„óvopnaóur", enda dapurá svip.
Tvær lygaherf erðir—fyrri grein
Gegn friðar-
hreyfingunum
Fyrir rúmu ári var því slegið upp í
fjölmiölum um gervallan hinn vest-
ræna heim, er ungur Dani var hand-
tekinn í Kaupmannahöfn. Hann var
ásakaður um njósnir í þágu Rússa.
En það sem mest áhersla var lögð á,
var aö hann væri í forystusveit
„dönsku friðarhreyfingarinnar” og
sýndi með njósnabrötti sínu og nán-
um kynnum við tiltekinn sovéskan
sendiráðsmann, að þeir höfðu rétt
fyrir sér sem afgreiddu friðar-
hreyfingarnar í Evrópu sem ómark-
tæka Rússadindla. 1 skosku dagblaöi
var þessi ungi Dani meira að segja
formaður „dönsku friðarhreyfing-
arinnar”.
Þetta var hvalreki. Arne Herlöv
Pedersen varð á örskömmum tíma
lifandi sönnun þess sem Moggar
Vesturlanda höfðu haldið fram; að
tilgangur friðarhreyfinga þeirra sem
þá höfðu náð gífurlegu fylgi í Evrópu
væri sá einn að undirbúa jarðveginn
undir komu Rússanna með því að
gera Vestur-Evrópu varnarlausa.
Og ekki skorti sönnunargögnin:
Ame Herlöv hafði þegið aö gjöf
margar flöskur af vodku f rá vini sín-
um, sendiráðsritaranum, þar á
meðal níu á einu bretti; hljóm-
flutningstæki líka, auk þess sem í
skrifborösskúffu hans hafði fundist
nafnspjald KGB-agents. Ofan á allt
annað hafði um langt skeið verið
fylgst meö ferðum Rússans og sími
Ame Herlövs hleraður, og þá kom í
ljós að sá rússneski hafði oft hringt
úr símaklefum Kaupmannahafnar
og heimsótt síðan hinn danska
kunningja sinn grunsamlega oft eftir
að hafa boöað komu sína á þann hátt.
Og það í sendiráðsbíl svo að ekkert
fór á milli mála hver var á ferðinni.
Kjaflarinn
i
Haukur Már Haraldsson
öll þessi magnþrungnu sönnunar-
gögn voru tíunduð í fjölmiðlum, og
margfalt fleiri raunar sem ekki
veröa tínd til hér. Stórar myndir voru
birtar og hreint ekki legið á þeirri
staöreynd að þama færi enn af
höfuðpaurum friðaraflanna. Danski
innanríkisráðherrann fullyrti meira
að segja í viðtali við sjónvarpið að
enginn efi væri á sekt Ame Herlövs,
— á heimili hans heföu fundist enn
frekari sannanir, þannig aö ekkert
færi á milli mála, Lagt hefði veriö
hald á margvísleg skjöl, rituð á rúss-
nesku.
50 krónur í gíró
1 janúar 1982 hitti ég Arne Herlöv
Pedersen í Kaupmannahöfn, fyrir
milligöngu sameiginlegs kunningja
okkar sænsks, sem ég var með á
fundi friðarhreyfinga í Evrópu og N-
Ameriku þar í borg. Þá var mesti
æsingurinn farinn úr fjölmiðlun-
um og niðurstöðu rannsóknarinnar
beðið. Við þremenningarnir eyddum
saman kvöldi á hótelherbergi, þar
sem Arne Herlöv sagði okkur hinum
frá gangi málsins. Og það verður að
segjast eins og er, að ég hef sjaldan
orðið eins undrandi. Það var augljóst
eftir því sem á frásögnina leið, að
hér var á ferðinni þaulhugsuð á-
róðursherferð gegn friðarhreyfing-
unum, byggð á svo fáránlegum
sökum aö um hreint hneyksli hlyti að
verða að ræða þegar yfir lyki.
Astæðuna fyrir því að hann varð
fyrir valinu taldi Arne Herlöv vera
þá, að hann væri þekktur
kommúnisti og umgengist mjög bæði
Rússa og Norður-Kóreumenn, auk
þess sem hann hefði ferðast mikiö
handan jámtjaldsins og talaði
rússnesku að auki. Hefði jafnvel
unniö að þýðingum úr því máli.
• .. hér var á ferðmni þaulhugsuð á-
róðursherferð gegn friðarhreyfingunum,
byggð á svo fáránlegum sökum að um hreint
hneyksli hlyti að verða að ræða þegar vfir
lyki.”
J
Hin umdeilda handtaka Danans, Arne Herlöv Pedersen.
Það kom f ram hjá Arne Herlöv aö
hann haföi aldrei verið félagi í nein-
um friöarsamtökum, í Danmörku
eða utan; þaöan af síður forystu-
maður slíkra samtaka. Hann minntist
þess að hafa einu sinni greitt 50
króna gíróseðil sem sendur hafði
verið til hans í fjáröflunarskyni af
Samstarfsnefndinni um frið og
öryggi, sem er eins konar regnhlíf-
arsamtök þeirra ótalmörgu samtaka
sem vinna að friðarmálum í Dan-
mörka Aö auki hafði hann verið í
sex-manna leshring sem kom saman
ööru hverju og f jallaði um ýmis mál,
þar á meðal afvopnunarmál. Þar
með voru afskipti hans af friöar-
málum upptalin.
Vinátta og vasaútvarp
Arne Herlöv hafði verið mikill
vinur eins af sendiráðsriturum
sovéska sendiráðsins í Kaupmanna-
höfn, eins og fram kom Iiér að
framan, og það var það eina sem
stóðst í ákærunum á hendur honum.
En þá vaknar spurningin: Síðan
hvenær varðar það við lög að eiga
viniaf einhverju tiltekni þjóðemi?
Þessi vinur hans hafði oft komið í
heimsóknir á heimili Arne Herlövs,
gjaman með veigar í farangrinum
Kom jafnvel þó nokkuð oft fyrir að
hann gisti. Sendiráösbílnum var þá
lagt fyrir framan húsið, með CD-
merkinu og öllu tilheyrandi, þannig
að ljóst mátti vera að þarna var ekki
um neina leynifundi að ræða.
Þegar Ame Herlöv og
sambýliskona hans ákváðu að ganga í
hjónaband á árinu 1981, buðu þau
fjölmörgum gestum til veislu, þar á
meðal þessum rússneska vini sinum.
Hann kom færandi hendi í
brúökaupsveisluna; níu flöskur af
vodku lagði hann til samkvæmisins,
en auk þess gaf hann dóttur þeirra
hjóna vasaútvarp í tilefni dagsins.
Það var einmitt þetta vasaútvarp
dótturinnar sem í fréttum frá lög-
reglu hét hljómflutningstæki og var
orðið að miklum stereo-græjum í
f jölmiðlum áður en yfir lauk.
Nafnspjald og glósubækur
Við leit lögreglunnar á heimili
Ame Herlövs fannst nafnspjald í
skrifborðsskúffunni. Á spjaldið var
prentað nafn eins af starfsmönnum
sovéska sendiráðsins sem komið
hafði í heimsókn og gefið hús-
ráðendum spjaldið eins og gengur.
Undir nafn mannsins var vélritaö
skýrt og greinilega; KGB-AGENT.
Hvílík himnasending! Lögreglan
þurfti ekki frekari vitnanna við; hér
hafði KGB-spæjari komið og sekt
húsráöanda lá því ljós fyrir. Sú
staðreynd virtist hins vegar ekki
flækjast fyrir lögreglunni, að það erí
meira lagi hæpið að njósnarar
yfirleitt — KGB, CIA eða hverrar
annarrar þjóöar sem verkast vill —
gangi með nafnspjald með sh'ku
starfsheiti. Enda kom í ljós að ein-
hver kunningi Arne Herlövs hafði séð
þetta nafnspjald á skrifborðinu,
stungið því í ritvélina sem þar stóð
ogvélritaö KGB-AGENT.
Loks er að geta allra þeirra skjala
á rússneskri tungu sem upptæk höfðu
verið gerð á heimili þeirra
Pedersens-hjóna. Það kom í ljós, að
þarna voru þéttskrifaöar stíla-
kompur á þessu torskilda, austræna
máli, — glósubækur frúarinnar frá
því hún lagöi stund á rússneskunám!
Fjölmiðlarnir þögðu
um niðurstöðurnar
Þannig stóð ekki steinn yfir steini í
ásökunum á hendur Arne Herlöv
Pedersen um njósnir. En tilgangi
herferðarinnar var hins vegar náð.
Friðarhreyfingarnar höfðu orðið
fyrir álitshnekki, tímabundnum að
vísu víðast hvar, en álitshnekki eigi
að síöur. Og sá var tilgangurinn.
Ég beiö þess meö nokkurri á-
ferg ju að heyra sagt f rá niðurstöðum
rannsóknarinnar á máli Arne
Herlövs hér heima, ekki síst vegna
þess að mál hans haföi óspart verið
notaö af fjölmiðlum til aö koma
höggi á friðarhreyfingamar. Einnig
hlaut það að vera fréttnæmt að rétt-
arhneyksli á borð við þetta kæmist
upp í einu hinna vestrænu lýðræðis-
ríkja.
Ekki aldeilis. Ég hef ekki orðið
þess var, að í eitt einasta skipti hafi
verið minnst á þá staöreynd í
íslenskum fjölmiðlum, að fyrir
tæplega ári var Arne Herlöv leystur
undan öllum grun og ákærum á
hendur honum vísað frá. Þá þögöu
íslenskir fjölmiðlar, háðir sem
óháöir, hægri sem vinstri. Þeirra
áhugamál var að sverta þau öfl sem
af einurð og með vaxandi afli hafa
barist gegn auknum vígbúnaði Nató-
landanna í Evrópu. Sannleikurinn
skiptiþá ekki máli.
Þetta mál rifjaðist upp fyrir mér í
Kaupmannahöfn nýlega, þegar ég
las í einu dagblaðanna þar um brott-
vísun eins af starfsmönnum sovéska
sendiráösins þar í borg, fyrir
iönaðarnjósnir. Þá viðhafði einn af
yfirmönnum lögreglunnar þau orð
um það mál, að „við höfum pottþétt-
ar sannanir í þessu máli, — hér er
ekki um neitt Ame Herlöv-hneyksli
að ræða”. Frekari vitnisburðar er
ekki þörf, þótt vitanlega hafi þessi
ummæli farið framhjá f jölmiðlum á
Islandi.
En upprifjun þessi leiðir einnig
hugann að annarri lygaherferð sem
enn er í fullum gangi. Það er á-
róðursherferðin gegn Búlgariu, sem
rædd verðurograkinsíðar.
Haukur Már Haraldsson,
blaðafulltrúi ASl.
Verkstæði —
varahlutaverslanir
Motorcraft
TRAUST MERKI - TOPP GÆÐI.
SUPER
AGR 22C
Motorcraft er eirtn af
stærstu bíl-
kertafram/eiðendum heims.
Vegna hagstæðra samninga
getum við nú boðið
motorcraft kerti á
mjög hagstæðu
verði í allar
tegundir bíla.
Heildsölubirgðir.
ALMENNA
VARAHLUTASALAN S.F.
Skeifunni 17. Reykjavík. Símar 83240/41
Nú geta allir
eignast stórkostlegan örbylgjuofn frá
TOSHIBA ER—562 KR. 7.555.
og sparað tíma og verulegar fjárhæðir í mat
og orkukostnaði
Toshiba er stærsti framleiðandi heims á örbylgjuofnum og
búnaöi fyrir þá. Tækninýjungar koma frá Toshiba, — það
nýjasta, DELTAWAVE dreifing, gefur þér besta fáanleg-
an árangur í matseld og bakstri.
Þjónusta sem þér býðst ekki betri. Þú færð íslenskan
leiðarvísi að ofninum, matreiöslubók og þér er boðið á mat-
reiðslunámskeið hjá Dröfn H. Farestveit hússtjórnar-
kennara, menntaðri ítilraunaeldhúsi Toshiba í Englandi. Á
námskeiöinu færðu fullkomin kennslugögn og uppskriftir á
íslensku — Já, þetta allt stendur þér til boöa án auka-
kostnaöar.
Verö og kjör bjóðast ekki betri:
Toshiba E R—562 kr. 7.500 — útborgun
kr. 2.000 og eftirstöövar kr. 1.500 á
mánuði
(að viðb. kostnaði).
Sláðu nú til og vertu velkominn
íhóp ánægðra
Toshiba eigenda örbylgjuofna
EINAR FARESTVEIT & CO.
Bergstaðastræti 10 A Sími 16995
HF.