Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Síða 30
30 DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS1983. Trésmiðir — tilboð Tilboð óskast í umskiptingu á þakjárni og tilheyr- andi á blokk. Upplýsingar gefur Tryggvi Gunnarsson í síma 16461. Bflkrani Bílkrani óskast ca. 35 tonna. Upplýsingar um kranann, verð og fleira, leggist inn á DV merkt „Bílkrani” fyrir 5. apríl. SUÐURVERI SIMI 38890 OKKAR VINSÆLA fyrir veisluna Opið alla páska- helgina Munið rétt dagsins í hádeginu virka daga 20-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓFATNAÐI FRAM AÐ PÁSKUM Einnig Kr. 216,- Scholl sjúkraskrór. Kristín Gunnarsdóttir fótasérfræðingur ÁLFTAMÝRI 1-5. - SÍMI 31580 | ATH. í HÚSI BORGARAPÓTEKS VIÐTAUÐ: Myndlist sjötta áratugarins nokkurs konar olíufélag —segir Jónas Guðmundsson Sýningar mínar eru orönar býsna margar, ekki síður erlendis en hér heima” — sagöi Jónas Guðmunds- son sjómaður, myndlistarmaöur og rithöfundur og fleira. „Þann 31. mars opna ég sýningu í Eden. Þar verð ég að mestu með vatnslita- myndir en líka eitthvað í olíu. Á síðasta ári sýndi ég einnig í Eden og síðan í Luxembourg. Stjórnvöld í Luxembourg buðu mér að sýna þar, í ráðhúsinu. Þess vegna gat ekki verið um sölusýningu að ræða. En sýningin fékk góðar undirtektir svo ég hafði ánægju af þessu. Mér hefur löngum þótt vænt um sjóinn og það er svona veltingur í mörgum þessara mynda, þama fyrir austan, á sýningunni sem ég verð með núna. Við uppbygginguna er líklega notuð þessi hnefaalin, sem tíðkaðist viö skipasmíöi austur við Sandana. Sumir hafa spurt mig, af því að ég var nú svo lengi til sjós, hvort þetta sé einhvers konar framhald af sjó- mennsku. Og ég er nú ekkert frá því að svo sé. Jafnvelf þótt liðinn sé svona rúmur áratugur frá því aö ég hætti á sjó, þá hefur hugurinn haldið áfram að snúast um sjóinn. — Eg hætti sjómennsku fertugur, var þá á Grænlandshafi, hjá Konungsverslun- inni. Við eigum lítiö hús austur á Eyrar- bakka. Það er hálfgert Freeport hjá mér, svona í gamansömum skilningl Mér líður illa ef ég kemst ekki í nám- unda við sjóinn og brimhljóðið um hverja helgi. Ég tel mig samt vera Reykvíking, þótt ég sé þarna nú með annan fótinn, en Sunnlendingar og Eyrbekkingar hafa gert mér afskap- lega mikið gott. Ég hef þó lítið gert á móti og ætti þess vegna kannske að sitja á þingi fyrir Framsókn í kjör- dæminu. Ég hef oft verið spurður að því hvað ég hafi stundað myndlist lengi. Það er nú hálfgerð píslarsaga. Ég byrjaði að mála mjög snemma. Áhugann fékk ég í gagnfræðaskóla. Þar var kennari sem endilega vildi að ég færi í myndlistarskóla. Nú, ég fór því í handíða- og myndlistar- skóla, sem Lúðvík Guömundsson var með. Þar var ég með Braga og Erró og ýmsum frægðarmönnum og Jón Engilberts kenndi þama. Þetta var á s jötta áratugnum og þá var afskaplega mikill klausturlifn- aður í myndlistinni. Hún var eigin- lega nokkurs konar olíufélag nokkurra manna. Þeir, sem ekki vildu vera í olíufélaginu hjá Þorvaldi Skúlasyni og Vaitý og þessum vinum mínum, þeir eiginlega áttu ekki nokkurra kosta völ nema þá að ráða sig i heimskautaleiðangra eða til Grænlands á togara. Svoleiðið að ég fór bara eftir einn vetur. Ég haföi þó alltaf sama áhugann og ég notaði fyrstu peningana, sem ég vann mér inn á togara, til þess aö kaupa höggmynd eftir Ásmund Sveinsson. — Það var talið eiginlega verra en að vera drykkjumaöur aö vera aö verja kaupinu sínu í „þetta”. Ég losnaöi aldrei frá fegurðinni og aðdáun á henni og var aö föndra viö þetta. Þaö var hægt að skrifa til sjós. Maður gat haldið sér með annarri hendinni, á þessum koppum, og skrifað með hinni. Ég skrifaði mikið en ég lagði ekki í að máia. Það hefði verið alveg ómögulegt og mjög illa liöið. Þegar ég var á Grænlandsfarinu var ég oft langdvölum í Kaupmanna- höfn og þar kynntist ég mörgum málurum sem voru þama við nám. Það varð til þess að ég byrjaði fyrir alvöru aftur. Ég fór eina tólf leið- angra á ísbrjóti, eða ísstyrktu skipi, fyrir Konunglegu Grænlandsverslun- ina og þá f ór ég að teikna aftur. Allt var leyfilegt Þá haföi þetta líka breyst. Olíu- félagið hafði ekki lengur einkaumboð fyrir myndlist. Það var komið eitt- hvert vor í loftið og allt var leyfilegt. Sumum fannst jafnvel nóg mn. Það voru þó fleiri en ég, sem liöu fyrir þetta strangtrúartímabil, til dæmis Kjartan Guðjónsson og ýmsir flinkir menn; flinkir teiknarar. Þeir nutu sín ekki í þessu klausturhaldi. Hins vegar má segja að á móti hafi komið, að Þorvaldur Skúlason og Valtýr og Svavar Guðnason og þessir menn náðu þessu staðnaða Þing- valla- og Hjálp-í-Þjórsárdal-kerfi út úr myndlistinni. Aður fyrr var þetta þannig, að til þess að vera fullgilt verk, varð mynd helst að vera frá Þingvöllum og máluð með olíulitum. Þessir menn gerðu því mikið gagn. Þeir gáfu þjóðinni eiginlega ný augu. Þegar voraði í þessum efnum, þá langaði mig til þess að taka upp þráöinn aftur og læra meira — þótt ég hafi alltaf haft afskaplega litla trú á listaskólum vegna þeirra von- brigða sem ég varð fyrir. Listaskólar eru þó að því leyti góðir, að þú þarft ekki sjálfur að uppgötva lögmálin. Van Gogh kenndi sér þetta allt að vísu sjálfur og gekk ágætlega, eins og allir vita. Hins vegar sér maður oft galla í myndum sem augljóslega staf a af þekkingarskorti. Jæja, ég fór til Miinehen og ætlaði að læra grafík. Ég komst þó fljótt að því að næst því að vera öskukarl eða bifreiðavirki þá er grafikin — maður er útataður upp fyrir haus alla daga. Og þó að ég sé nú ekkert svona sérstaklega penn frekar en aðrir sjómenn, þá eru vissir hlutir sem ég þoli ekki. Ég þoli ekki svona smur- olíu og malbik, né ýmis eiturefni, sem notuð eru í grafíkinni, og ég þoli heldur ekki pastel, svo ég hætti i grafík. Þá fór ég að læra meðferð vatns- lita hjá Rudolf Weissauer. Hann var þá hættur reglulegri kennslu en var með námskeið víða um Þýskaland. Hann er afskaplega fínn teiknari og ég fór að læra hjá honum 1974. MagnúsTorfi hjálpaöi mér til þess. Weissauer var afbragðs vatnslita- málari... Þar komst ég að því að sú tækni, sem við Islendingar notuðum, var bara ekki notuð lengur. Við máluðum eins og enskar kerlingar. Þarna lærði ég tækni, sem þeir kunna til dæmis Hafsteinn Austmann og fleiri góðir menn, svokallaða ameríska tækni. Það er kannske grafískari úr- vinnsla með vatnslitum heldur en áður þekktist. Fyrir vikið verð ég nær ein- vörðungu með vatnslitamyndir á þessari sýningu minni í Eden en hef þó með örfáar olíumyndir, ef ein- hverjir forngripir skyldu nú koma þarna inn, sem telja þetta ekki lög- lega sýningu nema þar séu olíu- myndir.” -FG. „Ég hafði þó alltaf sama áhugann og óg notoði fyrstu peningana, sem óg vann mér inn á togara, tii þess að kaupa höggmynd eftir Ásmund Sveinsson."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.