Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Side 34
34 DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS1983. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL HEFND GULA SKUGG- ANSOG FLEIRI RIT Hver man ekki eftir því aö hafa horfið á vit ævintýranna meö krakka- hóp sem leysti hverja leynilögreglu- gátuna á fætur annarri. Eöa eigum viö aö nefna burstaklippta, dökkhærða Frakkann Bob Moran og átök hans viö Gula skuggann. Eigum viö aö nefna Rósu Bennett, ungu hjúkrunarkonuna, sem var svo rjóö í kinnum aö yfir- hjúkrunarkonan hélt að hún hefði makaö á sig kinnalit í vinnunni sem var stranglega bannaö. Möttu Mæju sem læröi ballett og lék í kvikmynd, ævintýrin, þjóösögurnar, hasarblöðin Elfa Björg, tveggja ára, var í fylgd með föður sínum á Sólheimasafninu og skoðaði nokkrar bækur meðan hann valdi sér. D V-mynd E. Ó. sem voru seld fyrir framan bíóin af upprennandi athafnamönnum áður en f ariö war á Regnboa yfir Texas meö Roy og hrossinu og týpu sem kölluö varKúkkí feiti. Hvernig eru bamabækurnar í dag? Fjalla þær um vandamálin sem spretta af því að eiga óstýriláta for- eldra, kynferðismál, það að vera einn heima allan daginn? Em börnin kannski steinhætt aö lesa bækur? Við fómm í heimsókn á bókasafn og spjölluðum viö krakka og bókavörö. Viö spjölluðum einnig viö Guðrúnu Helgadóttur sem bamabókahöfund og Sissu í Pennanum sem hefur afgreitt börn sem fuiloröna umárabil. „ Vondar bamabækur, hreint þaö versta sem ég veit,f Bamabókahöfundurinn og alþingismaðurinn Guðrún Helga- dóttir ætlar að svara nokkrum spurningum okkar um skrif sín og viöhorf. Hún segir okkur aö hún skrifi bækur sínar í fríum. „Eg hef skrifað sjálfsagt allar mínar bækur í sumarbústað.” Hún er meö þrjú verk í takinu „sem ég væri fljót að afgreiða ef ég fengi svolítið næði.” — Þér hefur ekki dottið í hug að skrifa eitttivaö annað en bamabæk- ur? „Nei, eiginlega ekki. Eg gæti hugsað mér það raunar. Mér finnst bara miklu meiri þörf og skemmti- legra jafnvel aö skrifa fyrir börn. Eg held nefnilega að krakkar eigi skilyrðislausan rétt á sæmilegum bókmenntum eins og aðrir og um bamabækur gilda öll sömu lögmál og um önnur skáldverk. Það á sér stað ákveðin einföldun kannski en hún má heldur ekki vera of mikil. Persónur í bamabók þurfa að vera gæddar holdi og blóði ekkert síður en persónur í öðmm skáldverkum. Vondar bama- bækur eru bara hreint það versta sem ég veit. Við þurfum lifandi per- sónur, við þurfum atburðarás sem gengur upp. Svo þurfum við að vefa þráð sögunnar á sama hátt og í öðram bókum, undirbyggja atburði. Ég held aö krakkar séu ákaflega vanmetnir lesendur. Þaö hefur stundum komið mér á óvart hvað þeir skildu það sem ég hélt kannski að þeir skildu ekki. Það sem ég hef verið að reyna að gera er aö skrifa hluti sem bæöi krakkar og fullorðnir geta haft gaman af. Eg held nefnilega, — og þetta er þýðingar- mikið — aö bömum þyki ekkert eins gaman og að njóta einhvers með fullorðnum. Ekki þessi skyldurækni Guðrún Helgadóttir, bamabókahöfundur og alþingismaður er alls ekki viss um aö séu réttar allar að minnsta kosti. Mér finnst ég ekki hafa rétt til þess heldur. Þess vegna hef ég mestu skömm á öllum hálfpólitískum barnabókum þar sem höfundurinn er að nota hug bam- anna til aö hella inn í hann einhverj- um meira og minna misskildum pólitískum fordómum. Ég held ekki aö þaö sé leið til aö gera börn að meira hugsandi fólki.” Grundvallar misskilningur að vondir hlutir seljist betur — Hvernig líst þér á myndablöð? „Það er voðalega erfitt fyrir mig að tala um myndasögur eins og fólk hér á heimilinu veit. Ég er svo illa gefin að ég skil þær ekki. Tommi og Jenni er þaö hæsta sem ég kemst. Myndasögur eru annaö en bók. Auövitað er hægt að gera góðar myndasögur. Ég held að það sé ákaf- lega vitlaust aö vera á móti nokkru formi í sjálfu sér. Spurningin er hvemig hlutirnir era gerðir. Gallinn viö allar þær myndasögur sem era á markaðinum í dag er sá aö þær eru svo vondar. En ekki aö þær eru myndasögur. Allir fjölmiðlar eru góðir ef hlutirnir era vel gerðir. Ég held að það sé grundvallarmisskiln- ingur að vondu hlutimir seljist betur. Ég held að fólk vilji fá góöa hluti og þaö segir mér enginn að góðar myndasögur seljist ekki betur en vondar. Salan á siæmum hlutum liggur auövitað í því að f ólk varar sig ekki á því hvað það er að kaupa. ’ ’ ,, . . . skemmtilegra jafnvel að skrifa fyrirbörn." DV-myndBj. Bj. eins og þegar þau fara með pabba og mömmu í leikhús og þau vita að þeim leiðist. Ég held að það sé afskaplega þýðingarmikið að tengja alla aldurs- flokka í því aö n jóta hluta.’ ’ Mestu skömm á öllum hálfpólitískum barnabókum Guðrún ræðir um að hún sé hálf- hrædd um að meö allri nútímamynd- ,, . . . held að börnum þyki ekkert' eins gaman og að njóta einhvers með fullorðnum." DV-mynd: Bj. Bj. væðingu muni fólk venjast af að lesa. Hún heldur þó að bókin standi og það verði erfitt að ganga af henni dauðri. — Hvað segir þú um þær skoðanir að barnabækur eigi að sýna ákveðin vandamál og lausn þeirra? „Ég man ekki eftir neinu góðu skáldverki sem ég hef lesið fyrr eða síðar þar sem vandamál vora leyst. 1 fyrsta lagi held ég að vandamál leysist sjaldnast. Maður lærir að lifa „Ég held að það sé engin ástæða tH þess að skrökva þvi að bömum að hlutirnir gangi upp í lifinu." DV-myndBj. Bj. með þeim vandamálum sem maður hefur viö að glíma. Ég held að það sé engin ástæða til þess að skrökva því að bömunum að hlutirnir gangi upp í lífinu. Það gera þeir sjaldnast. Auðvitað drögnumst við öll með áhrif og fordóma frá umhverfinu. Ég held að það sé sky lda þeirra sem skrifa að opna aðrar víddir en endilega þær viðteknu. En ég vil ekki troða upp á böm mínum eigin skoðunum sem ég

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.