Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1983, Qupperneq 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR
107. TBL. — 73. og 9. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 1983.
Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, hóf Alþýðubandalagsins, af fundi með Steingrimi sem haldinn var á heimili
tilraunir sinar til myndunar meirihlutastjórnar i gær með viðræðum við hans. Á innfelldu myndinni er Kjartan Jóhannsson, formaður
formenn allra flokka. Hér gengur Svavar Gestsson, formaður Alþýðuflokksins, sem kom næsturtil viðræðnanna. DV-mynd EÓ.
Vomr um meirihlutastjórn fara þverrandi:
Minnihlutastjóm
sjálfstæðismanna?
Umboö til myndunar meirihluta-
stjórnar er nú í höndum Steingríms
Hermannssonar, formanns
Framsóknarflokksins. Hann hefur
þegar rætt viö formenn annarra
flokka og samtaka. Heimildir DV
herma að vonir þingmanna um
meirihlutastjóm fari þverrandi. Aö
sama skapi em talsmenn minni-
hlutastjómar sjálfstæðismanna að
herða róðurinn.
Það hefur nú verið staðfest opin-
berlega, sem DV skýrði frá fyrir
viku, aö forseti Islands hafi frá upp-
hafi stjómarmyndunartilrauna
haldið því að þingheimi að ljúka
þeim fyrir hvítasunnu, 22. maí. Hafi
tilraunimar ekki borið árangur þá
komi skipun utanþingsstjómar til
greina af hálfu forsetans.
Samkvæmt þessu er vika til stefnu
fyrir þingmenn. Þeir þingmenn sem
DV ræddi við í gærkvöld og í morgun
töldu tilraun Steingríms nú vonlitla.
Sterkar raddir meðal sjálfstæðis-
manna telja eina möguleikann á
myndun meirihluta vera samstjóm
Sjálfstæðisflokks, Framsóknar-
flokks og Alþýðuflokks. Þeir sem því
halda fram segja krata til viðræðu
um annars konar tryggingu en stól
forsætisráðherra til þess aö vega
eitthvaö í slíku samstarfi. Þaö fékkst
ekki staðfest í morgun.
Um leið og vonir um meirihluta-
stjóm minnka gerast þær raddir
háværari innan Sjálfstæðisflokksins
sem vilja minnihlutastjórn flokksins
fram á haust og kosningar þá.
Matthías A. Mathiesen, starfandi
formaður þingflokks sjálfstæðis-
manna, er aðalhvatamaðurinn að
þessu. Raunar lýsti hann því yfir
þegar fyrir kosningar, í sjónvarps-
umræðum frambjóðenda á
Reykjanesi.
DV er kunnugt um að ákveðin öfl
innan verkalýðshreyfingarinnar,
jafnvel talin á vinstri vængnum, eru
hlynntari þessum kosti en utanþings-
stjóm og vinna aðframgangi hans.
Steingrímur Hermannsson ætlar
sér ekki að halda umboðinu nema
fram á helgina og telur að þá verði
fullreynt af sinni hálfu.
HERB/ÓEF
Norræna
trimmkeppnin:
Göngudagur
fatlaöra
— sjábls.2
vmnmgur
eðaskandali?
litidinnáforeldra-
fundíDigranesskóla
sjá bls.
Geimskutlan
væntanleg
áfimmtudag
-sjábls.3
Mávastelliðenn
átoppnum
— sjá vinsælda-
listanaábls.39
ARNARFLUG:
Þrettán milljóna króna tap í fyrra
Tæplega 13 milljóna króna tap varð á
rekstri Amarflugs á síðasta ári, sam-
kvæmt ársreikningum félagsins sem
nú liggja fyrir.
Að sögn Agnars Friðrikssonar,
framkvæmdastjóra Arnarflugs, er það
ýmislegt sem veldur þessu mikla tapi.
Þyngst á metunum sé þó það áfall sem
félagið varð fyrir er tæring fannst í
einni af flugvélum þess og hún kyrrsett
á jörðu niðri um háannatímann í fyrra.
„Þetta tjón er metið á um 700
þúsund dollara og sker sig úr sem ein-
stakur atburður,” segir Agnar. Hann
nefnir einnig mikinn kostnað við undir-
búning utanlandsflugsins á miöju sið-
asta ári, sem ástæðu fyrir tapinu.
Þá bendir Agnar á að í fyrirtæki
eins og Arnarflugi, sem fjármagnar
flota sinn í dollurum, hækki öll lán
samkvæmt gengi dollars en eignir
samkvæmt íslenskum verðbreytinga-
seðlum. Þama skapist misræmi, sem
sjáist glöggt þegar niöurstöður doll-
arareiknings eru skoðaðar.
„Þá er afkoman miklu betri og f jár-
hagsstaðan miklu traustari,” segir
Agnar.
Hvort útlit sé fyrir betri fjár-
hagsafkomu á þessu ári segist Agnar
ekki geta dæmt um á þessu stigi máls-
ins. Verið sé að gera rekstraráætlun og
niðurstöður hennar liggi ekki fyrir.
-SÞS