Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1983, Side 2
2
DV. FÖSTUDAGUR13. MAl 1983.
„Allur málflutningur Flug-
ráös hreinasta endaleysa
„Umrætt skipurit gengur ekki
gegn reglugerð um skipulag flug-
mála á Keflavíkurflugvelli frá 1957
og engum er það ljósara heldur en
Flugráði sjálfu,” sagöi Pétur
Einarsson flugmálastjóri í samtali'
viðDV.
„Við eigum til í árbók Flugmála-
stjórnar síðasta áratuginn skipurit
fyrir flugmálastjóm. Þaö erí megin-
dráttum eins og þetta sem sett er
upp. Við eigumtil skipurit síðan 1973,
segir Pétur Einarsson f lugmálastjóri
sem er reyndar undirritað af Agnari
heitnum Koefod Hansen, en má
segja að hafi verið staðfest af sam-
gönguráðuneytinu og það er á sama
hátt byggt upp. Allur málflutningur
Flugráðs í þessum efnum er hrein-
asta endaleysa. Hið eina sem hefur
gerst varðandi Keflavíkurflugvöll er
að mjög gott samstarf hefur tekist
milli mín og annarra flugmálastjóm-
armanna hérna og stjómenda Kefla-
víkurflugvallar.”
Aðspurður um gagnrýni Flugráðs
vegna þess að stöður þær sem skipaö
hefði verið í innan flugmálastjórnar
hefðu ekki verið auglýstar lausar til
umsóknar, skv. 5. gr. laga um rétt-
indi og skyldur starfsmanna ríkisins,
sagði f lugmálastjóri:
„Það er túlkunaratriði þegar talað
er um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins. Hins vegar er hand-
hægasta dæmið núverandi formaður
Flugráðs, Leifur Magnússon. Hann
var á sínum tíma gerður að fjár-.
málastjóra flugmálastjómar. Það
var ekki auglýst, hann var á sínum
tíma skipaður varaflugmálastjóri.
Það var ekki auglýst.
Það var sem sagt ekki um aö ræða
neina raunverulega lausa stöðu. Þaö
eina sem laust er hér er stööuheimild
fyrir því starfi sem ég gegndi áður.
Þaö sem gert var í umræddum tilvik-
um var að verkefnum var lítillega
hnikaö á milli manna. Ég tel rangt
að auglýsa einhver verkefni þegar
engin staöa er raunvemlega laus.
Þegar flugmálastjóri var inntur
álits á þeirri gagnrýni Flugráðs að
ekki hefði verið leitað álits þess við
skipun starfsmanna, svaraði hann:
„Flugráö hefur aldrei gefið mér
fyrirmæli af þessu tagi áður.”
-JSS
BEÐNIR UM AD VERA A VERDI
GAGNVART HQLAHIMNUBÓLGU
Þátttaka hjá sumum stofnunum og heimilum í Norrænu trimmlandskeppninni
hefur sums staðar verið allt að 100% það sem af er keppninni. Hér má sjá vist-
menn Bjarkaráss leggja upp í gönguferð í veðurblíðunni en þeir leggja sitt af
mörkum í keppninni á hverjum degi eins og margir aðrir. DV-mynd S
Göngudagur fatlaðra
— ítilefni Norrænu trimmlandskeppninnar
„Það virðist vera einhver aukning á
heilahimnubólgu. Við höfum sent út
bréf til lækna og beðið þá um að vera
vel á verði,” sagði Olafur Olafsson
landlæknir í samtali við DV.
„Þetta hefur verið á Austfjörðum og
á suðvesturhominu. Frá áramótum
hafa komið upp ein sjö tilfelli heila-
himnubólgu á Austfjörðum og ein
fimm—sex tilfelli hér á suðvesturhom-
inu,” sagðilandlæknir.
„Það gekk héma fyrir nokkmm ár-
um töluvert skæður faraldur. Hann
rénaði og hefur nú að mestu gengið nið-
ur. Þaö tekur oft langan tíma. Upp á'
síðkastið virðist vera einhver smáveg-
is aukning. Við höldum að þetta sé
kannski bara halinn á þeim faraldri,”
sagði Olafur.
Hann sagði að heilahimnubólgan
væri á engan hátt tengd þeim
inflúensufaraldri sem gengið hefur hér
yfir að undanförnu.
„Afleiðingar heilahimnubólgu geta,
verið margvíslegar. Ef dregst að koma
sjúklingi til læknis geta orðið heila-
skemmdir. Það kemur fyrir að böm
deyja. En yfirleitt nær sjúklingur sér
alveg að fullu ef hann kemur fljótt til
meðferðar,” sagði landlæknir.
-KMU
Þátttaka fatlaðra í Norrænu trimm-
landskeppninni hefur verið mjög góð
fyrstu 10 dagana af 31 sem keppnin
mun taka. Hefur hún verið allt að 100%
á sumum heimilum og dvalarstofnun-
um og á mörgum hinna er hún litlu
minni.
Vinsælustu greinamar fram aö
þessu hafa verið sund, hjólastólaakst-
ur og ganga, en keppnisgreinar í Nor-
rænu trimmlandskeppninni eru auk
þess hjólreiöar, hiaup, hestamennska
og kajakróður.
Til aö auðvelda sem flestum þátt-
töku í keppninni hér á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu hefur Iþróttasamband fatl-
aöra ákveðið að efna til sérstakra
göngudaga nú í maí. Verður sá fyrsti á
sunnudaginn kl. 13.30. Verður gengið
frá Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, og
farið um næsta nágrenni við það. Hinir
göngudagarnir, sem ákveðnir hafa
verið, verða laugardaginn 21. maí og
sunnudaginn 29. maí.
-klp
FOLK MEÐ FLENSU
FARIVEL MEÐ SIG
— ráðleggur aðstoðarborgarlæknir
„Inflúensan er greinilega í mikilli
rénun. Vissulega eiga sumir töluverð-
an tíma í henni og menn hafa orðið
dálítið veikir. En okkur hefur ekki
fundist þessi flensa vera mjög slæm,”
sagði Olafur Olafsson landlæknir.
„Við höfum ekki orðið varir við nein
sérstök alvarleg eftirköst, eins og
meiri dánartíðni,” sagði landlæknir
ennfremur.
Heimir Bjamason aðstoðarborgar-
læknir ráðleggur fólki, sem liggur meö
flensu, að fara vel með sig.
„Menn verða að vera þolinmóöir og
iáta sér batna. Aöalatriðið er að liggja
úr sér hitann og taka þessu rólega eina
tvo daga áður en farið er til starfa á
ný,”sagðiHeimir.
„Sjálf inflúensan stendur venjulega í
fjóra til sex daga. Það verður að fóma
heilli viku í þetta ef þörf krefur. Þaö
má nota aspirín eða magnyl til að
lækka hitann og liggja svo bara og
vera heima eftir að maöur er hitalaus.
Sem sagt að taka þetta alvarlega því
flensan opnar leiðina fyrir aðrar sóttir.
Það hefur alltaf verið vitað mál að hún
minnkar viðnámsþróttinn gagnvart
öðm,” sagði aðstoðarborgariæknir.
-KMU