Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1983, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1983, Side 5
DV. FÖSTUDAGUR13. MAl 1983. 5 Lendingar DC 8 í NewYork: Undanþágu- beiðni Flugleiðaí könnun — „úrslit Ijós á næstu dögum,” segir Sigurður Helgason „Máliö er enn í könnun fyrir vest- an en úrslit þess ættu aö veröa kunn næstudaga.” Þetta sagðiSig- uröur Helgason í samtali viö DV, inntur eftir hvaö liöi umsókn Flug- leiða um undanþágu frá banní viö lendingum DC 8 þotna í New Y ork. Sigurður sagðist ekki geta sagt neitt um framhald Atlantshafs- Ougs Flugleiða fyrr en niöurstöður málsinslægjufyrir. Heyrst hefur að hugmyndir hafi komið fram í stjórn FlugleiÖa um að leggja Atlantshafsflugiö niður fáist ekki undanþága. Siguröur Helgason var spurður aö því hvort tillaga heföi komiö fram í stjóm- inni þar aö lútandi. Hann sagðist ekkikannastviöþaö. ás TomasNigord nær sokkinn Færeyski báturinn Tomas Nigord var næstum sokkinn í Vest- mannaeyjahöfn seint á þriðjudags- kvöld er hann byrjaði að fyllast af sjó. Báturinn er yfir hundraö tonn og var vélarrúmið oröiö fuilt af sjó. Slökkviliðið í Vestmannaeyjum komogdældiuppúrbátnum. -JGH Austfirðir: MJOLKURBU EGILSSTAÐA NEITAR AÐ AFGREIÐA MJÓLK — vegna öxulþungatakmarkana á vegum Mjólkurbúið á Egilsstöðum hefur ekki flutt neina mjólk til neytenda á Austurlandi, síöan í síðustu viku. Ástæöan er sú, aö sögn Svavars Stef- ánssonar mjólkurbússtjóra, aö Vega- geröin þrjóskast viö aö hafa fimm tonna öxulþungatakmarkanir á ýms- um mikilvægúm vegum fyrir austan eins og til dæmis veginum um Fagra- dal þó svo aö öxulþungi sé yfirleitt 7 tonn um allt land, þetta valdi því að bíl- ar mjólkurbúsins megi ekki einu sinni aka þessar leiöir tómiir. Vissulega séu þessir vegir slæmir en þaö stafi bara af áralangri vanrækslu þeirra vegna fjárskorts. Svavar segir ennfremur að það sé engin lausn á vandanum að fiytja mjólkina á smærri bílum. Reglur séu til fyrir því aö ekki megi flytja mjólk á hvernig bílum sem er. Þar aö auki séu þungatakmarkanirnar ekki eina hindr- unin heldur sé til dæmis einnig ófært til Seyöisfjaröar á litlum bílum vegna snjóa. Málið sé ekki aö bjarga einstaka byggöarlögum í bili heldur veröi aö leysa þetta vandamál fyrir alla Aust- firði. Þetta snúist nefnilega ekki einungis um mjólkina heldur séu olíu- flutningar og flutningar á fóöurbæti einnig inni í myndinni. Svavar bendir á að á undanförnum árum hafi þeir fengiö að flytja mjólk- ina á þessum vegum meö því að minnka mjólkurmagnið i hverjum bil niður í 1500 til 2000 lítra. Nú fái þeir hins vegar ekki leyfi til aö hafa meira en9001ítraí bíl. Hóru ávaxtasafi: Tilboðs- Okkar verð verð Leyft verð appelsínusafi, 3/41 21,80 27,30 30,35 appelsínusafi, 21 40,65 51,00 56,65 appelsínusafi, sykursnauður, 3/41 21,80 27,30 30,35 appelsínusafi, sykursnauður, 21 40,65 51,00 56,65 ananassafi, 3/41 19,50 24,45 27,20 Bragakaffi 19,90 21,75 22,85 Frón: Hnetukremkex 18,20 22,85 25,40 Súkkulaði, póló 21,30 26,70 29,65 Piparkökur 15,95 20,00 22,20 HELGARTILB0Ð: Kjötkjúklingar, kg 95,00 164,35 Grillkjúklingar, kg 95,00 164,35 Kjúklingahlutar, kg 95,00 196,50 Svínahryggir, kg 230,00 230,00 Svínakótelettur, kg 250,00 250,00 Úrvals kjötvörur á hagstæðu verði. ZL UX UMtx m VERSLUNARMIÐSTÖÐ Símar: 50292 /53159 „Það verður engin mjólk flutt frá okkur fyrr en ljáð hefur verið máls á þvi að viö fáum að hafa tvö tonn á bíl,” segir Svavar. „Annaðhvort það eöa þá aö öxulþunginn verði hækkaöur upp í sjötonn,” bætir hann við. „Við erum bara aö reyna að bjarga veginum,” segir Guðjón Þórarinsson, rekstrarstjóri Vegagerðar ríkisins á Reyðarfirði, er hann er spurður um ástæðumar fyrir því að settar hafa verið takmarkanir um fimm tonna öxulþunga á veginn um Fagradal. Hann segir ennfremur að vegurinn sé hvorki betri né verri en undanfarin vor en að mati Vegagerðarinnar sé ekki grundvöllur fyrir að hafa öxul- þungann hærri en fimmtonn. „Eg skil ekkert hvað Svavar er að fara, það er búið að bjóðast til aö flytja mjólkina á bílum sem viö getum sætt okkur við og eru undir þessum tak- mörkunum. Þetta er bara tilbúiö vandamál,” segirGuðjón Þórarinsson. Er málið er borið undir Hjörleif Olafsson, vegaeftirlitsmann hjá Vega- gerðinni, segir hann að það snúist ein- faldlega um það hvort mjólkurbúin og kaupfélögin eigi að ákveða öxulþunga- takmarkanir á vegum landsins eða hvort vegamálastjóri eigi að gera það eins og lög kveða á um. -SþS LANGAR ÞIG TIL AÐ HAFA FOSTUDAGSKVOLD Á SUNNUDAGSEFTIRMIÐDEGI? Hvaö er notalejíra en að vera heima á sunnudagseftirmiðdegi oU, horfa a dagskrá sjónvarpsins fra föstudags- eða laugardagskvöldinu? hó að einh\rer góður þáttur eða bíómynd sem þij4 langar til þess að sja se einmitt a sama tíma og þegar þer er boðið út. þarft að fara upp í hesthús. á fótboltaæfingu. fund eða eitthvert annað, þá getur Nordmende Spectra myndbandið tekið upp fyrir þig dagskrána. Síðan getur þú haft það notalegt næsta sunnudag og horft á þættina, sem þú misstir af. Nú eða stokkið út í einhverja videoleiguna og tekið á leigu góða bíómynd. Að sjálfsögðu er Nordmende myndböndin fáanleg með fjarstýringu Líttu inn til okkar, við erum með nokkur tæki í gangi, þú sérð þá hve myndgæðin eru góð. SKIPHOLTI 19 - SIMI 29800 ? 3-3 6. svst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.