Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1983, Qupperneq 12
12
AöstoOarrilstióri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: FjÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—M. SÍMI84611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskrittir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Sími rilstjómar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF.,SÍÐUMÚLA 12. Prentun:
ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19.
Áskriftarverö á mánuói 210 kr. Verö í lausasölu 18 kr. Helgarblaö 22 kr.
Ekki fullreynt
Svo litlu munaði í viðræðum sjálfstæðis- og framsókn-
armanna, að mörgum þykir skrýtið, að stranda skyldi.
Ríkisstjórn þessara tveggja flokka var í burðarliðnum.
Blöð þeirra láta nú líta svo út sem deilt hafi verið um
grundvallaratriði. Svo var ekki.
Framsóknarmenn höfðu til samkomulags samþykkt,
að verðbætur skyldu lögbundnar í eitt ár. Sjálfstæðis-
menn höfðu teygt sig til samkomulags og samþykkt bind-
ingu í hálft ár. Það skiptir miklu í pólitík, hvaða nafni ráð-
stafanir eru nefndar. Báðum flokkunum var það erfitt að
skíra krógann. Ekki mátti kalla hann niðurtalningu. Það
hefði gefið Framsókn of mikið. Auðvitað mátti ekki skíra
hann leiftursókn eða neitt, sem á hana minnti. Því töluðu
menn um hjöðnun. Ráðstafanirnar hefðu einnig orðið
blanda niðurtalningar og leiftursóknar. Samkomulag var
um, að verðbótahækkun launa l.júní skyldi verða 7 pró-
sent. Önnur verðbótahækkun skyldi verða 1. október.
Kjarasamningar skyldu verða frjálsir fyrir utan þetta.
Mörgum sjálfstæðismönnum þótti sem þarna væri verið
að gefa „lögbundna forgjöf”. Verðbæturnar væru
ákveönar með lögum, þannig að ekki mætti breyta, en
síðan gætu launþegar hugsanlega knúið fram eitthvað til
viðbótar í samningum og með verkföllum. Sumum í þing-
flokki sjálfstæðismanna þótti Geir Hallgrímsson hafa
gengið eins langt og unnt væri, ef til vill of langt, til móts
við framsóknarmenn, þegar hann samþykkti þessa lög-
bindingu. En þingmenn sjálfstæöisflokks voru samt
reiðubúnir að samþykkja. Þingmenn Framsóknar voru
einnig reiðubúnir að fallast á það, sem foringjarnir höfðu
samið um. Úr því svo var, er sú spurning eðlilegust:
Hvers vegna sömdu þeir þá ekki um lögbindingu í 9 mán-
uði, sem hefði verið mitt á milli 6 og 12? Ur því flokkarnir
höfðu komizt svona langt í samkomulagsátt, er harla
kyndugt, að stjórnarsamvinna skyldi stranda á slíku.
Svarið felst fyrst og fremst í því, að flokkarnir voru
enn ekki reiðubúnir til að fara í stjórn saman.
Eftir kosningar, þar sem forystumenn flokka berjast
hart, þarf ákveðinn „aðlögunartíma”, áöur en þeir geta í
bróðerni myndað ríkisstjórn saman.
í kosningabaráttunni hafði hvor um sig, Sjálfstæöis-
flokkur og Framsóknarflokkur, komið fram eins og hans
stefna í efnahagsmálum væri hið eina lausnarorð. Stefna
annarra væri fráleit.
Því fer fjarri, að Geir Hallgrímsson hafi tekið sér of
langan tíma.
Reynsla frá fyrri stjórnarkreppum sýnir, að talsverðan
tíma þarf. Meðal annars þarf að sætta ákveðinn hóp í við-
komandi flokkum við það, sem upp kemur. 1 þessu tilfelli
var töluverð andstaða í báðum flokkum við samstjórn
þeirra. Þar hefði mörgum þótt þægilegra að hafa Alþýðu-
flokkinn með, eins og alkunna er.
Steingrímur Hermannsson reynir nú stjómarmyndun..
Enginn veit, hver niðurstaðan gæti orðið, en vel má vera,
að útkoman verði samstjóm Sjálfstæðis- og Framsóknar-
flokks, þrátt fyrir atburði síðustu daga. Þegar litið er á
atburðina í fyrradag, blasir við, að ágreiningsefnin voru
orðin svo lítil, að við venjulegar aðstæður hefði verið
samið. Því má vel vera, að flokkarnir þurfi aðeins lengri
tíma. I áframhaldandi viðræðum næstu daga kann enn að
skapast sú aðstaða, að stjórn þeirra verði mynduð. Að
minnsta kosti koma menn ekki auga á annað stjórnar-
mynstur, þegar þetta er skrifað, þótt ýmislegt óvænt gæti
gerzt.
Haukur Helgason.
DV. FÖSTUDAGUR13. MAl 1983.
KAUPIN
AENGEY
Þegar þetta er ritaö, er enn ekki út-
séö um, hvort stjórnarmyndun tekst
meö sjálfstæðismönnum og fram-
sóknarmönnum. Alþýöuflokkurinn er
búinn að dæma sig úr leik í bili meö því
aö heimta aö fa forsætisráðherraemb-
ættiö og er slæmt ef flokkurinn ætlar
þannig aö taka upp merki fráfarandi
forsætisráöherra um, hvað skipti
mestu í stjórnmálabaráttunni. En þó
getur veriö aö meö þessu sé Alþýöu-
flokkurinn aö reyna að sprengja í loft
upp stjórnarsamstarf meö Framsókn
og er þaö e.t.v. fagnaöarefni. Mjög
margir eru þeirrar skoðunar, að nú sé
nauösynlegt að gefa Framsóknar-
flokknum frí. Og þaö er a.m.k. ljóst aö
snúa veröur viö blaðinu í fjármála-
stjóm ríkisins og efnahagsmálum yfir-
leitt.
Vanskil
ríkissjóðs
Fyrir nokkrum dögum var birt tiiboö
frá f jármálaráðherra um aö gera upp
hluta vanskilaskulda ríkissjóös viö
Reykjavík meö landaafsali. Og þaö
hlýtur aö veröa umhugsunarefni, hvaö
ríkisvaldið hefur komist langt með aö
skulda Reykjavíkurborg lögskipuö
framlög til ýmissa framkvæmda. Sam-
kvæmt fréttum eru vanskilin um 25
milljónir króna, en verömæti þess
lands, sem láta á upp í skuldina er taliö
vera um 7,5 milljónir króna aö verð-
mæti. Skuld ríkissjóös er fyrst og
fremst til komin vegna þess aö Reykja-
víkurborg hefur unniö aö stækkun
Borgarspítalans og á rétt til framlaga
úr ríkissjóði. Þessi framlög hafa ekki
borist. Þannig hefur ríkisvaldið þving-
að Reykjavíkurborg til þess aö fjár-
magna bygginguna meö eigin fé eöa
lánsfé og þar meö takmarkað mögu-
leika borgarinnar til þess að vinna aö
öðrum þýðingarmiklum framkvæmd-
um á meðan. Ekki þarf aö taka fram
aö þeir ráðherrar sem hér bera mesta
ábyrgö eru núverandi heilbrigöisráð-
herra, Svavar Gestsson, þingmaöur
Reykvíkinga, og fjármálaráöherrann,
Ragnar Arnalds.
Haraldur Blöndal
Áöur hafa menn orðið varir viö skoö-
anir Hjörleifs Guttormssonar á því
hvort Reykvíkingar megi reka orku-
fyrirtæki sín í friöi fyrir afskiptum
hans, og strætisyagnadeilan hefur
varpað ljósi á vinnubrögð stjórnar-
herranna um, hvort Reykjavík eigi að
fá aö reka sín fyrirtæki án afskipta rík-
isvaldsins.
Og þannig held ég aö væri dæmiö
reiknaö til enda, bæöi þau framlög,
sem ríkissjóður skuldar Reykjavík
samkvæmt beinum lagafyrirmælum
og þaö tjón, sem einstakir ráöherrar
hafa valdiö borgarbúum meö gerræö-
islegum stjórnarathöfnum, þá væri
skuldin oröin býsna há og jafnvel
þriggja stafa tala.
Hér eftir fcr svar mitt viö athuga-
semdum Ellerts B. Schram í DV 8.4. sl.
vegna ágreinings okkar um þaö hvort
þaö valdi misrétti þegar verðbætur á
laun eru greiddar í prósentum, en þá
fær sá meö hærri launin fleiri krónur í
veröbæturenhinn meðlægri launin.
Eg tek undir þaö meö EBS aö áfram-
haldandi karp um þetta efni þjónar
engum tilgangi og læt hér staðar
numiö varöandi þetta málefni, enfróö-
legt væri samt að heyra álit annarra á
þessu máli. Nefni ég þar t.d. Jóhannes
Nordal seölabankastjóra, Jónas
Kristjánsson, ritstjóra DV, Kristján
Thorlacius, formanns BSRB og
G. Schram, form. BHM.
I svari sínu í DV 8. 4. sl. segir EBS í
lið 1, ,,BB heldur því fram að
framfærsluvísitala hverrar fjölskyldu
hljóti aö vera í samræmi viö tekjur
hennar.. ..”. Þarna er enn eitt dæmiö
um grófa rangfærslu. Þaö sem stendur
í greininni er „I fyrsta lagi hlýtur
framfærslukostnaður hverrar fjöl-
skyldu aö vera í samræmi viö tekjur
hennar.” Þarna ruglar EBS saman
framfærsluvísitölu og framfærslu-
kostnaöi, sem er tvennt ólíkt, til þess
aö sýna fram á aö ég hafi rangt fyrir
mér. Ekki er málstaöurinn beysinn ef
grípa þarf til svona úrræða.
Áfram heldur hann á sömu braut og
segir „. . . kaupmáttur launa rýrnar
stöðugt í verðbólgunni þrátt fyrir
himinháar veröbætur”. EBS ætti aö
vera kunnugt um ástæöuna fyrir því.
Hann man e.t.v. eftir „leiftursókninni”
einni fyrstu árásinni á fullar verö-
bætur og svo öllum þeim „kaup-
ránum”, sem síðan hafa fylgt í kjöl-
fariö. Þar er aö finna ástæöuna fyrir
því aö kaupmáttur launa hefur rýrnaö.
Ekki er þar að sakast viö verðbóta-
kerfið. Og svo í lið 4 misskilur EBS þaö
viljandi þegar ég segist skilja hvaö
harin átti við með „misrétti” í leiðara
sínum 1. 3. sl. en sá skilningur felst í
því aö ég álít EBS vera aö berjast viö
hlið verkalýðsforingja láglaunahópa
fyrir jöfnun launa meö því aö hækka
lágu launin og lækka háu launin. Eg
get í sjálfu sér fallist á þetta sjónarmiö
en þegar EBS í athugasemd sinni við
grein minni í DV 8.3. sl. segir „til aö
viðhalda sama launahlutfaUi, sem út
af fyrir sig er skiljanlegt, er hinum
tekjuhærri réttar fleiri krónur tU aö
standa undir samskonar útgjalda-
hækkun og þeim sem minni hefur
tekjurnar” — og framar í sömu grein
„þegar undirritaöur talar um misrétti
á hann ekki viö að menn hafi mis-
Kjallarinn
Björn Björnsson
munandi há laun.. ..”, hvaö meinar
hann þá — viU hann halda sama launa-
hlutfalU eöa ekki? Ef hann viU það, af
hverju er hanr. þá aö amast viö verö-
bótum sem greiddar eru í prósentum,
því aö þá helst launahlutfalUð óbreytt.
Eöa vUl hann e.t.v. afnema veröbæt-'
urnar og samningsrétt launafólks og
setja ákvöröunarvaldið í hendur ein-
hvers kommísarafyrirtækis innan
vébanda Framkvæmdastofnunar-
innar, stjómandi Kommisar
Hermannsson? Svo má benda EBS á
það aö engum eru „réttar” veröbætur
sem kjarabót eöa kauphækkun heldur
er þetta leiörétting vegna verðgildis-
rýmunar peninganna.
Ef hann á hinn bóginn viU taka upp
ójafna vísitölu, þar sem fullar bætur
era greiddar á aöeins hluta launanna
hjá hátekjumönnum (eins og t.d. jöfn
krónutöluhækkun á ÖU laun) þá á hann
aö segja það berum orðum en ekki aö
fela sinn vUja á bak við staðlausar
staöhæfingar. En þá fær hann líka
nýjan titil „sjálfstæðissósíalisti”. Mál-
gagn hluta Sjálfstæöisflokksins,
„Morgunblaðið,” birti nýlega grein um
vísitölu og verðbótamál eftir dr.
Benjamín H.J. Eiríksson. Þá grein ætti
EBS að lesa og hætta svo þessu mgli
um misrétti vegna prósentuálags verö-
bóta. Það væri fróðlegt fyrir lesendur
DV ef blaðið birti þessa grein.
Kjarni máisins
Allur þessi oröaflaumur um lítiö
einfalt mál veldur því aö kjami
málsins týnist. (Algeng aöferð stjóm-
málamanna) Kjarnimálsinserþessi:
Burtséö frá því hvort eöa hvenær
mishá laun eru réttlát eður ei og
burtséö frá því hvort „kauprán” eru
framin eöa hvort stjórnmálamenn fara
i „vísitöluleik”, þá stendur eitt eftir
óhaggaö: Ef á annað borö era greiddar
verðbætur á laun þá verður aö greiða
þær í prósentum. Ef tilgangurinn er aö
minnka launamun veröur að nota
ójafna vísitölu.
I liö 5,8.4. sl. segir EBS:, .Bréfritara
til upplýsingar skal þess getið aö
undirritaöur er s jálfstæöismaöur.”
Eg efaöist aldrei um það aö EBS
væri sjálfstæðismaður. Eg sagöist
aöeins álíta aö ef hann héldi áfram á
sömu braut (m.a. varðandi baráttu
hans gegn því misrétti sem felst í
greiöslu veröbóta í prósentum), þá
„muni honum takast aö afla sér
stuðnings þeirra fjölmörgu sósíal-
demókrata, sem era meðal kjósenda
Sjálfstæðisflokksins.” Aö ööru leyti
vísa ég til til greinar Jóns Baldvins
Hannibalssonar í DV12.4. sl. en þar er
ágæt lýsing á innviðum Sjálfstæöis-
flokksins. Þar segir JBH: „Tilefnið
var oröræöur manna um þaö, hvort
Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki í reynd
margir flokkar: Frjálshyggjuflokkur-
inn fríöi hans Hannesar Hólmsteins,
Framsóknarflokkur Pálma á Akri,
ríkisforsjárflokkur Sverris Hermanns-
sonar eða hinn frjálslyndi sósíaldemó-
krataflokkur Gunnars Thóroddssens.”
Og í lokin: „Getur það veriö aö Sjálf-
stæðisflokkurinn sé í reynd ekki þaö
sem hann segist vera: Flokkur einka-
framtaks og sjálfstæöra atvinnurek-
enda gegn ríkisforsjá og miðstjómar-
valdi? Heldur miklu fremur bandalag
hagsmunahópa, sem keppast um aö
koma sér fyrir meö fyrirgreiðslu-
aðstöðu í ríkiskerfinu, sjóöakerfinu,
• .. hættið þessum gerviaðferðum eins
og „niðurtalningu”, sem byggir á von-
inni, „brotastriksaðferðinni”, sem byggist á
rugli, og skerðingar- og haftaaðferðinni, sem
byggist á skilningsleysi á mannlegri náttúru.”