Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1983, Qupperneq 13
prcrT!n*oTVp»>rtor \rry
£J
DV. FÖSTUDAGUR13. MAI1883.
Góðkaup
Þau landsvæöi sem ríkissjóður viU
nú láta af hendi upp i skuld eru annars
vegar Engey og hins vegar landsvæði
uppi í Selási. Þessi lönd koma Reykja-
víkurborg e.t.v. ekki að notum nú í
augnablikinu en þau eru iandabanki,
eins og Davíð borgarstjóri hefur oröaö
það. Og vitanlega er nauðsynlegt fyrir
Reykjavík að hafa greiðan aðgang að
löndum. Nýverið lauk gamalli deilu
milli Reykjavíkur og ríkissjóðs um
landsvæði í Keldnaholti. Þar sýndi
ríkissjóður mikla ósvífni og tregðu og
virtist á stundum eins og verið væri að
vernda hrosshaga fyrir starfsmenn
ýmsa en ekki hugsað um raunhæfa
byggingarþörf rannsóknastofnana rik-
isins. Og dæmið af Keldnaholti sýnir að
ríkisvaldiö er e.t.v. erfiðasti andstæð-
ingur Reykjavíkurborgar þegar semja
þarf um nýtingu lands.
Skipulagshugmyndir sjálfstæðis-
manna hafa verið þær að færa byggð-
ina niður á við með ströndinni. Þar er
ætlunin að nýta lönd, sem Reykjavík-
urborg keypti fyrir mörgum áratugum
af framsýni þeirra borgarstjóra sem
þá stjómuðu. Þau lönd vom keypt á
sannvirði þess tíma en þróun borgar-
innar hefur hins vegar stóraukið löndin
í verði og heföi verið erfitt að fást nú
við samninga um kaup á þeim eöa
skipulagningu.
Sú framsýni, sem þá réð ríkjum, á
einnig við um kaup borgarinnar á Við-
ey. Það hafði verið gamall draumur
borgarstjóra Reykvíkinga að fá Viðey
keypta, en það tókst hins vegar ekki
fyrr en nú. Og ef Engey verður nú eign
Reykjavíkurborgar er í raun hringn-
um lokað: Reykjavíkurborg hefur full
eignammráð yfir meginlandi borgar-
svæðisins.
Menn kunna að velta því fyrir sér
hvaða gagn sé af þessum eyjum. Þær
em nú óbyggðar, en fyrr á tímum var
búið í þeim báðum og langt fram á
„Skuld rikissjóðs er fyrst og fremst til komin vegna þess að fíeykjavíkurborg hefur unnið að stækkun Borgarspítalans og á rétt á framlagi úr ríkis-
sjóði."
þessa öld. Úr eyjunum var mikill út-
vegur og þótt nýting þeirra sé ekki í
næsta sjónmáli em viðhorf fljót að
breytast. Vel getur verið að menn vilji
hefja byggð í eyjunum að nýju og á ég
þá ekki viö gamaldags búskap, heldur
borgarbyggð. Hugsanlegt er að setja
upp skemmtigarða og eitt sinn voru
uppi hugmyndir um að tengja Engey
við höfnina, enbrúa Viðey úrGufunesi.
Þannig em möguleikamir margir en
mestu skiptir þó aö Reykjavíkurborg
geri góð kaup og hafa þá vanskil ríkis-
sjóðs til margra ára skilað einhverju
uppívexti.
Haraldur Blöndal.
Heilræði fyrir
stjómmálamenn
—svar til
Ellerts B.
Schram
bönkunum? Og kaupa sér síðan fylgi út
á annálað öriæti á annarra fé, þ.e.
skattgreiðenda.” (Þetta síðasta gæti
átt viö fleiri flokka en Sjálfstæðisflokk-
inn).
Ráðleggingar
Hér eru svo að lokum nokkrar
ráðleggingar til ykkar stjómmála-
manna (allra f lokka):
1. Hættið að kenna verðbólgunni um
flest, sem illa fer í efnahagsmálum
okkar.
2. Ef þið hafið í raun áhuga á því að
losna við verðbólguna þá hafið þið
a.m.k. tvovalkosti:
a) Finnið þá sem hafa efnahagslegan
eða pólitískan ávinning af viðgangi
verðbólgunnar. Þegar þeir em
fundnir er auðvelt að gera viðeig-
andi ráöstafanir.
b) Okkar efnahagskerfi er nú þegar
meira og minna stjórnað með
margskonar vísitölum og er það
ástæðan fyrir því að allt er ekki
löngu komið i kalda kol hér. Haldiö
áfram á þessari braut og komið á
fullverðtryggðu hagkerfi þar sem
allir þættir eru bundnir i vísitölum.
En þær verða allar að vera ófals-
aðar (óskertar og ekki ójafnar eins
og dr. Benjamin H.J. Eiríksson
nefnir þaö). Þá skiptir verðbólgu-
hraöinn engu máli og tíðni endur-
skráningar vísitalnanna fer eftir
því, hversu mikill verðbólguhraðinn
er hverju sinni. (Þetta er kallað á
ensku „Fully indexed economy”)
3. Hvort fyrri eða seinni leiðin er
heppilegri skal ég ekkert segja um,
en hættiö þessum gervi-aðferðum
eins og „niðurtalningu”, sem byggir
á voninni, „brotastriksaðferðinni”,
sem byggist á mgli og skerðingar og
haftaaðferðinni, sem byggist á
skilningsleysi á mannlegri náttúru.
4. Þegar þið sitjið fyrir svörum í fjöl-
miðlum, þá venjið ykkur á að svara
spumingunum, sem lagðar em fyrir
ykkur, en farið ekki í kringum þær
með útúrsnúningum og stöðluðum
„frösum”.
Dæmi: „Ég vil leggja áherslu á og
undirstrika alveg sérstaklega og
minni á að verðbólguvandinn er
tilkominn vegna ráðaleysis
stjómarliðsins, sem svo hefur leitt
til ómælanlegs tjóns fyrir atvinnu-
vegina og þjóðina alla”. Dæmigert
svar við spumingunni: „Hvað ætlar
þinn flokkur að gera í baráttunni við
verðbólguna?” Ef þið svarið
spurningunum á heiðarlegan hátt,
beint út, stutt og laggott og þannig
að hlustandinn er ekki eitt
spurningarmerki og engu nær, þá
má ætla að virðing fólks fyrir
Alþingi og alþingismönnum hætti að
dvína.
5. Þegar þið erað í stjórnarandstööu,
verið þá ábyrgir og reynið að sjá
ljósan punkt í því, sem stjórnin er að
gera. Heftið ekki framgang góðra .
mála til þess eins að flytja þau að
mestu óbreytt á næsta þingi.
6. Hættið að veifa atvinnuleysisgrýl-
unni framan í fólk í tíma og ótíma.
Snúið ykkur heldur að hinu mikla
dulbúna atvinnuleysi, sem hér ríkir, -
því hættulega atvinnuleysi, sem
Jónas Kristjánsson og fleiri hafa oft
bent á, en það stafar fyrst og fremst
af mikilli óarðbærri fjárfestingu i
landbúnaði og sjávarútvegi svo og
hinni miklu útþenslu ríkisbáknsins.
Kærar þakkir fyrir birtingu þriggja
pistla minna.
Björn Bjömsson,
hagf ræðingur ASt.
,,. . .þá má œtla að virðing fólks fyrir Alþingi og alþingismönnum hætti að dvina. . .