Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1983, Qupperneq 15
DV. FÖSTUDAGUR13. MAl 1983.
15
Menning
Menning
Menning
Menning
Guðbrandur Siglaugsson: Kvæði
Útgefandi: Rauða húsið
Akureyri 1982
Kvæöi Guöbrands Siglaugssonar
skiptast í þrjá hluta og ber fyrsti hlut-
inn nafniö Bakþankakvæði. Gefiö er til
kynna aö kvæöin séu ort á árunum 1981
og 1982 en bakþankinn gengur ljósum
logum í þeim öllum. Hann er í gervi
næturvaröar, herbergisþernu, forfalla-
kennara, skálds og tvíburabróöur
auönuleysingjans. Helst er aö sjá aö
bakþankinn búi einhvers staöar innra
meö skáldinu, — hann er oftast heldur
aumlegur og því miöur of máttlítill til
að ná aö hrífa lesandann eöa ýta viö
honum á nokkurn hátt.
Annar kafli Kvæöa ber yfirskriftina
Glerljóö og í þeim tekst Guðbrandi til
muna betur upp en þegar hann fær
bakþanka. Glerljóöin fjalla um oröiö,
hversu viökvæmt þaö er og vandmeö-
fariö. Glerljóö merkt ii hljóðar svo:
Rándýrsedli
er Ijódum gefid:
Þetta hefur i klóm sínum
Þ‘<t-
Svo er aö sjá sem skáldinu þyki
kraftar ljóðsins miklir. Þarfasta verk
þess væri aö reyna aö temja rándýriö,
kenna því listir sem fá áhorfandann til
aö staldra við og skynja orkuna sem í
oröinu er falin.
Glerljóö v er á þessa leið:
Skoóadu þig
í gegnum
þetta ord.
Vissulega er sjálfsskoöun góö, ekki
síst gegnum orö, en hér sést illa hvert
stefnt hefur í huga höfundar og skoöun
lesandans veröur ef til vill minni en
skyldi. Þaö er illt að sitja uppi meö
jafnspakvitra setningu og hafa ekki
annaö aö skoöa sig í en blaðsíðutaliö
neðstásíöunni: 29.
En Guöbrandur verður stundum of-
an á í baráttunni við orðið eins og sést í
Glerljóði vi:
Ljóöin eru hengjur.
Oró hrúgast upp
cid bestu skilyrdi.
Ljóö eru liengjur.
Aðeins tíminn
fellirþau.
Vissulega má líkja ljóði sem stendur
undir nafni viö hengju. Þaö hefur í sér
spennu og kraft hengjunnar og ég er
hreint ekki viss um aö tíminn geti
nokkru sinni fellt öll ljóö. Sum veröa
alla tíð eins og ör á streng, hengja á
brún.
ORÐIN FLAKKA
En oröiö hefur margháttað eöli aö
mati Guöbrands eins og sést ef tekiö er
enn eitt dæmi úr Glerljóöaflokknum,
en þetta ljóö ber merkið viii:
Ord rata
aö þeí er rirdist
ekki á réttar dyr
en liætta sér á fla king.
Auövitað vilja oröin ævinlega fara á
flæking, en skáldið er hinn góöi hiröir
sem smalar þeim saman, skapar
breyttar aöstæöur; nýja mynd. Skáld
hins knappa forms og fárra orða má
ekki leyfa orðunum aö flækjast, en það
er eins og stundum sé komiö eitthvert
strok í oröin hjá Guðbrandi þegar
knöppum kvæöunum tekst hvorki aö
vekja hughrif né bregöa upp mynd.
Þriöji og síðasti hluti bókarinnar
Kvæði hefur titilinn Önnur kvæöi. Þar
eru samankomin ljóömæli sem ekki
hafa verið þrædd upp á rauöan þráö
líkt og Bakþankakvæöin og Glerljóðin.
Á hljóölausri nóttu er eitt eftirtektar-
verðasta kvæðiö í síðasta hópnum:
Bókmenntir
Solveig K. Jónsdóttir
Klukkurnar hafa sligið
skrefid til fulls
og hefja stundvíslega
nýjan sólarhring
Ljósin kveikja myrkur
milli húsa, fyllasl
öngstrati
óþekktum ilmi,
og sum hús
bera nöfn
eins og dagarnir:
en borgir?
fíorgir
ókunn ord.
Myndin sem brugöið er upp í byrjun
ljóðsins er grípandi og fögur, en í
seinni hlutanum fatast höfundi flugiö
og myndin sem var svo skýr í upphafi
dofnar og eyðist í tali um nöfn sem
koma þessari mynd svo ógnarlítiö viö.
Ef til vill er Guöbrandi þaö ekki ljóst
að orö eru ekki aöeins vandræöagripir
og villidýr heldur líka viökvæm meö
afbrigðum, einkum þegar þau birta
fínlegar myndir. Oft á tíðum veröur
ekkert til aö trufla myndirnar í Kvæö-
um, eins og í ljóðinu Riss þar sem tvær
línur eru dregnar meö einföldum drátt-
um. Svipuðu máli gegnir um ljóöið
Gömulsaga:
Þad er sök sér
med gamla vegi,
þeirgróa upp,
þaó vita atlir.
En ödru gegnir um brýr,
þa r eiga ekkert yfir sig
og taka ekki sa'ngur sínar
svo glatt og ganga.
Guöbrandur steypir sér stundum út í
oröaleiki og spakmælasmíð á kostnaö
myndmálsins og nær ekki aö fuilvinna
góöar hugmyndir. Hann bregöur einn-
ig á stöku staö fyrir sig hvimleiðum
rúnleikjum eins og í ljóðunum Lands-
kvæöi og Löngum var heiðin. Rimiö i
þessum ljóðum minnir næstum því á
Æra-Tobbakveðskap en Guðbrandur-
notar orö sem lesandinn væntir sér
nokkurs af og verður síöan fyrir von-
brigöum.
Svo er aö sjá sem Guöbrandur hafi
látiö flest flakka í Kvæðum sínum, en
mörg ljóöa hans bera þess vott aö hann
gæti síðar oröiö ofan á í baráttunni viö
þá tvíhöföa slöngu sem ber heitið ORÐ.
Orö mega ekki flækjast um, þau veröa
aö eiga erindi á pappírinn.
SKJ
HJN FRJÁLSA F|RD
Einu skilyrðin eru þau, að þú sért
25 ára eða yngri og fyrir ömmur
og afa, mömmur og pabba, að
þærséu 61 árs eða eldri og þeir
66 ára eða eldri.
Inter Rail lestarkortið gerir þér
mögulegt að ferðast ótakmark-
að um Evrópu1’ í heilan mánuð
og ráða ferðahraðanum sjálf(ur).
Auk þess færðu 30 - 50%
afslátt á ferjum víðsvegar um
Evrópu.
Inter Rail junior:
Inter Rail senior:
1.550 DKR
1.650 DKR
"Öll V-Evrópa, auk Ungverjalands,
Rúmeníu og Marrokkó.
TRANS
ALPINO
Transalpínó eru ódýrar lestar-
ferðirfyrir 25 ára og yngri. Þessi
tegund lestarferða er lausnin, ef
fyrirhuguð ferð er það stutt að
ekki borgar sig að kaupa Inter
Rail kort. Dæmi um svona ferð
gæti verið: Kaupmannahöfn -
Hamborg - Aachen - Brussel -
París - Kaupmannahöfn.
Transalpínó: 990 DKR
INTER
RAIL83
PARIS
OGINTER RAIL
LESTARKORT
KAUP •
MANNAg
HOFN
OGINTER RAIL
LESTARKORT
BROTTFÖR: 17. júlí
9320KR
BROTTFARIR: 3. júní, 1. júlí og 29. júlí
9930 KR
FERÐA
SKRIFSTOFA
STÚDENTA
Hringbraut, sími 16850