Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1983, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1983, Page 18
18 DV. FÖSTUDAGUR13. MAI1983. fþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþrótt a Norðmenn koma ekki Tveir landsleikirvið Færeyinga í staðinn Norðmcnn koma ekki til tslands að leika bér landsleik í knattspyrnu 5. júli á Laugardalsvellin- um, eins og fyrirhugað var. Norðmenn óskuðu eftir því að breytingar yrðu gerðar á og þeir kæmu hingað til lands 1984. KSÍ varð viö þeirri ósk Norð- manna. I staðinn koma Færeyingar hingað til lands og leika tvo landsleiki gegn Islendingum. Aðrir landsleikir sem verða hér á landi eru gegn Spánverjum 29. maí, Möltubúum 5. júní, Svíum 17. ágúst og Irum21. september. -sos Uppstokkun hjá Argentínu — Aðeins Fillol eftir af heimsmeisturunum Argentína leikur sinn fyrsta landsleik i knatt- spyrnu frá heimsmeistarakeppninni á Spáni við Chiie á laugardag. Nýi landsliðsþjálfarinn Carlos Bilardo, sem tók við stöðunni af Cesar Luis Menotti þegar hann gerðist stjóri Barcelona, hefur vaUð sitt fyrsta landsUð. Kemur hann þar talsvert á óvart og veiur ekki þá leikmenn Argentinu sem leika með Uðum i Evrópu, eins og fyrirUðann mörg undanfarin ár, PassareUa. Heldur ekki Diego Maradona eða Mario Kempes. Þá kom Osvaldo ArdUes ekki tU grelna vegna meiðsla. Argentínska liðið er þannig skipað. Ubalco FiUol, Julio Olarticoechea, Oscar Ruggieri, Enzo Trosser, Carlos Arregui, Ricardo Giusti, Ciaudio Marangoni, Norberto Alonso, Gabriel Calderon, Ricardo Gareca og Jorge Burruchaga. Aðeins einn eftir af heimsmeisturunum frá 1978 — markvörðurinn FUlol. fasím. Johan Cruijff tilParisSG? Forráðamenn franska 1. deUdarUðsins Paris Saint Germain tilkynntu í gær að þeir hefðu haft samband við Johan Cruijff, sem leikið hefur með Ajax undanfarin ár, og miklar líkur væru á að hann mundi leika meö ParísarUðinu næsta keppnistíma- bU. Bættu því þó við að þeir voru í harðri samkeppni við RotterdamUðið Feyenoord. Formaður Ajax skýrði frá því á miðvikudag að Cruijff mundi ekki leUía með Ajax næsta keppnistímabU. Samningar mUU hans og féiagsins hefðu ekki tekist. hsim. Firmakeppni KR Nýlokið er firmakeppni KR í badmínton og var keppt í þremur flokkum. TU úrsUta í meistaraflokki kepptu Nesti h/f og Úr og skartgripir og sigraði Nesti. Á myndinni að ofan eru frá vinstri: Björgvin Guðbjörnsson og Hjalti Helgason, keppcndur Nestis, Öskar Guðmundsson, formaður badminton- deUdar KR, Haraldur KorneUusson og Ólafur Ágústsson, sem urðu í öðru sæti. GrasvöUurinn í Kópavogi verður í sumar iðjagrænn og fallegur, hefur komið mjög vel undan vetri meðan veilirnir í Laugardainum í Reykjavík líta mjög Ula út. Tvö ReykjavíkurUðanna hafa því brugðið á það ráð að að leika fyrstu leiki sína á íslandsmótinu í Kópavogi þó þeir ættu, samkvæmt Ieikskrá, að fara fram í Reykjavík. Þá verður leikur íslandsmeistara Víkings og bikarmeistara Akraness í meistarakeppni KSÍ á KópavogsveUi á morgun, laugardag. VÍKINGUR OG VALS- MENN LEIKA FYRST Á KÓPAVOGSVELLI — Breidablik leikur tvo fyrstu leiki sfna í 1. deild á grasvellinum í Kópavogj Íslandsmeistarar Víkings og Breiða- bUk hafa náð samkomulagi um að leikur Víkings og BreiðabUks í 1. deildarkeppninni, sem átti að fara fram á MelaveUinum 19. maí, verði leUíinn sama dag á grasveUinum í Kópavogi sem er nú fagurgrænn — á sama tíma og grasveUir annars staðar eru gulir. BUkamir fá því heimaleik sinn á undan gegn Víking en Víkingar leika heimaleik sinn gegn Breiðablik 9. júli i Laugardalnum. Valsmenn standa nú í samningavið- ræðum við Breiðablik um að BUkamir skipti einnig á heimaleik gegn Vals- mönnum þannig að BreiðabUk og Valur leiki á grasveUinum í Kópavogi 23. maí, en ekki MelaveUinum eins og stendurtU. „Það eru enn nokkur ljón í veginum, Valsstúlkurn- ar eru efstar Víkingur sigraði Fram 3—0 í meistaraflokki kvenna á Reykjavíkur- mótinu í knattspyrau á MelaveUi á miðvikudagskvöld. i kvöld verður einn leikur í keppninni. Þá leika KR og Fylkir ki. 19 á MelaveUi. Staðan er nú þannig: Valur 3 3 0 0 10-0 6 Víkingur 3 2 0 1 7—2 4 KR 2 10 12—32 Fylkir 3 0 12 1—6 1 Fram 3 0 12 1—10 1 að samningar takist. Við þurfum að hafa samráð við mótanefnd KSI vegna breytinga á leikjunum því að ef af því verður að við leUcum fyrst í Kópavogi verður heimaleikur okkar gegn BreiðabUk í Laugardalnum 17. júU. Þann dag er LaugardalsvöUurinn upptekinn þar sem FyUcir leUcur þá gegn KA í 2. deUdarkeppninni. Við verðum því að fá samþykki hjá móta- nefndinni til að finna annan leUcdag fyrir heimaleUc okkar gegn Breiða- bUki,” sagði Sigtryggur Jónsson, formaður knattspyrnudeUdar Vals. Byrjað á Melavelli Það er Ijóst að fyrstu umferðimar í 1. deUdarkeppninni verða að fara fram á gamla MelavelUnum, þar sem gras- veUirnir í Laugardainum hafa ekki komið vel undan vetri og verða ekki til- búnir fyrr en í júní. Það er þess vegna sem Víkingar og Valsmenn hafa farið fram á að BreiðabUk skipti við þá og leiki heimaleUci sína fyrst. GrasvöU- urinn í Kópavogi, sem er upphitaður, hefur undanfarin ár ávallt verið tUbúinn í maí. Það er því hreint furðu- legt að ekki hafi verið settar hitaveitu- lagnir undir LaugardalsvöUinn þegar hann var tekinn upp fyrir fáeinum árum. Valsmenn leika að Hlíðarenda, Sigtryggur Jónsson sagði að allt stefndi í aö Valsmenn kæmu tU með að leika nokkra af heimaleikjum sínum á grasveUi félagsins við HUðarenda. .jLðstaðan þar er ekki síðri en aðstaðan við ValbjamarvöU í Laugar- dalnum. Við höfum fengið leyfi til að leika heimaleiki okkar á velUnum og erum ákveönir í að notfæra okkur það,” sagði Sigtryggur. ^os Tveir sigrar hjá 76-ers PhUadelphia 76-ers sigraði MU- waukee Bucks 87—81 í öðmm leUc Uð- anna um úrsUtasætið i körfuknatt- leiknum bandariska í austurdeUdinni á i fimmtudagskvöld. Liðin eiga að leika! sjö leUci um réttinn í úrsUtakeppnina | um bandariska meistaratitUinn. PhUa-, delphia sigraði einnig í fyrsta leiknum. Sævar tekur sæti Amþórs — í f immtán manna dómarahópnum semdæmiríl.deild Amþór Óskarsson, knatt- spymudómari úr Ármanni, sem var í fimmtán manna dómarahópn- um sem dæmir 1. deUdarieiki i knattspyrau, hefur ákveðið að draga sig úr hópnum. Sævar Sigurðsson úr Fylki mun taka stöðu Araþórs í hópnum, sem er skipaður þessum dómurum. EysteinnGuðmundsson, Þrótti Guðmundur Haraldsson, KR Sævar Sigurðsson, Fylki OU Olsen, Þrótti Grétar Norðfjörð, Þrótti Þorvaldur Bjömsson, Þrótti Kjartan Olafsson, KR Hreiðar Jónsson, Val Kjartan Tómasson, Akureyri Ragnar ö. Pétursson, Ármanni Magnús Theódórsson, Víking Baldur Scheving, Fram Friðjón Eðvaldsson, Akranes iHelgi Kristjánsson, Fram Friðgeir HaUgrímsson, KR Sex síðarnefndu dómararnir hafa ekki dæmt áður í 1. deildarkeppninni. -SOS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.