Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1983, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1983, Page 36
79090 SENDIBÍLASTÖÐ KÓPAVOGS Símsvari á kvöldin og um helgar Verkfall i Nausti Þjónaverkfall hefst í veitinga- húsinu Nausti á hádegi á morgun haf i ekki samist fyrir þann tíma. Eigandi Nausts og fulltrúar Félags framreiöslumanna mættu hjá ríkis- sáttasemjara í morgun til annars sáttafundar í deilunni. Sá fyrsti var á miövikudag og „gekk ekkert”, aö sögn Ólafs Sveinssonar, fulltrúa framreiöslumanna. Deilan snýst um breytt fyrirkomu- lag áfengisafgreiöslu semnýlega var tekið upp í Nausti. Þjónar telja þaö br jóta í bága við kjarasamninga. Fimm af sex þjónum Nausts hafa reyndar ekki veriö i vinnu undan- fama tíu daga þar sem þeim hefur veriö meinað aö starfa eftir gamla fyrirkomulaginu, aö sögn Olafs Sveinssonar. -KMU. Fáksferó ai Hlégarði: „Skemmdugras- bala í Árbænum” — segir lögreglan _ Árleg Hlégarðsferð félaga úr ' Hestamannafélaginu Fáki varð nokkuö söguleg aö þessu sinni. Að sögn lögreglunnar í Arbæ riöu Fáks- menn yfir grasbala við Bæjarbraut og skemmdu töluvert viökvæmt grasiö. Gróöursvæði þessi eru aðal- lega í eigu borgarinnar en einliverjir húseigendur i Arbæ munu hafa oröið fyrir tjóni. Einn maöur datt af hestbaki viö Rauðahvamm fyrir ofan Árbæ í gærdag. Slasaðist hann nokkuö, nefbrotnaði og skarst á hálsi. Nokkuð mun hafa veriö um að hestar hafi sloppið frá eigendum sinum og gengiö lausir um borg og bý. Að sögn lögreglunnar í Ároæ var nokkurölvunmeöalF iksmanna. -ás. Varðskipið Ægir: Tóktogarann Drangeyí tog Varöskipið Ægir kom aö skuttog- aranum Drangey frá Sauðárkróki meö bilaða vél viö Barðagrunn út af Vestfjöröum um klukkan fimm í gærmorgun. Varðskipið tók togar- ann í tog og hélt til heimahafnarinn- ar, Sauöárkróks. Þangað koma skip- in seinni partinn í dag. Leiðinlegt hefur veriö í sjóinn fyrir vestan og norðan og ferðin því aðeins tafist. -JGH LOKI Ætli viðræður Steingríms í Garðabæ séu eins og kaupstaðarnafnið, risiágar og kauðalegar. 27022 AUGLYSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJORN SÍÐUMÚLA 12- -14 — Stef nir í360 milljón króna halla hjá Landsvirkjun: Ólögmæt ákvörðun ríkisstjómarínnar? — óvissa ríkjandi um framkvæmdir við Blönduvirkjun í ár? „Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar er hugsanlega ógild aö lögum. Við látum kanna þaö nú,” sagði Halldór Jónatansson, framkvæmdastjóri Landsvirkjunar, í samtali viö DV. Ráðherranefnd ákvaö í nafni ríkis-1 stjómarinnar 10% hækkun á taxta Landsvirkjunar 1. maí en fyrirtækið haföi sótt um 31% hækkun. ,,Ef engin frekari taxtabreyting veröur út áriö blasir viö að rekstrar- hallinn verður 360 milljónir. Til þess aö komast hjá þeim halla þarf aö hækka taxtann um 51% 1. ágúst og aftur 51% 1. nóvember. Verði þaö ofan á að viö fáum litlar eöa óverulegar hækkanir komumst viö ekki hjá því að taka erlend lán í reksturinn. I lánsfjárlögum ríkisins er ekki gert ráö fyrir því og þá kemur til álita að fresta á móti lán- tökum vegna framkvæmda sem ekki eru hafnar. Þar munar mest um Blönduvirkjun. Eg geri ráö fyrir aö stjórn Lands- virkjunar taki afstööu til þessara mála í næstu viku. Þaö hefur veriö beðið eftir umsögn Þjóöhagsstofn- unar, sem raunar á aö liggja fyrir áður en ákvarðanir eru teknar um taxtabreytingar. Sú umsögn hefur ekki fengist vegna anna í þeirri stofnun. En hún mun væntanlega vega þungt viö endanlegt mat stjómar okkar hér hjá Lands- virkjun,” sagöi Halldór. Þá sagöi hann aö í lögum um Landsvirkjun væri skýrt ákvæði um aö fyrirtækið ætti að reka þannig aö þaö bæri sig og skilaöi rekstrar- afgangi til framkvæmda. Undan- farin ár hefði hins vegar verið tap- rekstur og síðan 1. maí í fyrra heföi veriö stefnt aö því með samkomulagi við iönaöarráöuneytið aö snúa Aukvinningur i Heimabingói iþróttasambands fatlaðra var dreginn út i vikunni og afhentur i fyrradag. Hinn heppni er aðeins 17 mánaða gamall og heitir Ólafur Helgi Ólafsson. Hann hlýtur ferð til Amsterdam fyrir tvo, hóteldvölþar og bilaleigubil i viku. Myndin er tekin er Haraldur S. Haraldsson it.v.) framkvæmdastjóri Heimabingós afhenti vinningshafanum vinninginn. Með þeim á myndinni eru foreldrar þess stutta: Ólafur Jónsson matsveinn og Valgerður Friðþjófsdóttir, ásamt bræðrum hans. DV-myndBjarnleifur. Viðræðuslit Sjálfstæðisf lokks og Framsóknarf lokks: Ágreiningur um lög- bindingu veröbóta Geir Hallgrímsson skilaði aftur umboði sínu til myndunar meiri- hlutastjómar síðdegis á miðvikudag eftir aö slitnað haföi upp úr viðræðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Síðar um kvöldiö afhenti forseti Islands Steingrími Hermannssyni umboöiö. Eftir að Geir Hallgrímsson hafði skilað umboöi sínu sagöi hann aö viöræöum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks væri lokið í bili. Hann sagðist telja aö ágreiningur milli þessara flokka væri ekki mikill og útilokaði enga möguleika í síöari viðræöum þeirra. Flokkamir vora sammála um aö afnema núverandi verðbótakerfi launa. En viðræöurnar strönduöu á því aö framsóknarmenn vildu lög- binda verðbætur til tveggja ára en voru reiðubúnir til aö fallast á eins árs lögbindingu. Sjálfstæðismenn vildu hins vegar ekki samþykkja lög- bindingu lengur en tvö veröbóta- tímabil eöa fram til næstu áramóta. Samkomulag var um aö veröbætur yrðu 7% til 1. júní en samkvæmt vísitölu ættu þær að veröa um 20%. Sjálfstæðismenn nefndu þessa lög- bindingu verðbóta „lögbundna for- gjöf” og töldu að aðilar vinnumarkaðarins gætu síðan samiö um frekari kauphækkanir. Með afnámi verðbótakerfisins 1. júní yrðu flestir samningar á vinnu- markaöi sjálfkrafa lausir. Steingrímur Hermannsson sagöi að meö afnámi veröbótakerfisins og lögbindingu veröbóta 1. júm' og 1. október yrði verðbólga um 45 til 50% um áramót. „Það teljum viö of hátt til þess að unnt sé að varpa málinu í faðm aðila vinnumarkaðarins”, sagði Steingrímur og vildi því lög- binda verðbætur til lengri tíma. OEF dæminu viö. Nú hallaði aftur á ógæfuhliðina og ákvöröun ráðherr- anna stríddi gegn lögum Landsvirkj- Loks er þess að geta að rekstur Landsvirkjunar er enn erfiðari nú en ella fyrir þá sök að hún hefur nýlega tekiö viö rekstri byggðalínanna og eins vegna þess aö Hrauneyjafoss- virkjun er komin meö fullum þunga í rekstur án þess að skila strax fullum tekjumámóti. HERB Ökumenn án bílbelta stöðvaðir „Ráðuneytið leggur í þessu sambandi sérstaka áherslu á að lögreglan fylgist í auknum mæli meö og hvetji til notkunar öryggisbelta, meðal annars með því að stöðva í auknum mæli bifreiðar ef ökumenn eða farþegar í framsætum noti ekki beltí og þeim bent á nytsemi belt- anna og að notkun þeirra sé lögboðin þótt vanræksla varði ekki viðurlögum.” Svo segir meðal annars í bréfi, sem dómsmálaráðuneytiö hefur sent lögreglustjórum um allt land. Bréfið er sent út vegna umferöarvikna sem emaðhefjast. -KMU. Fíkniefnamálið: Verða látnir lausirídag Mennímir tveir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi undanfamar tvær vikur fyrir meinta sölu á fíkniefnum verða iátnir lausir í dag. Þeir hafa ekki enn viðurkennt sölu á eftiunum. Mennirnir voru handteknir í húsi í miðbæ Reykjavíkur. Við handtökuna vom þeir með á annað hundrað grömm af hassi og nokkur grömm af amfetamíni. -JGH Jóhannes Nordal seölabankastjóri: Engingengis- felling „Þaö er alveg úr lausu lofti gripið að standi til verulegar breytingar á gengisskráningu,” sagði Jóhannes Nordal seðlabankastjóri I samtali við DV í morgun. Sterkar sögusagnir hafa gengið undanfama daga að slíkar breytingar væru í buröarliðn- um, jafnvel allt að 50% gengisfelling. Jóhannes sagðist hafa heyrt fólk gera því skóna að gjaldeyrisdeildir yröu lokaöar í dag en ekkert væri hæft í því. Engir fundir hafa heldur verið í bankanum til að fjalla sér- staklega um hugsanlegar gengis- breytingar. -JBH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.