Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Síða 7
DV. MANUDAGUR1B. MAI1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Passið magann i fríinu Nú líður að þeim tíma sem menn flykkjast hvað mest til annarra landa í sumarfrí. Og þegar kannski öllum sparipeningum heils árs er eytt í frí, og jafnvel meiru til, er áríðandi að vel takist til. V eikindi í fríinu geta gert það að verkum að lítil ánægja verði af. Niðurgangur og uppköst eru algeng- ustu kvillar sem ferðamenn fá. Þetta eru yfirleitt meinlaus tilfelli en geta verið mjög hvimleið. 1 danska blaðinu Helse eru gefin nokkur ráð til að forðast að fá þessa kvilla og önnur ráð til þess að halda þeim niðri, komi þeir samt. Það sem mestu varðar er það að fara varlega í mat og drykk á erlendri grund. Forðist matvæli úr eggjum, mjólk og vatni sem ekki hefur veriö soðið. Gætið þess að maturinn sé ævin- lega soöinn í gegn. Haldiö hráu græn- meti í lágmarki og forðist drykki kælda með ís. Forðist hrá skeldýr. Ekki er hægt að fyrirbyggja matar- eitrun með því að taka nein lyf. Alkóhól kemur heldur ekki að neinu gagni. Trúin á þaö að snaps á fastandi maga fyrirbyggi magaveric er því miður ekki á rökum reist. Fái menn niðurgang þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir er í flestum til- fellum hægt aö lækna hann sjálfur, án aðstoðar lyfja eöa læknis. Mestu veldur að drekka nægan vökva. Við mikinn niðurgang missir líkaminn mikið vatn og hætta er á því að hann þorni upp, sérstaklega líkami barns. Best er að drekka ölkelduvatn sem yfirleitt er selt á flöskum í k jörbúðum. Ella þá soðið vatn. Til þess að fá ein- hverja orku má sæta vatnið ögn með þrúgusykri. Fyrsta sólarhringinn er best að forðast alla fasta fæðu, svo og mjólkurvörur. Annan daginn má reyna stoppandi mat eins og epli eða gulrætur. En litið í einu. Ef líöanin er mikið að skána er ágætt að fá sér kexköku eða sneið af ristuöu brauði. Eftir þetta er síðan um að gera að fara sér hægt í mataræðinu. Byrja á soðnum mögrum f iski og kjöti, soðnum hrísgrjónum og grænmeti. Mjólkur og mjólkurvara skal aðeins neyta eftir að hægðir hafa verið eðlilegar í sólar- hring. Annars er hætta á því að niður- gangurinn byrjiaftur. I flestum sólarlöndum er hægt að kaupa stoppandi lyf í lyfjaverslunum án lyfseðils. Lyf sem innihalda vismut eða kulpræparat gætu komiö að gagni. En oftast eru þessi lyf óþörf og niöur- gangurinn læknast án þeirra. Hafið hins vegar samband við lækni ef niðurgangurinn varir lengur en í 3—4 daga, ef honum fylgir hár hiti sem helst stöðugur, ef blóð er í því sem niðurkemur, ef smáböm fá niðurgang. -DS. I eldhúsinu FARSERAÐ LAMBA- SLAG GESTGJAFANS I nýjasta hefti Gestgjafans eru margar uppskriftir sem vert er að líta á og fara eftir. Að vanda er tímaritið vel úr garði gert, og prýtt fjölda mynda af mat og girnilegum réttum. Ein uppskrift er í blaöinu að ódýrum og góðum rétti sem við birtum hér í eldhúsinu í dag. I blaðinu er bent réttilega á að lambaslögin megi nýta í annað en rúllupylsur, með því til dæmis að fylla þau með ýmsu góðmeti. Farserað lambasiag Fyrir sex manns 1 stórt lambaslag (beinlaust) Fylling: 500 g svinahakk (helstgrófhakkað) 1 bolli brauðmylsna 2egg 1saxaður laukur 1/41 rjómi 1/41 mjólk (eða eftir því hve farsið á að vera þykkt 3—4 msk. söxuð steinselja 1 tsk. tímían 1/2 tsk. rósmarin 1 tsk. pipar 2 msk. salt 1/2 saxaður hvítlauksgeiri Blandið öllu vandlega saman i hæfi- lega þykkt fars. Látið bíða í um þaö bil hálfa klukkustund, svo að brauðmylsn- an nái að bólgnaút. Smyrjið farsinu innan á slagiö og rúllið því síðan upp eins og rúllutertu. Vefjið með seglgarni og setjið í ca 200° C heitan ofn. Lækkið hitann niður í 160° C eftir hálfa klukkustund og steikið í 45 mínútur í viðbót. Berið fram meö soðnum kartöflum, belgjabaunum og maís í hvítri og brúnni sósu. STAUJUR VIÐ BAÐKERK) Bömin eiga oft erfitt með að komast ofan í baðkerið og upp úr því aftur. Há brúnin og sleipt kerið gera þetta að verkum. Við rákumst á þessa hug- mynd í gömlu blaði núna á dögunum. Með henni ætti að vera unnt að gera börnunum auðveldara fyrir. Hinir full- orðnu ættu heldur ekki að hafa af þessu nein óþægindi, þvert á móti er hægt að nota tröppuna til að geyma á ýmsa hluti sem menn nota við baðið, raksáp- una og spegilinn, svo að dæmi sé nefnt. Búinn er til nokkurs konar stokkur úr 16 millimetra þykkum spónaplöt- um. Hann er 17 sentimetrar á hæð og 25 sm á dýpt. Stokkurinn er festur tryggi- lega við hlífina sem er framan við flest baðker. Ofan á er síðan gott að setja annaðhvort flísar eöa teppi sem þolir aö blotna. Teppið er líklega betra því að sumar flísar verða hálar þegar þær blotna og líklegt er að þrepið eigi eftir aö blotna oft þegar bömin suila í bað- inu. Teppið má gjarnan koma aðeins út á gólfið fyrir neðan. Það eru ekki aðeins böm sem geta vel þegið að nýta sér þá hjálp sem er í svona þrepi. Aldraðir eiga oft erfitt meö að komast upp i baökerið. Svona þrep gæti reynst vel. BÖRNIN FÁ 50% AFSLÁTT DRAUMAFERÐ FJÖLSKYLDUNNAR TIL MALLORKA 27. maí SANTA PONSA: Ein allra vinsælasta bað- strönd á Mallorka. Jardin del sol — Nýtt og glæsi- legt íbúðahótel alveg við sjóinn. PUERTO DE ANDRAITX: Mini folies lúxusvillur í fjölskylduparadís. Á skrifstofu okkar erum við með myndband frá gististöðum okkar. FERÐASKRIFSTOFAN Vcriö velkomin og fáiö nánari upplýsingar um hagstætt vcrð og kjör. LAUGAVEGI 66 SÍMI 28633 ✓ —DS. Vi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.