Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Side 14
14 DV. MÁNUDAGUR16. MAI1983. SÓL SAUNA-SNYRTING Komið í Ijós í okkar frábæru Silver Super sólarbekki (einnig með háfjallasól) og fáið á ykkur fallegan brúnan lit og losnið við alla streitu. Sauna og góð hvildaraðstaða. öll almenn snyrting: and- litsböð, húðhreinsun, hand- og fótsnyrting o.fl. Jafnt fyrir konur sem karla. einstakt tilboð Við létum sérsmíða íslensk lyklaborð í tölvurnar okkar, samkvæmt tillögum staðalnefndar. Eigum því til sölu nokkurt magn af standard . ..!«■ lyklaborðum úr TRS-80 Model 2 tölvunun Teikningair fylgja. Tilvalíð tækifæri fyrír tölvu áhugafólk, sem vantar betra iyklaborð. ,. . íí&. 15í mremur á lager: 'hreinsidiskettur 5'A", hreinsidiskettur 8", 5Va" diskettur, diskettubox fyrir 8" og 5Va. P.S. Örfáum litatölvum TRS-80 „Colour Computer" 16 k. óráðstafað á mjög góðu verði, einnig úrval leik-forrita. 1 F C landij iAFMAGNS- " RAFEINDATÆKI VERSLUN I LAUGAVEG1168 RVIKS. 18055 f— SHELLTOX OG VAPONA FLUGNA FÆLAN Hafið þér ónæði af flugum? Flugnafælan sér við þvi. Lyktarlausu flugnafælurnar fást á afgreiðlustöðv- um Skeljungs og í fjölda verslana um land allt. Fáanlegar í tveimur stærðum og endast í að minnsta kosti fjóra mánuði SKELJUNGUR HF. Smávörudeild Sími: 81722 VI. grein: NÁNAR UM UPPRUNA ÍSLENSKU STJÓRNAR- SKRÁRINNAR Höfundar þessa greinaflokks um stjórnskipun og stjórnarskrá eru Halldór Guð- jónsson, Jónas Gíslason, Páll Skúlason, Sigurður Líndal, Vilhjálmur Árnason og Pórður Kristinsson. Þeir skrifa undir höfundanafninu Lýður. Ekki verður frá því skýrt í hvert sinn hver er höfundur einstakra greina en við lok skrifanna verður það gert. Nú þegar umræður fara fram hér á landi um stjómarskrá íslenzka lýð- veldisins og breytingar á henni, gæt- ir langmest umræðna um einstök atriöi hennar; minna hefur gætt um- ræðu um heildarinnihald stjórnar- skrárinnar. Þessi umræða þarf svo sem ekki að koma mikið á óvart; þegar breytingar hafa verið gerðar á íslenzku stjómarskránni í fortíðinni, hefur umræöan einmitt á sama hátt snúist mest um einstök atriði, eink- um um kosningafyrirkomulag og kjördæmaskipan.Oftast hefur kveöið mest að alþingismönnum og öðrum fulltrúum stjómmálaflokkanna, sem eiga þar beinna hagsmuna að gæta umf ram aðra menn. Mér virðist þessi umræða öll hafa byrjað á skökkum stað og verið mið- uð viðrangarforsendur; mérvirðist, að nær hefði verið að spyrja um grundvallaratriðin sjálf: Hver er eðlileg skipan íslenzkra stjórnlaga? Viö hvað þarf hún að miðast? Hvaöa atriði skipta þar mestu máli? Eg hygg vart ofmælt, þótt sagt sé, að grundvallarumræða um skipan ís- lenzkrar stjómarskrár hafi raunar aldreifariðfram. Sjónarmið Dana Hvernig er stjómarskrá íslenzka lýðveldisins til komin? Að megin- stofni til stafar hún frá þeim tíma, þegar Island var í ríkjasambandi við Danmörku og Danakonungur fór hér með völd þjóðhöfðingja. Danakon- ungar höfðu þá um aldir ákveðið stjórnskipan Islands sem og Dan- merkur sjálfrar. Einveldi konungs lauk í Danmörku árið 1849. Hins veg- ar lauk einveldi konungs á Islandi raunverulega ekki fyrr en 1874. Þeg- ar Islendingar höfnuðu uppkasti Dana að stjórnarskipan fyrir Island á þjóðfundinum 1851, framlengdist ein- veldi konungs hér á landi. Það var því Danakonungur, sem setti Islandi stjómarskrá 1874; við tókum við henni úr konungs hendi. Eins og nærri má geta, var sú stjóm- arskrá alls ekki samin út frá íslenzk- um sjónarmiðum og hagsmunum fyrst og fremst, þótt þar væri tekið nokkurt tillit til ýmissa þeirra atriöa, sem deilum höfðu valdið meö Islend- ingum og Dönum fram að þeim tíma um stöðu Islands í danska ríkinu. Þessi stjómarskrá var fyrst og fremst samin út frá dönskum hags- munum með það fyrir augum að tryggja áframhaldandi samband landanna um ófyrirsjáanlega fram- tíð. Og grundvallaratriði hennar f jallaði um stööu konungs sem erf ða- þjóöhöfðingja á Islandi. Um stjórnskipun og stjórnarskrá Sambandsslit Deilur héldu áfram enn um stund með þessum frændþjóðum um sam- band landanna; þeim deilum lauk fyrst með sambandslögunum 1918, sem ætlað var að gilda næsta aldar- fjórðung. Þá voru gerðar þær breyt- ingar einar á íslenzku stjómar- skránni, sem nauðsynlegar voru vegna breyttrar stöðu Islands í danska ríkinu. Nú var um að ræða tvö riki með sameiginlegan konung. Vart þarf að efa, að Danir munu margir hafa vonazt til, að þarna væri fundin sú lausn á gömlum deilum þjóðanna um stöðu Islands í danska ríkinu, sem mundi haldast um langa hríð, a.m.k. að því er snerti konungs- sambandið. Hitt er jafnljóst, að Is- lendingar hugðust frá upphafi nota rétt sinn til þess að segja sambands- lögunum upp að 25 árum liðnum. Svo fór sem alkunna er, að sam- bandi Islands og Danmerkur var að fullu slitiö 1944, þótt þau sambands- slit yrðu með talsvert öðrum hætti en búizt hafði verið við. Aðstæður voru þá þannig, að lítill tími gafst til þess að hefja grundvallarumræður um gerð og innihald íslenzkrar stjórnar- skrár, sem tæki miö af ðskum og þörfum þjóðarinnar sjálfrar og mið- uð væri við gjörbreyttar aðstæöur, m.a. á stööu íslenzks þjóðhöfðingja, er f orseti kom í stað konungs. Auðvitað voru breytingar gerðar á íslenzku stjómarskránni, en þær voru aðeins hugsaðar til bráða- birgða, þar til betra tóm gæfist til þess að undirbúa nýja stjómarskrá frá gmnni. Fæstum hefur þá til hug- ar komið, að þessi umbreytta bráða- birgöastjórnarskrá mundi gilda jafnlengi og raun ber vitni. Tími til grundvallarumræðu Það hlýtur að valda vonbrigöum, að núverandi tillögur um breytingar á íslenzku stjómarskránni eru mið- aðar við það í grundvallaratriðum að gera enn breytingar á þeirri stjórn- arskrá, sem okkur var færð af Dana- konungi fyrir rúmri öld. Enn virðast menn ekki hafa gefið sér tóm til þess að setjast á rökstóla og hugsa málið frá gmnni út frá gjörbreyttum for- sendum í íslenzku þjóðlífi. Vart er við því að búast, að stofninn frá 1874 dugi enn við þjóðfélagsaðstæður nú- tímans. j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.