Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Qupperneq 44
44 DV. MANUDAGUR16. MAl 1983. Sviðsljósið Joan Kennedy, góður píanóleikari. Hér er það enginn annar en Scottarinn sjálfur. Orðinn 55 óra og yfir sig ástfanginn. „Aldrei of seint til að sjást," ku hann hafa sagt við Ali. Það er fyrrum vinkona Pattons sem er með honum hér á myndinni. Þau Ali og Patton eru tryllt af ást Patton gamli, George C. Scott, og fraukan fallega, Ali McGraw, eiga í sjóö- heitu ástarsambandi þessa dagana sem vakið hefur mikið um- talíHollywood. Þau féllu hvort fyrir öðru þegar upptökur fóru fram á myndinni China-Rose í Hong Kong, en í henni leika þau bæði. Svo heitar voru ástarsenurnar og kossamir innilegir að þau gátu ekki slitiö sig hvort frá öðru fyrr en leikstjórinn var farinnaðöskra. Ali er 45 ára en Scott 55. Þau hafa bæði leikið í mörgum kvikmyndum á undanförnum árum. Og fyrir þá, sem eru búnir að gleyma, má geta þess að Ali var gift Steve McQueen. Þau vom þó skilin er hann lést úr krabba- meini fyrir þremur árum. "......']i‘ ik, Ali McGraw or nú orðin • 45 ára og þykir alltaf jafnfalleg. Sviðsljósið Sviðsljósið JOAN MEÐ DO, RE, MÍ Við sjáum enga ástœdu til ad hleypa henni Joan Kennedy út úr Sviösljósinu hjá okkur þótt hún sé skilin við Ted. Hún vakti athygli nýlega fyrir að leika einleik á píanó með sinfóníuhljómsveitinni í Boston þar sem allur ágóði af tónleikunum rann til velgjörðarmála. Og eins og Joan var von og vísa stóð hún sig með stakriprýði. Mitchum má borga Robert Mitchum hefur nú veriö krafinn um hvorki meira né minna en 30 milljónir dollara eða 600 mill- jónir íslenskar fyrir að slá ljósmynd- ara. Þannig var að ljósmyndarinn, sem er kona, smellti einni saklausri af Mitchum gamla þegar verið var að vinna að upptöku nýrrar myndar. Þetta hljóp í skapið á honum með þeim hætti að hann barði stúlkuna og eyðilagði myndavélina. Mitchum þverneitaði aö biðjast afsökunar á þessu athæfi sínu og hélt að málinu væri lokið. Svo var þó ekki, stúlkan leitaði til dómstólanna og hefur sett fram fyrr- nefnda kröfu. Frænka og frændi Það fer vel á með frænku og frænda, Isabellu og Tomasso, þar sem þau ganga um götur Parísarborgar. Isabella, sem nú er þrítug, er ein af tekjuhæstu fyrirsætum heims og dóttir Ingrid Bergman. Þó að hún hafi birst i útbreiddustu tiskublöðum heims hvað eftir annað þekktist hún ekki i París. Frændinn Iftii, Tomasso, er sonur tvíburasystur Isabellu, hennar Ingrid. Hún var gift ítölskum manni, en er nú skilin og flutt til New York, þar sem Isabella starfar. Frænka og frændi búa þvi í sömu borg og ef að likum lætur fara þau oft í gönguferð saman. Jackie með Fransara „Nú veit ég aftur hvað sönn ást er," á Jackie Onassis- Kennedy að hafa sagt eftir að hún hitti 41 árs gamlan franskan Ijósmyndara, Richard de Com- bray að nafni. Jackie er 53 ára og þvi ellefu árum eldri en Richard. Okkur er ekki kunnugt um hvernig fund- um þeirra bar saman, en Jackie hefur lengi haft áhuga á Ijós- myndun og ekki er óliklegt að það hafi haft sitt að segja. Vinir Jackie fullyrða að hún sé svo ástfangin af Frakkanum að þetta geti ekki endað með öðru en hjónabandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.