Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Síða 48
79090 SEIMDIBÍLASTÖÐ KÓPAVOGS Símsvari á kvöldin og um helgar LOKI Þú tryggir ekki eftirá. 27022 AUGLYSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLYSINGAR SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 AFGREIÐSLA 86611 RITSTJORN SÍÐUMÚLA 12—14 Ljósmyndaflugvél Eliesers Jónssonar. Beðinn um að mynda olíuflekk fPersaflóa Elíeser Jónsson flugmaður var fyrir um hálfum mánuði beðinn um að mynda úr lofti olíuflekkinn á Persaflóa sem mjög hefur verið í fréttum að und- anfömu. Elíeser á flugvél af Rockwell-gerö, TF-ERR, sem sérstaklega er útbúin til loftljósmyndatöku. Hann hefur frá því í mars sl. verið aö ljósmynda í Nepal á vegum bresks fyrirtækis. I síðasta mánuði fékk Elíeser ósk um aö fara til Persaflóa. Auk þess að mynda olíumenguna, sem stafar frá tveimur borpöllum Irana, átti Elíeser að mynda í Kuwait og Quatar. DV hef- ur ekki frétt hvort Elíeser hafi lokið þessu verkefni. -KMU. Garður: Tónlistarskól- anum slitið í„logandi hvelli” Það höfðu margir á orði í Garðinum að tónlistarskólanum þar hefði verið slitið í einum logandi hvelli í samkomuhúsinu í gærdag. Ljóskast- ari með þúsund vatta peru ofhitnaði nefnilega með þeim afleiðingum að viður í kringum hann tók að loga. Vegna snarræðis tókst að slökkva eld- inn en litlu mátti muna aö illa færi þar sem samkomuhúsið er timburhús og mjögeldfimt. Tónlistarskólinn hafði notað kastar- ann án þess að ljósamaður væri við hann þegar skólanum var slitið. Eftir aö allir voru farnir út úr aðalsalnum uppgötvaðist hvað um var að vera. Eldurinn var slökktur í einum grænum með handslökkvitæki en slökkviliðiö kom þó á staðinn til vonar og vara. Skemmdir urðu ekki miklar. -JGH. Fangavörður á Litla-Hrauni dæmdurfyrir misferli 1982: SYKNAÐUR í Hæstarétti með atkvæðum allra dómara „Þaö er geysilegur léttir að þessu skuli vera lokið og aö ég skuli hafa fengið réttláta málsmeðferö,” sagði SigurðurlngiSvavarsson. Hæstirétt- ur sýknaði hann í fyrri viku af ákæru um misferli í starfi sem fangavörður á Litla Hrauni. Undirrétturá Selfossi haföi hins vegar dæmt hann sekan. Málið hófst árið 1981. Þá ákærðu vinnufélagar Sigurðar hann fyrir misferli sem fólst í því að hann hringdi einkasamtöl út á land úr síma Vinnuhælisins. Undirréttur á Selfossi dæmdi í málinu ári síðar, í endaðan febrúar 1982. Þá var Sigurður dæmdur sekur. Þeim dómi hefur Hæstiréttur nú hnekkt með samhljóða atkvæðum allra dómara. Sigurður sagði að alveg væri óvíst hvað tæki nú við hjá sér. Þegar málið kom upp var hann settur af „tíma- bundið”. Hann fluttist þá frá Eyrar- bakka og seldi þar hús sitt og settist aö í Hafnarfirði. Kvaðst hann ekki myndu flytja austur aftur og alls ekki sækja aftur um starf á Hraun- inu. Hann hefur stundað sjómennsku síðan málið kom upp. DS Björn R. Einarsson, hinn góðkunni hljómlistarmaður, er sextugur i dag. Félagar i Félagi islenskra hljóm- listarmanna mættu fyrir utan heimili Björns i morgun klukkan átta og höfðu i frammi músik Birni til heiðurs. D V-m ynd S. Þrír dagarí skutluna Þrír dagar eru nú þangað til Boeing 747-risaþota á að lenda á Keflavíkurflugvelli með geim- skutluna Enterprise á bakinu. Verður það í fyrsta sinn sem skutlan lendir utan Bandaríkjanna. Áætlað er að skutlusamstæðan komi til Islands síðdegis á fimmtu- dag og verði hér eina nótt áður en för verður haldið áfram til megin- lands Evrópu. Mikil eftirvænting ríkir í París vegna komu geimskutlunnar. Talið er að skutlan verði „aöalnúmerið” á flugsýningunni þar. -KMU. Stúlkan sem á var ráðist íÞverholtinu: GIFTIST UM SÍÐUSTU HELGI r r OG A VON A BARNIIAGUST Dolly Magnúsdóttir heitir hún. Fyrir um einu og hálfu ári, nánar tiltekið föstudagskvöldið 4. desember 1981, lá hún nær dauöa en lífi í skúr við Þverholtið, eftir eina hrottalegustu árás sem um getur á Islandi. Þegar hún fannst síöar um nóttina fyrir hreinatilviljun varhenniekkihugað líf. En um síðustu helgi, föstudaginn 6. maí var útlitið bjartara. Þá gekk hún í það heilaga með Valgarði Guð- jónssyni og þau eiga von á bami í ágúst næstkomandi. Valgarður er betur þekktur sem Valli í hljómsveitinni Fræbbblunum og fyrir leik sinn í myndinni Okkar á milli í hita og þunga dagsins. „Ég á þeim læknum sem hafa ann- ast mig mikið aö þakka. Þetta hefur gengið ótrúlega vel og ég hef náð mér að fullu, aðeins eftir að lagfæra út- litsgalla á öðru auganu,” sagöi Dolly, er við litum inn til þeirra Val- garðs í Sólheimunum í gær. Þau voru þá á kafi að mála ibúð sem þau ætla að hefja sinn búskap í. Og þau tóku sig vel út í málningarfötunum, hjónakornin. Þau Valgarður kynntust í fyrravor þegar Fræbbblarnir gáfu út stóru plötuna sína. Eitt lagið á plötunni heitir nefnilega Sticking dolly (að stinga í dúkku) og voru bæði lagið og textinn samin nokkru fyrir árásina. Sú kjaftasaga var þó breidd út að þetta ætti við um Dolly. En það var alrangt, þeir höfðu aldrei séö eða heyrttalað um stúlkuna. „Viö Dolly kynntumst síðan þegar ég hitti hana að máli og leiðrétti sög- una,” sagði Valgarður. Nú, þegar þau eru að hefja sinn bú- skap, vinnur Dolly í setningarstof- unni Leturval í Armúlanum hálfan daginn en Valgaröur vinnur við for- ritun hjá Verk- og kerfisfræðistof- unni. Og þess má geta að þau eru að festa kaup á íbúö hjá Byggung á Sel- tjamarnesi sem þau fá eftir þrjú ár. Eftir árásina gengu margar kjaftasögur um Dolly sem voru f lest- ar mjög neikvæðar. Um leið og við vonum að þær heyri sögunni til óskar DV þessum nýgiftu hjónum til ham- ingju, alveg eins og séra Sigurður Haukur Guðjónsson, sem gaf þau saman, og áttatíu veislugestir þeirra, gerðu um síðustu helgi. -JGH. Áður en flutt er inn er betra að vera búinn að gera allt klárt. Þau Dolly og Valgarður i hlutverkum málarameistara athuga hérhvern- ig tíl hefur tekist með málunina. „Valli, bara svona okkar á milli, ég get ekki séð annað en þetta sé ágætlega málað hjá okkur." Brúðarmyndin er innfelld i máln- ingarvinnumyndina. DV-mynd: S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.