Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1983, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR12. AGOST1983. 3 Eg þakka af alhug sóknarfólki mtnu, vinum, kunningjum og öllum þeim sem sýndu mér vin- arhug með gjöfum, stmskeytum og kveðjum t tilefni sjötugsafmælis míns. Guð blessi ykkur og alla Islendinga. RÖBERT JACK TJÖRN, VATNSNESI. Langvarandi óþurrkar hafa hrjáð sunnlenska bændur það sem af er sumri svo um munar. Verður varla taliiv sú vika sem ekki hefur rignt óþyrmilega á tún bænda þar um slóðir. Er nú svo komið víða að heilu túnin liggja undir vatnsskemmdum. Sums staðar má sjá illa leikinn heyfeng á blautum túnunum sem greinilega hefur legið þar lengi. Eða allt frá síðasta þurrki sem var fyrir um tveimur vikum. Og svo hefur rignt. Blaðamenn DV áttu leið um Suður- landsundiriendið í vikunni og meðal bænda þar hittu þeir fyrir Ingimar Þorbjörnsson sem býr meðalbúi á bæn- umAndrésfjósi íSkeiðahreppi. Hann sagðist ekki muna eftir slíku rigningarsumri sem þessu frá því hann hóf aö búa fyrir rúmum tveimur ára- tugum. „Eg hef ekki náð nema rétt um þriðjungi inn af túnum mínum enn sem komiö er og svo er ástatt hjá flestum bændum hér í nágrenninu. Síðast gafst þurrkur um verslunarmannahelgina,” segir Ingimar, „en þá hélst hann þurr í tæpa tvo daga. Upp frá því hefur rignt duglega og það daglega. Þessi vætutíð hefur vissulega farið mjög illa með túnin hjá mér,” heldur Ingimar áfram. „Til marks um það hefur ekki verið vogandi að hleypa kúm út á þau um nokkurn tíma. Þetta eru nefnilega orðin eiginlega fen. Eg man ekki eftir því að kúm væri ekki bjóðandi út vegna túnvætu.” „Æ, þetta er búið að vera í einu orði sagt, hræðilegt sumar. Það má segja að það hafi rignt stanslaust í tvo mánuöi og þó svo hann hafi hangiö þurr hluta og hluta úr degi þá hefur það komið fyrir ekki. Maður hefur hreinlega horft upp á túnin sín drukkna í þessari árans vætutíð,” voru ummæli annars bónda sem við hittum á leið okkar um Suðurland. „Það má segja að hver dagur eftirieiðis megi teljast góður ef ekki rignir. Ef fram heldur sem horfir með þessar dembur þá er ekki gott að segja hvemig fer. Ætli menn verði þá ekki að taka allan sinn feng í súrhey. Vanda- máliö er bara að það hafa ekki allir bændur aðstöðu til þess. Menn lifa því bara í voninni um betri tíð. Hún verður að koma ef ekki á illa að fara,” sagöi þessi sunnlenski bóndi að lokum og öslaöi eftir rennvotu túni sinu heim á hlað, þungur i spori. -SER. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM FRÁ KL. 10-16. Tvær VOLVO 245 GL '80, ekinn 58.000, sjálfsk. Verð kr. 340.000,- VOLVO 265 GL '78, ekinn 105.000, sjálfsk. Verð kr. 320.000,- VOLVO 244 TURBO '82, ekinn 25.000, beinsk. Verð kr. 520.000,- VOLVO 245 DL '82, ekinn 8.000, sjálfsk. Verð kr. 400.000,- VOLVO 244 GL '81, ekinn 39.000, beinsk. Verð kr. 360.000,- VOLVO 244 GL '80, ekinn 46.000, beinsk. Verð kr. 300.000,- VOLVO 244 GL '79, ekinn 46.000, sjálfsk. Verð kr. 255.000,- VOLVO 244 DL '78, ekinn 79.000, beinsk. Verð kr. 205.000,- Ingimar Þorbjömsson bóndi í Andrésfjósi í Skeiðahreppi. Hann stendur hér á- samt syni sínum Bjama við hluta af túnum sínum sem augsýnilega era eiginlega orðin fen vegna vætutíðarinnar í sumar. DV-myndir Einar Olason. VOLVOSALURINN Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 Þetta er algeng sjón i sveitum Suður- Iands. Túnin em bókstaflega að drukkiia. viKuiero 10. agusi Nú sláum við saman tveimur skemmtilegustu borgum megin- landsins og kynnumst því bestasem hvor um sig hefur upp á að bjóða Verö kr. 15.950.- miðað við gistingu í 2ja manna herbergi. Innlfalið: Flug til og frá Amsterdam, gisting í 3 næturáVictoriahóteli í Amsterdam, 4 nætur á Mondial hóteli í París, skoðunarferðir um París og til Versala, rútuferð Amsterdam-París-Amsterdam og islensk fararstjórn. Barnaafsláttur kr. 4000.- Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.