Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1983, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR12. AGUST1983. Umferðar- Ijós úr umferó — eftir stórslys sem varð á mótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar Umferöardeild Reykjavíkurborgar ákvaö í gær aö leggja niöur hluta af umferðarljósunum á mótum Kringlu- mýrarbrautar og Laugavegar. Er þama um aö ræða beygjuljósin sem gilt hafa þegar komiö er noröur Kringlumýrarbraut og beygt í vestur í átt aömiðbænum. Ljós þessi voru sett upp í desember 1979. Einhverra hluta vegna hafa þau ruglað marga ökumenn eöa þá að þeir hafa tekiö óþarfa áhættu þarna í beygjunni. Hafa þarna orðið mörg slys af þeim sökum. I fyrradag varö þarna t.d. mjög haröur árekstur á milli sendiferöa- bifreiöar og Bronco bifreiöar. Slasaöist ökumaöur sendiferðabifreiö- arinnar mjög mikið — brotnaöi m.a. á báðum fótum og hlaut innvortis meiösl. Eftir þetta slys ákvaö umferðar- deildin að taka beygjuljós þessi úr umferö og var það gert í gær. Ekki er víst aö þau veröi aftur tekin í notkun. Ef þaö verður gert þarf aö gera ein- hverjar breytingar á þessum gatna- mótum eöa brýna fyrir ökumönnum sérstaka aðgæslu þar. -klp- Umferðarslysið sem varð á mótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar í fyrradag fyllti msliim. Þar slasaðist ökumaður sendiferðabifreiðarinnar mjög mikið og þá ákvað umferðardeild borgarinnar að taka beygjuljósin af á þessum gatnamótum. DV-mynd S. Edda Björasdóttir, Tekjusk. Eignask.Útsvar Skattar alls augnlæknir Eggert Ó. Jóhannsson, yfirlæknir rannsókna - 179149 20519 59740 271643 stofu Borgarspítalans Einar Sindrason háls- 189743 13695 66110 281243 nef- og eyrnalæknir Grímur Jónsson 352253 6049 98310 464459 héraðslæknir Gunnar Guðmundsson, pró- 195751 5080 59960 271810 fessor í taugalækningum Gunnar H. Gunnlaugsson, yfirlæknir skurðlækn- 188946 9344 65840 274281 ingadeildar Borgarspítalans Hjalti Þórarinsson, yfirlæknir handlækninga- 208533 4938 66290 351308 deildar Landspítalans Hrafnkell Helgason, yfir- 165457 26946 58610 260250 læknir Vífilsstaðaspítala Hulda Sveinsson. 211382 1763 68260 293437 baraasjúkdómalæknir Ingunn H. Sturlaugsdóttir 51151 11143 28110 95314 heimilislæknir Karl Strand, tauga- 123093 7741 42100 165749 og geðlæknir Kristfn E. Jónsdóttir 57796 11544 28330 101249 lyflæknir Ragnheiður Guðmunds- 131968 10344 50320 199920 dóttir augnlæknir Þorbjörg Magnúsdóttir 45867 0 28430 78822 svæfingalæknir Þórey J. Sigurjónsdóttir 126318 11018 48090 192613 baraalæknir 64997 8695 32710 111612 Skattaskoðun DV1983: Kvenkyns læknar töluvert tekjulægri en karikyns læknar Nokkrir læknar á Suövesturlandi eru undir skattasmásjánni hjá okkur í dag. Læknar hafa alla tíö veriö nokkuö tekjuhá stétt og á því hefur engin breyting oröið. Ef viö lítum á álagt útsvar þessara fimmtán lækna, kemur í ljós aö þeir hafa mjög misjafnar mánaöartekjur og eru konumar mun lægri en karlarnir í flestum tilvikum. Meöaltals útsvar kvenkyns læknanna eru rúm 40 þúsund en meðaltals útsvar karlkyns læknanna er aftur á móti tæp 64 þúsund. Erfitt er aö finna skýringu á þessu, en hugsanlega vinna kvenkyns læknarnir eitthvaö minna en karlkyns læknarnir. Einnig sést að álögö heildargjöld karikyns lækna eru í flestum tilvikum mun hærri en kvenkyns læknanna. I blaöinu síöastliöinn þriðjudag gáfum viö upp aðferö til að reikna nokkurn veginn út núverandi mánaöarkaup út frá álögöu útsvari. Ágætur starfsbróöir okkar í blaöastétt benti okkur á aö eigi voru þeir út- reikningar alls kostar réttir og þökk- um við ábendinguna. Þaö kom sem sé í ljós aö marg- földunarstuðull sá er viö gáfum upp 1,55 reyndist ívið of hár; réttur stuöull mun vera um 1,1. Biðjumst við vel- viröingar á þessum mistökum. Ef viö nú beitum þessum nýja stuöli á álagt útsvar læknanna kemur i Ijós aö sá þeirra er hefur hæsta mánaðar- kaupið í dag er Einar Sindrason, háls-, nef- og eyrnalæknir, en mánaöartekjur hans í dag munu vera kringum 108 þúsund krónur, samkvæmt út- reikningnum. Lægsta mánaðarkaupið í dag, sam- kvæmt þessu, hefur aftur á móti Hulda Sveinsson og nemur þaö um 30 þúsund krónum. Læknar þeir sem hér eru skoöaðir viröast allvel í stakk búnir hvaö varöar eignir, en allir aö einum undanskildum greiða eignarskatt, sumir allháan. Þaö skal enn tekið fram að tölur þær sem hér birtast eru álagðar upphæðir á tekjur frá því í fyrra. -SþS. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði svo er það kynlífið Frú Helga Sigurjónsdóttir hefur í ágætum greinum vakið athygli á því, að víða er til sölu ýmislegt lesefni, sem eftir gömlum mælistikum væri dæmt klám, a.m.k. ef tekið væri mið af hinni frægu bók Agnars Mykle um hinn rauða rúbin. Og það er vitan- lega rétt hjá frú Helgu, að nútíminn leggur ofuráherslu á kynlifið, rétt eins og það sé hið eina, sem gefur líf- inu gildi. Nú er það að visu svo, að lif- ið á allt undir kynlifinu, og út fró þvi sjónarmiði er vitanlega rétt að tala sem mest um það. Hins vegar má ræöa kynferðismál frá ýmsum hlið- um og verður að taka undir þau sjón- armið Helgu, að rétt væri að bóksal- ar væru ekki með sorabókmenntir á boðstólum. Það er hins vegar við ramman reip að draga, meðan eftir- spurnin er svo mikil og bækumar verða æ iostugri svo að Felsenborg- arsögur þættu nú ágæt barnalesning miðað við sumt, sem böraum er ætl- að, t.d. kommabókin Félagi Jesús. Það er hins vegar ekki rétt hjá Helgu, að bersögli sé fyrst og fremst tæki i höndum karlrembusvína til þess aö kúga konur. A.m.k. virðist það vera svo hér á íslandi, að það era fyrst og fremst rauðsokkur, sem koma kynferðismálum að, hvar sem möguleiki er á, og er skemmst að Og minnast leiksýninga í Iðnó og Þjóð- lcikhúsinu, en þar þyklr engin sýning ná máli nema leikendur gangi um allsberir, og verður þess áreiðanlega skammt að bíða aö þeir Skugga— Sveinn og Ketill skrækur gangi um, allsberir. Þessi berunarstefna í leikhúsmál- um hefur orðið til þess, að menn treystast margir ekki til þess að fara í leikhús, ekki vegna þess að þeim of- bjóði að sjá nakinn mannslikam- ann , heldur vegna þess, að þeir eins og frú Helga, telja að hin sjúklega áhersla, sem lögð er á kynferðismól, sé engum til góðs. Og verður það ekki að teljast nokkuð sjúklegt, þegar ekki má setja upp á sviði klassísk leikrit án þess að sjáist í beran dilli- bossa á miðaldra leikkonu? Frú Helga nefnir sem hræðileg klámtímarit bæði Playboy og Pent- house. Þessl blöð birta jafnframt ýmsllegt efni annað og efni þeirra er fyrst og fremst miðað við hæfi gjá- lífra Bandaríkjamanna. Sjálfir hafa útgefendur þessara blaða haldlö því fram, að þessi blöð séu ekki síður kvenfrelsisblöð en bandaríska Hús- freyjan og 19. júní, en munurinn sé sá, að frelsun konunnar fari líka fram í rúminu, þ.e. með algjöru frelsi í kynferðlsmáium. Og því verð- ur tæplega neitað, að kynferðis- fræðsla fer talsvert fram á síðum þessara blaða, þótt einhæf sé. Frú Helga nefnir, að siðsemi og hreinlyndi í kynferöismálum sé vörn konunnar gegn karlmönnum, og má það til sanns vegar færa. En er þá ekki verið aö ráðast að réttindum konunnar með því að vera með opin- bera kynferðisfræðslu, sannar ekki saga kynferðisfræðslunnar, að hún hefur einungis leitt til aukinnar laus- ungar, eða er ekki sífellt að fjölga þeim böraum sem búa aðeins hjá öðru foreldri vegna þess, aö börain eru fædd utan hjónabands eða vegna þess, að hjón skiija? Margir halda því að vísu fram, að kynferðisfræðsl- an sé nauðsynleg fyrir unglinga og það sem fyrst, jafnvel eigi að kenna um hitt jafnframt því, að kennt sé að draga til stafs. Áður fyrr í sveitum hafi böra lært af dýrunum, hveraig lífinu væri haldið við, en nú sé þenn- an lærdóm einungis að fá f skúma- skotum þéttbýlisins. En þessi kenn- ing stenst ekki, þvi að það er kjarai kynferðisfræðslunnar, að allt sé leyfilegt f kynferðislegum efnum. Og nálgast menn þá ekki það, sem er kjarainn í greinum frú Helgu Sig- urjónsdóttur, sem sé að leggja verði siðferðislegan mælikvarða á kyn- ferðismál og hvað sé leyfilegt í þeim efnum. tslendingar hafa þennan sið- ferðislega mælikvarða í kenningum kristinnar kirkju og væri fróðlegt að :vita, hvort frú Helga er ekki í hjarta sfnu sammála þeim kenningum eins og þær hafa verið túlkaðar á frjáls- lyndan hátt. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.